Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 65 r Því miður átti ég ekki því láni að fagna að njóta ömmu minnar, Asdísar, ríkulega nema sem bam og unglingur. Flótlega eftir að heils- an fór að versna missti hún mátt í annarri hendinni og fór á Hrafnistu. Samt bar hún sig aldrei upp undan við neinn, trúlega þótt verst að geta ekki haft neitt fyrir stafni. Asdís var nefnilega af gamla skól- anum og kunni ekki almennilega við sig nema við vinnu. Lengst af, meðan heilsan var góð, bjó hún á Hringbraut 55 með Hannesi Páls- syni, afa mínum. Það var fyrsta heimilið sem ég kom inn á og ekki er ijarri lagi, að þar hafí homsteinn- inn verið lagður að tilvem minni. Frá þessum tíma á ég hvað sterk- astar og bestar endurminningar. Eins og skáldið, minnist ég tveggja handa er hár mitt stmku einn horf- inn dag. Þessar hendur áttu það einnig til að þvo mér f framan. Aður en hún lét vatnið renna, setti hún tappa í vaskinn. Það kallaði hún að fara vel með. Þetta var býsna sársaukafull athöfn. Mér leið samt alltaf mjög vel eftirá og glansaði eins og postulín. Síðan var ég vatns- greiddur og kannske fómm við f spásértúr niður með gamla kirlg'u- garðinum og inn í Austurstræti. Við krakkamir hlökkuðum alltaf jafíi mikið til að fara á Hringbraut- ina, ekki síst vegna þess að amma lumaði oftast á einhveiju nammi. Þótt ljótt sé frá að segja kunnum við miklu betur að meta það en alla ullarvettlingana með band- spotta sem hún gaf okkur. Sælgæt- ið var geymt í læstri skúffu. Ég man sérstaklega eftir að hafa feng- ið enskt súkkulaði, sem var svo stórt, að það var næstum því jafn stórt og löppin á mér. En það var líka þegar árið var jafíi langt og heil eilífð og mér fannst útlöndin vera hinumegin við Ijömina. Topp- urinn var ef við fengum gos í kaupbæti og máttum hlaupa niður í kjallara og sækja okkur lfmonaði. I hennar augum var appelsfn aldrei annað en límonaði. Þegar við vomm komin með gottið í aðra hendina og gosið í hina, sagði hún stundum, „nei sko, það er bara gilli“, og brosti pínulít- ið. Annars man ég ekki eftir að amma segði neitt mikið. Hún var ekki mannblendin. Uppi á lofti var stássstofan. Þar áttu andar liðinna stórgilla heima. Hún var full af fín- um munum og Ijósmyndum af fólkí. Á einni hillunni var klukka sem tifaði mun hægar og hærra en allar aðrar klukkur og það var einhver spennandi lykt í loftinu. Mér fannst þetta alltaf alveg sérstaklega for- vitnilegur staður, og ég átti það til að stelast í leyfísleysi, en var samt aldrei lengi, því ég var nefnilega smásmeykur. Einu sinni var gamall maður í heimsókn hjá ömmu. Hann gaf mér stóran fjólubláan pening með kalli og skipr og klappaði mér á höfuð. Þegar ég var að fara heim, setti ég hann í úlpuvasann. Þá kom amma og stakk stórri nælu gegnum seðilinn og festi við úlpuna og kall- aði það að vera passasamur. Einhveijum kann sennilega að fínnast þessar sundurlausu, bama- legu atvikssögur ekki ýkja merki- legar, engu að síður urðu þær óað- skiljanlegur hluti af lífí mínu og eru mér kærari en flest annað. Það mætti halda lengi áfram að segja frá sendiferðunum út í mjólkurbúð, pönnukökunum, róluvellinum, pílu- spilinu í garðinum og bíltúmum upp í Heiðmörk. Hver einn atburður var lítið ævintýri. Eitt smá atvik sem átti sér stað þegar við vomm í beijamó lýsir ömmu fjarska vel. Fullorðna fólkið tíndi f kökubox og krakkamir í sultukrukkur. Sjálfur tíndi ég mestmegnis upp í mig. Það var orðið áliðið og bráðum áttum við að fara heim, þegar ég missti lítilræðið í glasinu niður og allt fór út um þúfur. Stuttu seinna kom amma að mér með skeifu og þóttist ekkert taka eftir hvað ég var blár um munninn. Síðan stútfyllti hún kmkkuna en sagði mér að passa mig að láta engan vita. Hún vann sín góðverk í hljóði. Ég er forsjón- inni þakklátur fyrir að hafa fengið að fræðast af hennar heilsteypta persónuleika og kveð ömmu með söknuði. t Maðurinn minn, KRISTINN EINARSSON, kaupmaður, Laugavegi 25, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. júníkl. 3. e.h. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélagið. Ella Marie Einarsson, Sóley Kristinsdóttir, Sonja Kristinsdóttir, Karl Wilhelmsson, Rudolf Kristinsson, Svala Eiðsdóttir, Guðberg Kristinsson, Kolbrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐRÚNAR EGILSDÓTTUR, Furugrund 4, Kópavogl. Fyrir hönd aðstandenda. Dóra Guðleifsdóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, GUÐBRANDS BÚA EIRÍKSSONAR, írabakka 34. Una Eyjólfsdóttir, Eirfkur Sigfússon, Guðrún Stefánsdóttir, börn hins látna, systkini og fjölskyldur. . . ", : Þar sem vegirnir enda, byrjar goðsögnin um Land Cruiser. Þessi vinsæli torfærubíll hefur löngu sannað að hann stenst öðrum fremur íslenskar aðstæður. í aflmikilli Turbó dieselvélinni sameinar nýjasta tækni mikinn kraft, Ttlitla eyðslu og ótrúlegt öryggi. Rúmgóð nútíma innrétting og sterkur undirvagn uppfylla ströngustu < TOYOTA VERD FRÁ 815.000. NOKKKUM BÍLUM ÓRAÐSTAFAÐ Hannes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.