Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 48
EUROCARD fllEIÐ^LlG^j uinr0iitiiMal»íl> FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Gaulveijabæjarvegur: Ung kona lét lífið í - bílveltu í gærkvöldi UNG kona frá Selfossi beið bana í bílveltu á Gaulverjabæjarvegi, skammt frá Selfossi um klukkan nlu í gærkvöldi. Konan var á leið austur og voru eins og þriggja ára börn hennar með I bílnum. Þau sluppu ómeidd. Ekki er unnt að greina frá nafni konunnar að svo stöddu. Leitin að gullskipinu: ** Smíða hraðbát knúinn þrýstilofti GULLSKIPSMENN á Skeiðar- ^ársandi eru nú að smíða enn eitt tækið til leitar á sandinum, þrýstiloftsknúinn hraðbát til leit- ar og mælinga á ósasvæði Skeiðarársands, en þar er um að ræða svæði sem er um 2 km á breidd og þriggja km langt inn i landið. Kristinn Guðbrandsson í Björg- un, einn forsvarsmanna Gullskips- manna, sagði í samtali við Morgunblaðið að á ósasvæðinu væru mjög erfíðar sandbleytur og loftknúni hraðbáturinn ætti að geta athafnað sig auðveldlega á vatni sem væri ekki dýpra en 10 senti- metrar. í vor unnu leitarmenn við mæl- ingar og leit á sandinum og á þremur stöðum kom fram útslag sem ástæða þótti til að kanna nán- ar. Var því borað niður í sandinn þar sem útslögin mældust, en með því að bora 15—20 metra niður kom í ljós að útsiagið reyndist vera í leirlögum sem hafa runnið fram sandinn í jökulhlaupum fyrr á tímum. Þrýstiloftsbáturinn er fímmta sérhæfða tækið sem Gullskipsmenn nota við leitina að Het Wapen van Amsterdam, en fyrri tæki eru Há- leggur sem var búinn til úr bíl, flugvél og bát, vatnadrekinn, svif- nökkvinn sem Gullskipsmenn smíðuðu, svifdrekinn og svo nýi -^þrýstiloftsknúni hraðbáturinn sem á að geta athafnað sig á grunnu vatni. Morgunblaðið/Snorri Hauksson og Magnús Jón Sigurðsson Stórlaxaveiði í Víðidalsá Mikið hefur veiðst af stórlaxi í Víðidalsá að undanförnu eins og frá hefur verið greint í Morgunblaðinu síðustu daga. Á meðfylgjandi mynd má sjá afla þann sem Bandarikjamennirnir John Fisk og Bill Morrow veiddu í fyrradag og var hvað mest umtalaður, þrír stærstu laxarnir vógu 28,24 og 22 pund og „litlu laxamir“ voru 13—15 punda þungir. Hjá laxahrúgunni situr leiðsögumaður þeirra Fisks og Morrows, Magnús Jón Sigurðsson, ánægður með frammistöðuna, en á minni myndinni eru veiðigarparnir sjálfir, John Fisk t.v. og Bill Morrow t.h. Sjá „Eru þeir að fá ’ann?“ blaðsíðu 7. Gasolíuverð í Ensrlandi hehningi lægra en hér Líkur á verðlækkun í ágúst, segir Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf. VERÐ á gasolíu í Englandi er nú meira en helmingi lægra en hér á landi, þrátt fyrir verulegar lækkanir á olíuverði hérlend- is að undanförnu. Lítrinn af gasolíu hér kostar nú 7,70 krónur, en 3,25 í Hull og Grimsby. Skráð verð á Rotterdammarkaði er 3,65 krónur á lítrann. Vilhjálmur Jónsson, forsljóri Olíufé- lagsins hf., segir að vænta megi lækkunar á olíuverði hér í ágúst. ur hver lest. Verð á svartolíu í Noregi er nú um 3.500 hver lest og skráð verð í Rotterdam 1.660 krónur. Á svartolíu þeirri, sem við Verð á gasolíu hefur undan- fama mánuði lækkað úr 11,90 krónum hver lítri í 7,70 og verð á svartolíu úr 10.600 í 6.600 krón- Breytingar á iðnaðarlögunum: Erlend félög geti átt meirihluta hlutafjár VERÐI breytingar þær á iðn- aðarlögum samþykktar, sem Albert Guðmundsson hyggst leggja fram á næsta Alþingi, gefst erlendum aðilum kostur á að eignast meirihluta hluta- fjár í innlendum iðnfyrir- tækjum með undanþágu iðnaðarráðherra. Einnig geta umboð erlendra hlutafélaga hér á landi sótt um leyfí til iðnrekstrar nái breyting- amar fram að ganga. Nánar er fjallað um iðn- aðarlögin á forsíðu viðskiptablaðs Morgun- blaðsins í dag. kaupum af Rússum, er sérstakt gæðaálag, 25 dalir á hveija lest eða um 1.000 krónur. Það er um um 62% af verði olíunnar í Rott- erdam. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að þessi mismunur gæti tæpast staðizt og eitthvað hlyti að vera að í verð- lagningunni. Sérstaklega væri þetta gæðaálag á svartolíuna sér- kennilegt, einkanlega með tilliti til þess, að svartolíu væri nær ein- göngu brennt í loðnuverksmiðjum, sem ekki teldu sig þurfa þessa sérstöku olíu. Hann sagði, að verð- munurinn á olíunni væri mjög hvetjandi til siglinga, enda minnk- aði olíukostnaður meðaltogara um 20.000 krónur á veiðidag, væri olían keypt á Englandi. Miðað við 270 daga úthald þýddi það því 5,4 milljónum króna minni útgjöld á ári. Áætlaðar tekjur miðlungs- togara á þessu ári væru 70 millj- ónir króna og 5,4 milljónir væru tæp 8% af því. Vissulega munaði um minna. Vilhjámur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að lækkun á olíuverði hefði verið mun meiri en menn hefðu reiknað með. Fastlega hefði verið búizt við því, að OPEC-löndin næðu einhveiju samkomulagi um framleiðslu og hækkun verðs, en fundur þeirra hefði farið út um þúfur og verðið enn lækkað. Olían, sem nú væri verið að selja, hefði verið keypt fyrir þennan tíma á gangverði þá, sem hefði verið hærra en nú. Markaðurinn hér væri lítill, til dæmis nægði einn gasolíufarmur í mánuð. Vegna þessa væri ekki hægt að fylgja verðlagi erlendis dag hvern, heldur yrðu bæði hækkanir og lækkanir lengur að koma fram. Vilhjálmur sagði, að kominn væri til landsins farmur af gas- olíu, sem keyptur' hefði verið á lægra verði en sú olía, sem nú væri verið að selja. Þegar sala á nýju olíunni hæfíst, yrði væntan- lega um einhveija verðlækkun að ræða, líklega í ágústmánuði. Hvað svartolíu varðaði væri sala á henni lítil nú. Vegna lækkunar á mark- aðsverði hennar, hefði verið farið fram á lækkun gæðaálagsins, en það mál gengi þunglega. Enn- fremur sagði hann koma til greina, að keypt yrði síðri og ódýr- ari svartolía, ef menn legðu á það mikla áherzlu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.