Morgunblaðið - 27.04.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRIL 1986
45
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Atvinna við Ijósritun
Óskum eftir að ráða starfsmann til starfa við
teikningaljósritunarvélar fyrirtækisins ásamt
ýmsum öðrum almennum störfum.
Vélar okkar eru stærstu og afkastamestu
Ijósritunarvélar landsins og verður viðkom-
andi þjálfaður til vinnu við þær.
Þú þarft að vera:
★ Þjónustulundaður og viljugur til vinnu.
★ Liðlegur íviðmóti.
Við bjóðum þér:
★ Líflegt starf í vaxandi fyrirtæki.
★ Góðan starfsanda.
★ Sanngjörn laun.
Vinsamlegast leggið skriflegar umsóknir inn
hjá augld. Mbl. fyrir 2. maí merktar:
„N -1047“.
Fyrirspurnum ekki svarað á skrifstofu okkar
né í síma.
Öllum skriflegum umsóknum verður svarað.
Fjölritun Nóns hf.,
XEROX-umboðið.
fc^RARIK
■k. ★ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til
umsóknar starf tæknifulltrúa á svæðisskrif-
stofu Rafmagnsveitnanna á Hvolsvelli. Ósk-
að er eftir rafmagnstæknifræðingi eða manni
með sambærilega menntun. Starfið felst
m.a. í hönnun, áætlanagerð, eftirliti, upp-
byggingu og rekstri rafveitukerfa.
Nánari upplýsingar um starfið gefur rafveitu-
stjóri Rafmagnsveitnanna á Hvolsvelli.
Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist
starfsmannadeild fyrir 15. maí 1986.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,
105 Reykjavík.
Atvinnurekendur
Viðskiptafræðinemi á þriðja ári óskar eftir
vinnu í sumar. Hlutastarf næsta vetur kemur
til greina. Lysthafendur sendi tilboð til augld.
Mbl.merkt: „L-3459“.
HÓTEL
LOFTLPÐIR
FLUGLEIDA /MT HÓTEL
Herbergisþernur
Óskum að ráða starfsfólk nú þegar til sumar-
starfa.
Upplýsingar veittar hjá starfsmannaþjónustu
hótelsins (ekki í síma).
Bókaverslun
Okkur vantar starfsmann til almennra starfa í
Bóksölu stúdenta frá 1. júní og til frambúðar.
Starfið er einkum fólgið í afgreiðslu, upplýs-
ingagjöf, móttöku bókapantana og bóka-
sendinga, verðútreikningum o.fl.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi tungu-
málakunnáttu, sé þægilegur í viðmóti og
hafi áhuga á bókum.
Vinnutími er frá 10-18 (þó frá 9-17 á sumrin)
virka daga nema laugardaga.
Umsóknir ásamt öllum venjulegum uppl.
sendist Bóksölu stúdenta, Félagsstofnun
stúdenta v/Hringbraut, fyrir4. maí nk.
bók/^lð, /túderxtð,
Félagsstofnun stúdenta Háskóla íslands
Heillandi sumarstörf
Okkur vantar hressilegt starfsfólk til starfa
hjá okkur í sumar.
Verkefnisstjóra
Ráðningartími erfrá 15. maí—15. sept. 1986.
Viðkomandi þarf að hafa mjög góða ensku-
kunnáttu, skipulagshæfileika og eiga gott
með að umgangast fólk.
Fólk í sölu- og landkynningarstörf
Við erum að leita að fólki sem hefur gott
vald á enskri tungu og hefur eftirfarandi
eiginleika: vera vel mælsk/ur, hafa sjálfs-
traustið í lagi og jákvæð/ur í alla staði.
Ennfremur vantar okkur aukafólk. Upplagt
fyrir heimavinnandi fólk. Góð enskukunn-
átta nauðsynleg.
Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu og góð
laun og ef þú átt mynd af þér þá láttu hana
fylgja, við skilum henni aftur. Lágmarksaldur
20 ár. Umsóknir sendist augldeild Mbl. merkt-
ar: „Heillandi sumarstörf — 3375" fyrir 5. maí.
Matráðskona
Félagasamtök í miðbæ Reykjavíkur óska
eftir að ráða matráðskonu.
Starfið felst í umsjón með hádegisverði, síð-
degiskaffi, innkaupum á hráefni og öðru til-
heyrandi.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi reynslu
í matargerð.
Vinnutími erfrá kl. 11 tii 16.
Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysinga- og rádningaþjonusta
Lidsauki hf. W
Skólavördustig la - 101 Reykiavik - Simi 621355
Starfskraftar óskast!
Viljum ráða tvo starfskrafta. Vanan mann til
afgreiðslustarfa í verslun okkar, góð fram-
koma og enskukunnátta nauðsynleg. Einnig
stúlku vana almennum skrifstofustörfum, til
bréfaskrifta, telexþjónustu o.fl. Enskukunn-
átta nauðsynleg. Fyrirspurnum ekki svarað
í síma.
ÍSELCOs/f,
Skeifan 11/D,
Reykjavík.
Leikarar
Ef ykkur vantar aukavinnu í sumar þá bjóðum
við upp á lifandi og áhugaverð störf. Vinsam-
legast sendið inn nafn, heimilisfang og síma-
númer fyrir 5. maí á augldeild Mbl. merkt:
„Sumar'86-3376“
Sölumaður
— snyrtivörur
Rótgróin heildverslun vel staðsett með
þekktar snyrtivörur vill ráða sölumann til
starfa sem fyrst.
Starfið felst í sölu og kynningu á snyrtivör-
um með heimsóknum í verslanir og stofur.
Leitað er að snyrtifræðingi eða dömu með
reynslu í sölu- og kynningarstarfi sem hefur
aðlaðandi framkomu, vinnur sjálfstætt og
skipulega. Æskilegur aldur 25-35 ára.
Fyrirtækið ieggur til bifreið. Góð laun í
boði fyrir hæfa konu.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist okkur fyrir 4. maí nk.
QiðntIónsson
RÁDCJÖF b RÁÐN I NCARÞjÓN USTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Laus staða
Staða ritara í Sjávarútvegsráðuneytinu er
laus til umsóknar. Um framtíðarstarf er að
ræða.
Góð vélritunar- og íslenskukunnátta er nauð-
synleg svo og einhver enskukunnátta. Launa-
kjör samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis-
ins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist Sjávarútvegsráðuneyt-
inu, Lindargötu 9, 101 Reykjavík, eigi síðar
en 16. maí nk.
Sjávarútvegsráðuneytið, 22. apríi 1986.
Járniðnaðarmenn
Óskum að ráða járniðnaðarmenn og menn
vana járniðnaði.
Upplýsingar á staðnum og í síma.
IIL VÉLSMÐJA
LjHpéturs AUÐUNSSONAR
Óseyrarbraul3 ■ 220 Hafnarfirði ■ Simar 51288-50788
Útgerðarmenn
Maður vanur humarveiðum óskar að vera
með bát á komandi humarvertíð. Þeir aðilar
sem hafa áhuga leggi inn uppl. á augl-
deild Mbl. fyrir 5. maí nk. merktar:
„Humarveiðar — ’86“.
Matvælaiðnaður
ísfugl
Við óskum að ráða fólk á besta aldri til
matvælaframleiðslu í fyrirtæki okkar við
Þverholt eða við Reykjaveg í Mosfellssveit.
Við bjóðum örugga atvinnu, stuttan og reglu-
legan vinnutíma, ágætis laun, ódýran mat í
hádeginu og frítt kaffi.
Starfsmannaaðstaða er góð og hér ríkir góð-
ur andi á hæfilega stórum vinnustað.
Hringið í síma 666103 og talið við Þórarin,
Eirík eða Óskar.
ísfugl
Kranamaður
óskasttil starfa á byggingarkrana.
Upplýsingar í síma 621024 á daginn en
17788 á kvöldin.
Rafeindavirkjar
(Rafvirkjar)
Óskum að ráða rafeindavirkja eða mann með
hliðstæða menntun og reynslu til viðhalds
og viðgerða á Ijósritunarvélum. Nánari uppl.
gefur Grímur Brandsson (ekki í síma).
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgata 33,
Reykjavík.