Morgunblaðið - 17.07.1986, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.07.1986, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 tónlistarhús — braggi Braggi ■ eftir Ríign&r Björnsson „Á einum stað býr einnig þjóð" sem átti sér sinfóníuhljómsveit og einn söngvara, við skulum segja óperusöngvara. Þessa þjóð vantaði viðunandi húsnæði fyrir hvoru- tveggja. Hljómsveitin hafði æft í bragga, óperusöngvaramir voru ekki ánægðir með sitt húsnæði og nú skyldi byggt yfir hvorutveggja. Húsið reis og sinfónían og óperan fluttu inn. Að nokkrum tíma liðnum var sinfóníuhljómsveitin aftur flutt í braggann sinn og farin að æfa þar aftur. Ástæðumar allar veit ég ekki, en ein var sú að þessi starf- semi - hvorutveggja — átti ekki heima í einu og sama húsinu, þrátt fyrir að e.t.v. megi segja að hvor- ugt geti án hins verið. Opera verður ekki flutt í réttum búningi án sin- fóníuhljómsveitar og þar sem sinfóníuhljómsveit er starfandi hlýt- ur hún einnig að nýtast við óperu- flutning séu óperusöngvaramir fyr- ir hendi og á þeim er víst engin vöntun á Islandi. Tónlistarhúsið er teiknað og ætlað sem tónleikahús og virðist glæsileg bygging. Hljómburðurinn, sem illmögulegt virðist að reikna út fyrirfram, verðum við að vona að skilað geti vönduðum tónlistar- flutningi. Sem óperuhús hlýtur sýningar- salurinn að verða undirlagður, að mestu leyti, síðustu fjórtán dagana fyrir frumsýningu og í sumum til- fellum miklu lengur, þ.e. þegar um mjög flóknar uppfærslur er að ræða, og hvar á hljómsveitin að æfa á meðan? Hún gæti jú farið aftur í braggann sinn. Fjörutíu til fímmtíu sýningarkvöld má gera ráð fyrir að vel heppnuð óperuupp- færsla geti haldið út, þar með er töluvert farið að fækka kvöldum fyrir aðra tónleika, og hér er miðað við aðeins eina ópem á ári. Smíðaverkstæði, leiktjalda- geymsla, saumastofa, ballettæf- ingasalur, hljómsveitargryfja, þyrfti helst allt að vera til húsa á sama stað. Smíðaverkstæðinu og leiktjaldageymslunni mætti þó hugsanlega koma fyrir á öðrum stað og kaupa flutninga á leiktjöld- unum fram og til baka. Saumastof- unni miklu síður, þar sem búninga er verið að vinna meðan á æfíngum stendur, svo er og reyndar einnig um annan búnað á sviðinu. Tækni- ménn á leiksviði eru allt aðrir og margfalt fleiri en við venjulegt tón- leikahald, en vitanlega má fá þetta allt á tímakaupi þegar peningar eru til. Ballettinn þarf að „hita upp“ í langan tíma fyrir hveija sýningu, hann gæti hugsanlega gert það upp í Þjóðleikhúsi og vera svo fluttur, í köldum bíl í stórhríð rétt áður en hann kemur inn á sviðið í Tónlistar- húsinu, þetta mundi líklega hvergi í heiminum vera talið æskilegt. Þá er það hljómsveitargryfjan, en í Tónlistarhúsinu er gert ráð fyrir að gryfjuna megi stækka mest í 100 m2. Sviðið í Háskólabíó, þ.e.a.s. sá hluti þess sem hljómsveitin not- ar, er 200 m2. Breiddin á sviðinu er 20 m og leyfír ekki mikið af að strokhljóðfærin sleppi með þá breidd, en að jafnaði leika alls um 80 hljóðfæraleikarar á tónleikum hljómsveitarinnar. Hljómsveitar- gryfja framtíðarinnar þarf að rúma 110-120 hljóðfæraleikara ef öllum kröfum á að vera fullnægt. Hljómburður í óperuhúsi og hljómburður í tónleikasal. Allt frá tímum fom-Grikkja hafa menn byggt Ieikhús, og síðar óperuhús, í hálfhringlaga formi með tröppum eða svölum fyrir enda og til hliðar, geta svalimar orðið frá tveim til fimm ogjafnvel fleiri. Þetta er göm- ul hefð og um leið engin tilviljun. Talað orð, og þar með söngröddin, þolir illa miklar fjarlægðir og því reynt að nýta rúmmetrana sem best með áhorfendapöllum, eða áheyrenda. Talað orð og söngur nýtur sín í litlum sal, hljómsveitar- spil alls ekki. Þar með er ekki sagt að hljómsveit gæti ekki hljómað vel í hálfhringlaga sal með mörgum svölum, en þegar slíkt hefur vel til tekist er salurinn miklum mun stærri en sá sem fyrirhugaður er í tónlistarhúsinu okkar. Leikhús og ópera. E.t.v. skýrir fyrrnefnd upptalning þá staðreynd að leikhús og ópera starfa víða undir sama þaki. Æskilegast frá listrænu sjónarmiði væri vitanlega að óperan ætti sitt hús og leiklistin sitt, en þar sem sameina þarf, af fjárhagslegum ástæðum, hafa þess- ar tvær listgreinar átt best saman. Sameiginlegar þarfir eru flestar þær sömu hjá báðum, fjárhagslega kæmi þetta fyrirkomulag hag- kvæmast út. Húsið er til sem er Þjóðleikhúsið, um samstarfsvilja og smá fómir er spumingin. Undirskriftir Þjóðleikhússtjóranna (við sameig- inlegu ópem- og tónlistarhúsi) kom undirrituðum ofurlítið skondið fyrir sjónir. Núverandi Þjóðleikhússtjóri er menntaður í Þýskalandi þar sem ópera og leikhús starfa víða undir sama þaki og fyrrverandi Þjóðleik- hússtjóri hefur töluverða reynslu af ópemuppfærslum og þekkir þarf- ir þessara tveggja listgreina, og hefur þar að auki komið með þá ágætu hugmynd að þjóðleikhúsið fái afnot af Gamla bíói til leiksýn- inga og þar á móti kæmi að óperusýningum íjölgaði í Þjóðleik- húsinu og þær fengju um leið meira rými og ákveðnara form en verið hefur á þeim bæ. Það læddist að sá gmnur að leikaramir vildu ekki missa spón úr askinum sínum, sem er að vísu ofur eðlilegt, en maður hlýtur að spytja hvort allir skili þeir nægum sýningarfjölda á ári og hvort ekki mættu einstöku kvöld „missast" yfir til ópemsöngvar- anna, sem eiga líka rétt á Þjóðleik- húsinu? Óperan og ballettinn verða að eignast sín heimkynni - en hvar? Þótt vel og dugnaðarlega hafi verið unnið í Gamla bíói er öllum ljóst að sviðið þar o.fl. er á engan hátt boðlegt ópemflutningi og ballett- sýningar væm þar óhugsandi. En hvar? Áhugi íslendinga fyrir söng- leikum er mikill og með sameigin- legu átaki tækist okkur vafalaust að byggja okkar eigið fullkomið ópemhús, vandinn er aftur á móti, getur 240.000 manna samfélag rekið slíka stofnun? Á meðan við reiknum það dæmi út, og reynum jafnhliða að Ijölga landsmönnum eitthvað, beinist athyglin aftur að Ragnar Björnsson „Æskilegast frá list- rænu sjónarmiði væri vitanlega að óperan ætti sitt hús og leiklistin sitt, en þar sem sameina þarf af fjárhagslegum ástæðum hafa þessar tvær listgreinar átt best saman.“ Þjóðleikhúsinu. Innanhússafstaðan þar verður að breytast söngvumn- um í hag, sætanýting leikhússins mundi aukast og söngvaramir fengju sinn sjálfsagða og réttláta sess í bili a.m.k. „Vilji er allt sem þarf.“ „Eitt skref í einu,“ segja þeir hjá SÁÁ. Tvö skref í einu gæt.i hæglega orðið tónlistarhús sem þjónaði hvorki Guði né mönnum, ópemflutningi né tónleikaflutningi og yrði til vandræða öllum þessum aðilum. Orgelið og eyrun tvö. Komið hefur upp sú staða (sumstaðar) að orgeli hefur verið ætlaður staður en gleymst að ætla því pláss. 100 til 120 radda hljóðfæri, sem líklegt er að umræddur tónleikasalur þurfi, tekur mikið pláss og er venjulega sett upp fyrir stafni, þ.e. á bak við hljómsveitina, vonandi hefur verið gert ráð fyrir þetta stóm hljóðfæri. Hafi aftur á móti einhveijum dottið í hug að staðsetja orgelið á hliðar- vegg væri það óskiljanleg ráðstöf- un. Eyrun á höfði mannsins em jú tvö og staðsett frá skaparans eða náttúmnnar hendi sitt hvom megin við kinnbeinin, em útstandandi og þannig ætlað að nema hljóðbylgjur sem skella framan á þeim. Sé talað til manns frá hægri eða vinstri snýr maður höfðinu ósjálfrátt í þá áttina sem talað er úr, sem sannar notkun- arreglur þessara móttökustöðva. Ég sé fyrir mér á orgeltónleikum áheyrendur alla snúa höfðinu til hægri eða vinstri, sem færi eftir því hvom megin orgelið væri stað- sett. En vonandi er þetta bara draugasaga um „arkitekta". Höfundur er hfjómsveitarstjóri og hefur stjórnað tónlistarflutningi i mörgum sýningum Þjóðleikhúss- ins. Sumarferð Parkinson- samtakanna Parkinsonsamtökin á íslandi efna til sumarferðar laugardag- inn 19. júlí nk. Lagt verður af stað kl. 9.00 frá Umferðarmið- stöðinni. Ferðinni er heitið í Þjórsárdal. í fréttatilkynningu frá Parkin- sonsamtökunum segir að þátttöku beri að tilkynna til Áslaugar (sími 27417) eða Kristjönu Millu (sími 41530). Þær veita nánari upplýs- ingar. GOODYEAR GRAND PRIX S RADIAL — Traust og öruggt „veggrip" — — Undirstaða úr polyesterþræði með mikla mýkt — — Sveigjanlegar hliðar — — Brúnalaus sóli, auðveldar fulla stjórn á bílnum — — Sóli, sem endist ótrúlega — MÝKT, GRIPFESTA OG GÓÐ ENDING eru aðalsmerki Goodyear-hjólbarðans LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.