Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 Eitt kattamálanna sent RLR: „Engin kattalög eru í smíðum“ — segir Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra „ÞAÐ ERU engin kattalög í smíðum í heilbrigðisráðuneytinu," sagði Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra i samtali við Morgunblaðið. Ragnhildur var spurð þessarar spurningar í kjöl- far frétta um kærur til lögreglu vegna ágengni katta í Vestur- bænum í Reykjavík. Lög eru til um liundahald en eijur manna vegna katta eru þeirra einkamál nema kettirnir valdi tjóni eða líkamsmeiðingum. Mál það er skýrt var frá í Morg- unblaðinu 15. júlí sl. um að maður hafi orðið ketti að bana með steini í Vesturbænum um helgina hefur verið sent rannsóknarlögreglu ríkisins til umíjöllunnar þar sem málið er talið varða við dýravemd- unarlög. Málavextir voru þeir að maður- inn hafði verið gestkomandi í samkvæmi og hafði kötturinn flækst þangað inn. Kettinum var hent út, en kom von bráðar aft- ur. Þegar honum var hent út í annað sinn, fór maðurinn í hum- átt á eftir honum og drap hann með steini, eins og fyrr segir. Kona varð vitni að atburðinum og gerði lögreglunni viðvart. Hin kattamálin tvö, sem skýrt var frá í sömu grein, eru að sögn Bjarka Elíassonar yfírlögreglu- þjóns einkamál viðkomandi kattareigenda og nágranna þeirra þar sem engin lög eru til um kattahald. í öðru tilfellinu höfðu hjón orðið fyrír mikilli ágengni kattar og stóð þeim ekki orðið lengur á sama þar sem þau eru með lítið bam í íbúðinni. Maðurinn þar sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði tekið það ráð að gefa skýrslu hjá lögreglunni um málið þegar hann hafði gjör- samlega fengið nóg af yfirgangi kattarins. „Símskötturinn var far- inn að venja komur sínar nær daglega hingað þar sem hann hafði einhvem áhuga á læðu einni sem bjó í hinum enda hússins og ég sá að hann tók oft á tíðum tilhlaup af túninu og inn um gluggann ef læðan var inni. Þetta er búið að ganga svona í 2-3 vik- ur og hefur þessi köttur eyðilagt blóm og umtumað öðru hjá okk- ur. Við hjónin ætluðum t.d. að halda smáveislu um daginn en þurftum að bregða okkur út um stund. Er við komum til baka var eldhúsið í rúst, rækjurnar út um allt og búið að draga lærissneið- amar út á tún. Við þorum ekki orðið lengur að setja bamið okkar, þriggja vikna, út í vagninn af ótta við köttinn. Ég byijaði á því að tala við eigandann út af þessu hvim- leiða máli og kom hann og sótti köttinn en þegar kötturinn birtist síðan aftur stuttu síðar og var hér í fjóra daga var mér nóg boð- ið svo ég gaf skýrslu og fékk heimild til þess að láta meindýra- eyði hreinlega ganga frá kettinum ef mér sýndist svo og hyggst ég gera það ef hann lætur sjá sig aftur hér. Að vísu hef ég nú ekki séð hann í fjóra daga,“ sagði maðurinn. Hitt tilfellið varðaði kött er komist hafði inn um glugga á húsi og hafði hann gert þarfir sínar í hjónarúm og gardínur íbúa. Heilbrigðisráðherra, Ragnhild- ur Helgadóttir, sagði að reglu- gerðir væru til í einstaka sveitarfélögum um bann við kattahaldi, en hinsvegar væri það til siðs að þeir sem vildu halda dýr í mannabústöðum bæm ábyrgð á þeim. „Vesturbæjarljónið“ til sölu á 5 þúsund „Vesturbæjarljónið er til sölu ásamt ástkærum ektamaka." Þessi auglýsing birtist í DV í gær, en þar var átt við köttinn í Vesturbænum sem lýst var sem „litlu Ijóni“ i frétt Morgun- blaðsins sl. þriðjudag og nánar er lýst í fréttinni hér að ofan. „Þetta gengur ekki svona. Við getum ekki haft köttinn lokaðan inni í marga daga, hann er ekki vanur þvf. Það er greinilegt að hann má ekki lengur vera úti svo eina ráðið er að fínna honum nýj- an samastað," sagði eigandi kattarins í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Á sama stað er til sölu annar köttur og sagði eigandinn að hér væri um síamspar að ræða, sem hefði alla tíð verið saman. „Við viljum því ekki stía þeim í sundur nú.“ Aðspurður um verð þeirra, sagði eigandinn að það væri enn óljóst, en búast mætti við um 5.000 krónum fyrir hvom kött. Þegar Morgunblaðið ræddi við eigandann í gærkvöldi höfðu fjöl- margir hringt og lýst áhuga á kaupum svo búast má við því að Vesturbæjarljónið eignist nýjan samastað áður en langt um líður. Morgunblaðið/Einar Falur „Er við komum til baka var eldhúsið i rúst, rækjumar út um allt og búið að draga lærissneiðarnar út á tún.“ Þannig var lýsing manns í Vesturbænum á heimsókn „litla ljónsins“. Hér má sjá ljónið, lengst til hægri, ásamt maka og einum afkomenda sinna. Ritstjóramir fjórir. Frá vinstri: Jón Torfason, Sverrir Tómasson, Bragi Halldórsson og Örnólfur Thorsson. Svart á hvítu: Útgáfu á Islend- ingasögum lokið á 12 mánuðum BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvitu lesendur síður frá bókmenntunum hefur sent frá sér seinna bindið af nýrri heildarútgáfu Islend- ingasagna og þátta. Ritstjórar verksins em þeir Bragi Halldórs- son, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Ömólfur Thorsson. í bindunum tveimur eru 40 sögur og 55 þættir. Fjórar sögur eru prentaðar í tveimur gerðum, brot af öðrum og sjö þættir í fleiri en einni gerð, þar af einn þáttur í fjór- um gerðum. Alls eru bindin tvö 2350 blaðsíð- ur og er þetta stærsta heildarútgáfa sagnanna með nútímastafsetningu. Við vinnslu textans var tölvu- tækni beitt til hins ýtrasta og settu ritstjóramir textann sjálfir og full- unnu á tölvudiska. Með þessari aðferð hefur tekist að ljúka út- gáfunni á 12 mánuðum. Textinn er því allur til í tölvu- tæku formi sem opnar nýjar leiðir til rannsókna á þessum fomu bók- menntum. Farin hefur verið sú leið að prenta textann með nútímastaf- setningu en reynt að halda orð- og beygingarmyndum annarra orð- flokka en sagna. Þetta telja ritstjóramir að fæli og auk þess sé tilgangslaust að auka fólki erfiði við lesturinn. í þessu bindi eru vísnaskýringar rækilegri en í fyrra bindinu og veld- ur þar mestu um að í síðara bindinu eru svokallaðar Skáldasögur, t.d. Hallfreðar saga, Kormáks saga og Gunnlaugs saga ormstungu, og þótti við hæfi að sýna kveðskap þessara fomskálda nokkum sóma. Sérfræðingar á stofnun Áma Magnússonar á íslandi voru ritstjór- um hjálplegir við frágang texta og skýringar vísna auk þess sem fjöl- margir aðrir hafa lagt hönd á plóginn. Sem fyrr segir settu ritstjórar textann sjálfir, Jón Þórisson sá um kápu, Ljóshnit annaðist umbrot og hönnun en prentsmiðjan Oddi sá um prentun og bókband. Bókina má fá í skinnbandi, venju- legu bandi og kilju og er verðið á bókinni í venjulegu bandi kr. 2.480. Fyrra bindið hefur þegar selst í meira en fjögur þúsund eintökum og er ætlunin að láta hluta af ágóða af sölu bókanna renna í sjóð til styrktar vísindarannsóknum á fom- um textum. Flugleiðir: Ahugi lítill á innanlands- leyfum Arnarflugs „INNANLANDSDEILD Arnar- flugs myndi örugglega henta minni flugfélögunum hér á landi betur en Flugleiðum,“ sagði Sig- urður Helgason, forstjóri Flug- leiða, er blaðamaður innti hann eftir því hvort til greina kæmi að Flugleiðir sæki um flugleyfi Arnarflugs innanlands ef svo færi að þau yrðu á lausu. „Við höfum í raun ekkert íhugað þetta mál, en í fljótu bragði sýnist mér að við myndum ekki ná nokk- urri hagræðingu út úr þessu. Við rekum stærri flugvélar, sem henta ekki núverandi áfangastöðum Am- arflugs svo við höfum vélakostinn hreinlega ekki tiltækan," sagði Sig- urður. Sjá nánar bls. 40 Njarðvík: Nýr bæjarstjóri BÆJARRÁÐ Njarðvíkur sam- þykkti á fundi sínum í fyrradag að ráða Odd Einarsson í stöðu bæjarstjóra í Njarðvík. Oddur er 33 ára gamall og hefur undanfarið verið prestur á Skaga- strönd jafnframt því sem hann hefur gegnt starfi skrifstofustjóra Höfða- hrepps sl. tvö ár. Hann hefur einnig stundað kennarastörf, lögreglustörf og verið starfsmaður fjármálaráðu- neytisins um hríð. Bæjarstjóm Njarðvíkur, sem verð- ur í sumarleyfi fram í september, á eftir að staðfesta ráðninguna, en bæjarritari, Sigurður Gunnar Ólafs- son, gegnir starfi bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri tekur við. Auk Odds sóttu þrír um embættið. Fráfarandi bæjarstjóri er Albert K. Sanders, sem verið hefur bæjarstjóri Njarðvíkur sl. 12 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.