Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 72
SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Mikil eftir-
spurn eftir
saitfiski
25.000 lestir þegar
fluttar utan á árinu
ÚTFLUTNIN GUR á saltfiski
hefur gengið mjög vel og í byijun
júní höfðu rúmlega 25.000 lestir
verið fluttar utan. Alls hefur
verið samið um sölu á rúmlega
30.000 lestum af saltfiski á árinu.
Markaðirnir eru sterkir og eftir-
spurn eftir saltfiski mikil.
Að sögn Magnúsar Gunnarsson-
ar, framkvæmdastjóra Sölusam-
bands íslenzkra fiskframleiðenda,
hafa afskipanir verið óvenju örar
undanfarið, en þó settu verkföll hér
heima og á Spáni strik í reikninginn.
Magnús sagðist búast við örum
WB*fskipunum áfram á næstu vikum.
Um þessar mundir væri vertíðar-
framleiðslan að fara og lítið eftir
af henni. Síðan yrði nýrri fram-
ieiðslu afskipað jafnóðum og hún
yrði útflutningshæf. Mikil eftir-
spum væri eftir söltuðum þorsk-
flökum og búið væri að semja um
sölu á verulegu magni. Tækist að
uppfylla þá samninga yrði um
metframleiðslu á söltuðum þorsk-
flökum að ræða á þessu ári.
^ Morgunblaðið/EFI
GROÐ URSETT OG FEGRAÐ
Fegrunarvika hófst í Reykjavík í gær og hefst í Hafnarfirði á morgun. Ennfremur var „skógardagur“ í gær og voru landsmenn
þá hvattir til að taka höndum saman með skógræktarfélögum í sínum heimahéröðum. Þessar myndir voru teknar er borgarfulltrúar
með borgarstjóra í broddi fylkingar gáfu íbúum tré við Gerðuberg í gærmorgun.
Seljum
„fluglax“
fyrir Fær-
eyinga
FINNBOGI Kjeld og Hafeldi hf.
hófu fyrir tveimur vikum sölu á
færeyskum eldislaxi í Bandaríkj-
unum. Flogið er með laxinn frá
Færeyjum til Keflavíkur og það-
ppm fer hann með Flugleiðum til
’ New York. 2 lestir fóru vestur
um haf í fyrstu vikuna, 4,5 lestir
í þeirri síðustu og búizt er við
stöðugri aukingu er á sumarið
líður. TF JET, þota Þotuflugs
hf., hefur meðal annarra flogið
með laxinn milli Færeyja og Is-
lands, en Flugleiðir séð um flutn-
ingana vestur um haf.
Finnbogi Kjeld sagði í samtali
við Morgunblaðið, að samvinna um
þessa sölu hefði tekizt þar sem
Hafeldi hefði náð í kaupendur og
hann í laxinn, en Færeyingar ættu
mikið af eldislaxi. Nú væri verið
að selja fyrir Star Saimon í Funn-
ingsbotni, en það fyrirtæki ætti á
- miili 400 og 500 lestir af laxi sem
slátrað yrði í sumar og haust. Auk
þess væru möguleikar á söiu fyrir
fleiri færeyskar eidisstöðvar. Fyrst
í stað væri flugið notað við flutninga
milli Færeyja og Keflavíkur. í
Morgunblaðið/Einar Falur
fyrstu vikunni hefðu Flugleiðir flutt
2 lestir á milli, en vegna þess, að
áætlun þeirra hentaði ekki nægi-
iega vel hefði Þotuflug verið fengið
til flutninganna í þessari viku og
hefði það gengið mjög vel. Búizt
væri við vaxandi magni í sumar og
yrði laxinn þá fluttur sjóleiðina til
Islands með Norrönu.
„Við erum að ryðja okkur leið inn
á markaðinn í Bandaríkjunum með
þessum hætti. Nú styttist í það, að
stöðvamar hér fari að þurfa á
þessum markaði að halda og þá er
mikiivægt að hafa náð fótfestu þar
í stað þess að þurfa að eyða dýr-
mætum tíma í markaðsleit," sagði
Finnbogi Kjeld.
Mannaferðir við
fálkahreiður
Reykjanesi.
í FYRRADAG barst lögreglunni
á ísaflrði tilkynning um grun-
samlegar mannaferðir á varp-
slóðum fálka í Mjóafirði við ísa-
fjarðardjúp. Lögreglan fór á
vettvang og gómaði þar þijá
Englendinga sem höfðu m.a. í
fórum sínum fullkominn útbúnað
til bjargsigs.
Mennimir höfðu einnig safnað
ýmsum fuglafyöðrum, og vísuðu
þeir lögreglumönnunum á fálka-
hreiður sem þeir kváðust hafa verið
að skoða. Sögðust þeir vera nátt-
úru- og fuglaskoðarar. Lögreglan
lagði hald á búnað mannanna og
vegabréf meðan frekari rannsókn
fer fram hjá rannsóknarlögreglunni
á ísafirði.
Björg.
Utflutningur SH til Japan:
Þegar orðinn meiri
en allt síðasta ár
- munar mestu um mikla aukningu á loðnu og loðnuhrognum
VERULEG aukning hefur orðið
á sjávarafurðasölu Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna til
Japan á þessu ári. Þegar hefur
meira verið selt til Japan en
allt árið í fyrra. Mestu munar
um mikla aukningu á sölu loðnu
og loðnuhrogna.
Benedikt Guðmundsson, einn
framkvæmdastjóra SH, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að allt
síðasta ár hefði Sölumiðstöðin selt
5.500 lestir af sjávarafurðum til
Japan, en 1. júní síðastliðinn hefði
salan verið orðin 6.300 lestir. Fyrir
næstu mánaðamót væri búizt við
að um 7.000 lestir yrðu famar
þangað á vegum SH. Mestu
munaði um verulega aukningu á
framleiðslu og sölu á loðnu og
loðnuhrognum. Nú hefðu verið
seldar 2.800 lestir af hrognum og
1.800 lestir af heilfrystri loðnu,
sem væri miklu meira en á síðasta
ári. Þetta væru samtals 4.600
lestir, en auk þessa hefði talsvert
verið selt af karfa til Japan og
væri þar ennfremur aukning á.
Loks mætti nefna það, að talsvert
magn af grálúðu væri að fara
austur, en Sölumiðstöðin hefði
fyrst selt grálúðu til Japan árið
1984.
Benedikt sagði ennfremur, að
karfinn og grálúðan væru seld
heilfryst, hausskorin og slógdregin
til Japan og gæfí það sæmilega
afkomu, þó auðvitað mætti verðið
vera hærra.
75 tillögur frá Norðurlöndum bárust í samkeppni um byggingu tónlistarhúss
íslenskur arkitekt
hlaut fyrstu verðlaun
ALLS bárust 75 tillögur í samkeppni um tónlistarhús á íslandi,
þar af 25 frá Svíþjóð, 19 frá íslandi, 15 frá Danmörku, 13 frá
Noregi, 4 frá Finnlandi og einn höfundur óskaði nafnleyndar.
Dómnefnd var sammála um að fyrstu verðlaun skyldi hljóta
Guðmundur Jónsson, arkitekt í Noregi, og aðstoðarmaður hans,
Gísli Sæmundsson, arkitekt, ásamt nokkrum Norðmönnum. Fyrstu
verðlaun eru 1540 þúsund krónur.
Önnur verðlaun hlutu arkitekt-
amir Christan Karlsson og Lars
Clausen frá Danmörku og komu
830 þúsund krónur í þeirra hiut.
Þriðju verðlaun hlutu arkitektam-
ir Dan Cristiansen og Kjær &
Richter frá Danmörku. Síðast-
nefndu arkitektamir hafa teiknað
tvö síðustu tónlistarhús Norður-
landa, í Bjömeborg í Finnlandi
og Arósum í Danmörku. 710 þús-
und krónur komu í þeirra hlut.
Menntamálaráðherra, Sverrir
Hermannsson, afhenti verðlaun
við hátíðlega athöfn í Listasafni
háskólans í gær fyrir hönd Sam-
taka um byggingu tónlistarhúss,
að viðstöddum forseta Islands.
Að því loknu opnaði Davíð Odds-
son, borgarstjóri, sýningu á öllum
tillögunum. Dómnefnd var skipuð
sjö aðilum frá Bretlandi, Finn-
landi, Svíþjóð og Islandi.