Morgunblaðið - 25.07.1986, Síða 12

Morgunblaðið - 25.07.1986, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 semi fyrir ferðamannaþjónustuna væri því miklu heldur vegna þeirra áhrifa, sem hryðjuverk hefðu á fólk. Hér væri um óbein en ekki bein áhrif að ræða og flugfélög þyrftu að sannfæra farþega sína um að allt sé gert til þess að koma í veg fyrir óþægindi af þessari hættu. I þessu sambandi kom fram á blaðamannafundi, sem haldinn var í tengslum við ráðstefnuna, að nokkur bandarísk flugfélög krefðu nú farþega sína um 5 dollara þókn- un til þess að standa straum af öryggisvörzlu farþega. Þessi flug- félög eru m.a. PAN AM, TWA og People Express og var þetta nokkuð gagnrýnt af viðstöddum blaða- mönnum, sem m.a. bentu á að ísraelska flugfélagið E1 Al, sem hefði mestu öryggisvörzlu í víðri veröld, tæki enga þóknun fyrir. Þetta 5 dollara gjald væri að auki talsverður skattur þegar tillit væri tekið til þess að ríkisstjórnin í Wash- ington hefði hækkað flugvallarskatt fyrir farþega, sem kæmu til Banda- ríkjanna, úr 3 dollurum í 8 dollara. Þannig þyrftu farþegar, sem flygju með þessum bandarísku flugfélög- um að greiða 13 dollara á meðan farþegar annarra flugfélaga slyppu með 8 dollara. Einn blaðamannanna spurði, hvort ekki þætti sanngjarnt að þeir, sem ferðuðust með leigubíl- um í New York, greiddu 5 dollara áhættuþóknun til leigubifreiðastjór- ans þar sem það teldist áhættusamt starf að aka leigubíl í þeirri borg. Þeim, sem urðu fyrir svörum, fannst þessi spurning útúrsnúningur. En hvað sem þessu líður eru Bandaríkin afskaplega skemmtilegt land að heimsækja. Þau eru marg- vísleg og þar er margt að sjá. Bandaríkjastjórn er nú með sér- staka herferð til þess að hvetja fólk til að koma þangað og skoða þetta mikla land undir einkunnarorðunum „Discover America", sem voru raunar yfirskrift „Pow Wow“- kaupstefnunnar í Phoenix. En það verður þó að segjast að heldur skýt- ur það skökku við, að á sama tíma og þessi áætlun þeirra um aukningu ferðamannastraums til Banda- ríkjanna skuli skattur á ferðamenn hækkaður um 5 dollara og bandarísk flugfélög taka að auki 5 dollara þóknun fyrir öryggisvörzlu. Auk þess þarf enn að sækja um vegabréfsáritun til þessa mikla ríkis og spumingum um hvort bæri ekki að aflétta því var svarað neitandi og borið við að á tímum hryðju- verka í flugvélum og ferðum milli landa væri slíkt ekki tímabært. Á tónleikum hjá Glen Campbell Ýmislegt var gert til skemmtunar kaupstefnugestum á kvöldin þegar menn voru hættir kaupum og sölum á ferðum heimshoma milli. Kvöldið fyrir opnun kaupstefnunnar vom tónleikar í Sinfóníuhöllinni, sem stendur við Civic Plaza. Þar lék Glen Campbell og hljómsveit hans sín heimsfrægu lög, en Campbell er einmitt búsettur í Phoenix, flutt- ist þangað fyrir 6 ámm. Söng hann m.a. lagið „By the Time I Get to Phoenix", „On the Road Again" og fleiri lög við góðar undirtektir áheyrenda. Gestgjafamir sögðust ábyrgjast ógleymanlegt kvöld og eitt er víst að Glen Campbell kom sá og sigraði hjörtu áheyrenda, einkum er inn á sviðið gekk 3ja ára sonur hans og barði trommur í síðasta laginu. Greinilega efnilegur tónlistarmaður það. Eftir tónleik- ana var síðan dansleikur með veitingum og var dansað fram eftir nóttu. Eitt kvöldið var þátttakendum boðið í þorp úti í náttúm „villta vestursins" til þess að upplifa anda þess, eins og gestgjafar höfðu á orði. Stefnt var að þorpi utan við Phoenix, en það lítur út eins og þorp vom á þessum slóðum um 1880. Heimamenn tóku þar á móti gestunum og allir fengu kúreka- hatta að gjöf, sem raunar vom búnir til í Mexíkó, fléttaðir eins og mexíkanahattar, en lagið var kú- rekalegt engu að síður. I aðalstræti þorpsins var síðan sýndur byssubar- dagi, „lögregluforingja" staðarins og nokkurra bófa, sem kútveltust eftir rykugri götunni, þegar „sérr- í JÚNÍBYRJUN var haldin í Phoenix í ríkinu Arizona í Banda- ríkjunum alþjóðleg ferðakaup- stefna, sem bar hið sérkennilega nafn „Pow Wow“. Nafngift kaupstefnunnar er afskaplega bandarisk, en hún mun komin úr indíánamáli og þýðir blaður eða innihaldslaust tal. Þrátt fyrir þessa skringilegu nafngift sóttu kaupstefnuna um 3.000 ferða- frömuðir og starfsmenn flug- féiaga og ferðaskrifstofa víða að úr heiminum, þar af um 300 blaðamenn og þá einkum þeir, sem skrifa um ferðamál. Kaupstefnan „Pow Wow“ er haldin árlega. Síðastliðið ár vom slíkar kaupstefnur haldnar í Seattle og Los Angeles og á næsta ári verð- ur kaupstefnan haldin í Atlanta í Georgíu. Á þessari kaupstefnu í Phoenix í Arizona vom fulltrúar Flugleiða og nokkurra íslenzkra ferðaskrifstofa. Frá Flugleiðum vom Kolbeinn Pálsson sölustjóri og Birgir Ólafsson deilarstjóri, en frá ferðaskrifstofunum vom: íslaug Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðamiðstöðvarinnar, Helgi Jó- hannsson, faramkvæmdastjóri Samvinnuferða og Inga Engilberts, sölustjóri Úrvals. Ennfremur sótti kaupstefnuna Ingólfur Guðbrands- son forstjóri Útsýnar. Þrjú þúsund manns við morgunverðarborð Segja má að þessi kaupstefna hafi verið nokkuð stór í sniðum og var allt skipulag til fyrirmyndar, sem sjá má af því, að öllum þátttak- endum var fyrsta dag hennar boðið til morgunverðar, alls um 3.000 manns, og fór sá snæðingur fram sem verið væri að halda venjulega veizlu. Þar flutti Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, tölu af tjaldi og Robert L. Crandall, stjómarfor- maður American Airlines, flutti aðalræðuna við þessa opnunarhátíð Civic Plaza í miðborg Phoenix í Arizona, þar sem Pow Wow kaupstefnan var haldin. við morgunverðarborðið í Civic Plaza í miðborg Phoenix. Crandall ræddi í ræðu sinni um umfang bandarískrar ferðamanna- þjónustu og kom fram í ræðu hans, að hjá hans fyrirtæki einu sé lagt 1.500 sinnum upp í flugferð á dag og notaðar til þess 304 þotur. Hann kvað áætlanir vera uppi um það, að innan 5 ára muni American- flugfélagið eiga 526 þotur og muni farþegafjöldinn þá hafa tvöfaldast frá því sem hann er nú, en á ári fljúga nú um 20 milljónir manna með American. Samtals hefur þota í farþegaflugi sig 14.000 sinnum til flugs í Banda- ríkjunum á degi hverjum nú, en á árinu 1984 er talið að einn milljarð- ur Bandaríkjamanna hafi farið í ferðalag um 160 km frá heimili sínu á árinu. Ferðamannaþjónusta er einn af aðalatvinnuvegum í 41 ríki af 50 og velta hennar er talin hafa verið 229 milljarðar Bandaríkjadala eða 6% af þjóðarframleiðslu. Við hana vinna 4,7 milljónir manna og 2,2 milljónir í tengdum greinum. Laun námu samtals 51 milljarði dala og 25,2 milljarðar voru greidd- ir í skatta, bæði alríkisskatt og skatta til einstakra ríkja. Hryðjuverk og Chemo- byl-slysið valda erfiðleikum Bandarísk flugfélög töpuðu um hálfum milljarði dollara á fyrsta árs§órðungi þessa árs og er hryðju- verkastarfsemi og kjamorkuslysinu í Chemobyl í Sovétríkjunum kennt um. Bandarískur ferðamaður er mjög var um sig og hann ferðast ekki séu einhveijar blikur á lofti. Þetta hefur stórum dregið úr ferð- um bandarískra manna t.d. til Evrópu á þessu ári og hefur haft þær afleiðingar að hótel á megin- landi Evrópu hafa staðið hálftóm fyrir bragðið. Robert Crandall, stjómarformaður American-flug- félagsins, gerði hryðjuverkastarf- semina að sérstöku umræðuefni og sagði að á árinu 1985 hafi sex sinn- um fleiri Bandaríkjamenn drukknað í baðkeram heima hjá sér, en nem- ur tölu þeirra er týndu lífí vegna hryðjuverkastarfsemi um allan heim. Hættan af hryðjuverkastarf- Frá salnurn, þar sem kaupstefnan fór fram. A ferðakaupstefnu í Phoenix, Arizona

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.