Morgunblaðið - 17.07.1986, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.07.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 17 Varð sambandslaus við umheiminn milli Islands og Grænlands: „Martröð ferju- flugmannsins“ — segir Kepler Vaile KANADÍSKUR feijuflupnaður á leið til Reykjavíkur lenti í vand- ræðum miðja vegu milli íslands og Grænlands á mánudag. Raf- magnið fór af tækjabúnaði vélarinnar, flugleiðsögutæki og talstöð urðu óvirk. „Ég var gjör- samlega sambandslaus við umheiminn" sagði flugmaðurinn Kepler Vaile í samtali við Morg- unblaðið. „Framundan aðeins haf og einhverstaðar lítil eyja í miðju skýjaþykkninu. Þetta var mar- tröð feijuflugmanns ljóslifandi.“ Eftir að Kepler hafði flogið þannig í 2 klst. gat flugvél Flug- málastjórnar miðað neyðarsendi hans út og leiðbeint honum til lendingar í Reykjavík. „Ég vil Ijúka lofsorði á Flug- málastjóm sem sýndi það að hér eru menn með fullkomna tækni á valdi sínu og í frábærri þjálfun. Það kom til álita hjá mér að snúa við og fljúga til Narssassuaq, en ég ákvað að treysta islensku flug- málastjóminni fyrir velferð minni" sagði Kepler Vaile. Hann býr nú á hóteli í Reykjavík og segist ætla að nota tækifærið til að fara í sum- arleyfi á íslandi. Vélin sem hann flaug er einshreyfils, af gerðinni Cessna 206. Hún er komin í hendur nýs eiganda í Reykjavík. Svo virðist sem rafallinn hafi gefið sig og raf- hlaðan misst alla orku. Við það hættu allir mælar, flugleiðsögutæki og talstöð að starfa. Eins og venja er með feijuflugmenn hafði Kepler hándhægan neyðarsendi sem hann setti í gang. Hann sagðist hafa minnkað hraðann til að spara elds- neyti og ákveðið að halda sömu stefnu. Þannig flaug hann í 2 klukkutíma, ofar skýjum í 12.500 feta hæð. „Svo allt í einu brennir flugvél framhjá vinstri vængnum hjá mér og hverfur. Þá vissi ég að Morgunblaðið/Einar Falur. Kepler Vaile meÖ neyðarsendinn viÖ vél sína á Reykjavíkurflugvelli á þriðjudag. hjálpin væri kominn og það var frá- bær tilfinning að vita af þeim á bak við mig. 15 mínútum síðar birtist Flugmálastjómarvélin aftur við hliðina á mér og gaf mér merki um að lækka flugið. Við flugum saman í gegnum rof í skýjaþykkninu og síðan elti ég þá til Reykjavíkur. Allan tímann gengu merkin á milli, alveg þangað til hjólin á vélinni minni snertu flugbrautina." Kepler hefur bækistöð í New Hampshire í Bandaríkjunum. Hann hefur verið flugmaður í 20 ár, þar af í feijuflugi undanfarin 7 ár. „Eg er búinn að koma hingað margsinn- is en af síðustu atburðum að dæma ætti ég að staldra hér við og kynna mér Island nánar," sagði Kepler brosandi. Vinsamlegast FRAMVÍSIÐ BANKAKORTI þegar þið greiðið með tékka 00' ..... O'OW*" ^ ^ 002 5b0 T - 0300 0000 0002 5b0 » ssufeii? „fu'Wsbanw‘ °°oi píiij® * atOMur "*«»***»» Kt* ^ . •• £0* °rfö 0800 000n ' ‘•11 .•fSKJJ, °°°S 8100 ^ '8°sM"T;5 ®U)»U,r °J/8e Bankakortið - tákn um traust tékkaviðskipti Alþýðubankinn - Búnaðarbankinn - Landsbankinn - Samvinnubankinn Útvegsbankinn - Verzlunarbankinn - Sparisjóðirnir 3 BYGGINGAVÖRUR OGVERKFÆRI HENDUR FRAM-UR ERMUM I íslensku veðurtari er stundum erfitt að lóta bílinn líta vel út. Viðgerum það að leik einum. Bón, hreinsiefni, speglar, hjól- koppar o.fl. Við hjólpum þeim sem hjólpa sér sjólfir. > > $ p & Vertu eigin húsbóndi. Efnin og verkfœrin fró okkur gera flísalögnina jafn auðvelda og leiðbein- ingarnarsemfylgja. Flísar, fúgusement, lím o.fl. Við hjólpum þeim sem hjólpa sér sjólfir. Blöndunartœki, vaskar, sturtuklefar, hengi, hillur o.fl. Allt í baðherbergið. Við hjólpum þeim sem hjólpa sér sjólfir. HENDUR FRAM-UR ERMUM BYGGINGAVÖRUR OGVERKFÆRI HAGKAUP Skeifunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.