Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 25

Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 25 Bómullarrækt hefur einnig þrifist og einkum notað saltblandað vatn við vökvun. imörk- íiður? i Beersheva Ekki er ástæða hér til að rekja búskaparsögu gyðinga í Negev til forna, en gyðingar munu hafa farið að hreiðra um sig í eyðimörkinni síðari hluta nítjándu aldar þegar Palestína laut Tyrkjum. Þá voru fyrstu landnemabyggðirnar reistar þar sem heitir Gedera og Kastina og var það Rotschild barón sem hafði forgöngu um að koma Kastina á fót. Tyrkir voru heldur andsnúnir þvi að selja gyðingum land í Negev og sama varð upp á teningnum, þegar Bretar komu til sögunnar, sem herrar og forsjármenn Palestínu, tímabilið 1917 til 1948. Samt risu fáeinar og fámennar landnemabyggðir í mörkinni næstu áratugi. Hirðingjamir sem fyrir voru létu það gott heita og eftir því sem næst verður komist hefur sambúð hirðingja og gyðinga oftast verið áfallalítil á þessu svæði. Fyrstu landnemamir í Beersheva komu þangað árið 1906 og byijuðu með því að reisa hveitimyllu. En þeir áttu erfítt uppdráttar og næstu áratugina varð lítil fjölgun gyðinga, bæði í landnemabyggðum Negev og í Beersheva. Á ámnum upp úr 1940 var stofnað fyrirtæki sem var kallað „Afkim Ba Negev" og var ætlunin að skipuleggja og byggja gyðingaborg í grennd þar sem Beer- sheva er nú. Ben Gurion var þá fyrir löngu farinn að hvetja til að gyðingar færðu sönnur á að hægt væri að gera eyðimörkina byggilega og það er svo í kringum 1948, að vemlegt átak er hafíð í þá átt. Hins vegar leiddi margt til þess að Negev hefur löngum setið á hakanum hvað alla uppbyggingu varðar, enda ísra- elar haft í mörg hom að líta að byggja upp nútímavelferðarríki og hemaðarlega sterkt. „Látið eyðimörkina blómstra," sagði Ben Gurion í sífellu. Sjálfur flutti hann til samyrkjubúsins Sede Boqer í Negev og þar lést hann. Svo virðist sem ísraelar eygi nú að hvatningarforð „föður ísraelsríkis" hafí átt rétt á sér og kannski mun eyðimörkin blómstra í víðtækari skilningi. Texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR var lagt á að styrkja þau sem varn- arstöðvar gegn hugsanlegri árás Egypta en græða upp auðnina. En nú er þetta að breytast og meira fjármagni er nú veitt til alls konar rannsókna einkum og sér í lagi eft- ir að sýnilegur árangur er að verða af þrotlausu starfí vísindamann- anna við Ben Gurion-háskólann. Áform em um að þróa hvers konar hátæknibúnað í ísrael á næstunni og beina því ekki sízt til samyrkjubúanna í Negev. Beersheva er eina borgin í eyði- mörkinni. Þar búa nú um 130 þúsund manns og hefur bærinn stækkað á seinni ámm. í Beersheva og annars staðar í Negev er meiri- hluti íbúa Sefardim-gyðingar. Þegar innflytjendastraumurinn var mestur frá arabríkjunum upp úr 1950 vom Sefardim-gyðingar flutt- ir þúsundum saman út í eyðimörk- ina og settir þar niður, undir stjóm Ashkenazy-gyðinganna. Þetta vakti engan sérstakan fögnuð Se- fardim-gyðinganna, en með ámn- um hefír búskapurinn farið að ganga betur og mikill fjörkippur er að færast í allt mannlíf í Negev nú. Úlfaldarannsóknirnar þykja hinar merkustu. Látið eyðimörkina blómstra ... sagði Ben Gur- ion. Frá jurtatilraunum. losna við, og leiða síðan yfír mörk- ina — eða réttara sagt undir mörkinni. Svo að aftur sé nú minnst á búijárrannsóknirnar skal tekið fram að þær hafa vakið athygli langt út fyrir landamæri ísraels. Yigal telur unnt að rækta úlfalda til eldis. Til að svo megi verða þarf að huga sérstaklega að því að breyta fóðrinu, svo að kjötið verði meyrara og safaríkara. Slátra verð- ur dýranum ungum og meðhöndla kjötið sérstaklega. Þetta ætti að verða einn þýðingarmesti liðurinn í eyðimerkurbúskapnum. En ekki er aðeins hugað að til- raunum með plöntur, heldur em einnig grænmetis- og ávaxtatil- raunir í gangi. Tómatar sýnast hvað bezt til þess fallnir að vaxa í eyði- mörkinni við erfíð skilyrði, að vísu undangengnum margháttuðum kynbótum. Til Ben Gurion-háskólans streyma vísindamenn hvaðanæva úr heiminum. Og þangað leita nem- endur í ræktunar- og uppgræðslu- greinum víða að úr heiminum. Þótt það fari leynt hafa allmargir frá múhameðstrúarlöndum komið þangað til lengri og skemmri dvalar að fylgjast með og draga lærdóm af þessum margþættu rannsóknum. En það er verið að gera fleira í Negev. Vísindamenn hafa reist sér- stakan tilraunabæ á einum harð- býlasta staðnum í mörkinni og þar í grenndinni svigna trén með ferskj- um, og öðmm ávöxtum og grænmetis- og plöntuakrar teygja úr sér. Líffræðingar og aðrir vísindamenn, sem fylgjast með starfínu þama, hafa tekið í sína þjónustu tækni sem Nabatenar nýtt sér fyrir tvö þúsund ámm. Land- búnaðarsérfræðingar segja að innan fárra áratuga verði hægt að fullkomna þessa „tækni“ og nýta hana í fjöldamörgum löndum þar sem þurrkar og hungur hafa hijáð mannfólkið. ísraelar hafa einnig sett á stofn „þurrka bóndabæ" í Kenya. Það sem er athyglisverðast við þessar tilraunir er að það er ekki þörf á flóknum né dýmm tækjabún- aði til þessa. Nema síður sé. Þegar þetta var kynnt sagði Harme Lov- enstein forstöðumaður tilraunabús- ins að menn hefðu farið að velta fyrir sér í fullri alvöm hvemig Nabatear sem bjuggu á þessu svæði hefðu farið að. I Negev rignir mjög lítið og rigningin er kannski einn skúr og síðan ekki söguna meir. Loftmyndir sýndu að Nabatear gerðu sérstaka geyma og skurði töluvert undir eyðimörkinni. Af myndunum verður séð að visst mynstur er á þessum vatnsbólum og flest em gerð undir og við hæð- ir og sandhóla. Þegar rigndi safnast vatnið í þessa geyma og þaðan var því veitt á akrana. Rétt eins og nú. Lítið er vitað um Nabatea. Róm- veijar lögðu siðmenningu þeirra í rúst. En fræðimenn ætla að nokkur þúsund þeirra hafi búið í Negev og ræktað þar ávexti og grænmeti og jafnvel hveiti. Og umhverfis eyðimerkurbæinn hefur ekki ringt svo mánuðum skiptir, en samt er jarðvegurinn þar rakur og sáralitla vökvun þarf a ávextina. Áður en búgarðinum var valinn staður hafði farið fram um- fangsmikil undirbúningsvinna og það er augljóst að þennan búskap er aðeins unnt að stunda á nokkmm svæðum í Negev. En með öðm sem er á pijónum vísindamannanna í Ben Gurion hafa vonir manna glæðst og sýnilega ekki að ástæðu- lausu. Eins og áður var minnzt á er Negev 60 prósent ísraels. Samt búa þar aðeins tíu prósent þjóðarinnar. Samyrkjubú em allmörg, en þau hafa átt erfíðara uppdráttar en víða annars staðar í landinu. Meira kapp Eyðimerkurbærinn Beersheva. Háskólinn fremst á myndinni. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.