Morgunblaðið - 25.07.1986, Page 18

Morgunblaðið - 25.07.1986, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 Fasteignamat ríkisins: Fasteignaverð er þaðlægstaí 15 ár Búist við hækkun í kjölfar nýrra lánareglna FASTEIGNAVERÐ hefur að undanförnu verið með því lægsta, sem mælst hefur í fimmtán ár og svo virðist sem biðstaða hafi verið á markaðnum undanfama mánuði. Þetta kemur meðal annars fram í Fréttabréfi Fasteignamats ríkisins, sem nýlega kom út. Þar segir ennfremur að vænta megi hækkunar á fasteignaverði í kjölfar nýrra útlánsreglna í húsnæðislánakerfinu. Samkvæmt hinum nýju ákvæð- ekki við þessar aðgerðir. Menn virð- hækka opinber húsnæðislán mikið og útreikningar á lánsréttind- um breytast. í fréttabréfi Fast- eignamatsins segir m.a.: „Ekki er auðvelt að sjá fyrir hvaða áhrif hin- ar breyttu reglur muni hafa þegar til lengri tíma er litið. Hin háa út- borgun, sem tíðkast hér á landi, gerir það að verkum að lánsíjár- aukningin nýtist ekki eins vel og ástæða væri tiL Auk þess mun hin þunga greiðslubyrði ekki lagast nema hjá takmörkuðum hópi kaup- enda. Greiðslubyrðin stafar einkum af bankalánum og eftirstöðvar- lánum, en þeir lánsflokkar breytast ast einnig hafa ofmetið þá nettó- aukningu á lánsfé sem talað er um að verði á markaðnum." í fréttabréfínu segir ennfremur að hinar nýju reglur muni koma einstökum þjóðfélagshópum misjafnlega til góða. Kaupgeta fólks, sem sé að kaupa sína fyrstu eign og hafi full lánsréttindi, muni sennilega aukast verulega en hins vegar sé skertur lánsréttur þeirra sem eiga íbúðir fyrir og þurfa að stækka við sig. Ljóst sé því, að gera verði einhveijar hliðarráðstaf- anir er snerti skammtímalánin á markaðnum og greiðslukjörin. Fyrirhugað áætlunarflug Lufthansa og British Midland Airways til íslands: íslensku flugfélög- in eiga í vændum harða samkeppni — segir Kjartan Lárusson formaður Ferðamálaráðs Islands „ÞAÐ ERU ógnvekjandi fréttir að þessi sterkriku flugfélög, Luft- hansa og British Midland skuli vera að íhuga að fara inn á markað íslensku flugfélaganna. Ég óttast að samkeppnin geti haft mjög slæm- ar afleiðingar fyrir Flugleiðir og Amarflug. En loftferðasamningar eru gagnkvæmir, svo við þessu er ekkert að gera annað en bita á jaxlinn og leita leiða til að mæta ógnuninni,“ sagði Kjartan Lárus- son formaður Ferðamálaráðs íslands i samtali við Morgunblaðið. Eins og fram hefur komið í frétt- hefja áætlunarflug næsta vor. Það hafa þýska flugfélagið Luft- er veruleg ástæða til að óttast það. hansa og breska félagið British Midland Airways sýnt áhuga á að hefja reglubundið áætlunarflug til íslands; Lufthansa yfir sumarmán- uðina, en British Midland hefur sótt um leyfi fyrir daglegu flugi til íslands allan ársins hring. Líkur eru á að Lufthansa he§i flugið næsta vor með að minnsta kosti vikulegri áætlun á leiðinni Munchen-Diissel- dorf-Keflavík. British Midland bíður hins vegar eftir að bresk flug- málayfírvöld afgreiði umsókn félagsins um leyfi fyrir áætlunar- flugi til íslands, en það leyfí hefur fram til þessa legið ónotað í hirslum British Airways. British Midland hyggst fljúga á leiðinni London- Glasgow-Keflavík. Að sögn Kjartans Lárussonar er hér um stór markaðssvæði að tefla: Bretar og Vestur-Þjóðveijar eru í hópi þeirra þjóða sem mest heim- sækja ísland. Á síðasta ári komu tæplega tíu þúsund ferðamenn frá hvoru landi um sig til íslands. Kjartan sagði að erfitt væri að meta alvöruna að baki beiðni Brit- ish Midland: „Mér skilst að það félag eigi vanda til að sækja um ónotuð leyfi British Airways — frek- ar sem „hemaðarbragð" gegn samkeppnisaðila, en endilega í þeim tilgangi að nýta sér þau. En vafa- laust liggur þó einhver alvara hér að baki. Og ef af þessu verður er stórt markaðssvæði í hættu, ekki aðeins Bretland, heldur einnig hugsanlega Amsterdam, því British Midland býður upp á ódýrar ferðir þangað. Hvað Lufthansa varðar þá telja kunnugir nokkuð víst að þeir muni Óverðtryggð lán á undanhaldi? Um lánakjörin segir meðal ann- ars í fréttabréfi Fasteignamatsins: „Það sem af er þessu ári hefur fasteignaverð hækkað lítið. Undan- farið hálft annað ár hefur fasteigna- verð farið lækkandi reiknað á föstu verðlagi. í upphafí þessa árs hafði verð fjölbýlishúsa í Reykjavík lækk- að um tæplega fjórðung á fimmtán mánuðum reiknað á þennan hátt. Á fyrri helmingi yfirstandandi árs hefur fasteignaverð mælt á föstu verðlagi hins vegar sem næst stað- ið í stað. Eftir að dró úr verðbólgu í kjölfar kjarasamninga síðastliðinn vetur hefur að mestu tekið fyrir hækkanir í krónutölu. Sem dæmi um það má nefna að meðalverð á fermetra í fjölbýlishúsum í Reykjavík var aðeins lægra í júní- byojun en í mars. í mars var söluverðið 26.244 kr./fm en 26.051 kr/fm í júní. Útborgunarhlutfall hefur ekki breyst á árinu svo orð sé á ger- andi. Hins vegar hafa verðtryggð lán, sem koma við sögu í fasteigna- viðskiptum farið hækkandi. Þau voru komin upp í liðlega 14% af söluverði í vor. Það er mikil hækkun frá því, sem var í upphafí ársins. Óverðtryggð lán voru á hinn bóg- inn óvanalega lág. Þau voru til jafnaðar 13,8% af söluverðinu á tímabilinu frá apríl til júní. Óverð- tryggðu lánin hafa lítið breyst undanfarin ár. Oftast hafa þau ver- ið liðlega 16% af söluverði og stundum hærri. Hingað til hafa þau ekki farið niður fyrir 15%. I kjölfar minnkandi verðbólgu hækkuðu raunvextir á óverðtryggð- um eftirstöðvarlánum mjög mikið. Þeir eru nú almennt hinir hæstu lögleyfðu og hafa ekki verið hærri í áratugi. Upplýsingamar hér að framan benda til þess að kaupendur taki nú í vaxandi mæli verðtryggð lán fram yfír óverðtryggð." riJtli . Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Umferð ríðandi manna um hálendið hefur aukist stórlega síðustu ár og er fólki ráðlagt að hafa með sér fóður fyrir hrossin þar sem það fæst ekki keypt. Þjónusta við hestamenn: Hey selt á Hveravöllum og við Ströngukvísl FRÁ ÞVÍ í byijun júlí hefur hey verið selt á þremur stöðum á hálendinu en það er Landssamband hestamanna og Upprekstrar- félag Eyvindarstaðaheiðar, sem hafa staðið fyrir þessari sölu. Þessir staðir eru Hveravellir og gangnamannaskálarnir við Ströngukvísl og Buga. Ástæðan fyrir þessari heysölu er sú, að sögn Guðmundar Ó. Guðmundssonar framkvæmda- stjóra LH, að margir sem ferðast um hálendið á hestum halda að hægt sé að gera ráð fyrir beit í næturstað í áningarhólfum. Sagði Guðmundur að umferð ríðandi manna um hálendið hafi aukist stórlega undanfarin ár og á fjöl- fömum leiðum væri litla eða enga beit að hafa þar sem margir hafa áð. Hesthúsið á Hveravöllum, sem er í eigu Upprekstrarfélags Auð- kúluheiðar, verður stækkað í sumar og verður þá gert ráð fyrir heygeymslu. Starfsfólk veðurat- hugunarstöðvarinnar sér um heysöluna þar, en við Ströngu- kvísl er vörslumaður og sér hann um heysölu þar og við Buga. Þá sagði Guðmundur að vissulega væri þörf á að selja hey víðar en erfítt væri að koma því við á þeim stöðum þar sem enginn er til stað- ar til að afhenda heyið og taka við greiðslu. Einnig benti hann á að aldrei væri ofbrýnt fyrir mönn- um að búa sig vel fyrir ferðir upp á hálendið og hvatti hann þá sem ekki væm vanir slíkum ferðum að leita sér upplýsinga hjá þeim sem hefðu reynslu af hestaferðum um_ óbyggðir. Á Skógarhólum hefur LH verið með þjónustu eins og undanfarin tvö ár og var haft eftir Gísla Jóns- syni vörslumanni að þeim fjölgaði stöðugt sem færu þar um. í fyrsta lagi vegna þess að Luft- hansa er þekkt og virt fyrirtæki sem fólk treystir. í annan stað eru Þjóð- veijar miklir þjóðemissinnar og hafa því sterka tilhneigingu til að versla frekar við eigið flugfélag en útlent. í þriðja lagi má nefna að Lufthansa getur boðið upp á sama verð hvaðanæva frá Þýskalandi, það er að segja ókeypis innanlands- flug,“ sagði Kjartan. Að mati Kjartans eru fleiri blikur á lofti: „Mér segir svo hugur að fleiri erlend flugfélög hafi hug á Islandsflugi. Það er enginn vafi á því að SAS fylgist grannt með því uppbyggingarstarfi sem Flugleiðir hafa unnið markvisst að í Skand- inavíu. Það kæmi mér ekki á óvart að innan tveggja ára verði SAS komið þar inn í spilið. Og það mun- ar um minna, því á síðasta ári komu rúmlega 28 þúsund Skandinavar til íslands. Það er því ljóst að íslensku flugfélögin geta átt í vændum mjög harða samkeppni á sfnum stærstu mörkuðum í Evrópu," sagði Kjart- an. Kjartan sagði að vissulega myndi þessi áhugi erlendu flugfélaganna á íslandi stækka markaðinn og þannig hugsanlega valda íslensku flugfélögunum minni skaða en elia. „En ísland er lítið markaðssvæði og það verður engin stökkbreyting í þessum efnum. Það gæti tekið 3—5 ár að auka ferðamanna- strauminn það mikið að innlendu flugfélögin geti haldið sínum hlut. En þola Flugleiðir og Amarflug slíkt samdráttartímabil? Mér er það til efs,“ sagði Kjartan Lárusson að lokum. '0 Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands Islands: Kennarasambandið hefur ekki fallist á sérsamninga Morgunblaðinu hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Valgeirí Gestssyni, for- manni Kennarasambands íslands: „í Morgunblaðinu sl. mið- vikudag er viðtal við Indriða H. Þorláksson, formann samn- inganefndar ríkisins, með fyrirsögninni: „Lítum svo á að kennarar fallist á sérsamn- inga hjá HÍK.“ Það er fullkom- in ósvífni að sá embættismaður sem gerst þekkir til samninga- mála ríkisstarfsmanna skuli halda því fram að undirskrift aðalkjarasamnings feli í sér samþykkt sérsamninga. Aðalkjarasamningur Banda- lags kennaraféíaga og ríkisins sem undirritaður var sl. þriðju- dag, er aðeins síðbúin stað- festing BK á aðalkjarasamningi BHMR, sem undirritaður var í mars. Fjármálaráðherra ákvað, einhliða, í febrúar að félags- menn Kennarasambands Is- lands skyldu taka laun samkvæmt aðalkjarasamningi BHMR og sérsamningum HIK þar til samið hefði verið við BK og KÍ. Aðalkjarasamningur BK hefur það sögulega gildi að vera fyrsti aðalkjarasamn- ingur fyrir kennara og skóla- stjómendur sérstaklega og honum fylgir bókun sem felur í sér fyrirheit um verkfallsrétt fyrir félög kennara á næstunni. Samningsréttarlög opinberra starfsmanna kveða skýrt á um samningsrétt einstakra félaga í sérsamningum og hefur ríkið hingað til viðurkennt þann samningsrétt og jafnvel nýtt hann vel sbr. nýgerða sérsamn- inga við Landssamband Iög- reglumanna. Kennarasambandið hefur ekki látið sérsamningaréttinn frá sér með undirskrift aðal- lq'arasamnings BK og því get ég lofað Indriða að við eigum margt órætt um laun kennara er við setjumst við samninga- borðið í næsta sinn. Ótrúlegt er að óánægja kennara með úrskurð kjaradóms hafi farið framhjá Indriða og manna best veit hann að með ákvörðun fjár- málaráðherra í febrúar sl. þess efnis að félagsmenn KÍ skyldu taka laun samkvæmt sérsamn- ingum HÍK, lækkuðu fjölmarg- ir kennarar um einn til tvo launaflokka. KÍ mun ekki stað- festa úrskurð kjaradóms um sérsamninga HIK sem sér- samning KÍ. Samninganefndir ríkisins og KÍ hafa orðið ásáttar um að fresta samningaviðræðum fram í ágústmánuð. Svo virðist, sem formaður samninganefndar ríkisins líti á þær viðræður ein- göngu sem formsatriði. Þar erum við Indriði ósammála og það ekki í fyrsta sinn.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.