Morgunblaðið - 25.07.1986, Page 1

Morgunblaðið - 25.07.1986, Page 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 164. tbl. 72. árg.___________________________________FÖSTUDAGUR 25, JÚLÍ 1986_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Rokkstjarna heiðruð Rokkstjarnan Bob Geldof ásamt konu sinni Paulu fyrir utan Buckingham-höll með tignarmerki þau er hann hlaut er Elisa- bet Englandsdrottning veitti honum heiðursriddaranafnbót á fimmtudag. Viðurkenningu þessa fékk hann vegna söfnun- ar fjár til styrktar hungruðum Afríkubúum. Alls söfnuðust um 100 milljónir dollara. Kaunda Geimvopnaáætlun Bandaríkjamanna: sogn heimndarmanna hyggst Bandaríkjastjóm fá Sovétmenn til að samþykkja tilraunir með leysi- vopn utan rannsóknarstofnana. Á móti myndu Bandaríkjamenn fresta framkvæmd geimvopnaáætlunar- innar um fimm til sjö ár. Þar með myndu Bandaríkjamenn í raun skuldbinda sig til að virða sam- komulag ríkjanna frá árinu 1972 sem kveður á um bann við tilraun- um og staðsetningu vopna í geimnum. Stjómvöld í Sovétríkjun- um hafa hvatt til þess að bæði ríkin virði ákvæði samnings þessa. James A. Abrahamson, yfirmað- ur geimvopnaáætlunarinnar, sagði í sjónvarpsviðtali á miðvikudag að 10 ár myndu líða þar til Bandaríkja- menn gætu hrint áætluninni í frarnkvæmd. Í Genf héldu bandarískir og sov- éskir sérfræðingar áfram að funda um SALT II-samkomulagið frá 1979 en svo sem kunnugt er af fréttum hefur Ronald Reagan lýst yfír að Bandaríkjamenn muni hætta að virða samkomulagið um næstu áramót sökum ítrekaðra brota Sov- étmanna. hellti sér yfir Howe Jóhannesarborg, Washington, AP. KENNETH Kaunda, Zambíu- forseti, jós sér yfir Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, erHowe kom til Lúsaka í gær. í stað þess að bjóða hann velkominn með kurteisi, eins og venja er, las hann yfir honum reiðilestur. Sakaði hann Bandaríkjamenn og Breta um samsæri um að koma í veg fyrir viðskipta- þvinganir gegn Suður-Afríku og stuðla þannig að óbreyttu ástandi þar. Suður-afrískir stjómmálamenn, sem andvígir eru aðskilnaðarstefn- unni, gagnrýndu leiðtoga blökku- manna fyrir að ræða ekki við Howe. Hann kveðst enn reiðubúinn til fundar við þá, en Desmond Tutu, biskup, sagði tilgang heim- sóknarinnai' að tefja fyrir við- skiptaþvingunum og ítrekaði að hann mundi ekki tala við Howe. Howe sagðist kominn til Suður- Afríku til að fylla stjómina hug- móði til að efna til mikilla umbóta og falla frá aðskilnaðarstefnunni, sem mismunaði meirihluta íbúa landsins, blökkumönnum. Eftir við- ræður við Kaunda heldur hann aftur til Suður-Afríku og ræðir þá m.a. við Mangosuthu Buthelezi, leiðtoga zúlu-manna. Helen Suzman, fom fjandi að- skilnaðarstefnunnar og þingmaður Framsækna sambandsflokksins (PFP), sagði það skammarlegt að leiðtogar blökkumanna skyldu ekki ræða við Howe. Hún sagði ástandið í Suður-Afríku einkennast af því að annars vegar teldu blökkumenn frelsi innan seilingar og hins vegar væri þar við lýði þvermóðskufull ríkisstjóm. Reagan sagð- ur reiðubúinn til samninga Washington, og Genf, AP. REAGAN Bandarikjaforseti er reiðubúinn að fresta fram- kvæmd geimvopnaáætlunarinnar um fimm til sjö ár gegn því að Sovétmenn samþykki auknar tilraunir með slík vopn, að sögn ónafngreindra embættismanna í Washington. Sendimenn Bandarikjastjórnar munu brátt snúa aftur frá Vestur-Evrópu og Asíu og verður þá ákveðið hvort Sovétstjórninni verður gert formlegt tilboð. Paul Nitze, sérlegur ráðgjafi Reagans um afvopnunarmál, átti fundi með sendiherrum ríkja Atlants- hafsbandalagsins í Briissel. Hans Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýskalands, sem nýlega var staddur í Moskvu, segir Sovétmenn vilja koma á fundi aðalsamningamanna stórveldanna áður en samningaviðræðumar í Genf hefjast í septembermánuði. Perez de Cuellar í hjarta- aðgerð Samcinuðu þjóðunum, AP. Javier Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Samein- uðu þjóðanna, gekkst undir velheppnaða hjartaaðgerð i New York og er búist við að hann geti hafið störf aftur eftir ____ nokkrar vikur. deCueííar De Cuellar er 66 ára gamall og hefur ferðast mikið að undanfömu á vegum SÞ. í síðustu viku kom hann úr 18 daga ferð til Evrópu og Marokkó og átti að leggja af stað f 10 daga ferð til Afríku sl. þriðjudag og mæta á ráðherrafund Einingarsamtaka Afríku í Addis Ababa. Þar sem hann fann til mik- illar þreytu fór hann í læknisskoðun á mánudag, ferðinni var frestað og hann fór í aðra skoðun á þriðjudag. Var honum þá ráðlagt að fara í kransæðaaðgerð og lagðist hann inn á sjúkrahús á miðvikudag. Að- gerðin tók rúma 5 klukkutíma og sagði Francois Giuliani, talsmaður Cuellar, að læknamir teldu horfur sjúklingsins góðar, hann ætti að geta lifað eðlilegu lífí og reiknað væri með því að hann hyrfí fljótlega til starfa aftur. Fimm ára kjörtima- bili Cuellar lýkur í árslok og hefur hann sagt að hann sækist ekki eft- ir að halda starfínu áfram, en ekki þvertekið fyrir að svo verði. Peres segir fundinn vera spor í friðarátt SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að fundur sinn með Hassan II Marokkókonungfi væri spor i átt til friðar í Miðausturlöndum, þrátt fyrir ágreining um mikilvæg atriði. Peres kvað fundinn hafa borið drjúgan ávöxt, sem slíkur, vegna þess að þar hefðu samskipti Araba og ísraela verið rædd fyrir opnum tjöldum og það yrði hvatning til frekari viðræðna. Hassan er annar Arabaleiðtoginn, sem ræðir opin- berlega við ísraelskan forsætisráð- herra. Hassan og Peres gáfu í gær út sameiginlega yfírlýsingu um fund- inn. Þar sagði að viðræður leið- toganna í Marokkó hefðu einkennst af hreinskilni. ísraelskir stjómmálamenn, bæði af hægri og vinstri væng, voru ef- ins um ágæti fundarins vegna þess að þar hefði ekki náðst árangur. Peres sagði fréttamönnum þegar hann sneri aftur frá Marokkó að ógemingur væri að leysa deilur, sem staðið hefðu í 30 ár á einum fundi. Hassan hefur sagt að fundur- inn hafí ekki verið haldinn til að semja frið eða fínna lausn, heldur til að kanna alla möguleika. Fundurinn hefur verið ákaft gagnrýndur í öllum arabaríkjum utan Egyptalands, þótt ekkert ríki hafí gengið jafn langt og Sýrland, sem sleit stjómmálasambandi við Marokkó. Hussein Musavi, forsæt- isráðherra írans, og fjölmiðlar í Sýrlandi fullyrtu í gær að Hassan hefði svikið araba og hans biði ekk- ert annað en aftaka. Símamynd/AP Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, segir fund þeirra Hassans konungs Marokkó hafa verið spor í rétta átt. Hassan hefur fengið litlar þakkir frá flestum leiðtogum arabarikja en Peres segist hlynnt- ur áframhaldandi friðarviðræðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.