Morgunblaðið - 17.07.1986, Page 36

Morgunblaðið - 17.07.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 Eiginmaður minn, HALLDÓR ALEXAN DERSSON, Bugðulœk 14, andaðist 14. júlí síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Eygló Guðjónsdóttir. t Faðir okkar og afi minn, SÆMUNDUR KR. JÓNSSON, veggfóðrarameistari, Nökkvavogi 9, verður jarösunginn frá Landholtskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 15.00. Jarðsett verður frá Fossvogskirkjugaröi. Þeir sem vildu minnast hins látna eru beönir um að láta Krabbameinsfólagið njóta þess. Marfa Sæmundsdóttir, Kristjana Sæmundsdóttir, Sæmundur Árni Tómasson. + Útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU BRYNJÚLFSDÓTTUR, Tryggvagötu 3, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 19. júlí kl. 13.30. Magnús Tómasson, Tómas Magnússon, Sigrfður Pálsdóttir, Mattfas Magnússon, Jóna Lárusdóttir, Jenný Magnúsdóttir, Ragnar Hermannsson, Þórhallur Magnússon, Hafdfs Guðbergsdóttir og barnabörn. Minningarorð: Guðrún Hólm Sigurgarðsdóttir Fædd 21. apríl 1910 Dáin 19. júní 1986 Gunna frænka er dáin. Hvílíkt reiðarslag. Þannig hugsum við eft- irlifandi ættingjar og vinir þessarar góðu og göfugu konu, Guðrúnar Hóim Sigurgarðsdóttur, móðursyst- ur minnar, sem lézt úr kransæða- stíflu á Borgarspítalanum 19. júní sl. eftir sólarhrings legu. Guðrún var fædd að Eysteinseyri við Tálknafjörð 21. apríl 1910. For- eldrar hennar voru Viktoría Bjama- dóttir og Sigurgarður Sturluson. Þau hjón áttu 12 böm, en fjögur af þeim dóu í bemsku. Elztur af systkinunum er Gunnar Hólm, hús- gagnabólstrari í Reykjavík; næst- elzt er Bjamey, búsett í Kópavogi; næst henni var Guðrún; svo Lauf- ey, búsett í Reykjavík; Bergþóra, sem lézt fyrir 2 árum; Aðalheiður, sem er búsett í Hollandi; Bjami, búsettur í Bandaríkjunum og yngst- ur var Ásgeir, sem dó 1974. „Systurnar", eins og þær sögðu alltaf, voru mjög samrýndar og það var höggvið djúpt skarð í hópinn, þegar Bergþóra dó. Það var sérlega erfitt tímabil fyrir Gunnu frænku. Systumar voru af þeirri kynslóð, sem vonandi er sú síðasta, sem verður að heyja eins harða lífsbar- áttu og þær urðu að gera. Gunna frænka fylgdi fordæmi eldri systur sinnar og fór ung að aldri til Reykjavíkur. Engin von var tii framhaldsnáms sökum fjárhags- vanda, en systkinin nutu góðrar kennslu á heimili sínu, þar sem fað- ir þeirra var farandkennari jafn- framt búskapnum. Ég minnist þess oft að heyra þær systur tala um og lýsa lífí sínu á þessum unglings- árum þeirra. Mér var þetta mjög framandi og það var erfitt að skilja, hvemig þær gátu afborið að vera í vist! Raunsæið var mikið hjá þess- ari kynslóð, því þær sögðu alltaf: „Það var ekki um annað að ræða.“ Guðrún fór seinna á matreiðslu- námskeið, sem var hámark þess sem fjárhagurinn leyfði. Raunsæið og dugnaðurinn var veganesti Guðrúnar, þegar hún á kreppuárunum ákveður að leita sér frama í Danmörku. Þetta var stór- kostlegt átak á þessum árum fyrir ómenntaða og fátæka sveitastúlku. En hún hugsaði sem Gunnar forð- um: „út vil ek“ og til Danmerkur fór hún 1937. Þar bjó hún á hóteli og kynntist íslendingum, sem út- veguðu henni vinnu hjá frú Georgíu Bjömsson og Sveini Bjömssyni, sem síðar varð fyrsti forseti ís- lands. Vel hefur frú Georgíu líkað við starfskraftinn því að hún sá til þess, að Guðrún var send á mat- reiðslunámskeið í Danmörku til að læra að „smyrja brauð". Guðrún batzt óijúfandi tryggðarböndum við matreiðslukennara sinn, sem héld- ust alla tíð. Þetta var eitt af aðalsmerkjum Guðrúnar. Guðrún dvaldi síðan hjá frú Georgíu og Sveini Bjömssyni, þar til hún kom heim með Petsamo-fömnum 1940, sem er ævintýri út af fyrir sig. Eftir að hún kom heim til ís- lands, vann hún hjá frú Georgíu, sem þá bjó í Reykjavík á meðan verið var að standsetja Bessastaði. Þann 17. júlí 1941 verður Sveinn Bjömsson ríkisstjóri og flytur til Bessastaða og Guðrún flytur með þeim hjónum sem matráðskona og veizlustjóri. Árið 1942 kynnist Guðrún eftir- lifandi manni sínum, Sveini Egils- syni frá Sveinsstöðum í Skagafirði. Hann var útskrifaður búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal og hóf þá störf á Bessastöðum í sínu fagi. Þau unnu bæði á Bessastöðum, unz þau giftu sig 1945 og hófu búskap á Njarðargötu 33 í Reykjavík, þar sem einkadóttir þeirra, Jakobína Bergþóra, fæddist 18. marz 1947. Sveinn vann ýmsa algenga vinnu þessi ár, en 1956 ákveður hann að læra húsasmíði og sótti Iðnskólann og lauk prófi í húsasmíði. Þau réð- ust síðan í að byggja hús sitt í LÉTTLAMB - kærkomin nýjung fyrir sælkera. Við bjóðum fyrstir allra, gestum okkar upp á Léttlamb. Einstakt tækifæri til þess að bragða þessa stórkostlegu nýjung. Borðið í baðstofu Rítunnar strax í kvöld. Opið öll kvöld vikunn- ar - borðapantanir í síma 42541. Veitmgahúsið RITAN Nýbýlavegi 26, Kópavogi. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KOLBEINN FINNSSON, fyrrverandl hafnsögumaður, er lést 13. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. júlí nk. kl. 13.30. Laufey Ottadóttir, Finnur Kolbeinsson, Guðrún Pálsdóttir, Anna Lovísa Johannessen, Jóhannes Johannessen, og barnabörn. + Sonur okkar, SIGURBJÖRN INGÞÓRSSON, hljómlistarmaður, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 18. júlíkl. 10.30. Una Pjetursdóttir, IngþórSigurbjörnsson. + Systir mín, ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Hringbraut 60, Hafnarfirði, sem lóst 11. júlí sl. í Sólvangi Hafnarfirði, verður jarðsungin frá kapellu kirkjugarðs Hafnarfjarðar föstudaginn 18. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hinnar látnu vinsamlegast látið hjúkrunarheimilið Sólvang Hafnarfirði njóta þess. Ingunn Guðjónsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu vegna andláts og útfarar, INGVELDAR ÓLAFSDÓTTIR, Sörlaskjóli 3. Björgvin Þorbjörnsson, Björn Björgvinsson, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Sigurður Runólfsson, Björgvin og Sigríður María.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.