Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986
Á flótta með morð fjár
frá Norður-Kóreu
SuÖur-kóreskt
kvikmyndafólk flýr átta
árum eftir að sonur
Kim II Sungs rœndi því.
uður-Kóreskur kvikmyndaleikstjóri,
Shin San Ok, og kona hans, leikkonan Choi Un Hui, hurfu með
dularfullum hætti í Hong Kong fyrir átta árum, en skutu nýlega upp
kollinum í Baltimore og sögðu að þeim hefði verið rænt að skipun
sonar Kim II Sungs, forseta Norður-Kóreu.
Sonur Kim 11 Sungs, Kim Jong
11, er nú talinn valdamesti maður
kommúnistaflokksins í Norður-
Kóreu og líkiegasti arftaki fðður
síns. Hann hefur mikinn áhuga á
kvikmyndum, þótt ekki hafí verið
kunnugt um það fyrr. Stór sýning-
arsalur er á heimili hans og hann
á 20.000 kvikmyndir.
Suður-kóresku hjónin segja að
áhugi Kims yngra á kvikmyndum
og eflingu kvikmyndaiðnaðar í
Norður-Kóreu hafi valdið því að
hann lét ræna þeim með hálfs árs
millibili og færa þau til Pyongyang,
höfuðborgar Norður-Kóreu, þar
sem hann hafí beðið þau um aðstoð
við norður-kóreska kvikmyndagerð.
Saga Shins og Chois er lygilegri
en nokkurt kvikmyndahandrit og
því hafa sumir dregið hana í efa.
Hjónin eru lítt kunn á Vesturlönd-
um, en hafa notið mikillar hylli í
Suður-Kóreu og urðu einnig mjög
vinsæl í Norður-Kóreu þegar þau
komu þangað. Shin var eitt sinn
helzti kvikmyndaframleiðandi Suð-
ur-Kóreu og framleiddi rúmlega
200 kvikmyndir, þar af nokkrar sem
unnu til verðlauna.
Þegar Shin og Choi hurfu 1978
töldu ýmsir að þau hefðu flúið
vegna fjárhagserfiðleika. shin virt-
ist ekki hafa gert eina einustu
kvikmynd í þijú ár. Choi, sem er
54 ára og fímm árum yngri en
maður hennar, var talin eins fögur
og góð leikkona og Elizabeth Taylor
þegar hún var upp á sitt bezta.
Choi segist hafa neitað að eiga
nokkurt samstarf við Kim Jong 11
eftir ránið. Þegar Shin hafði einnig
verið færður til Pyongyang var
honum sagt að kona hans væri lát-
in, en hann neitaði einnig að hjálpa
Norður-Kóreumönnum.
Shin reyndi tvívegis að flýja og
eftir síðari tilraunina var hann
hafður í haldi í fjögur ár í „Fang-
elsi nr.6“ skammt frá Pyongyang
ásamt 2.000 öðrum pólitískum
föngum. Þegar hann og kona hans
fengu að hittast á ný í marz 1983
samþykktu þau að lokum að taka
þátt í starfí Kim Jong Ils, en þau
reyndu alltaf að finna einhveija leið
til að flýja saman.
Skemmtisiglingf
Ótrúleg saga Shins og Chois
hófst 1977. Shin hafði misst leyfí
til að stjóma gerð kvikmynda í
Suður-Kóreu vegna þess að hann
átti í útistöðum við suður-kóresku
leyniþjónustuna. Leyniþjónustan
tilkynnti Park Chung Hee þáver-
••
Onnur bátsferð
Shin sagði að þegar kona sín
hefði ekki komið aftur til Suður-
Kóreu hefði hann hringt í mann,
sem hún hafði gist hjá. „Hann sagði
mér að hann gæti ekki talað við
mig í síma og bað mig að koma til
HongKong."
Hann fór til Hong Kong og milli-
göngumaðurinn sagði honum að
kona hans væri „horfin". Hann varð
einskis annars vísari.
Shin fór aftur til Hong Kong í
júlí 1978, sjö mánuðum eftir að
konu hans var rænt. Þegar hann
var á leið til kvöldverðar í hóteli
við Repulse-flóa ásamt Kóreu-
manni, sem seinna reyndist vera
norður-kóreskur erindreki, stöðv-
uðu nokkrir menn bifreið hans. Einn
mannanna var vopnaður hnífi. Þeir
settu poka yfír höfuð honum og
svæfðu hann með klóróformi, eða
einhveiju álíka.
Hann var einnig fluttur með bát
út í skip, sem sigldi með hann til
Norður-Kóreu. Þegar hann spurðist
fyrir um konu sína var honum sagt
að Suður-Kóreumenn hefðu myrt
hana. „Ég trúði því ekki, því að hún
þekkti Park forseta mjög vel og
hann hafði enga ástæðu til að
myrða hana,“ sagði hann.
Ekki er ljóst hvers vegna Norð-
ur-Kóreumenn leyfðu honum ekki
að hitta konu sína um leið og hann
var kominn til Norður-Kóreu, en
saga hans varð margslungin þegar
hann reyndi tvívegis að flýja.
andi forseta að hann væri þátttak-
andi í samsæri gegn ríkisstjóminni
ásamt ungum kvikmyndaleikstjór-
um.
Um þetta leyti var Choi sagt að
kínverskur kaupsýslumaður í Hong
Kong vildi fjármagna kvikmynd
fyrir hana. Hún bjó ekki með manni
sínum um þær mundir og stjómaði
leikskóla í Seoul.
Hún fór til Hong Kong og 14.
janúar 1978 sagði henni einhver,
sem hafði starfað fyrir mann henn-
ar, að kaupsýslumaðurinn væri ekki
í nýlendunni, en hún skyldi bíða.
Kóresk kona, sem seinna reyndist
vera erindreki Norður-Kóreu-
manna, fór með hana í skemmtiferð
um borgina.
Þegar þær voru við Repulse-flóa
hittu þær hóp manna, sem virtust
kannast við Choi og lögðu til að
hún færi með þeim í „stutta" báts-
ferð. Choi var því andvíg í fyrstu,
en lét til leiðast. „Ég var ókunnug
og rataði ekki aftur á hótelið," sagði
hún._
„Ég gerði mér grein fyrir því að
báturinn stefndi beint á haf út,“
sagði Choi. „Ég varð óróieg. Ég
hugsaði með mér að mér hlyti að
hafa verið rænt. Ég hugsaði um
peningana í handtöskunni. Ég
spurði konuna hvað væri á seyði,
en hún sagði ekkert og keðju-
reykti."
Einn mannanna, sem virtist vera
leiðtogi þeirra, sagði við Choi: „Við
förum beint í flasið á Kim 11 Sung.“
„Ég skildi ekki alveg hvað hann
átti við,“ sagði hún. „Hann endur-
tók setninguna. Mér leið illa, mér
fannst eins og ég væri að missa
allan mátt. Ég féll í ómegin."
Hún vaknaði við það að mennim-
ir báru hana um boiö i flutningaskip
á rúmsjó. Hún var færð í skipstjóra-
klefann og hafðist þar við unz skipið
kom til Nampo, hafnarborgar
skammt frá Pyongjang. Þegar hún
kom þangað, snöktandi og að yfir-
liði komin, beið Kim Jong II hennar
á bryggjunni. Hún fékk að dveljast
í húsi, sem hann hafði búið í, og
var hvað eftir annað beðin um að
vinna fyrir Norður-Kóreumenn, en
hún neitaði því alltaf.
Choi og Shin segja frá
reynslu sinni: Utlagar
semstruku.
„Hinn ástsæli leiðtogi“ Kim Jong II:
vildi efla kvikmyndaiðnaðinn í Norður-Kóreu.
Samvinna
Shin var hafður í herbergi með
um 60 öðmm pólitískum föngum í
„Fangelsi nr.6“ Meirihluti fang-
anna, sem voru 2.000 talsins, vann
við námagröft, en 60-menningamir,
sem vom í herberginu með honum,
þurftu ekki að vinna líkamleg störf.
Matur var skorinn svo við nögl að
við lá að fangamir syltu. Þeir fengu
aldrei kjöt nema á nýársdag og
virka daga fengu þeir gras, salt og
skál með hrísgijónum og maís.
í marz 1983 batnaði fæði Shins
allt í einu og farið var með hann í
veizlu í aðalstöðvum miðstjómar-
innar, þar sem hann frétti í fyrsta
skipti að kona hans væri á lífi. Hún
hafði spurzt fyrir um hann og alltaf
fengið þau svör að hann mundi
koma til Norður-Kóreu, en henni
var aldrei sagt að hann væri í raun
og vem þangað kominn.
„Kim Jong II bað mig að vera
kvikmyndaráðunaut sinn og sagði:
Við biðjumst velvirðingar á því sem
gerzt hefur til þessa," sagði Shin.
Seinna sagði Kim Shin og konu
hans að hann hefði fyrirskipað
brottnám þeirra.
Choi sagði að hún hefði aldrei
sætt líkamlegum misþyrmingum og
aldrei verið neydd til að vinna, en
hún varð að mæta tvisvar í viku á
„heilaþvottafundi".
Þegar þau samþykktu að lokum
að hjálpa Norður-Kóreumönnum við
kvikmyndagerð 1983 fengu þau að
senda vini sínum í Suður-Kóreu
hljóðritun með skilaboðum um að
þau væm á lífi. Þau gerðu sjö kvik-
myndir fyrir Norður-Kóreumenn og
Kim Jong II útvegaði allt nauðsyn-
legt fé til kvikmyndagerðarinnar.
Shin segir að þau hafi gert kvik-
myndimar í þeim eina tilgangi að
öðlast tiltrú Kims og fá tækifæri
til að flýja.