Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986 Þetta með aldurinn Dyngju-höf undur rakst á nokkrar smá greinar í fórum sínum og fannst þær að mörgu leyti áhugaverðar. Ef til vill gætu þær komið einhverjum þeim að gagni sem heldur að nú sé farið að halla undan fæti, eða þannig sko, eins og unglingarnir segja. Pyrsta greinin er úr norsku tímariti og heitir: Þetta með aldurinn. Þar segir meðal annars: Sagt er að eitthvað sé hrífandi við öll aldursskeið, og að aldur sé í rauninni ástand en ekki ára- fjöldi. Þess ber að gæta að þeir sem þetta segja eiga flestir langt í land áður en aldurinn fer að verða þeim þungbær. Það er sjaldan sem við heyrum konur eða karla á áttræðisaldri taka svo til orða. Ef til vill er það vegna þess að þau vita af reynslunni hvað það er að eldast. Þannig hugsaði ég í það minnsta þar til fyrir stuttu. Þá hitti ég nefnilega grannkonu mína sem var að koma úr heim- sókn til frænku sinnar, en frænk- an er 87 ára og á elliheimili. Og hugsið ykkur bara hún hafði eignast unnusta á elliheimilinu. Þetta þótti grannkonunni engan veginn gott, og hún hristi höfuðið. — Ég sé nú ekki hvaða synd hún og vinur hennar, sem er 85, geta drýgt, en hitt fólkið á elliheimilinu lítur þetta „sam- band“ illum augum, sagði hún. Nú eru þau að tala um að gifta sig, en það er ekki svo gott. Það versta við það er að þá þyrftu þau að flytjast frá elliheimilinu, því það er aðeins fyrir einstæða. Þar eru engin tveggja manna herbergi, og eins manns her- bergin eru of lítil fyrir tvo. Auk þess falla hjón ekki inn í kerfíð. Bæði frænkan og vinur hennar hafa afhent bömunum íbúðir sín- ar, svo þau hafa ekki í neitt hús að venda. Bömunum þykir reynd- ar þetta „ástarsamband" fyrir neðan allar hellur ... En eitt get ég sagt þér sem gladdi mig svo sannarlega, og það er að þau tvö eru full af lífí, en ekki bara að þau séu til. Hugsaðu þér, vinur hennar frænku var að endumýja ökuskírteinið sitt. Það gerði bróð- ir hans einnig, og er þó þremur árum eldri. Þetta er alldeilis ótrú- legt... Þegar við skildum hugsaði ég: Jú, aldur er ástand, en ekki aðeins áraQöldi. Önnur grein er úr dönsku tímariti og nefnist þar Aldrei of seint að byija upp á nýtt. Það er reyndar lesandabréf, og boð- skapnum er beint til þeirra sem komnir eru á efri ár. Þar segir bréfritari meðal annars: Þið getið setið tímunum saman og látið ykkur gremjast að gömlu framtíðardraumamir rættust ekki. En hvað em þeir margir sem geta skipulagt alla ævi sína fyrirfram? Og ef þeir geta það, og koma fyrirætlunum sínum í framkvæmd, geta þeir samt verið jafn óánægðir og hinir, og hugsað um allt það sem þeir misstu af í lífínu. Því það er alveg sama hvemig lífínu er lifað, það er alltaf eitthvað sem ekki fékkst. Það er mín skoðun að hver og einn verði jafnan að fínna sér ný og ný markmið í tilverunni, þótt ekki þurfí þau öll að vera mikilsverð. Sumir tala sífellt um veraldlega hluti, og ef til vill gefur það lífi þeirra tilgang að geta lagt eitthvað nýtt til heimil- isins. Aðrir leita „réttari" leiða til að fínna Iífsfyllingu. Þeir sem geta sungið ganga til dæmis í kóra og telja það allra meina bót. Ekkert veiti meiri ánægju. Og víst er að ánægja og lífsgleði er það sem eldra fólkið þarfnast. Það er vissulega ekkert gaman fyrir bömin ef foreldramir eru sífellt haldnir lífsleiða. Ef til vill fínnst ekki rétta leiðin til meiri lífshamingju í fyrstu tilraun, en þá er um að gera að reyna eitt- hvað annað. Og munið: Það er aldrei of seint að byija upp á nýtt. Göfgar vinnan manninn? - eftirÞórSaari Enn einu sinni hefur ríkisstjómin afnumið verkfallsrétt í landinu. Fyrst vom það flugfreyjur, síðan mjólkurfræðingar og nú skipstjórar og hásetar á farskipum. Þessar flór- ar stéttir þurfa nú að ganga til vinnu sinnar samkvæmt lagafyrir- mælum rikisstjómar og ráðherra, sem enn á ný hafa sýnt að þeir em ekki annað en skósveinar stærstu atvinnurekenda landsins. Farmenn sem höfðu verið í eina viku í verk- falli, máttu hypja sig út á sjó vegna þess að „verkfall þetta hefur skapað erfíðleika í útflutningsgreinum landsmanna og hætta er á að varan- lega verði spillt árangri í markaðs- og sölustarfsemi íslenskra fyrir- tækja vestan hafs og austan. Því telur ríkisstjómin að brýna nauðsyn beri til að koma í veg fyrir frekari stöðvun á rekstri farskipa og binda enda á deilur þessar." (Tilvitnun líkur.) Svo segir orðrétt í bráðabirgða- lögum þeim sem sett vom á 9. maí síðastliðinn. Nei, það ríður ekki við einteyming, hræsnin, þegar reynt er að fegra vinnuþrælkun og afnuminn er helgasti réttur vinn- andi fólks, verkfallsrétturinn, og það samkvæmt pöntun atvinnurek- enda. En við þekkjum lygina þó reynt sé að dulbúa hana í orðaskrúð. Hver man ekki eftir bráðabirgða- lögum sem sett vom á farmenn árið 1979. Þá var ástæðan sú að allar frystigeymslur í landinu vom yfír- fullar og stefndi í stórtjón á físk- mörkuðum. En daginn sem þau lög tóku gildi, var stærsta frystiskip landsins sent með tómar lestar til Rússlands að sækja bíla. Einnig þá skyldi gerðardómur ákveða kjörin og viðurkenndi að þeir treystu sér ekki til að meta sjómannsstarfið og fjarvistir sem því fylgja til launa. Sjómenn vita að gerðardómur nú, mun ekki frek- ar en þá dæma þeim mannsæmandi laun og boðuðu því yfirvinnubann í heimahöfíium skipanna. En hvað skeður, félagsdómur ákveður að ÞórSaari „Námaverkamenn í S-Afríku hafa verk- fallsrétt, ASÍvillláta banna appelsínurnar þeirra. Sjómenn, flug-- freyjur og fleiri á ís- landi hafa ekki verk- fallsrétt, þar eru stjórn- endum færð blóm.“ vinnulöggjöfín í landinu nái ekki yfír nema hluta landsmanna og hinn hlutinn skal vaka og vinna eins og með þarf. En hver er staðan í kjaramálum í landinu í dag. ASÍ og forkólfar þess hafa gefist upp og staðfest að láglaunastefna skuli ríkja hjá félög- um þess. Þetta stóra samband sem var sverð og skjöldur verkalýðsins er orðið að máttlausu bákni og hvapholda stjórnendur með allt að sex stafa tölu í mánaðarlaun færa ráðherrum blóm á meðan heilu starfsgreinamar innan þess eru sviptar verkfallsréttinum af sömu ráðherrum. Og hver er staðan hjá atvinnurekendum? Tökum eitt dæmi. Arið 1979 flutti Eimskip 560 þúsund tonn með 24 eigin skipum sem voru með 364 í áhöfn. Þá var ekki hægt að greiða hærri laun vegna dýrrar olíu o.fl. Á síðasta ári flutti Eimskip 704 þúsund tonn með 10 eigin skipum og 3 leiguskipum sem voru með samtals 205 manns í áhöfn og sennilega ein hæstu farmgjöld í heimi. Það er að flutn- ingamir hafa aukist um 26%, sjó- mönnum fækkað um 44% og skip- um fækkað um 46% og olíuverð lækkað um 52% en enn er ekki hægt að greiða hærri laun. Og hveijar em viðbárumar núna Jú sjáið til, við emm í samkeppni við bandarískt einokunarfyrirtæki um flutninga fyrir vamarliðið". En það fylgir aldrei með af hveiju Rainbow Navigation hóf siglingar til íslands. „Jú, sjáið til, það er óhagkvæmt að þijú skipafélög hafí viðkomu í sömu erlendu höfninni." En hefur hagkvæmnin aukist eftir að Hafskip leið. Ekki nema að því leyti að nú getur viðskipta- vinurinn ekki leitað neitt annað. Og svo em haldnar langar ræður um frelsi til verslunar og viðskipta en því miður er þetta frelsi aðeins fyrir þá sjálfa til að sitja einir að og ráða öllu, og ef menn dirfast að vera svo fíjálsir að fara fram á hærri laun þá er hringt í pöntunar- félagið í Stjómarráðinu og sú hegð- an látin varða við landslög. Námuverkamenn í S-Afríku hafa verkfallsrétt, ASÍ vill láta banna appelsínumar þeirra. Sjómenn, flugfreyjur og fleiri á íslandi hafa ekki verkfallsrétt, þar em stjóm- endum færð blóm. Það er komið í ljós að litli maður- inn í þjóðfélaginu gerir út skip og flugvélar og honum verður að bjarga. Fyrirrennarar hans höfðu líka ríkisstjómir í vinnu og ef ekkert er að gert munu komandi ríkis- stjómir einnig stjóma með tilskip- unum. Það er kominn tími til að stöðva þessa óhæfu og virða almenn mannréttindi en ekki að stjóma í anda Mussolini. Höfundur er háseti á ms. Selfossi Iðntæknistofnun: Námskeið fyrir konur um stofnun fyrirtækja Rekstrartæknideild Iðntækni- stofnunar efnir í næstu viku til námskeiðs um stofnun og rekstur fyrirtækja, sem sérstaklega er ætlað konum. Námsefnið verður hið sama og á fyrri námskeiðum deildarinnar, en bætt við nokkru efni sem snertir konur sérstak- lega. Nýlega var haldinn fundur hjá Iðntæknistofnun af hópi áhugafólks um „þróunarverkefni um stofnun smáfyrirtækja ætlað konum". Tvær konur sem þar voru, Ellen Sjödin frá Statens Teknologisk Institut í Noregi og Margareta Bergmark frá Utvicklingsfonden í Sviþjóð, sögðu frá starfsemi sem farið hefur fram í löndum þeirra og miðar að því að auka hlutdeild kvenna í fyrir- tækjarekstri segir í fréttatilkynn- ingu frá Iðntæknistofnun. Komið hafði í ljós að að mjög fáar konur nýttu sér almenna fræðslu um XJöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! stofnun fyrirtækja sem í boði var. Námskeið sem sniðin voru sérstak- lega að þörfum kvenna gáfu hins vegar góða raun Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu eru frumkvæði, mark- aðsgreining, fjármögnun og fleira. Eftir ábendingum kvenna verður námskeiðið haldið utan venjulegs vinnutíma. Það hefst miðvikudag- inn 10. júní og stendur frá klukkan 19.00 til 22.00 þann dag og tvo næstu. Á laugardeginum hefst það klukkan 9 og stendur til 16.00 en þá lýkur því. Spurt um áfengis- útsölu á Húsavík Húsavfk. VÍKURBLAÐIÐ á Húsavík framkvæmdi skoðanakönnun 15.—19. maí, um væntanleg úrslit sveitarstjórnarkosninga og fleira, sem ekki kom beint við kosningunum. Um áfengisútsölu á Húsavík var spurt: Ertu fylgjandi eða andvígur opnun áfengisútsölu á Húsavík? Mæltir með voru 43,7%, en andvígir 37,9%. Óákveðnir voru 8% og 10% svöruðu ekki spurmngunni. Tvisvar hefur farið fram at- kvæðagreiðsla um opnun áfengisút- sölu á Húsavík. Árið 1970 vildu 127 útsöluna, en 753 voru á móti. Árið 1983 voru aftur greidd atkvæði og vildu þá 458 láta opna, en 721 á móti. Með vaxandi völdum yngri kyn- slóðarinnar vex . útsölumönnum fylgi, þó opinber umræða sanni að aukin neysla áfengis fylgir opinni verslun og að ofnautn áfengis er oft undanfari annarra og ennþá hættulegri vímuefna. Á einum af síðustu fundum frá- farandi bæjarstjómar kom fram tillaga um að láta fara fram at- kvæðagreiðslu um að opna áfengis- útsölu, jafnvel í bæjarstjómarkosn- ingunum, en tillagan var felld í bæjarstjóm með átta atkvæðum gegn einu. Vonandi verður hin nýja bæjarstjóm sama sinnis, en hvert stefnir á Húsavík í þessum málum? Það er spumingin. Ég tel ástæðu til þess að byrgja brunninn. — Fréttaritari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.