Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 54
' tíORbú^BLAÖIÐ/SÚítórUDlGlíRiK.APRÍLIðSe I <& Kolbrún Jóns- dóttir - Minning Fædd 21. ágúst 1913 Dáin 18. apríl 1986 Kolbrún Jónsdóttir lézt í Land- spítalanum 18. þ.m. Hún kvaddi okkur þar síðast með þeim orðum að e.t.v. hittumst við í Mörkinni í sumar. Við höfðum samfyigd Kollu í allmörgum Útivistarferðum síðustu árin. Hún var einn af stofnendum Útivistar og virkur félagi, svo lengi sem kraftar leyfðu. Kolbrún var góður ferðafélagi og átti létt með að blanda geði við unga sem aldna. Það var lítilli hnátu alltaf fagnaðarefni að vita að „Kolla vinkona", eins og hún kallaði hana yrði með í ferðinni, þótt aldursmun- ur þeirra væri næstum 70 ár. Það var ailtaf jafn gaman að skreppa til Koliu, hvort heldur var í sætið hennar í rútunni eða á skrif- stofu Útivistar, þar sem hana var oft að finna, eftir að hún seldi verzlun sína við Laugaveginn. Kolla hafði alltaf tíma til að spjalla við litla stúlku og stundum líka e-ð spennandi í bakpokanum sínum. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina og alla hennar vináttu og hlýju og kveðjum hana með söknuði. Guð blessi minningu Kolbrúnar Jónsdóttur. Jóhanna Simars og María Ósk Það er bjartur og fagur haust- dagur eins og þeir gerast bestir hér á landi. Himinninn heiður og blár, efstu eggjar fjalla mjallahvítar og haustlitir á jörðu. Útivistarhópur er á leið að Stapa á Snæfellsnesi og genjgur fjöruna undir Sölva- bjargi. I flæðarmálinu liggja selir á steinum sem demba sér klunnalega og með miklu skvampi ofan í spegil- sléttan sjóinn þegar við nálgumst. Klettaveggurinn fyrir ofan okkur er víða vaxinn þéttum breiðum af bumirót sem hefur tekið á sig rauðan lit haustsins, og silfurtærar fossbunur falla hér og hvar ofan af brún niður í fjöruna. Þessi dagur er svo eftirminnilegur öllum þeim sem þátt tóku í þessari ferð, að enn er hans minnst með sérstakri ánaegju þótt tíu ár séu liðin. Á þessari fallegu leið gengum við Kolla, eins og hún var jafnan kölluð, röbbuðum saman og keppt- umst við að taka myndir, sem var eitt af okkar sameiginlegu áhuga- málum. Það má segja að þetta hafí verið mín fyrstu kynni af henni. Ég vissi þó vel hver hún var, hafði verslað við hana í versluninni Iðu sem hún árum saman rak við Laugaveginn, þar sem hún af- greiddi viðskiptavini sína af sinni alkunnu alúð og kurteisi, seldi þeim góðar vömr fyrir gott verð. Við vomm báðar meðstofnendur Úti- vistar og báðar í Kjama félagsins frá upphafi, en það höfðu ekki tekist með okkur nein kynni, kannski vegna þess að Kolla hafði verið í löngu „göngufríi" vegna langvarandi veikinda móður sinnar, en þær bjuggu saman mæðgumar og Kolla annaðist hana af mikili umhyggju og kostgæfni þegar aldur færðist yfír hana og veikindi urðu hennar hlutskipti. Kolla var lítil og grönn og afar létt á sér og mikil göngukona. Hún hafði ámm saman gengið um Qöll og fímindi þessa lands, og hafði víst komið á flesta þá staði sem upp á er boðið í slíkum ferðum. Við vomm báðar komnar yfir miðjan aldur þegar leiðir okkar lágu saman þennan fagra haustdag, en áttum þó eftir næstu tíu árin að ferðast saman víða um landið í hópi okkar góðu félaga. Það fór ekki mikið fyrir Kollu og ekki var hávaðinn í kringum hana. Ég held að ég hafí aldrei heyrt hana brýna raustina, samt kom hún alltaf því til skila sem hún vildi sagt hafa, hvort heldur hún var ánægð með hlutina eða þurfti eitthvað að gagnrýna. Hún var allt- af svo róleg í fasi og yfirlætislaus, jafnvel þegar hún stríddi manni, sem hún gat vel átt til að gera þegar sá gállinn var á henni. Oft hafði hún litlu frænkur sínar með í ferðum, Litlu Kolbrúnu nöfnu sína, og Lindu systur hennar. Alltaf var hún jafn róleg og alúðleg við þær, jafnt þótt henni fyndist þær á sundum ærslast fullmikið, samt hlýddu þær henni ævinlega skilyrð- islaust. i t c í k rat áfc'* nnar y£ Leiðbeinandi: Christian Soelberg, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækis- /insTeam Training Á námskeiöinu „Stjórnandi framtíóarinnar“ sem Stjórnunarfélag íslands heldur verður fjallaö um skapandi lausn á vandamálum, stefnumótandi hugsun samstarfs, þróun persónuleika, gerö vinnuhópa, breytt viðhorf stjórnenda til ákvaröana- töku, áætlanageröa og stjórnun vió mismunandi aöstæður.y' / Bandaríkjunum og vlöar hafa rannsóknir sýnt aö mannsheilinn ensérhæföur, hin rökrétta starfsemi fer fram í vinstri hluta heilans en hægri hlutinn fæst viö heildir og hlutföll. Niðurstööurnar hafa haft ótvíræð áhrif á rannsóknir í stjórnun, og breytt viöhorfum stjórnenda til ákvarðanatöku og áætlanagerða. Tími og staðun 29. apríl kf.9-17 Kristalssalur Hótels Loftleióa Stjómunarfélag isjands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Kolla starfaði mikið fyrir Útivist. Margar voru vinnuferðimar í Bása meðan verið var að koma upp skál- anum og vinna að uppbyggingunni þar, og eftir að hún hætti að reka verslun sína við Laugaveginn vann hún oft á skrifstofunni og tók að auki að sér ræstingu þar, og þáði aldrei laun fyrir. Hún var, eins og áður sagði, í Kjama félagsins frá upphafi og tók með því þátt í innra starfí þess. Á tíu ára afmæli félags- ins var hún kjörin heiðursfélagi og var vel að þeim heiðri komin. Taug- ar félagsins til Kollu koma kannski best fram við það, að þrátt fyrir veikindi hennar, sem gátu ekki farið nema á einn veg, var hún endurkjör- in í Kjaraann á aðalfundi félagsins kvöldið áður en hún lést. Síðasta ferðin okkar saman var hin ógleymanlega kirkjuferð Úti- vistar í upphafi þessa árs, þegar farið var austur að Skálholti í hinu fegursta vetrarveðri, hlýtt þar á messu og víða komið við á leiðinni. í þessari ferð var Kolla kát og glöð og ekki gmnaði nokkum mann þá hversu stutt hún átti eftir. Hún ætlaði með okkur í Þorraferðina en kom ekki, og var okkur þá sagt að hún hefði verið lögð inn á sjúkrahús daginn áður, mikið veik. Okkur var sagt að hverju stefndi, en aldrei minntist hún á það sjálf þegar ég heimsótti hana á spítalann. Maður sá hvemig af henni dró smátt og smátt og maður þakkaði fyrir að hún virtist aldrei líða neinar kvalir. Kolla kvaddi aðfaranótt föstu- dagsins 18. þ.m. á sama hátt og hún lifði lífí sínu, róleg, kyrrlát og æðrulaus. Hún hefur nú lagt upp í sína hinstu ferð og vil ég að leiðar- lokum þakka henni samfylgdina og alla góða hluti mér gerða. Systkinum hennar og vanda- mönnum öllum, ekki síst Litlu Kollu og Lindu, sem ekki aðeins hafa misst sína kæm frænku heldur einnig góðan félaga, sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Nanna Elsku frænka mín er dáin. Hún sem alltaf var svo ung í anda að ég hugsaði aldrei um dauðann þegar hún var annars vegar. Kolla frænka, sem var svo létt í lund og frá á fæti, hún var á sífelldum ferðalögum upp um fyöll og fimindi landsins sem hún þekkti svo vel. Kolbrún Jónsdóttir var fædd 21. ágúst 1913 á Æsustöðum í Húna- vatnssýsslu en fluttist ung að ámm til Reykjavíkur þar sem hún bjó sfðan alla tíð lengst af með móður sinni en henni var hún stoð og stytta við heimilishald og við upp- eldi yngri systkina sinna. Kolia frænka vann við verslunarstörf alla tíð og í nokkur ár rak hún verslun- ina Iðu við Laugaveg. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt var unnið með sömu viðkvæmu umhyggjunni. í æsku sem og alla tíð var gott að koma til Kollu frænku, hún var svo blíð og góð, hún var engu lík, hún var einstök frænka. Ég kveð elsku frænku mína og þakka allar góðu samverustundim- ar sem hún veitti mér, bömum mín- um og manni. Hugur minn mun fylgja Kolbrúnu yfír móðuna miklu þar sem ég veit að henni mun líða vel alla tíð. Stella María Nú munum við kveðja hana Kollu frænku í hinsta sinn, ekki gmnaði okkur systkinin að hún kæmi ekki aftur til okkar eftir að hún lagðist inn í vetur. Hún var Útivistar kona mikil, hafði gaman af að ferðast um landið og þau em fá fjöllin sem hún hefur ekki gengið á. Hversu langt sem hún fór var ísland alltaf hennar yndi. Oft var það er við vomm lítil sem böm, að frænka fékk okkur lánuð um heigar og var þá farið í göngu- ferðir um bæinn og margt skoðað. Alltaf var hægt að koma til Kollu frænku í heimsókn og fá góð ráð við okkar málum er á þurfti að halda. Við þökkum henni af alhug fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Eftir er stórt tóm sem enginn getur fyllt. S.B. og G.B. Kolbrún Jónsdóttir er gengin til hinstu hvflu. Ég veit að hennar verður vel minnst af vinum og vandamönnum, en við Útivistarfólk viljum ekki sitja hjá þegar fallinn er frá jafn tryggur félagi eins og hún var. Þegar við gengum til leiks að stofna Útivist varð Kolbrún strax virkur og traustur félagi. Hún vann félaginu allt það hún mátti með því að búa okkar ferðaskála þæg- indum og hlýleika sem nauðsynlegt er til að við mættum una þar vel. Hún var einnig boðin og búin að rétta hjálparhönd á skrifstofunni sérstaklega eftir að hún hætti rekstri verslunar sinnar. Við nutum krafta hennar og trúmennsku allt til hins síðasta. Ef maður athugar lífshlaup Kolbrúnar kemur margt í hugann. Hún óx upp í víðlendu héraði og vom því rætur hennar við barm íslenskrar náttúru. Hún hafði stundað ferðalög vítt og breytt í áratugi áður en hún gekk til liðs við okkur Útivistarfólk og henni vom ferðalög um landið svo mikil nauðsyn að hún var þeírri köllun trú allt til æviloka. t ANNAP. HELGADÓTTIR, Grundarstig 10, sem lést 22. apríl verður jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. maíkl. 10.30. Fyrir hönd systkina hennar og annarra vandamanna, Andrea Helgadóttir, Helgi Guðbergsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, EINARS ÞORGEIRSSONAR fró Lambastöðum í Garði. Guðmundur Þorgeirsson, Þorsteinn Þorgeirsson, Magnea R. Þorgeirsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir, Gróa S. Þorgeirsdóttir Lawrence, Rannveig Þorgeirsdóttir, Guðmunda Þorgeirsdóttir, Valgerður Þorgeirsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug viö andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS H. ÁRNASONAR frá Steinnýjarstöðum. Ingiríður Jónsdóttir, Una G. Jónsdóttir, Geir H. Hansen, Stefán H. Ingólfsson, Rúna S. Gelrsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.