Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNl 1986 41 Svetlana Alliluyeva ásamt föður sínum, Josef Stalin. Nei, Gorbachev hitti mig aldrei. Hann sendi aðra til að ræða við mig, eitt sinn mann frá KGB, síðar nánasta samstarfsmann sinn Liga- chev (Yegor K. Ligachever næst æðsti leiðtogi kommúnistaflokks Sovétríkjanna). Svo var það 25. febrúar, daginn sem 27. þing kommúnistaflokksins hófst, að við Olga reyndum að komast inn í bandaríska sendiráðið til að sýna sovézkum yfírvöldum að sem bandarískir ríkisborgarar ættum við rétt á því. Við vorum stöðvaðar og varðliðar fluttu okkur á brott. En sama dag komu fulltrúar frá KGB og tveir samstarfsmenn utanríkisráðuneyt- isins að ræða málin við okkur. Þeir dáðust að rússneskukunnáttu Olgu og að röksemdum hennar. Það var að beita lipurð og kænsku í þessum viðræðum, því þegar þér hefur tekizt að fá munnleg vilyrði fyrir einhveiju, en ekkert skriflegt, verð- ur þú að gæta þess að tefla því ekki í tvísýnu með auknum kröfum. Þeir gáfust upp á Olgu. Tveimur dögum síðar hringdi ég til Eng- lands, í skólastjórann, til að segja honum að hún kæmi til að halda áfram námi. Fjórtánda marz sendi ég Gor- bachev annað bréf ásamt ósk til Æðstaráðsins um að fá að afsala mér sovézku ríkisfangi. Einnig bað ég á ný um að fá að ræða við hann. Svo heyrði ég ekkert í marga daga. En 3. apríl hringdi fulltrúi í utanríkisráðuneytinu til mín og sagði mér að ég mætti fara. „Þú mátt fara með bandaríska vega- bréfíð þitt,“ sagði hann, „ef þú vilt ekki bíða eftir ógildingu á sovézku ríkisfangi þínu. Það tekur nokkum tírna." Ég svaraði því til að ég vildi fara á bandaríska vegabréfinu. Við vor- um þá komnar til Moskvu á ný, bjuggum á sama hótelinu og áður. Með nokkrum erfíðismunum tókst mér að ná tali af fulltrúum banda- ríska sendiráðsins — á hótelinu, ekki í sendiráðinu. Hvernig viðtaiið var tekið ViðtaliA sem hér birt- ist, útdráttur úr tveggja og hálfs tíma viðrœðum sem fram fóru á ensku, var tekið f Spring Green og Madison í Wisconsin. Þegar Svetlana Alllluy- eva undirbjó viðtalið kvaðst hún vilja skýra Bandaríkjamönnum frá tilfinningum sfnum og út- skýra hvers vegna hún fór til Sovétríkjanna og sneri sföan til baka til Bandaríkjanna. Hún sagðist einnig vilja rœða um Iffið og stjórnmála- ástandið í Sovótríkjun- um. Hún settl það sem skll- yrði að viðtalið yrði birt i forml spurninga og svara og óskaði eftir að fá að lesa yfir spurning- arnar og svörin. Svetlana Alliluyeva fór sfðan yfir handritið með Raymond Anderson og bjó það til prentunar eins og það birtist hór. Anderson segir að það sem fellt hafi verið nlður hafi verið atriði sem áður hafa birst. Hún gerði elnnig smá- vægilegar breytingar á handritinu til að skýra og útlista betur sumt sem þar kom fram. Það voru gamlir vlnir Svetlönu Alliluyevu sem höfðu samband við And- erson til að kanna hvort hann væri fús til að taka viðtalið. Hún þekkti til skrifa Andersons frá þvf hann var starfandi blaða- maður. Ligachev bað mig að ræða málin við sig 5. apríl. Honum lfkaði ber- sýnilega illa við ákvörðun mína um að fara frá Sovétríkjunum, og honum tókst ekki að dylja tilfinn- ingar sínar. En það var bersýnilega Gorbachev sjálfur sem hafði ákveð- ið að hleypa mér úr landi. „Finnst þér margt hafa breytzt í samfélagi okkar allan þann tíma sem þú varst í burtu?" spurði Liga- chev. Ég svaraði: „Nei, ég hef ekki orðið vör við miklar breytingar. Það er enn allt eins og þegar ég fór.“ Ég sagði við Ligachev, eins og ég hafði sagt í bréfínu til Gorbachevs: „Ég hef verið að bíða eftir veruleg- um efnahagsúrbótum i Sovétrílqun- um í 30 ár. En, því miður, ekkert hefur verið gert énn.“ Ligachev var kurteis, en honum gramdist þetta bersýnilega. Ef ég lít til baka býst ég við að ef Gorbachev hefði verið við völd 1985 hefði það verið íhugað gaum- gæfilega hvort leyfa ætti mér að snúa ti baka. Konstantin Chemenko var flokksleiðtogi þá og með honum þeir sem tilheyrðu gamla tímanum. Það tók mig aðeins viku að fá heim- ild til að koma til Sovétríkjanna, og þeir voru þijá daga að ganga frá sovézkum borgararéttindum mínum. Ég efast um að þetta hafí verið löglegt. Mér virðist sem Gorbachev hafí viljað vera heflaður stjómandi í takt við tímann. Hann vildi sýna að „við höldum ekki fólki hér gegn vilja þess“. Ég trúi því statt og stöðugt nú — eftir að hafa hitt son minn og nýju konuna hans — að sonur minn hafí fengið fyrirmæli um að skrifa mér og hvetja mig hvað eftir annað til að koma aftur til Sovétríkjanna. Þegar við svo stóðum frammi fyrir honum þótti honum það vandræða- legt en ekki ánægjulegt að hitta móður sína. Þetta var vissulega óþokkabragð, °g mjög líklega átti KGB þar sökina án vitundar forustumaiina í flokkn- um. Ég efast um að svona vinnu- brögð gætu átt sér stað í stjómar- tíð Gorbachevs. Gorbachev veldur vax- andi vonbrigðum Sp.: Talandi um Gorbachev, hvemig virðist honum takast að tryggja sig í sessi? Þegar þú fórst til Moskvu var Chemenko enn á lífi — þótt hann væri langt leiddur. Svo andaðist hann og ungur og greindur Gorbachev tók við völdum. Hvemig tóku vinir þínir og nágrannar þess- um breytingum? Hvemig tóku þeir kröfunum um að þeir ynnu meira, legðu meira að sér og að samfélagið yrði opnara? Sv.: Þegar Gorbachev komst ti valda og menn sáu myndir af snaggaralegu andliti hans í blöðun- um, urðu allir fegnir, og það var ég einnig. Þessir gömlu, hálfdauðu leiðtogar höfðu lengi verið aðgerð- arlausir og allir vonuðu að yngri leiðtogi gæti komið á umbótum, opnað samfélagið og komið hreyf- ingu á efnahagsmálin. Ef þú hittir leigubílstjóra, eða mann sem seldi grænmeti á mark- aðstorginu, var það segin saga að þeir fóru upp úr þurru að tala um þörfina fýrir einkaframtak, því „það fæst ekkert gert án einkafram- taks". Það kom mér á óvart að fólk skyldi fara að tala um þetta óspurt. Þetta hlýtur að hafa verið ofarlega í huga þess. Það er á allra vitorði í Sovétríkjunum að ný efnahags- stefna hefur verið tekin upp í Kína og að hún hefur reynzt vel. En eftir því sem nær dró 27. flokksþinginu, þeim mun oftar heyrðust ummæli á borð við: „Ó, þetta verður áfram óbreytt, það verður „ljúkið áætluðum afköstum, og afkastið svo meiru og farið fram úr áætlun". Ekkert nýtt.“ Ég held að þjóðin hafi orðið fyrir vonbrigðum með að nýi leiðtoginn hafði ekkert að færa annað en kröfu um meiri vinnu. Sovézka þjóðin er vinnusöm, en hún fær ekkert fyrir vinnu sína. Þetta er enn aðal veik- leiki sovézks samfélags. Þetta er enn aðal veikleiki sovézks samfé- lags. Þetta er ástæða þess að enn reyna menn að komast til Vestur- landa. Þeir vita að þar fá þeir greitt fyrir vinnu sína. Sú var tíðin að styijöldinni var kennt um þrengingamar. Síðar var mistökum Stalíns kennt um, og þvínæst mistökum Krúsjeffs. En nú sagði leiðtoginn að það væri þjóðinni sjálfri að kenna að hún bæri ekkert úr býtum fyrir vinnu sína. Ég gat ekki séð að fyrirætlanir Gorbachevs um að auka framleiðsl- una nytu mikillar hylli hjá þjóðinni. Af hveiju að auka eitthvað eða hraða einhveiju sem var ranglega upp byggt? Gorbachev ætlaðist til að fínna innri styrk í því sem þeir nefna þróuðum sósíalisma án breytinga á undirstöðuatriðum. Það er ekki það sem þjóðin ætlast til af ungum, nýjum og menntuðum leiðtoga. Gorbachev lét það viðgangast að efnahagsmálin væm gagnrýnd meðan á flokksþinginu stóð, en sú gagnrýni var vandlega skipulögð. þar gat komið fram gagnrýni á eitthvert ráðuneytið og jafnve! ein- hver embættismaðurinn þar til- nefndur. En engum leyfðist að kryfja málin til mergjar, fínna undirrót ringulreiðarinnar. Sú mynd sem svona skipulögð gagnrýni dregur upp af ringulreið- inni í iðnaðinum, og sú mynd af spillingu meðal frammámanna í flokknum, birtist milljónum lands- manna sem enn búa við fátækt án nokkurra þæginda. Landsmenn leggja hart að sér við vinnu, en þeir missa smám saman áhugann á að vinna vegna þess að erfiðið gefur þeim ekkert. Mér virðist Gorbachev vera hug- sjónamaður í beztu merkingu þess orðs. Orðið „hugsjónamaður“ er óvinsælt í Sovétríkjunum. Það sem ég á við er að Gorbachev hefur sínar eigin skoðanir. Hann fékk hug- myndina um frið, og hann kunnger- ir hana við öll tækifæri. Og ég held að hann vilji í raun frið. En þegar komið er að innlendu5 * vandamálunum eru gömlu kenni- setningamar enn við líði. Ekki breyta neinu meðan utanaðkomandi hætta steðjar að. Ég held að íhalds- öflin leggi áherzlu á þetta atriði. Það ríkja stöðug átök milli íhalds- afla og framfaraafla í Sovétríkjun- umjxitt þau komist ekki í hámæli. * Eg held að eitthvað athyglisvertT hljóti að gerast af því þeir em í miklum efnahagsvanda, og þeir þurfa að finna leið út úr honum. Það er skelfílegt að horfa upp á þann aðbúnað sem íbúamir verða að gera sér að góðu. Það er hryggi- legt og sorglegt að sjá þjóðina glata allri von um umbætur. Ég held að vonbrigði og reiði fari vaxandi. Efnahagur Sovétríkjanna í alvarlegri sjálfheldu Sp.: Ég veit að þú vilt ekki koma með neina spádóma svo ég ætla ekki að spyija þig hvað muni gerast í Sovétríkjunum. En mig langar til að spyija, hvaða umbætur heldur þú helzt að sovézkir borgarar al- mennt vilji að gerðar verði á lífs- kjömnum? Sv.: Enginn, að undanskilinni forréttindastétt embættismanna flokksins, er ánægður með ástandið í Sovétríkjunum í dag. Það er Gorbachev ekki heldur, og hann reynir að koma á velmegun með því að hvetja þreytta þjóðina til að leggja enn harðar að sér. Lífið í sveitunum og í landbúnaði er slæmt. Skólanemar em enn . _ sendir til þorpanna til að aðstoða við uppskemna. Sveitafólkið, sem fínnur enga fullnægingu í búskapn- um, hefur flykkzt til yfírfullra borg- anna. Þetta hefur valdið því hvað Moskva er orðin stór og torkennileg. Þessu fólki er ekki um að kenna — þótt borgarbúar líti það með vanþóknun — því bændafólkið hefur aldrei aðlagast lífinu á samyrkjubú- unum. Það neytir allra bragða til að komast þaðan. Menntamenn og vísindamenn em gramir út í fávísa flokksgæðinga sem stjóma þeim og búa við betri kjör en þeir. Unglingar fylgjast með öllum straumum f popp- og rokk tónlist. Þeir vilja gjaraan fara úr landi eða giftast erlendum ferða- mönnum til að fá brottfararleyfí. Ég vil ekki spá neinu, en allir sjá að þörf er á ítarlegum efnahags- umbótum, að efnahagsmálin em í alvarlegri sjálfheldu. Það er ástæð- an fyrir því hve mikil leynd hvflir yfir öllu sem miður fer, fyrir öllu sem á að sýna „lýðræði" og „vel- megun“, fyrir öllum skrúðgöngun- um, hátíðahöldunum og ræðunum. Allt lýsir þetta ótta og öryggisleysi stjómarflokksins. Við sáum merki þess á hveijum degi. Við sáum einnig gífurlegan vöxt og aukningu hersins, tæknivæðingu og sérþjálfaðar sveitir. Hátíðahöldin í sambandi við að §ömtíu ár vom liðin frá þvf sigur vannst f síðari heimsstyijöldinni stóðu í heilt ár, og stanguðust undarlega á við allar yfírlýsingar um frið á jörð. Hemað- arhugarfarinu er haldið stíft að yngri kynslóðinni, sem er alls ekki áfjáð í að meðtaka það. Sovézki herinn hefur alið upp áhrifamikla nýja yfírmenn, sem em herskáir og óbilgjamir. Flokknum hefur hinsvegar ekki tekizt að ala upp áhrífamikla leiðtoga, hugsjóna- menn nýrra tfma. Við sáum mjög öflugan og vel* búinn herafla og þróttlítinn og úr- eltan stjómarflokk. Gorbachev er einlægur og hreinskilinn í friðarvilja sínum. En em marskálkar hans og hershöfðingjar á sama máli? Getur Gorbachev — hugsjónamaðurinn — haft meiri áhrif en þeir? Ég óska honum góðs gengis og ég er hlynnt tilraunum hans — eða vilja hans — til að opna sovézkt samfélag, koma þar á meira réttlæti og lýðræði. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hann og aðrir hans líkar vinna bug á skriffinnskuskrímslinu, hemum og gamaldags hugmyndafræði. Ég get ekkert um það sagt, en eftir að hafa litið ættland mitt á ný eftir 18 ára fjarvem hef ég enn meiri áhyggjur af framtíð þess en áður. Er það þá nokkuð undarlegt þótt ég sé á ný komin til Bandaríkjanna? (New York Times)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.