Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 11

Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 11 Akkorðuleikur Tónlist Jón Ásgeirsson Akkorðuleikarinn Mogens Elle- gaard hélt tónleika á vegum N’ART hátíðarinnar að Kjarvals- stöðum sl. miðvikudag og flutti eingöngu nútímatónlist. Akkorð- an (aecordeon) er eins konar afbrigði af harmónikku, en er ekki handheft af ákveðnu hljóm- kerfi fyrir vinstri hendina, eins og nikkan. Tónleikarnir hófust á sónötu eftir rússneskan tónhöf- und, Kusiakov, en öll önnur verk á efnisskránni eru eftir danska og norska tónhöfunda, er flestir hafa samið verkin sérstaklega fyrir Ellegaard. Eftir Per Nörgárd var verk er nefnist Inngangur og tokkata, ágætt verk og þar næst prógramverk, í dýragarðinum, eftir Niels Viggo Bentzon. Það er eins konar stæling á Myndir á sýningu, eftir Mussorgsky, með göngustefi á milli þess sem ýmis dýr eru skoðuð. Þetta er óttalega þunnt verk og óinnblásinn sam- setningur. Næst á efnisskránni var svo skemmtilegt verk eftir Sten Pade, er hann nefnir Udflugt med omveje. í þessum „undan- bragða-flótta“ má heyra staldrað við ýmislegt úr eldri tónlist og einnig skemmtilegar tóntiltektir höfundarins. Þama gat að heyra fallega tækni Ellegaards. Vagn Holmboe átti þama sónötu, op. 143a og þar gat að heyra vand- aða og mjög fallega unna tónsmíð, einkum þrjá fyrstu kaflana, en sá Qórði er fúga, er með einhverjum hætti hljómaði undirrituðum sem dauð og tilbúin tónlist. Næst síðasta verkið var svo partíta eft- ir Svein Hundsnes, leikandi verk en tónleikum lauk svo með Flash- ing for accordeon, eftir Ame Nordheim. Leiftur Nordheims er skemmtilega unnið verk, en aug- ljóslega er leikið með ýmsa möguleika hljóðfærisins til tón- mótunar og einnig í víxlun tónsviðsins, sem mætti nefna þvf nafni sem þekkist í píanó-leik, að „spila í kross". Þrátt fyrir að til- raunin komi skýrt fram, er þetta einnig góð tónlist á köflum og var frábærlega vel leikin af snillingn- um Mogens Ellegaard, sem og reyndar öll verkin á efnisskránni. Kvartettleikur Tónlist Jón Ásgeirsson Swedenborg-kvartettinn lék í Norræna húsinu sl. þriðjudag og flutti tvö verk, Kvartett nr. 1 eft- ir Prókoféff og d-moll kvartettinn, Dauðinn og stúlkan, eftir Schu- bert. Fyrsti kvartettinn þykir eitt af persónulegustu verkum Pró- koféff og var verkið samið í Ameriku og þar fyrst flutt árið 1931. Leikur Swedenborg-kvart- ettins var fjörlegur og skýrlega mótaður. Þó vantar að hljóð- færaleikaramir séu það nærri því að vera einleikarar, að samleikur þeirra hafi þá syngjandi fegurð sem nauðsynleg er í verkum eins og d-moll kvartett Schuberts, sér- staklega í öðmm þætti, þar sem návist dauðans liggur víða falin í undirröddunum. Þá var samleik- urinn í aukasteflnu í fyrsta þætti undarlega lífvana en Schubert vinnur mjög mikið úr þessu fal- lega syngjandi stefbroti. Það má vera að þessi kvartett Schuberts sé of oft leikinn og því sé hættara á samanburði. Swedenborg-kvart- ettinn er ekki svo góður að hlustendur sperri eyrun en þokka- lega góður, þó nokkuð misræmi sé á milli radda og t.d. fyrsta fiðla mun tóndaufari en aðrir meðlimir kvartettins. En umfram allt vant- aði sönginn í Schubert og þá vantar mikið. Trúlega á skarpur Ieikur og hrynsterkur vel við hljóðfæraleikarana, eins og kom fram í Prókoféff, en það vill oft verða, ef of mikil rækt er lögð við hrynferli, að þá tapist tilfinn- ingin fyrir syngjandi, er felur í sér annars konar hryn en mót- orískur hrynur, sá sem nútímafólk hristir sig eftir. 5 herb. íb. í Hafnarfirði Til sölu. Björt og rúmgóð rishæð um 100 fm á góðum stað í Kinnahverfi. Sérinng. Stórar s-svalir og geymslu- loft. Tvöfalt verksmiðjugler. Bílskúr. Laus strax. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. 6S--77-BS FASTEIGINIAMIOI.UI\i SVERRIR KRISTJÁNSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆD LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HRL. FASTEIGN ER FRAMTÍÐ Vegna sæmilegrar sölu undanf arið vantar okkur allar stærðir eigna á söluskrá — Sérstaklega góðar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir miðsvæðis — Góðar sérhæðir 120—150 fm í Reykjavík eða Kópavogi — Lítil góð raðhús eða einbýlishús á Stór-Reykjavíkursvæðinu og vand- að stórt einbýlishús á stórri lóð innan borgar- markanna, mjög traustur kaupandi — í flestum tilfellum er um mjög góðar greiðslur og rýmileg- an afhendingartíma að ræða — Höfum einnig kaupanda að góðu skrifstofuhúsnæði 150—400 fm þar sem er góð aðkoma og bílastæði. Akurholt — Mosf ellssveit Til sölu ágætt einbýlishús ca 140 fm ásamt 35— 40 fm bílskúr. Allt á einni hæð. Ákv. sala. Gjarnan skipti á minna raðhúsi í Mosfellssveit eða góðri íb. í bænum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.