Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 n Mcr þcctti Cjumarx. ab J>]a. Kom. tó. þettix. lárnxb aftorj" % W bog’ana! Með morgunkaffinu Frami minn hófst þeg-ar í barnaskólanum. Þá tók ég dag hvern bréf heim frá kennaranum mínum! HÖGNI HREKKVÍSI „ EG GEF ALLTAF KEGLOLEGA TiL HJÁLPAR. HEIAHLI-SLAOSOAl köttom." Réttu máli hallað Einar Einarsson, Hveragerði skrifar: „Kæri Velvakandi! Mér þykir vænt um að fá tilefni til að skrifa þér nokkrar línur og þakka þér fyrir alla þína ágætu pistla, sem gegnum árin hafa veitt mér bæði ánægju og margvíslegan fróðleik, einkum eftir að ég hætti að geta unnið. Oft geri ég mér dægrastyttingu með því að fara í gegnum og lesa gömul blöð, sem ég á nokkurt safn af og rekst þá stundum á ýmislegt sem ég var löngu búinn að gleyma, eða sem af einhverjum ástæðum hefur farið fram hjá mer. Þannig var það að hérna á dög- unum rak ég mig á úrklippu úr Morgunblaðinu frá 15. desember 1984. Þar er að fínna greinarkom eftir Óla Kristinsson frá Húsavík. Birtir Ó.Kr. þar vísu úr eftirmælum sem hið fræga alþýðuskáld, Páll Ólafsson orti eftir uppáhaldshest sinn, Bleik. Sú vísa er svona: „Ellin hallar öllum leik, ættum varla að státa!- Hún mun alla eins og Bleik, eitt sinn falla láta!“ Þessa vísu vill Ó.Kr. eigna Björgu Sveinsdóttur hagyrðing í Keldu- hverfí. Hér er mjög hallað réttu máli. Vísan er ekki eftir Björgu heldur Pál sjálfan og engan annan. Ekki heldur ort ein sér sem lausa- vísa, heldur er hún í eftirmælum sem Páll orti eftir uppáhaldshest sinn, Bleik. Allt er kvæðið svona: „Bijóstið hrellir harmur sár! Hné að velli Bleikur. Sönn ég felli sorgartár. Svona ellin leikur! Folinn ungur fetaði létt, fjallabungur, grundir, fen og klúngur fór á sprett, flöllin sungu undir. Daga og nætur rataði rétt, rösklega fætur bar hann, fremstur ætíð fór á sprett, fáum sætur var hann. Ellin hallar öllum leik, ættum varla að státa!- Hún mun alla, eins og Bleik, eitt sinn falla láta. Fákinn minnir allt mig á, öll er sinna farin, aldrei linnir þeirri þrá þar til ég finn marinn. Lífs á vori mætir mér minn sé - þorinn Bleikur, endurborinn, - eins og hér indæl sporin leikur. Verður glatt í muna mér millum hnatta þeyta. Hann mun aftur, eins og hér, æ á brattann leita. Þessi fallegu eftirmæli Páls um vildishest sinn, Bleik, lærði ég á unga aldri. Þótti mér mjög vænt um þau, eins og önnur ljóð Páls. Og ekki hef ég fyrri vitað til þess að nokkur hafí glefsað bita úr ljóð- um þessa ástsæla alþýðuskálds til að stinga upp í annan, enda mun það fátítt og þeir fáir sem telja sér slíka lítilmennsku við hæfi. Vera má að sumum finnist þessi afskiptasemi mín jaðra við smá- munasemi. En mér eru minnisföst hvatningarorð foreldra minna, að gera mér hugleikin orð Ara fróða að „hafa það heldur er sannara reynist". Með vinsamlegri kveðju og fyrirfram þökk fyrir birtinguna." Víkverji skrifar Bréfin streyma nú til Víkveija, sem er að verða harður keppi- nautur Velvakanda í þeim efnum! Svohljóðandi bréf hefur Víkveija borizt frá Valgerði Bjarnadóttur, forstöðumanni markaðsrannsókna hjá Flugleiðum. Víkveiji Morgunblaðsins víkur að „Saga-Class“ Flugleiða í hug- leiðingum sínum 12. júlí sl. Tvö atriði sem Víkveiji minnist á langar mig að gera athugasemd við. I fyrsta lagi segir Víkveiji að ekki sé hægt að bera þá þjónustu sem þar er veitt saman við þjónustu á fyrsta farrými erlendra flugfé- laga, heldur fremur svokallaðan „Buisness-Class". Þetta er hárrétt hjá Víkveija, enda var það aldrei ætlun Flugleiða að koma á fyrsta farrými í vélum sínum, enda yrðu fargjöld á slíku farrými að vera all miklu hærri en fullt fargjald er í dag, til að bera þann kostnað sem slík þjónusta hefur í för með sér. í annan stað langar mig að víkja að því að mér finnst reyndar frem- ur borulegt sjónarmið Víkveija, þegar hann spyr hvemig opinberir starfsmenn ferðist á kostnað skatt- greiðenda. Það verður að gæta nokkurrar varúðar þegar kostnaður við utanlandsferðir er reiknaður, og ekki sízt þegar talað er um lengd ferðar eins og Víkvetji gerir í pistli sínum. Þetta verður að skýra með dæmi. Opinber starfsmaður þarf að mæta á fundi í Kaupmannahöfn kl. 9:00 á mánudagsmorgni, áætlað er að fundurinn standi til hádegis á þriðjudegi. Hið opinbera er „hags- sýnt“ eins og Víkveiji og keypt er „Pex-gjald“ á kr. 22.040, það far- gjald er háð því að ferðamaðurinn sé einn sunnudag á áfangastað. „Opinberi" pantar sér því far til Kaupmannahafnar á laugardegi og heim á þriðjudegi (brottför 14:15). Með þessu gæti hann talið sig spara kr. 18.470, það er hins vegar ekki alls kostar rétt, því hann er einum degi lengur í ferðinni en hann þyrfti að vera, einn dagur í dagpeninga þar, kr. 6.700, og einn dagur í eftir- vinnu („Opinberi" ferðast á laugar- degi) ca. kr. 4.000, aukakostnaður- inn er kominn í kr. 10.700 og „spamaðurinn“ í kr. 7.700. Nú ger- ist það á þriðjudagsmorgni að fundartími virðist ekki munu nægja til að ljúka því sem ætlað var. Fund- artíminn lengist um einn til tvo tíma. „Opinberi" á nú um tvennt að velja víkja af fundi til að ná flug- vélinni heim eða kaupa sér farmiða á fullu gjaldi (Saga-Class) heim. ef til vill gerir ekkert til þó hann víki af fundi og þá er það gott og blessað, ef hann hins vegar getur það ekki þarf hann að kaupa sér fargjald fyrir kr. 19.880. Þegar upp er staðið er kostnaðurinn orðinn þessi: „Pex-gjald“ á kr. 22.040, fullt fargjald heim kr. 19.880 og laugardagurinn kr. 10.700 sem er samtals 52.620. í stað spamaðarins er heildarkostnaður „hagsýninnar" nú orðinn kr. 12.110 hærri en fullt fargjald fram og til baka til Kaup- mannahafnar. Þessu svarar Víkveiji og aðrir hagsýnir menn auðvitað því að „Opinberi" hefði strax í upphafi pantað sér far heim á miðvikudegi og lenging fundarins hefði því engu breytt. Lítum aðeins á það. Hann hefði sem sagt farið að heiman á laugardegi og komið aftur á miðvikudegi, það em tveir aukadagar umfram það sem nauð- synlegt er, áður hefur komið fram að laugadagurinn kostaði skatt- borgarana kr. 10.700 og miðviku- dagurinn kostar þá lfklega um 8.700 (dagpeningar og laun), sam- tals kr. 19.400. Ef þessu er svo bætt við „Pex-fargjaldið“ þá er heildarkostnaðurinn orðinn kr. 41.440 eða kr. 930 hærri en fullt fargjald (Saga-class) sem kostar kr. 40.510. Hér er auðvitað bara búið til dæmi, að sýnir hins vegar að lítið þarf að breytast frá upphaflegri áætlun til að það sem átti að vera sparnaður breytist í aukakostnað og hann í rauninni óþarfan. Víkveiji og aðrir verða að fara átta sig á því að í utanlandsferðum er fleira kostnaður en fargjaldið til og frá áfangastað. Þeir verða einnig að átta sig á því að það fólk sem við- skipti er átt við í útlöndum, hvort sem það starfar hjá hinu opinbera eða hjá einkafyrirtækjum, er ekki rígbundið af ferð „mjókurbílsins“ og líkur til þess að fundir styttist eða lengist em því miklar. Hraðinn í heiminum er orðinn svo mikill að það er jafnvel spurning hvort ekki eigi að setja þá almennu reglu að þeir sem ferðast á vegum hins opin- bera, ferðist eingöngu á því far- gjaldi sem leyfir að farpöntunum sé breytt eftir því sem þörf krefur, þ.e. á fullu fargjaldi. P.S. Víkveiji gleymir reyndar nokkmm þáttum þjónustunnar sem sérstaklega er veitt farþegum sem ferðast á „Saga-class“ svo sem eins og því að á flugvöllum er sérstakt afgreiðsluborð fyrir þá og þurfa þeir því ekki að standa í biðröðum til að losna við farangur sinn. Þetta er e.t.v. það sem þeim sem oft em á flugvöllum (sem ek.ki em skemmtilegustu staðir í heimi) finnst þægilegast. Því verður vart trúað að glöggur maður sem Víkveiji hafi ekki notfært sér þessa þjónustu, sem hann þó hafði keypt dým verði. xxx að verður ekki annað sagt en að „hið opinbera“ hafi eignazt rökfastan talsmann, þar sem er Valgerður Bjarnadóttir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.