Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 MWdSwðR Bakpokinn sem hentar þér. Ak SKÁTABÚÐIN Snorrabraut 58 Sími 12045 NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Augýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 Dagbókog minningargreinar ................. 691270 Erlendar áskriftir ........................ 691271 Erlendarfréttir ........................... 691272 Fréttastjórar ............................. 691273 Gjaldkeri ................................. 691274 Hönnunardeild ............................. 691275 Innlendarfréttir .......................... 691276 íþróttafréttir ............................ 691277 Ljósmyndadeild ............................ 691278 Prentsmiöja ............................... 691279 i Símsvari eftir lokun skiptiborðs ........ 691280 Tæknideild ............................... 691281 Velvakandi (kl. 11 — 12) ................. 691282 Verkstjórar í blaðaafgreiðslu .......... 691283 Viöskiptafréttir ......................... 691284 Innri-Nj arðvíkur- kirkja hundrað ára Innri—Njarðvíkurkirkja verður 100 ára 18. júlí, á morgun. Á föstudaginn kemur, 18. júlí, eru liðin 100 ár frá vígslu Innri-Njarðvíkurkirkju. Þess verður minnst með tvennum hætti. Á föstudagskvöldið verður dag- skrá í kirkjunni kl. 20:30, með tónlist og bænagjörð ásamt ávarpi formanns sóknarnefndar, Helgu Óskarsdóttur. Við þá athöfn verð- ur skírt barn úr Hafnarfírði, en langafí þess, Halldór Teitsson var einmitt skírður, tveggja daga gamall, við vígslu kirkjunnar fyrir hundrað árum. Sunnudaginn 20. júlí kl. 14:00 verður guðsþjónusta í kirkjunni þar sem fyrrverandi prestur sókn- arinnar, sr. Bragi Friðriksson, prófastur úr Garðabæ, predikar. Kirkjukórar Njarðvíkursókna syngja undir stjóm Gróu Hreins- dóttur organista. Einsöng syngur Guðmundur Sigurðsson. Eftir messuna verður öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar í safnað- arheimili kirkjunnar. Þar mun Hörður Ágústsson, listfræðingur, flytja erindi um sögu kirkjunnar og smíði hennar, en hann hefur haft yfírumsjón með endumýjun kirkjunnar sem nú hefur fengið uppmnalegt útlit. Guðmundur A. Finnbogason, fræðimaður úr Innri-Njarðvík, nú vistmaður á Hrafnistu í Hafnar- fírði, hefur tekið saman bækling um ýmislegt er tengist lífí og starfí fólks úr Innri-Njarðvik á fyrri öldum og snertir kirkjuiíf þar, en kirkja hefur staðið í a.m.k. sjö aldir í Innri-Njarðvíkum. Rit Guðmundar verður til sölu þessa daga. Sóknamefnd hefur sömuleiðis látið gera upplýsingarit um helstu þætti núverandi kirkju, lýsingu á henni úr kirkjubókum við vígslu hennar ásamt ljósmyndum og teikningu. Pésinn liggur frammi í kirkjunni og er ókeypis. Þá hefur sóknamefndin látið gera litlar kirkjuklukkur úr postulíni til minningar um aldarafmæli kirkj- unnar. Eiga þær að minna á einn elsta grip í Njarðvíkum, kirkju- klukku frá 1725 sem er í tumi Innri-Njarðvíkurkirkju. Kirkju- klukkumar verða seldar til ágóða fyrir þær breytingar sem nú þegar hafa farið fram á kirkjunni, en þær hafa verið kostnaðarsamar. Ýmsir aðilar hafa stutt þessar framkvæmdir og ber þar fyrst að nefna Húsfriðunamefhd sem hef- ur veitt fjárstuðning, jafnframt því sem starfsmaður nefndarinn- ar, Hörður Ágústsson listmálari, hefur unnið gott og nauðsynlegt starf við úttekt á kirkjunni. Hann hefur teiknað hana alla upp og haft umsjón með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kirkjunni í þá vem að fá henni aftur upp- haflegt útlit. Öll vinna við kirkjuna var unnin af iðnaðarmönnum á Suðumesjum. Þess má geta að unnið hefíir verið samhliða að lag- færingum á kirkjugarðinum eftir teikningum Reynis Vilhjálmsson- ar landslagsarkitekts, en kirkjan stendur í miðjum garðinum. Njarðvíkurbær hefur veitt dijúgan stuðning, bæði fjárhags- lega og í formi vinnu. Keflavfk- urverktakar og íslenskir Aðalverktakar studdu einnig við- gerð kirkjunnar, svo og félög og einstaklingar. Sóknamefnd vill nota tækifærið og þakka öllum þessum aðilum fyrir gott starf og veittan stuðning. Ef einhveijir vildu styðja kirlg- una ijárhagslega hefur sóknar- nefndin stofnað afmælissjóð. Það er sparisjóðsbók nr. 55.000 í Sparisjóði Keflavíkur, (Njarðvík- urútibú) og heitir reikningurinn Innri-Njarðvíkurkirkja 100 ára, afmælissjóður. íbúasamtök Vesturbæjar: Útihátíð á Hólatorffi ífi/r i n i ífnriAT/ •wr ± 1 • t-v i * • » h h k >. . - ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar ætla að vera með útihátíð á Hólatorgi næstkomandi laugar- dag. Utihátíðin verður frá kl. 10 til 12 um morguninn. Þar munu myndlistarmenn sýna og selja verk sín, grænmetismarkaður verður opinn, listamenn flytja efni og sagt verður frá sögu umhverf- isins. Dagskráin verður öllum opin. Jón Gunnar Ámason sigraði í lokaðri samkeppni sem samtökin stóðu fyrir um listaverk sem gefa á Reykjavíkurborg í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Fmmmynd af „Skipi“ Jóns Gunnars verður afhent Reykjavík- urborg á afmælinu. Á aðalfundi samtakanna vom samþykktar nokkrar tillögur m.a. um að athugað yrði hvort hús Vesturbæjarskóla við Öldugötu geti á komandi ámm tekið við hlutverki menningar- og félags- miðstöðvar hverfísins. í stjóm íbúasamtaka Vestur- bæjar sitja nú Anna Kristjáns- dóttir, formaður, Brynhildur K. Andersen, Guðrún Magnúsdóttir, Heimir Sigurðsson og Valgarður Egilsson. Vík: Gjafir til byggingar elliheimilis AÐ UNDANFORNU hafa Minningarsjóði Halldórs Jóns- sonar o.fl. til byggingar elli- heimilis í Vík borist tvær stórar gjafir. Annars vegar ákváðu ábyrgð- armenn Sparisjóðs Vestur-Skaftafellssýslu á fundi sl. haust að afhenda minningar- sjóðnum afganginn af eignum sjóðsins, en þær munu vera um 820.000 kr. Hins vegar færðu þau feðjginin Ólafur Jónsson og Sigríður Olafs- dóttir. sjóðnum að gjöf nú í vor húseignina Bakkabraut 3, Vík í Mýrdal, til minningar um eigin- konu Ólafs, Ingibjörgu Elísabetu Ásbjömsdóttur. Vill sjóðsstjómin nota þetta tækifæri til að færa opinberlega öllum hlutaðeigandi, innilegar þakkir fyrir þessar höfðinglegu gjafír og vonum við jafnframt að þessi rausnarlegu framlög verði til þess að aftur verði hafíst handa um byggingu elliheimilis í Vík. Em þau mál nú í athugun og heitum við á alla áhugamenn um þetta málefni, að ljá því stuðning sinn. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.