Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 47 • Keppinautarnir og fétagarnir Sigurður Einarsson og Einar Vilhjálmsson stilla spjótum sínum „réttu1 megin við áttatíu metra markið eftir keppnina í gœrkvöldi. Morgunbiaðið/Júiius Pétur samdi til tveggja ára við Lakers Körfuknattleiksmaðurinn Pét- ur Guðmundsson skrifaði á föstudaginn undir tveggja ára samning við bandaríska körfu- knattleiksliðið Los Angeles Lakers en Pétur gekk til liðs við félagið undir lok síðasta keppn- istímabils og lék þá nokkra leiki með þeim en nú hefur hann sem sagt gert tveggja ára samning við liðið og má því búast við því að hann leiki meira með en hann gerði í fyrra. „Þetta lítur allt saman Ijómandi vel út hjá mér um þessar mundir. Ég er að pakka niður hér í Portland og er á leiðinni til Los Angeles þar sem ég er búinn að fá mér íbúð. Þeir hjá Lakers eru búnir að vera að leita sér að hávöxnum leik- manni í allt sumar en þeim hefur greinilega ekki tekist að fá neinn sem þeir telja áberandi betri en mig þannig að þeir buðu mér tveggja ára samning og ég skrifaði undir á föstudaginn," sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gaer- kvöldi en þá var hann að Ijúka við að pakka niður og var að leggja af stað til Los Angeles. „Ég mun hefja æfingar um leið og ég kem til Los Angeles og síðan hefst sumarmótið svonefnda hér í byrjun ágúst en þar keppa flest NBA-liðin. Þar gæti auðvitað ein- hver hávaxinn leikmaður komið verulega á óvart og slegið mig út úr liðinu hjá Lakers en eins og þettta lítur út núna er ég mjög bjartsýnn á að fá að leika mun i meira með liðinu en í fyrra. Æfing- ar hefjast síðan á fullu í september Ég er mjög ánægður með þennan samning og að vera nú kominn til Lakers og ég er staðráðinn í að standa mig.“ — Hvernig samning gerðir þú? „Þokkalegan." — Hvað kallið þið þokkalegt í Bandaríkjunum? „Ég fæ greitt eins og nýliði fyrra árið en hækka síðan nokkuð seinna árið og því meira sem ég stend mig betur. Annars get ég sagt þér að í fyrra voru meðallaun- in í NBA-deildinni um 300 þúsund dollarar á ári þannig að menn geta haft það ansi gott hér í körfunni' ef menn eru góðir, en það tekur tíma að ná svo langt," sagði Pétur Guðmundsson í gærkvöldi. Opna breska meistaramótið í golfi: Keppnin hefst í dag á einum erfiðasta , golfvelli heims í DAG munu fremstu kylfingar heimsins hefja keppni á opna breska meistaramótinu i golfi, hinu 115. í röðinni. Þeir Seve Bailesteros og Greg Norman eru taldir sigurstranglegastir en „gömlu“ mennirnir gætu þó kom- ið á óvart og eins og í öllum öðrum íþróttum er enginn örugg- ur sigurvegari fyrr en síðasti maðurinn er kominn inn og búið er að leggja skorið hjá öllum sam- an. Keppnin fer fram á Ailsa-golf- vellinum í Skotlandi en þar léku þeir Nicklaus og Watson frábær- lega vel fyrir níu árum og þurfti bráðabana til að ná fram úrslitum og þá vann Watson. Völlurinn er mjög þröngur og undantekningar- lítið er talsverður vindur þar. Þyrrknið er hátt og það er því viss- ara fyrir kylfingana aö vanda högg sín því ef eitthvað ber útaf þurfa menn oft að taka víti. Attatíu metrarnir ennþá takmarkið — Einar kastaði 79,02 metra í síðasta kasti sínu SÍÐASTA kast Einars Vilhjálms- sonar í spjótkastinu var hápunkt- urinn á óvenjulega fjölsóttu frjálsíþróttamóti FRÍ á Laugar- dalsvellinum í gærkvöldi. Einvígi hans og Sigurðar Einarssonar varð hinsvegar ekki jafn skemmtilegt og vonir stóðu til því Sigurður náði sér ekki á strik og gerði öll köst sín ógild nema eitt. „Þetta gekk ágætlega hjá mér," sagði Einar eftir keppnina. „Ég hef ekki æft lengi með þessu spjóti og er enn að gera tilraunir með tæknina hjá mér, svo það var ef til vill ekki hægt að reikna með betri árangri en þetta. Hinu leyni ég ekki að mér finnst ómögulegt annað en að fara yfir áttatíu metr- ana í sumar," sagði hann. Árangur- inn í gærkvöldi er sá næstbesti hjá Einari, hann hefur kastað lengst 79,20 metra í ár. Einar átti eitt kast rétt undir 78 metrunum og önnur köst hans voru um 75 metra löng. Sigurður átti hinsvegar aöeins eitt gilt kast, 73,26 metra langt. Hin köstin óg- ilti hann með því að tylla tánni yfir línuna eftir að spjótið var lent, greinilega óánægður með lengd þeirra. „Ég er í allnokkru æfinga- álagi núna, nýstiginn upp úr meiðslum, og þegar þannig stend- ur á hjá mér stend ég alveg á gati tæknilega séö. Þetta gekk alls ekki nógu vel hjá mér í kvöld," sagði Sigurður. Hann á best 79,74 metra með spjótinu nýja. Sá árangur Sigurðar er að sjálf- sögðu besti árangur Islendings í greininni með hinu margumrædda nýja spjóti, sem er öðruvísi hannað en gamla spjótið; með það fyrir augum að stytta köst spjótkasta- ranna. En engin spjótkastmet eru skráð í heiminum á þessu ári, hvorki héraðs- lands- né heims- met. Þetta er tilraunaár og það veröur ekki fyrr en 1. apríl á næsta ári sem farið verður að skrá met á ný í spjótkasti. Keppni í öðrum greinum í gær- kvöldi féll að sjálfsögðu í skuggann af spjótkastinu, enda árangur þar ekki á heimsmælikvarða. En Oddný Árnadóttir náði þó mjög góðum tíma í 400 metra hlaupi, var aðeins 11 hundruðustu úr sek- úndu frá nýsettu íslandsmeti sínu og hljóp á 54.48 sekúndum. „Gömlu" mennirnir sem hér er vitnað til eru þeir Jack Nicklaus og Lee Trevino 'en þeir eru báðir 46 ára og þegar þeir léku síðasta æfingahringinn í gær léku þeir saman ásamt þeim Tom Watson og Deane Beman. Eftir að þeir komu inn talaði Nicklaus um „þá gömlu, þann unga og þann óþolin- móða". Hann og Trevino eru þeir gömlu, Watson sá ungi, en hann er 36 ára, og Beman er sá óþolin- móði því hann er nú að hefja keppni aftur eftir 12 ár sem skipu- leggjandi golfmóta í Bandaríkjun- „Þetta er erfiðasti golfvöllur sem ég hef séð,“ sagði Þjóðverjinn Bemhard Langer og var allt annað en hamingjusamur á svipinn. „Það er gott að heyra einhvern segja þetta því ég var farinn að halda að ég væri sá eini sem væri hræddur við þennan erfiða völl," sagði Beman en Nicklaus er fullur bjartsýni enda ástæða til fyrir hann eftir að hann vann bandaríska meistaramótið fyrr í sumar. „Eftir þann sigur fékk ég sjálfstraustið á ný,“ sagði Nicklaus sem hefur þrívegis unnið þetta mót og sjö sinnum orðið í öðru sæti. um. Morgunblaðsliðið — 11. umferð í MORGUNBLAÐSLIÐINU nú eru fimm leikmenn úr Val eftir stórsigurinn á Breiðabiiki. Tveir leik- menn eru úr Fram og Víði, einn úr ÍA og ÍBK. 17 mörk voru skoruð í umferðinni. Framarar hafa skorað flest mörk í deildinni til þessa, 25, og eru því efstir í keppninni um markabikar Morgun- blaðsins, sem veittur er því liði sem skorar flest mörk í 1. deild. Við stillum upp leikaðferðinni 3-3-4. Guðni Bergsson Val (4) Sigurjón Sveinsson ÍBK (1) Gísli Heiðarsson Víði (1) Ársæll Kristjánsson Val (1) Mark Duffield Víði (2) Heimir Guðmundsson ÍA (4) Valur Valsson Val (5) Guðmundur Steinsson Fram (3) Ámundi Sigmundsson Val (1) Gauti Laxdal Fram (2) Sigurjón Kristjánsson Val (2)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.