Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRIL 1986 45 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Atvinna við Ijósritun Óskum eftir að ráða starfsmann til starfa við teikningaljósritunarvélar fyrirtækisins ásamt ýmsum öðrum almennum störfum. Vélar okkar eru stærstu og afkastamestu Ijósritunarvélar landsins og verður viðkom- andi þjálfaður til vinnu við þær. Þú þarft að vera: ★ Þjónustulundaður og viljugur til vinnu. ★ Liðlegur íviðmóti. Við bjóðum þér: ★ Líflegt starf í vaxandi fyrirtæki. ★ Góðan starfsanda. ★ Sanngjörn laun. Vinsamlegast leggið skriflegar umsóknir inn hjá augld. Mbl. fyrir 2. maí merktar: „N -1047“. Fyrirspurnum ekki svarað á skrifstofu okkar né í síma. Öllum skriflegum umsóknum verður svarað. Fjölritun Nóns hf., XEROX-umboðið. fc^RARIK ■k. ★ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf tæknifulltrúa á svæðisskrif- stofu Rafmagnsveitnanna á Hvolsvelli. Ósk- að er eftir rafmagnstæknifræðingi eða manni með sambærilega menntun. Starfið felst m.a. í hönnun, áætlanagerð, eftirliti, upp- byggingu og rekstri rafveitukerfa. Nánari upplýsingar um starfið gefur rafveitu- stjóri Rafmagnsveitnanna á Hvolsvelli. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist starfsmannadeild fyrir 15. maí 1986. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Atvinnurekendur Viðskiptafræðinemi á þriðja ári óskar eftir vinnu í sumar. Hlutastarf næsta vetur kemur til greina. Lysthafendur sendi tilboð til augld. Mbl.merkt: „L-3459“. HÓTEL LOFTLPÐIR FLUGLEIDA /MT HÓTEL Herbergisþernur Óskum að ráða starfsfólk nú þegar til sumar- starfa. Upplýsingar veittar hjá starfsmannaþjónustu hótelsins (ekki í síma). Bókaverslun Okkur vantar starfsmann til almennra starfa í Bóksölu stúdenta frá 1. júní og til frambúðar. Starfið er einkum fólgið í afgreiðslu, upplýs- ingagjöf, móttöku bókapantana og bóka- sendinga, verðútreikningum o.fl. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi tungu- málakunnáttu, sé þægilegur í viðmóti og hafi áhuga á bókum. Vinnutími er frá 10-18 (þó frá 9-17 á sumrin) virka daga nema laugardaga. Umsóknir ásamt öllum venjulegum uppl. sendist Bóksölu stúdenta, Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut, fyrir4. maí nk. bók/^lð, /túderxtð, Félagsstofnun stúdenta Háskóla íslands Heillandi sumarstörf Okkur vantar hressilegt starfsfólk til starfa hjá okkur í sumar. Verkefnisstjóra Ráðningartími erfrá 15. maí—15. sept. 1986. Viðkomandi þarf að hafa mjög góða ensku- kunnáttu, skipulagshæfileika og eiga gott með að umgangast fólk. Fólk í sölu- og landkynningarstörf Við erum að leita að fólki sem hefur gott vald á enskri tungu og hefur eftirfarandi eiginleika: vera vel mælsk/ur, hafa sjálfs- traustið í lagi og jákvæð/ur í alla staði. Ennfremur vantar okkur aukafólk. Upplagt fyrir heimavinnandi fólk. Góð enskukunn- átta nauðsynleg. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu og góð laun og ef þú átt mynd af þér þá láttu hana fylgja, við skilum henni aftur. Lágmarksaldur 20 ár. Umsóknir sendist augldeild Mbl. merkt- ar: „Heillandi sumarstörf — 3375" fyrir 5. maí. Matráðskona Félagasamtök í miðbæ Reykjavíkur óska eftir að ráða matráðskonu. Starfið felst í umsjón með hádegisverði, síð- degiskaffi, innkaupum á hráefni og öðru til- heyrandi. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi reynslu í matargerð. Vinnutími erfrá kl. 11 tii 16. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og rádningaþjonusta Lidsauki hf. W Skólavördustig la - 101 Reykiavik - Simi 621355 Starfskraftar óskast! Viljum ráða tvo starfskrafta. Vanan mann til afgreiðslustarfa í verslun okkar, góð fram- koma og enskukunnátta nauðsynleg. Einnig stúlku vana almennum skrifstofustörfum, til bréfaskrifta, telexþjónustu o.fl. Enskukunn- átta nauðsynleg. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ÍSELCOs/f, Skeifan 11/D, Reykjavík. Leikarar Ef ykkur vantar aukavinnu í sumar þá bjóðum við upp á lifandi og áhugaverð störf. Vinsam- legast sendið inn nafn, heimilisfang og síma- númer fyrir 5. maí á augldeild Mbl. merkt: „Sumar'86-3376“ Sölumaður — snyrtivörur Rótgróin heildverslun vel staðsett með þekktar snyrtivörur vill ráða sölumann til starfa sem fyrst. Starfið felst í sölu og kynningu á snyrtivör- um með heimsóknum í verslanir og stofur. Leitað er að snyrtifræðingi eða dömu með reynslu í sölu- og kynningarstarfi sem hefur aðlaðandi framkomu, vinnur sjálfstætt og skipulega. Æskilegur aldur 25-35 ára. Fyrirtækið ieggur til bifreið. Góð laun í boði fyrir hæfa konu. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist okkur fyrir 4. maí nk. QiðntIónsson RÁDCJÖF b RÁÐN I NCARÞjÓN USTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Laus staða Staða ritara í Sjávarútvegsráðuneytinu er laus til umsóknar. Um framtíðarstarf er að ræða. Góð vélritunar- og íslenskukunnátta er nauð- synleg svo og einhver enskukunnátta. Launa- kjör samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Sjávarútvegsráðuneyt- inu, Lindargötu 9, 101 Reykjavík, eigi síðar en 16. maí nk. Sjávarútvegsráðuneytið, 22. apríi 1986. Járniðnaðarmenn Óskum að ráða járniðnaðarmenn og menn vana járniðnaði. Upplýsingar á staðnum og í síma. IIL VÉLSMÐJA LjHpéturs AUÐUNSSONAR Óseyrarbraul3 ■ 220 Hafnarfirði ■ Simar 51288-50788 Útgerðarmenn Maður vanur humarveiðum óskar að vera með bát á komandi humarvertíð. Þeir aðilar sem hafa áhuga leggi inn uppl. á augl- deild Mbl. fyrir 5. maí nk. merktar: „Humarveiðar — ’86“. Matvælaiðnaður ísfugl Við óskum að ráða fólk á besta aldri til matvælaframleiðslu í fyrirtæki okkar við Þverholt eða við Reykjaveg í Mosfellssveit. Við bjóðum örugga atvinnu, stuttan og reglu- legan vinnutíma, ágætis laun, ódýran mat í hádeginu og frítt kaffi. Starfsmannaaðstaða er góð og hér ríkir góð- ur andi á hæfilega stórum vinnustað. Hringið í síma 666103 og talið við Þórarin, Eirík eða Óskar. ísfugl Kranamaður óskasttil starfa á byggingarkrana. Upplýsingar í síma 621024 á daginn en 17788 á kvöldin. Rafeindavirkjar (Rafvirkjar) Óskum að ráða rafeindavirkja eða mann með hliðstæða menntun og reynslu til viðhalds og viðgerða á Ijósritunarvélum. Nánari uppl. gefur Grímur Brandsson (ekki í síma). SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgata 33, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.