Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 42

Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986 ^Nicaragua: 308 fangar látnír 'lausir Managua, Nicaragua. AP. RÍKISSTJÓRN sandínista í Nic- aragua lét á fimmtudaginn lausa 308 fanga, sem hún hafði veitt sakaruppgjöf fyrr í vikunni. Meðal fanganna voru nokkrir líf- verðir fyrrum einræðisherra Nicaragua, Anastasio Somoza. Þjóðþing Nicaragua veitti föng- unum sakaruppgjöf á þriðjudag að beiðni Daniel Ortega forseta og mannréttindanefiidar landsins. jFjöIskyldur fanganna tóku á móti þeim fyrir utan Modelo-fangelsið, sem er í útjaðri höfuðborgarinnar, Managua. S^ómin veitti þeim föngum sak- aruppgjöf, sem ekki voru taldir hafa tekið þátt í „glæpum gegn ríkinu", þeim sem voru nærri því að að ljúka því að afplána fangavist og þeim sem höfðu sýnt góða hegð- un. Grænland: Beita sér fyrir rækjuveiðum í tilraunaskyni Kaupnuuiiuihafn. Frá Niln Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA heimastjórnin ætlar að beita sér fyrir, að hafn- ar verði tilraunaveiðar í ágúst og september á hinum svonefnda belgíska banka fyrír norðan 77. breiddargráðu um hundrað sjóm- ílur út af austurströnd Græn- lands, að sögn grænlenska út- varpsins. Vemer Vigh Rasmussen, sá sem fer með útgerðarmál fyrir hönd heimastjómarinnar, segir, að ákvörðun þessi sé tekin í þeirri von, að þama fáist stór rækja, á borð við þá sem veiðist við Svalbarða. Einnig verða Ieyfðar tilrauna- veiðar fyrir norðan 70. breiddar- gráðu úti fyrir vesturströnd lands- ins. Tíu togarar í einkaeigu veiddu þar með ágætum árangri í fyrra. Grænland: Ænn óvíst um sölu Marmoril- ik-námunnar Kaupmaunahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ENGIN lausn hafði enn fengist í gær varðandi hugsanleg kaup sænska námafélagsins Boliden á blý- og zinknámunni í Mormorí- lik á Norðvestur-Grænlandi, ein- ustu námu landsins, þar sem 350 manns starfa. Lokun námunnar vofir yfir af því að eigandinn, kanadíska fyrir- tækið Cominco, segir, að vinnslan ,«fjþndi ekki undir kostnaði miðað vid núverandi heimsmarkaðsverð á blýiogzinki. Samningaviðræður Bolidens og Cominco um kaupin standa yfír. I upphafi vikunnar bauð Boliden 22 milljónir danskra króna fyrir hluta- bréfin, en Cominco vildi fá 55 millj- ónir. Cominco hefur nú boðist til að selja Boliden námuna fyrir 35 millj- ónir, en í gær var sem sagt allt í lausu lofti um málalok, að sögn grænlenska útvarpsins. .... Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! íslenskar björgunar- og hjálparsveitir eru kallaðar út oft á hverju ári. í flestum tilfellum fær útkallið góðan endi - okkur berast góðar fréttir. En reynslan hefur sýnt, að auk þekkingar og reynslu getur réttur búnaður skipt sköpum. Stöðug endumýjun þarí að eiga sér stað til þess að góður árangur náist. Til að afla fjár fyrir starfsemi hjálparsveitanna og til tækjakaupa, efnum við til stórhappdrættis. í boði verða 135 stórvinningar og 3000 aukavinningar. Markmið okkar er að hafa til taks harðsnúnar sveitir, hvenær sem hjálparbeiðni berst. STERKAR HJÁLPARSVEHIR - STERKAR LÍKUR Á GÓÐUM FRÉITUM. SHARP581 PFAFF1171 PIONEERSllO MYNDBANDSTÆKI SJÁLFÞRÆÐANDIMEÐ OVERLOCK SPORI HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA SPARISJÓÐIIR VÉLSTJÓRA HEFURAF STÓRHUG STYRKT ÞETTA HAPPDRÆTTI INGAPJÖNUSTAN/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.