Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986 4 Erró 1974-1986: Ný listaverkabók væntanleg í vikunni Morgunblaðið/Ámi Sæberg Höfundur sigurlagsins, Bjarni Hafþór Helgason, ásamt söngvurunum Björgvini Halldórssyni og Helgu Möller. „Ég þekki örlítið til borgarandans“ EIGINKONAN sagði það við mig í síðustu viku, að fengi ég einhver verðlaun í þcssari keppni ætti ég að fjárfesta í verkfærum til tón- smíða, en ég er ekki viss um að það sé leggjandi á heimilið í marg- þættum skilningi," sagði Bjarni Hafþór Helgason, höfundur Reykjavík- urlagsins, í samtali við Morgunblaðið. Hann er frá Húsavík, en starfar nú sem viðskiptafræðingur hjá KEA á Akureyri. Úrslit keppninnar um Reykjavík- Háskóla íslands. Þess vegna þekki urlagið urðu ljós á föstudagkvöld. Úrslit urðu þessi: l'. Hún Reykjavík, höfundur lags og texta Bjami Haf- þór Helgason. 2. Breytir borg um svip, höfundur lags og texta Krístín Lilliendahl. 3. Bærinn minn, Þórir Baldursson og Flosi Ólafsson. 4. Unga Reykjavík, höfundar Magnús Þór og Olafur Haukur Símonarson og Kristinn Einarsson. 5. Samvizk- an, höfundur lags og texta Bergþóra Ámadóttir. Fyrstu verðlaun vom 100.000 krónur, önnur verðlaun 50.000, þriðju 25.000, fjórðu 15.000 og fimmtu 10.000 krónur. Hafþór var spurður hvemig geng- ið hefði að setja sig inn í andrúms- loft borgarinnar. „Ég bjó í Reykjavík í íjóra vetur meðan ég var í viðskiptanámi við ég örlítið til borgarandans. Hins vegar tók ég mig til eftir að ég hafði gert umgjörð að laginu sjálfu og for til mágkonu minnar á Akureyri, sem nýflutt er úr vesturbænum í Reyka- vík og við ræddum í sameiningu andrúmsloft borgarinnar. Hún er í hjarta sínu mikið Reykjavíkurbam og upp úr því samtali vann ég text- ann. Sem landsbyggðarmaður finnst mér rétt að það komi fram, að þrátt fyrir allt tal um höfuðborgina annars vegar og iandsbyggðina hins vegar, þykir landsbyggðarmönnum mjög vænt um höfuðborgina sína því þeir eiga hana ekki síður en þeir, sem i henni búa, og þeim þykir gott að sækja hana heim,“ sagði Bjarni Hafþór Helgason. Sjómannadagsblað Morgnnblaðsins MORGUNBLAÐIÐ í dag er helgað sjómönnum með við- tölum og efni um sjómenn víðs vegar af landinu. Eins og oft áður í sjómannadagsblöðum Morgunblaðsins var aflinn svo mikill að ekki reyndist unnt að koma öllu efninu í blaðið í dag, en annað unnið efni tengt sjó- sókn og sjómannadeginum mun birtast í blaðinu á næstunni. Þar er meðal annars um að ræða viðtöl við Óskar Vigfússon, forseta Sjómannasambands ís- lands, Guðjón A. Kristjánsson, forseta Farmanna- og fiski- mannasambandsins, Matthías Bjamasqn, samgönguráðherra, Guðjón Armann Eyjólfsson, skóla- stjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík, Friðrik Ásmundsson, skólastjóra Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, Magnús Gúst- afsson, forstjóra Coldwater, Magnús Jóhannesson, siglinga- málastjóra, Hannes Hafstein, framkvæmdastjóra Slysavamafé- lags íslands, og Pétur Sigurðsson, alþingismann og formann öiygg- ismálanefndar sjómanna. „MÉR segir svo hugur, að það hafi verið á Klaustri, en ekki í Paris, sem hamhleypan, ferða- langurinn og safnarinn Erró varð til. Pilturinn sem vakti lang- ar nætur við sauðburðinn, ferð- aðist um fjöll og firnindi i hvert sinn sem færi gafst og hélt til haga öllu mynd- og prentefni sem rak á fjörur hans, er síðar listamaðurinn sem flýgur heims- horna á miili, oft á ári hverju, til að sanka að sér sjónminning- um og myndmáli, sem hann síðan flokkar og yfirfærir í málverk." Haraldur J. Hamar ritstjóri Ice- land Review afhendir Erró fyrsta eintak hinnar íslensku út- gáfu nýju listaverkabókarinnar. Morgunblaðið/Tura Erró ásamt dóttur sinni Turu. Síldveiðarnar í haust: Kvótinn aukinn um 17.000 lestir — hvert nótaskip fær 500 lestir í sinn hlut FYRIRKOMULAG síldveiða á hausti komanda hefur nú verið ákveðið. Samkvæmt því verður heildarkvótinn aukinn um 17.000 lestir og kvóti á hvert nótaskip úr 330 lestum i 500. Kvóti á sama hlutfalli. Þórður Eyþórsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að tæpum 67.000 lestum af sfld hefði verið úthlutað á 135 skip á vertíð- inni. Veiði í reknet og nót mætti hefjast 5. október en 10. ágúst í lagnet. Þetta væri litlu meira en tillaga Hafrannsóknastofnar um 65.000 lestir. Á síðasta ári var leyfíleg veiði um 50.000 lestir en aðeins 48.000 veiddust. önnur síldveiðiskip eykst Fyrirkomulag veiðanna verður meðal annars með þeim hætti, að nótaskipum verður óheimilt að yfirtaka meira en einn aflakvóta umfram sinn eigin eins og verið hefur. Með því móti getur mesti afli á skip orðið um 1.000 lestir, svo fremi, sem verðmætakvóti hafi ekki áhrif á aflamagnið, en hann verður ákveðinn í haust. Hafí fískiskip ekki nýtt kvótann tvö ár í röð, fá þau ekki leyfí til Um 90% Seyðfirðinga á aldrinum að framselja hann þriðja árið og taki þau hann ekki þá, afsala þau sér kvótanum sjálfkrafa. Alls hafa 5 skip afsalað sér kvóta og 11 mega ekki framselja hann á komandi vertíð. 45-90 ára með í hóprannsókn Á AÐALFUNDI Krabbameinsfélags íslands, sem haldinn var 5. maí, flutti Atli Árnason héraðslæknir á Seyðisfirði erindi um rann- sókn sem gerð var þar og fólst m.a. í því að leitað var að krabba- meini í neðsta hluta meltingarvegar. Rannsóknin náði til allra Seyð- firðinga á aldrinum 45 til 69 ára, samtals 185 manns. Af þeim tóku 167 þátt i rannsókninni, eða um 90%, og skiluðu 162 sýnum á þann hátt sem ætlast var til. Heimingur þeirra sem ekki mættu vildi ekki koma er eftir var spurt, en i hina náðist ekki. í samanburðarhópi eru íbúar i sömu aldurshópum i sambærilegum byggðarlögum á Austurlandi sem ekki taka þátt i slíkri hóprannsókn. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem nú liggja fyrir úr rannsókninni reyndist blóð vera í hægðum hjá 10 manns, eða 6,1% þeirra sem þátt tóku í rannsókninni. Þetta er tals- vert hærri prósenta en við var búist miðað við samanburðartölur erlend- is frá við sambærilega rannsókn. Gerðar voru frekari rannsóknir á þessu fólki og reyndist enginn vera með æxlisvöxt. í erindi Atla kom fram, að byijað var á því að kynna rannsóknaráætl- unina á almennum borgarafundi á Seyðisfírði. Rannsóknin fór síðan fram á tveggja vikna tímabili á milli kl. 8 og 10 á morgnana til þess að venjuleg starfsemi heilsu- gæslustöðvarinnar raskaðist sem minnst. Tveir læknar tóku þátt í rannsókninni auk læknaritara og sýnatækni. Á hveijum morgni voru boðaðir um 20 einstaklingar og var hverþeirra í u.þ.b. 10 til 12 mínútur inni hjá lækni. Krabbameinsrannsóknin var hluti af hinni svokölluðu Seyðis- fjarðarrannsókn sem fólst einnig í hóprannsókn á sykursýki hjá íbúum staðarins og rannsókn á áhættu- þáttum hjarta- og æðasjúkdóma, m.a. háþrýstingi, blóðfitumæling- um og reykingum, auk holdafars- mælingum í samræmi við áætlanir Hjartavemdar. Einnig var könnuð tíðni tveggja svefnvandamála, svefnleysis og kæfísvefns. Rann- sókn þessi var studd af Lionshreyf- ingunni, Krabbameinsfélagi íslands og Hjartavemd. Atli gat þess í erindi sínu að þeir sem að rannsókninni stóðu telja að sú aðferð, sem notuð var við boðun og framkvæmd rannsónar- innar sé alls ekki ofviða venjulegri heilsugæslustöð og gæti vel orðið fastur þáttur í starfi heilsugæslu- stöðva. Húseign Bíla- nausts til sölu BÍLANAUST hf. hefur fest kaup á öilum fasteignum og lóðum Hamars hf. i Borgartúni 26 i Reykjavík, að sögn Matthíasar Helgasonar forstjóra. Húseign Bilanausts í Síðumúla 7—9 er nú til sölu hjá Eignamiðlun. Að sögn Matthíasar hafa umsvif fyrirtækisins aukist á liðnum áram og því biýn þörf á auknu húsiými til hagræðingar. Fýrirhugað er að flytja alla starfsemi Bflanausts í Hamarshúsið um áramót, en Hamar flytur starfsemi sína í húsnæði Stál- smiðjunnar sem fyrirtækið hefur fest kaup á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.