Morgunblaðið - 06.06.1986, Page 3
F
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986
3
Seattle fyrsti
vinabær
Reykjavíkur í
Bandaríkjunum
FYRIR skömmu samþykkti borg-
arráð Seattle-borgar einróma að
tengjast Reykjavík formlegum
vináttuböndum. Borgin vestan-
hafs var þó ekki orðin ýkja
gömul þegar Islendingar stigu
þar fæti. Það var vesturheims-
farinn og landneminn Indriði
Indriðason sem 1887 settist þar
að fyrstur Islendinga.
Seattle er stærsta borg norðvest-
urstrandar Bandaríkjanna, íbúar
hennar eru um 490 þúsund en af
þeim eiga nálega 5.000 ættir að
rekja til Islands. Borgin er reist á
sjö hæðum milli Washington-vatns
í austri og Elliott-flóa í vestri í
Washington-ríki. Þrátt fyrir ungan
aldur, en borgin tók fyrst að mynd-
ast upp úr 1850, er hún öflug
miðstöð atvinnulífs. Fiskiðnaður
hennar stendur með miklum blóma
og þar á Boeing-verksmiðjan höfuð-
stöðvar sínar.
Ræðismaður íslands í Seattle er
Jón Marvin Jonsson en hann er
sonur Þorbjöms Jónssonar frá
Deildartungu í Borgarfírði og Bryn-
hildar Steinunnar Erlendsdóttur frá
Mörk í Húnavatnssýslu.
Þrjú fiskiskip
seldu erlendis
VERÐ á fiskmörkuðunum í Hull
og Grimsby er nokkuð mismun-
andi þessa dagana og fer það
mest eftir gæðum fisksins og
framboði. Fyrir fyrsta flokks
fisk fæst yfirleitt um og yfir 60
krónur fyrir hvert kíló.
Ottó Wathne NS seldi á miðviku-
dag rúmlega 146 lestir, mest þorsk,
í Grimsby. Heildarverð var
8.516.000 krónur, meðalverð 58,28.
Á fímmtudag seldi Gullberg NS 95
lestir, mest þorsk og ýsu í Grimsby.
Heildarverð var 4.878.000 krónur,
meðalverð 51,33. Aflinn skiptist
jafnt milli fyrsta og annars gæða-
flokks. Sama dag seldi Bergur
tæplega 51 lest, mest þorsk og ýsu
í Hull. Heildarverð var 2.820.000
krónur, meðalverð 55,48. Aðeins
10% aflans fóru í fyrsta flokk, 20%
í annan, 60% í þriðja og 10% í Qórða.
Á þriðjudag var selt úr gámum
í Grimsby, samtals 113 lestir.
Meðalverð var um 65 krónur á hvert
kfló, en þetta var að mestu leyti
þroskur, ýsa og koli.
Á mettíma
til London
HEIMFARI, Boeing-þota Flugleiða,
setti hraðamet á flugleiðinni Kefla-
vík — London á miðvikudaginn.
Venjuiegur flugtími er tvær klukku-
stundir og 45 mínútur en að þessu
sinni tók flugið aðeins tvær klukku-
stundir og tvær mínútur. Flugstjóri
var Geir Garðarson.
Margrét Dana-
drottning
væntanleg í
einkaerindum
MARGRÉT Danadrottning er
væntanleg til íslands í óopinbera
heimsókn 4. júlí nk.
Samkvæmt upplýsingum fr'
skrifstofu forseta íslands
drottningin til Vestmannaey
Skaftafell og um Austurlai
meðan á heimsókninni stendur.
íslenskar björgunar- og hjálparsveitir eru kallaðar út oft á hverju ári. í flestum tilfellum fær útkallið góðan
endi - okkur berast góðar fréttir.
En reynslan hefur sýnt, að auk þekkingar og reynslu getur réttur búnaður skipt sköpum. Stöðug endumýjun
þarf að eiga sér stað til þess að góður árangur náist.
Til að afla fjár fyrir starfsemi hjálparsveitanna og til tækjakaupa, efnum við til stórhappdrættis.
í boði verða 135 stórvinningar og 3000 aukavinningar.
Markmið okkar er að hafa til taks harðsnúnar sveitir, hvenær sem hjálparbeiðni berst.
STERKAR HJÁLPARSVEHIR
- STERKAR LÍKUR Á GÍ»UM FRÉTTUM.
■13S» I
STÓRVINNINGAR
DREGIÐ12. JÍINÍ
»3000» I
HJÁLPARPAKKAR
Á700 KR.STYKKIÐ
FORD ESCORT CL 5 GÍRA
----1
■|
PFAFF1171 PIONEERSllO
SHARP581
MYNDBANDSTÆKI
SJÁLFÞRÆÐANDIMEÐ OVERLOCK SPORI HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR
LANDSSAMBAND
H JÁLPARSVEITA SKÁTA
SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA
HEFUR AF STÓRHUG STYRKT ÞETTA HAPPDRÆTTI
ÍINGAPJÖN'JSTAN/SlA