Morgunblaðið - 06.06.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986
31
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag ætla ég að fjalla um
sjálfsímynd okkar. Reynsla
stjömuspekinga er sú að menn
hafi tilhneigingu til að horfa
einungis á jákvæðari þætti í
eigin fari en eigi erfitt með
að horfast í augu við neikvæð-
ari þætti persónuleikans.
JákvœÖ ímynd
Að vissu leyti er eðlilegt að
við reynum að skapa okkur
jákvæða ímjmd. Við þurfum
að keppa við aðra á öllum
sviðum, m.a. í starfi, tilfinn-
ingalífi og hvað varðar skipt-
ingu veraldlegra gæða. Sem
einstaklingar fáum við heldur
lítið hrós og litla uppörvun.
Hver maður verður því sjálfúr
að hampa sér og byggja sig
upp. Við vitum að maður sem
er öruggur með sig hefur já-
kvæð áhrif á aðra. Fólk segir
gjaman: „Hann er ömggur
með sig, honum hlýtur að
ganga vel, sennilega er hann
fær á sínu sviði" o.s.frv.
NeikvœÖar hliÖar
Sennilega er reynsla flestra sú
að finna til sársauka og vanlfð-
unar þegar þeim er bent á
neikvæðar hliðar í eigin fari.
Innst inni vilja flestir vera
fullkomnir. Við viljum vera
gáfuð, sterk og vel gerð. Vin-
sældir ævintýramynda, t.d. um
Superman sýna fram á þetta.
Okkur er illa við galla, við
verðlaunum atgervi en sýnum
þeim lítilsvirðingu sem minna
mega sín. Því er það að þegar
náunginn bendir okkur á veik-
leika finnst okkur við verða
minni menn fyrir vikið.
AfleiÖingar
Afleiðingar þess að ekki er
horft á neikvæðari þætti í eigin
fari em einkum tvennar. f
fyrsta lagi má segja: Ef ekki
er tekist á við veikleika lagast
viðkomandi mál ekki og við
þroskumst ekki. í besta falli
stöndum við f stað sem persón-
ur, eða okkur fer aftur. f öðm
lagi getum við lent í árekstmm
við umhverfið. Þó viðkomandi
sjái ekki neikvæðu hliðar sfnar
eða kjósi að horfa framhjá
þeim, sjá aðrir þær og setja
honum stólinn fyrir dymar.
Afleiðingar þess að takast ekki
á við eigin skugga geta m.a.
birst í því að við komumst
ekki áfram í starfi eða að
maki okkar gefst upp og fer
frá okkur. f versta falli getur
skugginn orðið það stór að
hann leiði til hættulegra
árekstra, s.s. ofbeldis og styij-
alda.
Breytt viÖhorf
Tilgangur undirritaðs með
þessum skrifum er sá að reyna
að hvetja til þess að viðhorf
okkar til neikvæðari eiginleika
séu tekin til endurskoðunar. í
stað þess að finna til minnkun-
ar og reyna að fela veikleika
okkar ættum við að fagna
þegar okkur er bent á nei-
kvæðar hliðar. Við ættum ekki
að finna til minnkunar heldur
gleðjast yfir því að hafa komið
auga á þær, eigum beinlínis
að leita þeirra af ákafa! Ástæð-
an fyrir því er sú að einungis
þegar við viðurkennum van-
kanta okkar getum við lagfært
þá. Ef bíll okkar er bilaður og
við viðurkennum ekki að hann
sé bilaður þá lagast hann ekki.
Til að gera það skemmtilegt
sem var erfitt getum við t.d.
farið f leik og verðlaunað okkur
fyrir hvem veikan punkt sem
við finnum. Við getum sagt:
einn veikleiki, eitt-núll, tveir,
tvö-núll, o.s.frv. Við getum
glaðst f þeirru vissu að með
því að viðurkenna veikleika
okkar erum við að styrkjast
og öðlast aukinn þroska. Horf-
um á neikvæðari hliðar okkar
jákvæðari augum, tökumst á
við þær og hreinsum til, það
er okkur og umhverfi okkar
til góðs.
V Q
A-y
tfVÆRr fiöRVM
V■ V/V HÚ-
VHIL'?
1
£/ £&? //v/r,
-J?ó£/rc//?,
JZ4V £/? /vár/
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
DYRAGLENS
LJOSKA
AF t>VÍ AB) HANM ^
ER LlSTAVeKK ? tf.
L—r- 1 l“l íi 1 ~ 1 1 /0-22 ISSOFI 1
TOMMI OG JENNI
TT mm r m ■ i r i . ■ ■;—i r- i *.■ J
ERU LÉTTARI
EM KATTAR— /
HLDNKUg^I-
Z/IJ ( (t ( -«
11 lliilllllSI FERDINAND
r-s r's A A D , . m // n vm=- - Tt "
POSTCARDS
SMAFOLK
IT SAV5 MERE THAT THE
TEAMTMAT'SINFIRST PLACE
ON THE FOURTM OF JULY
U5UALLV WIN5 THE PENNANT
WE WERE IN LAST PLACE
ON THE FOURTM OF JULY..
AL50 ON MEMORIAL PAY
ANP MOTMER'S PAY...
UUELL PR0BAE3LY BE IN
LA5T PLACE ON LABOR
PAY COLUMBUS PAY,
THANKS6IVIN6, CMRI5TMA5
ANP YOUR BIRTMPAY!,1
Það stendur hérna að liðið
sem er í fyrsta sœti 17.
júní sigri yfirleit í deild-
inni.
Við vorum neðstir 17. júní,
sömuleiðis 1. mai og á
mæðradaginn.
Við verðum vafalaust i
neðsta sæti um verslunar-
mannahelgina, á kvenna-
daginn, á degi Sameinuðu
þjóðanna, á jóladag og á
' af mælisdeginum þínum!!
Mér er meinilla við að vera
í neðsta sæti á afmælis-
deginum mínum...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Austur rétti suðri lykilinn að
vinningsleiðinni í spilinu hér að
neðan með vafasömu úttektar-
dobli sínu á einum spaða.
Suðurgefur; N/S á hættu.
Norður
♦ ÁK864
V95
♦ G65
♦ KD8
Vestur
4 32
4 G10764
♦ D742
476
Suður
4G10
4ÁD
4 ÁK1098
4G432
Austur
4 D975
VK832
43
4Á1095
Vestur Norður Austur Suður
—■ — — 1 tígull
Pass 1 spaði Dobl Redobl
2 hjörtu Pass Pass 2grönd
Pass 3grönd Allir pass
Vestur spilaði út hjartasexu
og suður drap kóng austurs með
ás. Sérðu vinningsieiðina á opnu
borði?
Sagnhafi á svo sem nóg af
slögum, en vandinn er að fjölga
þeim upp f níu áður en vömin
nær að bijóta hjartað. Eins og
sést verður að gefa slag bæði á
tfgul og spaða til að fría þá liti
og það hrekkur ekki nema upp
i átta slagi. Vömin notar inn-
komuna til að hrekja sfðustu
hjartafyrirstöðu sagnhafa f
burtu og bíður svo í rólegheitum
með laufás og fríhjörtun. Sagn-
hafí á þann möguleika að fara
í laufíð og treysta á að fría þar
þtjá slagi, en það gengur ekki
heldur úr því liturinn brotnar
4-2.
Lausnin byggist á dobli aust-
urs. Eftir það hlýtur hann að
eiga laufásinn. Því er besta
spilamennskan að fara inn á
blindan spaða og spila laufátt-
unni á gosann heima! Ef austur
gefur fæst mikilvægur slagur án
þess að missa tempó, og þá er
óhætt að fría þá tvo sem vantar
á tígul. Fari austur á hinn bóginn
upp með laufás fást örugglega
þrír slagir á lauf.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Dresden í
A-Þýzkalandi í vetur kom þessi
staða upp f skák A-Þjóðveijanna
Griinberg og Tischbierek, sem
hafði svart og átti leik.
Svarta drottningin virðist vera
fönguð en það er ekki allt sem
sýnist: 22. — Hxe2+I, 23. Dxe2
- Dxcl, 24. De8+ - Kh7, 25.
Bh3 - Dxb2+, 26. Ke3 - Df6
og hvítur gafst upp.