Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 33 „Hinn mikli leiðtogi“ Kim II Sung: að mestu tekinn við. Norður-Kóreumenn á ferð f Seoul. til að hefna sín á honum fyrir mannránið, kveðst líta á þessa upphæð sem „tryggingarfé“, en hefur ekki ákveðið hvað hann ætlar að gera við féð. „Hinn ástsæli leiðtogi“ Shen og Choi sögðu frá reynslu sinni nokkrum vikum eftir að þau báðu um hæli, í viðtölum við blaða- menn New York Times og Was- hington Post, og létu í ljós áhyggjur Líkneski af Kim D Sung í Pyongyang vottuð virðing. Kom fé undan Síðan var farið með þau tii Belgrad í apríl 1984 og þeim var skipað að lýsa því yfir að þau hefðu farið til Norður-Kóreu af fusum og frjálsum vilja. Þau hlýddu skipun- inni og endurtóku þessa yfirlýsingu nokkrum sinnum. í yfirlýsingu sinni 1984 sagði Shin að hann og Choi hefðu flúið vegna þess að stjómin í Seoul hefði afturkaliað kvikmyndaleyfi þeirra og þeim hefði verið neitað um bandaríska vegabréfsáritun vegna þrýstings suður-kóreskra stjóm- valda í Washington. Yfirvöld í Suður-Kóreu sögðu líka að þau hefðu flúið og bættu því við að norður-kóresk yfirvöld fylgdust með hveiju fótmáli þeirra. Nú segir Shin að hann vilji biðja ýmsa fréttamenn afsökunar á því að þeir hafi orðið að segja frá þeirri „lygi" hans að hann hafí farið til NorðurrKóreu af fúsum og fijálsum vilja. Hann kveðst nú vilja það eitt að sannleikurinn komi í ljós. Þau hjónin hlutu nokkur verðlaun í Austur-Evrópu fyrir kvikmyndir, sem þau höfðu gert í Norður-Kóreu, og öðluðust tiltrú Kim II Jongs. Kim treysti Shin og Choi svo vel að þeim var leyft að ferðast saman til Austur-Evrópu. Þau gerðu sér vonir um að geta flúið þegar þau fóru til Berlínar að fylgjast með kvikmyndahátíðinni þar fyrr á þessu ári, en 10 „lífverðir" fylgdu þeim hvert fótmál. Seinna fóm flestir lífverðimir aftur til Norður- Kóreu og Shin naut svo mikils trausts að hann fékk leyfi til að fara til Búdapest í marz sl. án þess að hafa fjölmennan lífvörð með sér. „Ég hafði komizt að samkomu- lagi við Kim Jong II um að ég fengi þrjár milljónir dollara á ári til að gera það sem mér sýndist, taka kvikmynd eða nota peningana handa mér sjálfum," sagði hann. „Ég notaði þá aldrei í eigin þágu og þeir kunnu vel að meta það.“ Þegar Shen var í Berlín sendi hann Kim Jong II skeyti, þar sem hann sagði honum að leggja árs- þóknunina 1986 á bankareikning í Vín eins fljótt og hann gæti. Hann sagði að 2,3 milljónir dala hefðu verið lagðar á reikning sinn í útibúi Ameríkubankans í Vín og kvaðst hafa komið því svo fyrir á ferðalagi sínu að ekki væri hægt að taka upphæðina út án undirskriftar hans. Eltingarleikur Erindi Shens til Búadapest var að ræða töku sameiginlegrar kvik- myndar Norður-Kóreumanna og Ungveija um Genghis Khan. Hann og Choi fengu leyfi að koma við í Vín á leiðinni til Búdapest til að Norður-kóreskir hermenn klappa fyrir Kim Jong II, hinum nýja „yfirhershöfðingja** kanna möguleika á sölu norður- kóreskra kvikmynda á Vesturlönd- um. Þegar Shin og Choi voru komin til Vínar lögðu þau á ráðin um að verða um kyrrt á Vesturlöndum. Það kom sér vel fyrir Shin að hann kunni japönsku. Hann hringdi í japanskan blaðamann, sem hann hafði þekkt á árum áður, og bauð honum að snæða með þeim hádegis- verð. Hann fékk einnig japanskan starfsmann hótelsins, þar sem hann gisti, til þess að fara til bandaríska sendiráðsins með skilaboð um að hann ætlaði að biðja um hæli. Sendiráð Norður-Kóreu í Vín hafði áhyggjur af því að Shin snæddi hádegisverð með Japanan- um án þess að starfsmenn þess gætu fylgzt með samræðum þeirra, en hann sannfærði Norður-Kóreu- menn um að hann yrði að sýnast vera sinn eigin herra, ef honum ætti að takast að selja norður- kóreskar kvikmyndir á Vesturlönd- um. En einu sinni þegar Shin var í leigubifreið með Japananum tók hann eftir því að Norður-Kóreu- maður veitti þeim eftirför. Þegar þeir höfðu hrist hann af sér var spurt í talstöð leigubílsins hvert bílstjórinn ætlaði með „austrænu farþegana". Shen gerði ráð fyrir að Norður-Kóreumenn væru að afla upplýsinga hjá leigubifreiðastöð- inni, greiddi bílstjóranum nokkur hundruð dollara og sagði honum að gefa upp rangan ákvörðunarstað og aka til bandaríska sendiráðsins. Þegar Shen kom til sendiráðsins 21. marz og bað þar um hæli áttu starfsmenn þess von á honum. Peningaupphæðin, sem hann ginnti Kim Jong II til að leggja á banka- reikninginn í Vín, er enn á sínum stað á nafni hans. Hann segir sjálf- ur að hann hafi tælt Kim Jong II um öiyggi sitt. Þau sögðu að þeim hefði verið sagt í Norður-Kóreu að þau yrðu ráðin af dögum, ef þau reyndu að flýja. Bandarískir örygg- isverðir gæta þeirra vandlega. Undanfamar vikur hafa fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar CIA og bandaríska utanríkisráðuneytis- ins yfirheyrt kóresku hjónin á „ör- uggum stöðum". Starfsmaður utan- ríkisráðuneytisins sagði að þau hefðu sannfært bandarísk yfirvöld um að saga þeirra væri sönn. Þau hafa fengið leyfi tii að dveljast í Bandaríkjunum „um óákveðinn tíma“ og munu sennilega setjast þar að. Bandarísku leyniþjónustunni þótti bera vel í veiði þegar hún fékk að yfirheyra kóresku hjónin, því Norður-Kórea hefur verið það kommúnistaríki, sem minnst hefur verið vitað um fyrir utan Albaníu, og þau gátu veitt ítarlegar upplýs- ingar um vaidaklíkuna þar. Einkum var mikill fengur í upplýsingum þeirra um Kim Jong II, „krónprins" Norður-Kóreu, sem er 44 ára gamall og lítið sem ekkert er vitað um á Vesturlöndum. Um hann hafa borizt mótsagnakenndar fréttir: því hefur ýmist verið haldið fram að hann sé á grafarbakkanum eða hann ráði lögum og iofum. Shin og Choi gáfu Kim Jong II þá einkunn að hann væri mjög greindur og miskunnarlaus ráða- maður og tæki allar ákvarðanir, jafnvel þær sem skiptu engu máli. Þau héidu því fram að hveijum þeim sem væri staðinn að því að gagnrýna Kim Jong II og föður hans væri umsvifalaust varpað í fangelsi. Kim yngri ræður nú mestu í flokknum, stjóminni og hemum. Kim eldri er enn kallaður „hinn mikli leiðtogi", en Kim yngra hefur öðlazt sá heiður að vera titlaður „hinn ástsæli leiðtogi". Þar að auki hefur hann erft tvær af nafnbótum föður síns og er kallaður „yfirhers- höfðingi", þótt hann sé lítt kunnug- ur hermennsku, og „veglyndur faðir alþýðunnar". Suður-kóreska leyniþjónustan telur hann örgeðja og segir að hann hafi staðið fyrir sprengjuárásinni á Chun Doo Hwan Suður-Kóreufor- seta og samstarfsmenn hans í Rangoon 1983. I kóresku kvikmyndastofnuninni í Pyongyang hanga tveir geysistórir veggskildir með tilvitnunum í „hugsanir" Kim Jong Ils. Á öðmm stendur að hann hafi komið þangað 15. apríl 1985, á afmælisdegi Kims eldra, til að „veita leiðsögn". Á hinu stendur að hann hafi veitt leiðsögn „í síma“ 9. júlí sama ár. Þegar brezkur blaðamaður var þar nýlega á ferð sagði leiðsögumaður honum hrifinn að „hinn ástsæli leiðtogi" hefði veitt starfsmönnum kvik- myndaversins „tilsögn" 300 sinnum alls. Fréttinni um að Shin og Choi væru aftur komin fram í dagsljósið var almennt fagnað í Suður-Kóreu, þar sem þau eru enn höfð í háveg- um. Yfirvöld í Suður-Kóreu vilja gleyma fyrri ágreiningi og segja að þeim sé velkomið að koma aftur til Suður-Kóreu, til skemmri eða lengri dvalar. I Norður-Kóreu var því lýst yfir að þau væru þjófar, sem hefðu haft það eina markmið að hafa fé af Norður-Kóreumönnum og komast undan með ránsfeng sinn. í annarri yfirlýsingu var þvi hins vegar haldið fram að Suður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn hefðu rænt hjón- unum. Hvað sem þvi líður situr Kim Jong II nú eftir með sárt ennið í Pyongyang, hvort sem saga hjón- anna er sönn eða login. GH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.