Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 28
»28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 AKUREYRI Akureyri. VINABÆR Akureyrar á Grænlandi er Nassak. Samskipti milli bæjanna hafa verið frekar tak- mörkuð undanfarin ár en nú gæti það farið að breytast. Bæjarstjóm Nassak, átta manns, hefur boðað komu sína hingað til Akureyrar og dvelur hér 11. til 18. ágúst næstkom- andi. Tilgangur ferðarinnar er að skoða atvinnulíf hér í bæ og kynnast bæjarlífinu með það fyrir augum að endurvekja vinabæj atengslin. Þeir gáfu sér örlítinn tima til að líta upp frá þvi að skrifa nafnið sitt_ „Manstu eftir Berlín bollan ðín“ komin út: • • Morgunblaðið/Skapti 'Ortröð í göngugötunni er Skriðjökl ar gáfu um 300 eintök af plötunni Akureyri. HLJÓMSVEITIN Skriðjökl- ar á Akureyri hefur gefið út plötuna „Manstu eftir Berlín bollan ðín“ en á henni eru tvö lög: Hesturinn og "Tengja. Á plötuumslagi er þess getið að plötuna megi alls ekki selja — °g í gær gáfu meðlimir hljómsveit- arinnar einmitt um eða yfir 300 eintök af plötunni í göngugötunni á Akureyri og fengu færri en vildu áður en allt var búið! Mikil örtröð myndaðist fyrir utan vöruhús KEA um þrjúleytið er meðlimir hljómsveitarinnar birtust. Þeir settust niður, árituðu hljómplötuna og síðan rann hún út eins og heitar lummur, enda ekki á hveijum degi sem hljóm- plötur eru geftiar. Lögin tvö á plötunni, svo og þekktasta lag ♦„Jöklanna“ til þessa — Steini — voru leikin hvað eftir annað meðan á athöfninni stóð og kunnu veg- farendur greinilega vel að meta þetta uppátæki Skriðjökla. Skriðjökla skipa nú Bjarni Bjamason, Eggert Benjamínsson, Jakob Rúnar Jónsson, Jóhann 01- afur Ingvason, Jón Haukur Brynjólfsson, Kolbeinn Gíslason og Ragnar Kristinn Gunnarsson. Platan var tekin upp í Mjöt í apríl. Á plötuumslaginu eru auglýs- ingar frá 16 fyrirtækjum á Akureyri. Það er ástæðan fyrir því að hljómsveitin getur gefið allt upplagið — og fer ekki með iapi frá þessu ævintýri. Lagið „Hesturinn" er eftir Jerry House en textinn eftir Rúnar Júlí- usson. Bjarni Hafþór Helgason, fulltrúi hjá KEA, sá hinn sami og sigraði í keppninni um Reykjaví- kurlag nýverið, samdi hins vegar lagið við „Tengja", texta Amars Björnssonar, en þeir félagar em báðir frá Húsavík. Þess má geta að það er nýtt útgáfufyrirtæki sem gefur plöt- una út — fyrirtækið Jiðskröklar! Platan er númemð Jiðskröklar «000001. 0 : :*k 5 Stuðmennimir Jakob Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir áttu ieið um götuna og voru gefin eintök með viðhöfn! Miklar framkvæmdir í Hlíðarfjalli: „Ekki hefur verið svona mikið um að vera í tíu ár“ Akureyri. MIKLAR framkvæmdar hafa verið í gangi í Hlíðarfjalli í allt sumar en fyrir haustið verður sett þar upp ný skíða- lyfta í stað diskalyftunnar upp frá Strompi, en hún verður færð neðar. Vettvangs- könnun Bæjarráðs vegna nýrrar sundlaugar Akureyri. í SAMNINGI meirihluta- flokkanna I bæjarstjórn Akureyrar, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, er stefnt að þvi að ljúka byggingu sundlaugar í Glerárhverfi á næsta ári. Gerðar höfðu verið nokkr- ar teikningar að lauginni fyrir kosningar og sú síðasta gerði ráð fyrir því að hún yrði staðsett á klöppinni sunnan íþróttahúss Glerár- skóla. Litlar líkur em nú á að laugin verði þar, skv. heimildum Morgunblaðsins. Bæjarráð fer í vettvangs- skoðun í dag á íþróttasvæði Þórs við Glerárskólann. Ekki er talið ólíklegt að laugin verði reist vestan og norðan við aðalgrasvöllinn á svæði félagsins og eru uppi hug- myndir um að íþróttafélagið Þór fái hluta hússins til af- nota fyrir félagsheimili. Viðræður em þó á frumstigi. Eina félagsaðstaðan sem Þórsarar hafa nú er eitt her- bergi í íþróttahúsi Glerár- skóla og hafa forráðamenn Þórs undanfarin ár reynt mikið að fá aðstöðuna bætta, án árangurs. INNLENT „Ég veit ekki annað en nýja lyftan komi í bæinn á mánudag eða þriðjudag — hún er komin til Reykjavíkur," sagði ívar Sig- mundsson, forstöðumaður Skíðastaða, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Stromplyftan hefur þegar verið rifin niður og er komin upp annars staðar. „Nú verður hægt að fara tvær leiðir upp í Stromp — með stólalyftunni og togbrautinni sem við færðum. I sumar höfum við líka rifið húsið sem var við neðri enda stólalyf'- tunnar — það var orðið ónýtt — og er verið að byggja nýtt,“ sagði Ivar. Vinna er nú að hefjast við undirstöður nýju lyftunnar, en hún nær 250 metmm iengra upp frá Strompi en sú gamla og flutningsgeta hennar er einn- ig mun meiri þannig að raðirnar verða ef til vill styttri við hana en við þá gömlu! „Þessi nýja lyfta eykur líka svakalega valið á leiðum niður — hún er það lengri að nýjar leiðir bjóðast," sagði ívar. Já, það er mikið um að vera í Fjallinu — eða eins og Ivar sagði: „Það hefur ekki verið svona mikið um að vera hér í tíu ár.“ Morgunbladið/Skapti Hallífrimsson Margmenni í beinni út- sendingu í KA-húsinu Akureyri. ÞAÐ VAR glatt á lijalla í KA-heimilinu í fyrrakvöld - er leikur Einherja og KA fór fram á Vopnafirði. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu lýsti Vopnfirðingurinn Þormóður Einarsson, fyrrum leikmaður KA, öllum leiknum beint í gegnum sima. KÁ-menn létu sig ekki vanta á topp 2. deildar þannig að menn til að hlusta á Þormóð - á þriðja hundrað manns mættu “til leiks" og kunnu greinilega vel að meta þetta framtak félagsins. KA sigr- aði 2:0 í leiknum og komst á ný vor hressir i bragði. “Það lá við að þakið rifnaði af húsinu þegar fyrra markið kom!“ sagði einn KA-maðurinn við blaðamann. Bæjarstjóm Nassak kemur í heimsókn um miðjan ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.