Morgunblaðið - 25.07.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.07.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 21 ítalía: Sindona f éll fyr- ir eigin hendi Mílanó, AP. SAKSÓKNARI, er stjórnaði rannsókn á láti fjármála- mannsins Michele Sindona, hefur komist að þeirri niður- stöðu, að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, að sögn ítölsku fréttastofunnar ANSA. Sikileyingurinn Sindona hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að fyrirskipa morð á banka- endurskoðanda, er rannsakaði fjánnálaafskipti Sindona. í kaffibolla, sem hann hafði fengið í fangelsinu, fundust leifar af blásýrusalti og sagt var, að fangavörður hefði heyrt Sindona hrópa: „Þeir hafa gefið mér eit- ur,“ áður en hann féll saman. Hann lést tveim dögum seinna. Talið var, að margir utan múranna ættu Sindona grátt að gjalda og var hans mjög vandlega gætt í fangelsinu, m.a. með sjón- varpsmyndavélum, en leifar af blásýrusalti fundust við nánari rannsókn í baðherbergi hans. Er talið, að hann hafí sjálfur Iátið smygla eitrinu inn til sín, en hann hafði áður gert tilraunir til sjálfsvígs. Vetrartískan 1986-1987 Tískuhönnuðir eru fyrir löngu farnir að hyggja að vetrarfatnaði. Italinn Gian- franco Ferre kynnti þennan þrönga, síða, hvita og svarta kvöldkjól með tilheyrandi sjali á sýningu sinni í Rómar- borg sl. þriðjudagskvöld. Gengi gjaldmiðla Bandaríkjadalur lækkaði nokkuð gagnvart flestum gjaldmiðl- um, að undanskildu japanska jeninu. Staðan í bandarískum vaxtamálum er talin óljós og voru viðskipti með rólegra móti. Gull hækkaði í verði. Sterlingspund kostaði 1,4910 frankar (6,9225), 2,4065 hollensk dal (1,4873). Fyrir Bandaríkjadal gyllini (2,4100), 1.464,00 ítalskar fengust 156,65 jen (155,95), h'rur (1.464,50) og 1,38875 2,1362 vestur-þýsk mörk kanadískir dalir (1,3895). Gull (2,1405), 1,7235 svissneskir kostaði 348,50 dali únsan frankar (1,7320), 6,8925 franskir (347,75). Maður veginn við bústað páfa Róm. AP. Róm, AP. LÖGREGLAN á ítaliu skaut í gær til bana mann, sem henti plast- poka úr bU sinum að bústaði Jóhannesar Páls páfa II. og reyndi síðan að höggva til lögreglumanna með handöxi. Maðurinn kom akandi í bifreið um.“ Síðar kom í ljós að í plast- að bústaði páfa, Castel Gandolfo, pokanum var aðeins rusl. sem er um 25 km utan við Róm. Maðurinn hélt svo áfram ferð Þá fleygði hann böggli í átt að sinni í átt að Rómarborg, og elti bústaðnum og hrópaði að lögreglu- lögreglan hann uppi. Stöðvaði mað- mönnum, sem gættu bústaðar páfa: urinn þá bifreiðina og hljóp út með „Þetta er handa ykkur og páfan- öxi í hendi. Reyndi hann að höggva til lögreglumannanna, en þá skaut einn lögreglumannanna hann til bana. Að sögn yfirvalda hafði mað- urinn, Roberto Porfili, átt við geðræn vandamál að stríða Talsmaður Vatíkansins sagði að páfínn hefði verið í bústaðnum, en honum hafi ekki verið kunnugt um atburðinn, sem átti sér stað um kl. 4 að morgni. Bretland: Eftirlíking brúðarkjólsins Azoreyja á miðvikudagskvöld, þar sem hundruð manna tóku á móti þeim, héldu breska konungsfjölskyldan og um 300 útvaldir gestir áfram að fagna brúðkaupinu á velþekktu hóteli í London. í verslanir samdægurs London, AP. ER HERTOGAHJÓNIN af York voru á leið í brúðkaupsferð til Giftingarathöfnin og atburðir henni tengdir höfðu verið teknir upp á myndbönd og voru þau sýnd í veislunni. Hraðboði var einnig sendur með slík myndbönd til Heathrow-flugvallar svo brúðarp- arið gæti tekið þau með sér. Veislan þótti takast mjög vel og sögðu margir veislugestir að sér- staklega létt hefði verið yfír Englandsdrottningu, er dansaði af hjartans lyst fram yfír mið- nætti. Faðir brúðarinnar mætti ekki í boðið, þar sem hann kaus að taka þátt í hátíðarhöldum, sem efnt var til af þorpsbúum í heima- þorpi hans, Dummer. Lárviðarskáld Breta, Ted Hughes, samdi ljóð í tilefni brúð- kaupsins, en það hefur verið hlutverk lárviðarskálda frá því á 17. öld. Ljóðið birtist í The Lon- don Times á miðvikudag og nefnist „The Honey Bee and The Thistle", með tilvísan til skjaldar- merkis Ferguson-ættarinnar. Hunangsflugan og þistillinn voru einnig notuð sem skraut á brúðar- kjól Söru Ferguson, sem margir höfðu beðið með eftirvæntingu eftir að sjá hvernig yrði. Kjóllinn var hannaður af Lindu Cieraeh og hlaut einróma lof tískufröm- uða. Saumaðir voru tveir kjólar og mun annar prýða vaxstyttu af Söru, sem er í Madame Tus- saud-safninu og er reiknað með að um 2 milljónir manna muni koma að skoða hann þar næsta árið. Eftirlíkingar af kjólnum voru komnar í verslanir í London fyrir lokun á miðvikudag og von var á fleiri gerðum fljótlega. Ekki eru þær gerðar úr jafnvönduðum efn- um og hönnuður brúðarkjólsins sagðist ekki skilja hvemig hægt hefði verið að sauma eftirlíkingu sem líktist hinum upprunalega kjól á svo skömmum tíma. Reynd- ar sagðist hún þess fullviss að aldrei yrði saumaður kjóll sem yrði nákvæmlega eins. Við athöfnina í Westminster Abbey vakti það eftirtekt að Sara dró hring á fingur Andrew, en venjulega ganga breskir karlmenn ekki með giftingarhring. Tals- maður í Bucking-hamhöll gaf þá skýringu, að hefð væri fyrir því í bresku konungsfjölskyldunni að karlmennimir bæm slíka hringa, t.d. væri það svo um Philip prins og Karl ríkisarfa. Bresku dag- blöðin fjölluðu flest um brúðkaup Andrew Bretaprins og Söm Ferguson í fimmtudagsútgáfum sínum og vom þeirrar skoðunar, að það hefði verið konungsfjöl- skyldunni og þjóðinni allri til sóma. TOSHIBA Ný og betri MSX tölva Kr. 10.700. • Tölvunni fylgir leiðbeiningabók á íslensku • Innbyggð ritvinnsla Eigum einnig fjölbreytt úrval •_af leikjum og forritum fyrir MSX tölvur. GóÖ tölva - á góðu verði. HANS PETERSEN HF GLÆSIBÆ SlMI 82590 Veður víða um heim Lngst Hæst Akureyri 8 rlgning Amsterdam 12 19 rigning Aþena 22 36 heiðskfrt Barcelona 2S mistur Berlín 13 18 skýjað Brflssel 10 20 skýjað Chicsgo 17 31 heiðskfrt Dublln 8 17 skýjað Feneyjar 25 þoku- móða Frankfurt 10 21 skýjað Senf 17 290 skýjcð Helslnkl 13 22 helðskfrt Hong Kong 26 30 heiðskfrt Jerúsalem 20 280 skýjeð Kaupmannah. 13 þrumu- veður Las Palmas vantar Ussabon vantar London vantar Los Angeles 18 29 skýjað Lúxemborg 15 skýjað Mataga 31 hálfskýjað Mallorca 29 léttskýjað Miami 26 31 skýjað Montreal 16 27 heiðskfrt Moskva 11 20 skýjað NetwYork 22 32 heiðskfrt Osló 11 18 skýjað Parfs 12 23 skýjað Peklng 22 30 rigning Reykjavfk 9 súld Rfó de Janeiro 10 19 skýjað Rómaborg 16 30 halðskfrt Stokkhólmur 17 21 rigning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.