Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 29

Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 29 hafnar. Sannkölluð lystireisa! Fyrir mitt minni voru hér í ferð- um skipin Sterling og Vestri. Hið fyrsta með nafninu Vestri var keypt til landsins 1928 samkvæmt skipa- skrá. Það hefur því verið einhver annar Vestri — og þá vafalaust í eigu erlends skipafélags — sem flutti elskuna hans Þórbergs frá Reykjavík norður í Hrútafjörð vorið 1912: »Mér fannst Vestri hrein- skilnasta skipið á höfninni, svip- fegursta skip íslands, hamingju- samasta skip heimsins,« skrifaði Þórbergur. Á fyrstu áratugum aldarinnar voru siglingar íslendinga hluti af sjálfstæðisbaráttunni. »Gullfoss var fyrsta skip Eimskipafélags íslands og fyrsta vélknúða millilandaskip, sem smíðað var fyrir íslendinga og hafði frá byijun íslenskan skipstjóra og íslenska áhöfn,« segir í skipa- skrá. Gullfoss gamli hefur verið glæsilegt skip — og býsna stórt fyrir sinn tíma. Eftir að farþega- flutningar milli Reykjavíkur og Norðurlanda lögðust niður hefur margan dreymt um að endurvekja þann ferðamáta gömlu góðu áranna. Fyrir fáeinum árum gerðu Eimskip og Hafskip þess háttar tilraun með leiguskipi. »Þrátt fyrir allgóða nýtingu á skipinu varð umtalsvert ijárhagslegt tap á rekstrinum, sem batt enda á frekari slíkartilraunir,« segirhér. Enn tíðkast staðbundnar strand- siglingar hér við land, svo sem milli Akraness og Reykjavíkur og Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar. Margur hefur tekið sér far með Akraborg og Heijólfí, og þá gjaman í þeim vændum að hafa bílinn með sér. Og af ferðum Smyrils milli Seyð- isfjarðar og Norðurlanda draga menn þá ályktun að ekkert far- þegaskip komi lengur að notum nema það geti flutt bíla, öragglega og fyrirhafnarlítið. Svo er talið að sjór verði óvíða úfnari en við strendur þessa lands. Og fyrir hefur komið að skip hafa endað feril sinn með strandi. Þau era þó undrafá yfir heildina skoðað. Fljótt á litið sýnist mér sem flest íslensk farskip hafí að lokum verið seld úr landi þegar íslendingar töldu sig ekki lengur hafa not fyrir þau, og þá oft til fjarlægra heimsálfa. Þannig var seinni Gullfoss seldur til Saudi-Arabíu og hlaut þar nafnið Mecca. Og Hamrafell, stærsta skip í eigu íslendinga fyrr og síðar, var selttillndlands. Langt er nú liðið síðan Danir sáu um strandferðir hér við land og Einar Benediktsson orti kvæðið Strandsigling: »Fyrirlitning skein af danska svipnum.* En hafí hinn rómverski máJsháttur — að nauð- sjmlegt væri að sigla — átt við hjá Rómveijum á hann ekki síður við hér, hjá þjóð sem á svo að segja allt sitt undir vöraskiptum og utan- ríkisverslun. það var þarft verk og gott að rit þetta skyldi nú tekið saman meðan heimildir era flestar tiltækar. Og það er gaman að lesa bók þessa eða blaða í henni. Mann- flöldinn og allar skipamyndimar minna okkur á að íslendingar hafa verið siglingaþjóð allar götur frá því er þjóðin tók aftur að eignast haffær skip. Rit þetta segir því mikla sögu. En auk þess að segja sögu far- manna og farskipa er hér einnig greint frá varðskipaflota íslendinga — skipherram og skipum. Er sá kapítuli að sjálfsögðu síst ómerkari, enda þótt vaiðskipin séu ekki lengur í því sviðsljósi sem um þau lék þegar mest á rejmdi. Sovétríkin: V^terkurog kJ hagkvæmur augjýsingamiðill! 79 gyðingar fá brottfararley fi Genf.AP. ^ SOVESK yfirvöld leyfðu 79 Gyðingum að flyija úr landi i maí, sem er mesti fjöldi i einum mánuði áþessu ári. Tuttugu þeirra fóra til ísraels, aðeins 904 slíkt leyfí og hafa þeir en hinir til annarra landa. Á síðasta aldrei verið færri. Flest brottfarar- ári fengu 1.140 gyðingar að yfír- leyfí vora veitt árið 1979, þá vora gefa Sovétríkin, árið 1984 fengu þau 51.330. Ertu að byggja? Ertu að breyta? Filmukrossviður Stigar úr furu eða beyki, sérhannaðir fyrir þínar aðstæður Parket Lofta- plötur hvrtarog spón- lagðar, 120x20 sm HUSTRE Ármúla 38, sími 681818 \ \ . •• ■ 5-V^ \<0> Sei'986' ySSSZ-"** ^12sdv.'TVtoxst© Da,n ionoeð® íinsso^ V Tftyi\Í$SL ■g\ai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.