Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 1
112SIÐUR B STOFNAÐ1913 125. tbl. 72. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Forsetakosning'arnar í Austurríki: Skoðana- kannanir Waldheim í hag Belgrad, Júgóslavíu, og Vínarborg, Aust- urríki. AP. DAGBLAÐ í Belgrad birti í gær þýðingu á þýskum herskjölum, sem það taldi leiða í ljós, að herdeild dr. Kurts Waldheim i siðari heimsstyrjöldinni hefði fyrirskipað fjöldaaftökur á júgó- slavneskum föngum. I ljósritum af serbo-króatísku þýðingunni í blaðinu Vecemje Novosti, er gefíð til kynna, að her- deild I-C hafí gefið þessa fyrirskip- un, meðan stóð á árásaraðgerðum þýska hersins í Kozara-fjöllum 1942. Waldheim hefur viðurkennt að hafa gegnt herþjónustu í þessari deild, en sagt, að starf hans hafí einungis verið að staðfesta skjöl um hemaðaraðgerðir. Hann hafí ekkert umboð haft til að gefa skipanir. I einu slq'alanna segir: „Eftirfar- andi 49 skæmliðar, sem vistaðir em í fangelsi í Banja Luka, skulu skotn- ir snemma morguns 2. júlí.“ Waldheim var sæmdur heiðurs- merki eftir aðgerðimar í Kozara- flöllum sumarið 1942, þegar skæm- liðar freistuðu þess að veita viðnám gegn áhlaupi Þjóðveija og banda- manna þeirra. Segir blaðið, að Waldheim hafí verðskuldað orðuna, en hann kveður það hafa verið hefð, að allir liðsforingjar þýska hersins í Júgóslavíu fengju slfkt heiðurs- merki. Forsetakosningamar í Austurríki fara fram í dag, sunnudag. Þrátt fyrir mótmælaaðgerðir gegn Wald- heim, bæði heima fyrir og erlendis, sýna síðustu skoðanakannanir, að hann hefur umtalsvert forskot á mótframbjóðanda sinn, Kurt Steyr- er. Norður-Kórea: Val á eftir- manni staðfest Tókýó. AP. HATTSETTUR embættismaður, sem á sæti í stjórnmálaráði kommúnistaflokks Norður- Kóreu, staðfesti í gær að eftir- maður Kims II Sungs, forseta, yrði sonur hans Kim Jong II. Fyrmm utanríkisráðherra Norð- ur-Kóreu, Yomiuri Shimbun, sagði að sonur Kim II Sungs hefði þá leiðtogahæfilega og virðingu, sem þyrfti til að framfylgja stefhu for- setans að honum látnum. Þetta er í fyrst sinn sem svo háttsettur embættismaður staðfest- ir þetta, enda þótt kunnugt hefði verið um áhuga Kim II Sungs á því að sonur hans tæki við völdum þegar hann félli frá. Ef Kim Jong II tekur við af föður sínum yrði það í fyrsta skipti í kommúnistaríki, sem leiðtogaembættið gengi í erfðir. Morgunblaoið/Sigurgeir Jónasson Hofsjökull viðHeimaey Hofsjökull, eitt stærsta skip íslenska flotans, siglir ina í Vestmannaeyjahöfn við Ystaklett. Nýja hraunið er í forgrunni. Efni Morgunblaðsins í dag er að mestu leyti helgað sjómannadeginum, viðtöl eru við sjómenn um allt land. Áköf leit að kafbát í sænska skerjagarðinum Stokkhólmi. AP. SÆNSK yfirvöld hafa varað skemmtisiglingamenn við því að sigla um skerjagarðinn norðaustur af Stokkhólmi, eftir að grunur vaknaði um, að erlendur kafbátur væri þar á ferli neðansjávar. Jafnframt var frá því skýrt, að haldið yrði uppi mikilli leit um helgina með skipum og flugvélum að hugsanlegum kafbátum á þessum slóðum. Merki komu fram á mælum um framandi hlut neðansjávar er sænski flotinn var að æfíngum á þessu svæði í vikunni. Komu merki þessi fram nú síðast á föstudag ekki langt undan eynni Söderarm, þar sem sænski herinn hefur komið upp margs konar hemaðarmann- virkjum og aðvörunartækjum. Gerðist þetta á svæði ekki fjarri þeim stað, þar sem sovézkur kaf- bátur strandaði 1981. Leit var strax hafín að hugsan- legum kafbát á svæðinu og sérstök- um sprengjum beitt til þess að reyna að hrekja hann upp á yfirborðið. Enda þótt leitin hafí ekki borið neinn árangur til þessa er áformað að halda henni áfram fram yfír helgi og verða bæði notuð skip og flugvélar. „Við eru ekki vissir um hvort þetta var kafbátur," var haft eftir H.G. Wessberg, talsmanni sænska flotans, en „leitinni verður haldið áfram til öryggis". Hemaðarsérfræðingar halda því fram, að sovézkir kafbátar fari inn í sænska skerjagarðinn til njósna og í leit að neðansjávarsvæðum þar sem þeir ættu auðvelt með að felast á átakatímum. Talið var, að kaf- bátar hefðu verið þama á ferð í ágúst í fyrra og var þá m.a. varpað djúpsprengjum en árangurslaust. Geta kynhor- món læknað krabbamein í æxlunarfær- umkvenna? Boston, Bandaríkjunum. AP. VÍSINDAMENN hafa ein- angrað hormón, sem hingað til hefur reynst erfitt að henda reiður á. Hormón þetta stuðlar að því að ákvarða kynferði einstaklinga, en kann í framtíðinni að koma að haldi við að lækna krabba- mein í æxlunarfærum kvenna. Vísindamennimir sögðu á fímmtudag, að þeim hefði tekist að finna erfðavísinn, sem stjóm- aði framleiðslu hormónsins. Því yrði unnt að hefla framleiðslu þess í stóram stfl. Er þetta í annað skipti, sem tekst að fram- leiða sjaldgæf hormón úr mannslíkamanum með aðstoð líftæknifræðinnar. Ef hormónið hefur þau áhrif, sem vísindamenn vonast til, mun það bæla niður eða lækna krabbamein í eggjastokkum, leghálsi, legi, eggjaleiðuram og leggöngum. Dr. Patricia K. Donahue, sem starfar við Massachusetts Gen- eral Hospital, sagðist binda miklar vonir við að hormónið yrði „mjög góður kostur til lyfla- meðferðar á krabbameinsvef án þess að valda spjöllum á öðram framum“. Hún sagði, að unnt yiði að færa tilraunir þar að lútandi út fyrir veggi rannsóknastofanna innan tveggja ára. Þangað til verður efnið ekki fáanlegt á markaði, ekki einu sinni til til- raunameðferðar. Flest þeirra hormóna, sem framleidd hafa verið hingað til, hafa haft þau áhrif að örva ónæmiskerfí líkamans í barátt- unni við sjúkdóma, en nýja hormóninu, sem kallað hefur verið „MIS“, er ætlað að ráðast gegn ákveðinni ve^artegund. Donahue sagði, að MIS kynni einnig að koma að gagni sem getnaðarvamalyf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.