Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Kópavogur Dagvistun barna Innritun á dagvistarheimilið Kópasel stendur yfir. Um er ræða dagvist í allt að 7 V2 klst. fyrir börn fædd ’82 og '81. Opnunartími er frá 7.30-15.00. Kópasel er dagvistarheimili með sérstöku sniði sem starfrækt er rétt fyrir utan bæinn (við Lögberg) með aðstöðu á dagvistarheimilinu við Hábraut (miðsvæðis í bænum). Þeir Kópavogsbúar sem óska eftir vist fyrir börn sín í Kópaseli fyrir haustið hafi samband við Félagsmálastofnun Kópa- vogs, Digranesvegi 12, sími 41570 sem veitir nánari uppl. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. Dagvistarfulltrúi. Afgreiðslustarf - byggingavörur Viljum ráða duglegan og áybggilegan starfs- mann til framtíðarstarfa við afgreiðslu í bygg- ingavörudeild í verslun okkar Skeifunni 15. Æskilegt er að væntanlegir umsækjendur uppfylli eftirfarandi skilyrði: — Hafi góða og örugga framkomu. — Getiunniðlanganvinnudag. — Hafi þekkingu á byggingavörum. — Séu á aldrinum 28—40 ára. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri (ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl. 16.00-18.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á staðnum. HAGKAUP Skeifunni15 Lögfræðingur Ein elsta og þekktasta fasteignasala borgar- innar óskar eftir að ráða lögfræðing til að annast skjalagerð. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Hálfsdags starf kemur vel til greina. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir 10. júní nk. merktar: „C — 5944“. rm Bæjarstjóri Laus er til umsóknar staða bæjarstjóra hjá Ólafsvíkurbæ. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og starfsreynslu berist bæjarskrif- stofu Ólafsvíkur eigi síðar en 20. júní nk. Bæjarstjóri Ólafsvíkur. Til hamingju nýju kennarar Það er okkur í skólanefnd Grunnskólans í Bolungarvík mikil ánægja að óska ykkur sem nú eru að útskrifast frá Kennaraháskóla ís- lands til hamingju með þennan áfanga. Eflaust eru mörg ykkar þegar búin að fá vinnu en önnur að hugsa sig um og líta í kring um sig. Ef þið eruð í síðari hópnum þá bendum við ykkur á að hafa samband vestur til Bolungarvíkur. Þar vantar nú kennara í eftirtaldar stöður: Myndmennt, heimilisfræði, tónmennt, dönsku, ensku og íþróttir. Ennfremur nátt- úrufræði og samfélagsfræði á unglingastigi auk almennrar kennslu á barnastigi. Bolungarvík er fallegur staður við utanvert ísafjarðardjúp. Samgöngur eru greiðar. Hér er félagsleg þjónusta góð. Nýr leikskóli, vel búin heilsugæslustöð og einhver glæsileg- asta írþóttamiðstöð landsins. Félagslíf er blómlegt og má nefna starf kóra, leikfélags og klúbba í því sambandi. Skóla- nefnd sér um að útvega kennurum húsnæði ef þörf krefur. Áhugasamir kennarar snúi sér til formanns skólanefndar í síma 94-7540 og 94-7200 og skólastjóra í síma 91-27353. Skólanefnd. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM BRÆÐRATUNGA 400 ÍSAFJÖRÐUR Forstöðumaður óskast Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjörðum óskar eftir að ráða forstöðumann að Bræðra- tungu, þjálfunar- og þjónustumiðstöð fyrir þroskahefta á ísafirði. Menntun á sviði uppeldis- og kennslufræða nauðsynleg og stjórnunarreynsla æskileg. Staðan er laus frá 1. ágúst en æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf eftir miðjan júlí. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Nánari upplýsingar veita forstöðumaður í síma 94-3290 og framkvæmdastjóri svæðis- stjórnar í síma 94-3224. KARNABÆR Leitum að fólki Okkur vantar starfsfólk á saumastofu við ýmis störf. Mjög gott bónuskerfi sem veitir góða launamöguleika. Ein best búna saumastofa landsins af vélum og tækjum. Við erum miðsvæðis á Stór-Reykjavíkursvæðinu og samgöngur því mjög góðar við hina ýmsu byggðakjarna. GÓÐ VINNUAÐSTAÐA GÓÐ KAFFI-/MATSTOFA MJÖG GÓÐUR STARFSANDI LEIKFIMIÁ STAÐNUM TVISVAR Á DAG Allir okkar starfsmenn fá mjög góðan afslátt sem er mikils virði, í: Karnabæ: föt, hljómplöt- ur. Bónaparte: herrafatnaður. Garbó: dömu- fatnaður. Hljómbæ: hljómtæki, myndbandstæki o.fl. o.fl. Allar upplýsingar gefur Herborg Árnadóttir í síma 45800 eða á staðnum Verið velkomin. imKARNABÆR 'maJ r saumastofa, Nýbýlavegi4 (Dalbrekkumegin), Kópavogi. Sölumaður Verksmiðjan Vífilfell óskar eftir að ráða sölu- mann í markaðsdeild fyrirtækisins. Fyrirtæklð Verksmiðjan Vífilfell er 45 ára gamalt fyrir- tæki og er í dag leiðandi í gosdrykkjafram- leiðslu hér á landi. í markaðsdeild fyrirtækis- ins er rekin öflug og lífleg markaðsstarfsemi. Við óskum eftir sölumanni sem er: ★ Líflegur og hefur frumkvæði. ★ Á auðvelt með að umgangast aðra og vinna íhóp. ★ Vinnur skipulega og vill ná árangri í starfi. ★ Hefurgott vald á ensku. ★ Hefur vilja til að tileinka sér nýjar hug- myndirog læra. ★ Er reglusamur og háttvís. í boði er: ★ Líflegt og skemmtilegt starf. ★ Launersamræmastgetuogvilja. ★ Möguleikará endurmenntun. ★ Gott andrúmsloft á vinnustað. Ef þetta er eitthvað fyrir þig sendu okkur bréf með persónu- og starfslegum upplýsing- um um þig. Við viljum ekki gefa upplýsingar í síma en við munum svara öllum bréfum sem berast fyrir nk. mánudag. Öll bréf eru með- höndluð sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar til augld. Mbl. merkt: „Coca—Cola — 5818“. Til Vestfjarða ? Já, hvers vegna ekki ? Kennarar athugið! Á Vestfjörðum eru tæp- lega 2000 nemendur á grunnskólastigi í 23 skólum. Okkurvantar enn kennara í marga þeirra. Starfslið fræðsluskrifstofunnar veitir ráðgjöf og ýmsa aðstoð en þar starfa auk fræðslu- stjóra, rekstrarfulltrúi, sálfræðingur og sér- kennslufulltrúi. Samvinna er við leiðbeinend- ur í íslensku og stærðfræði. Gagnasafn er hér ásamt útibúi frá Námsgagnastofnun með fræðsluefni á myndböndum. Meðal fríðinda sem sveitarfélög hér bjóða umfram kjarasamninga er ódýr húsaleiga, flutningsstyrkur og kaupuppbót. Hringdu til okkar í síma 94-3855 eða beint til viðkomandi skólastjóra og leitaðu upplýs- inga. Sérstaklega óskast sérkennarar, tónmennta- kennararog myndlistakennarar. Fræðslustjóri vestfjarðarumdæmis, Pétur Bjarnason. Frá Grundaskóla Akranesi Kennarar Okkur vantar enn nokkra kennara til starfa í haust: Tvo sérkennara, líffræði- og raungreinakenn- ara, auk almennra kennara. Nýr velbúinn skóli. Sveigjanlegir kennsluhættir. Umsóknarfrestur er til 17. júní. Komið og ræðið við okkur eða hringið til undirritaðra, Guðbjartur Hannesson, skólastjóri vinnusími93-2811, heimasími93-2723. Ólína Jónsdóttir,yfirkennari, vinnusími 93-2811, heimasími 93-1408.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.