Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 AP Simamyna Fararskjótinn fægður Jim Butler, umsjónarmaður bresku hirðarinnar, fægir hér vagn þann er flytja mun þau Andrew prins og Söru Ferguson frá Westminster Abbey að lokinni hjónavígslu þeirra þann 23. júlí. Skjálftarnir í Kaliforníu: N okkrar skemmd- ir — en fólk óhrætt — segir D.H. Stoneson, ræðismaður í viðtali við Morgunblaðið Washington. AP. JAMES C. Miller, fjárhagsáætl- anastjóri Bandarikjastjórnar heldur því fram, að útgjaldaáætl- un sú, sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt fyrir fjárhagsárið 1987, muni ekki verða innan marka þess 144 milljarða dollara halla, sem búið var að ákveða sem hámark. „Horfur að því er snertir fjárlaga- hallann eru verri nú en áður, ekki betri, miðað við þær upplýsingar og útreikninga, sem eru fyrir hendi,“ sagði Miller á fundi með fréttamönnum á mánudag. Á árinu 1985 varð halli ríkissjóðs í Bandaríkjunum 211,9 milljarðar dollara og hafði aldrei verið meiri. Haft var eftir Miller nú: „Ef ekkert gerist, þá býst ég við, að hallinn nú verði meiri en 212 milljarðar dollara og kunni að nálgast 220 milljarða dollara." Bandaríkjastjóm hafði áður spáð því, að hallinn á Qárhagsárinu 1986 yrði ekki nema 202,8 milljarðar dollara. Miller kvaðst búast við því, að halli ríkissjóðs á árinu 1987 yrði einnig mjög mikill. Kenndi hann um slöku efnahagslífí og minni tekjum ríkissjóðs af þeim sökum, en einnig því, að útgjöld til vamarmála hefðu farið nær 8 milljarða dollara fram úr áætlun. Miller sagði hins vegar, að Reag- an forseti héldi fast við þau áform að hækka ekki skatta. Bandaríkín: Halli ríkissjóðs sízt minni en áður Oceanside, AP. ENN er nokkuð um smáskjálfta í kjölfar hinna stærri, sem urðu í Kaliforníu hinn 8. og 13. þessa mánaðar. Þrátt fyrir nokkrar skemmdir á mannvirkjum; hafa slys á mönnum verið fá. I sam- ERLENT Mótmælaaðgerðir gegn Hussein Jórdaníukonun&ri Bir Zeit. AP. Bir Zeit, AP. MÖRG hundruð palestinskir stúdentar efndu til mótmælagöngu í gær í Bir Zeit fyrir norðan Jerúsalem. Brenndu þeir myndir af Hussein Jórdaníukonungi og héldu á loft spjöldum, þar sem þeir kenndu Bandaríkjamönnum um, að skrifstofum Frelsisfylkingar Palestínumanna (PLO) í Jórdaníu var lokað í síðustu viku. Stúdentamir lýstu yfír fyrirlitn- hann, að hann nyti stuðnings „hins ingu sinni og vantrú á yfirlýsingum þögla meirihluta" hjá Jórdaníu- Husseins konungs á fréttamanna- mönnum, sem búa á vesturbakka fundi í Amman í gær, en þar sagði Jórdanfljóts, en þeir eru um 1,4 millj. talsins. „Hann mun ekki koma í veg fyr- ir stuðning okkar við PLO, sem einn er fær um að koma fram fyrir okk- ar hönd. Við munum halda áfram að beijast, unz sigur vinnst," sagði Jamal Dris, leiðtogi stúdentanna í ávarpi. Áheyrendur svöruðu með því að Grænfriðungar skrifa Gro Harlem Brundtland: Vísindaveiðum mótmælt Osló, frá Jan Erik Laure, GREENPEACE-samtökin hafa sent Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra, opið bréf þar sem áætlunum Norðmanna um hvalveiðar í vísindaskyni er mót- mælt. Samtökin saka einnig Norðmenn í bréfinu um að hundsa skýrslur og álitsgerðir Alþjóðahvalveiðiráðs- ins og ætla í staðinn að skipa nefnd eigin sérfræðinga til að ákveða hvaða stefna verði tekin í hvalveiði- málum í framtíðinni, Skip grænfriðunga, Mody Dick, lagðist að bryggju í Osló á sunndag en skipið hefíir að undanfömu reynt að hindra hrefnuveiðar Norðmanna við Norður-Noreg. Haldinn var blaðamannafundur um borð í gær og í dag var fyrirhugað að hafa það almenningi til sýnis. hrópa: „Við munum velta konungin- um úr sessi," og veifuðu fána PLO-samtakanna. Margir af stúdentunum kenndu Bandaríkjamönnum um, að skrif- stofum PLO í Jórdaníu var lokað, en þeir gera þá kröfu, að PLO viður- kenni tilvist ísraels, áður en PLO fái aðild að friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Hussein konungur sagði við fréttamenn í Amman á þriðjudag, að hann biði eftir því, að Palestínu- menn kysu sér fulltrúa til friðarvið- ræðna þrátt fyrir þau samvinnuslit, sem orðið hefðu milli Jórdaníu og PLO. Jafnframt gerði konungurinn grein fyrir áætlun um að veija 150 millj. dollara á ári næstu fímm ár til þess að bæta lífskjör fólks á vesturbakkanum, en Israelar hafa hann á valdi sínu. tali við Morgnnblaðið sagði ræðismaður íslands í San Frans- isco, Donald H. Stoneson, að þar væri nú allt með kyrrum kjörum. Stoneson sagði að helst hefðu skemmdir hlotist af skriðuföllum, og að sums staðar hefðu sprungur og jafnvel gjár myndast á hrað- brautum. Hann sagði að fólki hefði ekki verið mjög brugðið vegna skjálftanna, til þess hefðu þeir ver- ið of litlir. Jarðskjálftafræðingar hefðu sagt að skjálftamir hefðu ekki verið „nógu öflugir", þar sem létta hefði þurft á meiri spennu, á San Andreas-misgenginu. Þar er spenna í jarðlögum mikil, og bíða Kalífomíubúar eftir „þeim stóra", en svo nefna þeir jarðskjálfta, sem sérfræðingar segja, að dynja muni yfír fylkið, áður en öldin er öll. I síðustu viku urðu nokkrar skemmdir innan dyra, rúður brotn- uðu víða, hlutir duttu úr hillum, en slys á mönnum voru fátíð. Eina alvarlega slysið varð, þegar um 9.000 bækur hmndu ofan á 86 ára gamlan bókasafnara. Hann lá ósjálfbjarga undir farginu í 12 klukkustundir áður en honum var bjargað þaðan. Sviss: Krefjast þjóðar- atkvæðagreiðslu vegna hundasaurs Chur, AP. FÉLAGSSKAPUR svissneskra borgara, sem berjast fyrir „hreinu Svis8“, hóf á þriðjudag áróðurs- herferð, sem miðar að því að kosið verði um stjómarskrárviðauka um hundasaur. „Hreint Sviss“ stefnir að því að hundaeigendum verði gert skylt að hreinsa upp saur eftir hunda sína. Verði misbrestur á því, vill „Hreint Sviss" að fólk verði beitt sektargreiðsl- um, sem nemi allt að 5.000 svissnesk- um frönkum (116.000 ísl. króna). Stórkostleg rýmingarsala 50% afsláttur á málningu 17. jútí—22. júlí LITAHÚSIÐ Hringbraut 119(við hliðina á JL)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.