Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 > AKUREYRI Birgir skipaður prófastur Akureyri. SÉRA Birgir Snæbjörns- son, sóknarprestur á Akureyri, hefur verið skipaður prófastur í Eyjafjarðarpró- fastsdæmi. Séra Birgir tók við emb- ættinu 15. júní síðastliðinn. Skattur- innum helgina Akureyri. AKUREYRINGAR eiga von á „glaðningi" inn um bréfalúg- urnar eða í póstkassann um helgina. Þá verða nefnilega bomir út útsvarsseðlar í bæn- um. Allir eiga að vera búnir að fá sinn seðil í hendumar á sunnu- dagskvöld — það er að segja ef þeir verða heima um helgina. aimamyna/ öKapti naugnmsson Þeir gátu að vísu brosað þessir erlendu gestir á Akureyri í gær - en voru engu að síður hund- blautir þar sem blaðamaður rakst á þá í göngugötunni! Regnkápurnar komu aðgóðum notum Akureyrú REGNKÁPUR mikils fjölda ferðamanna, sem hingað hafa streymt í sólskinsleit undanfamar vikur, komu að góðum notum í gær þegar rigndi látlítið allan daginn og þokan huldi Vaðlaheiði fram undir kvöld. Svalt var með votvirðinu og var það talsverður munur frá deginum áður þegar hér var að vísu sólarlaust en 19 stiga hiti. Vegna þokunnar var ekki hægt að fljúga hingað frá Reykjavík fyrr en kl. 17 en fyrr í gær flaug Flugfélag Norðuriands eina ferð frá Egilsstöðum til Akureyrar. Farþegi með því flugi, sem tíðindamaður blaðsins hitti að máli, kvaðst hafa flogið í glaðasól- skini frá Egilsstöðum og ekki séð rakan blett fyrr en komið var yfír Mývatnssveit. Um kvöldmatarleyt- ið var þokunni farið að létta og gert var ráð fyrir að árdegis í dag væri komið besta veður í höfuðstað Norðurlands. Hj úkrunarfræ ðingar felldu sérkjarasamning’ A Lilrmrri INNLENT Akureyri. ÓÁNÆGJA hjúkmnarfræðinga hér með kaup og kjör varð til þess að nýgerður sérkjarasamn- ingur þeirra við Akureyrarbæ var felldur með fjögurra at- kvæða mun á fundi í síðustu viku. Samninganefnd hjúkmnarfræð- inganna hér, sem em í Hjúkr- unarfélagi íslands og eiga aðild að BSRB, hafði mælt með samn- ingnum. „Það er fleira en eitt atriði sem við settum fyrir okkur,“ sagði Lögreglumenn funda um kj arasamninginn Akureyri. SKIPTAR skoðanir voru um nýgerðan kjarasamning Lands- sambands lögreglumanna og fjármálaráðuneytisins á fjölmennum fundi norðlenskra lögreglumanna hér á Akur- eyri á þriðjudagskvöldið. Afnám verkfallsréttar lögreglu- manna var helsta gagnrýnisatriðið, að því er Felix Jósafatsson, formaður Lögreglufélags Akureyrar, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Á fundinum voru lögreglumenn af öllu Norðurlandi, alls nærri 40 manns, eða um helmingur allra starfandi lögreglumanna á svæð- inu. Þar kynnti Felix, sem á sæti í stjórn Landssambands lögreglu- y manna, samninginn og siðan voru um hann almennar umræður. „Margir voru ánægðir með kjara- bætumar sem í samningnum felast," sagði Felix, „en ýmsir urðu til að gagnrýna einstök atriði hans og þar vóg afnám verkfallsréttar- ins þyngst. Að því leyti var þessi kynningarfundur okkar mjög svip- aður fUndinum á Hótel Sögu í Reykjvík daginn sem samningur- inn var undirritaður." Fyrir fundinn hafði stjóm BSRB óskað eftir að fulltrúi sambandsins kynnti sjónarmið stjómar þess, að sögn Felixar, en ekki varð úr að sá fulltrúi kæmi norður. Lögreglu- menn á Akuryri og öðrum stöðum norðan heiða greiða atkvæði um samninginn á fímmtudag og föstu- dag í næstu viku, eins og aðrir félagar í Landssambandi lögreglu- manna. hjúkrunarfræðingur einn í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, „þótt meginástæðan fyrir því að samningamir voru felldir sé ein- faldlega sú, að launin eru of lág. Við miðum okkur við aðrar stéttir í heilbrigðiskerfmu, sem hafa feng- ið veralegar kjarabætur á undan- fömum árum, eins og til dæmis ljósmæður og sjúkraliðar. Launa- munurinn er orðinn of lítill." Samkvæmt samningnum, sem felldur var, hefðu hjúkranarfræð- ingar á Akureyri fengið fjögurra launaflokka hækkun frá því í febrú- ar og fram í september. Það er einum launaflokk meira en náðist fram í samningum HÍ í Reykjavík en á móti kemur að tæplega eins launaflokks starfsaldurshækkun, sem hjúkranarfræðingar nutu fyrir próf frá Hjúkrunarskóla íslands, var felldur niður. Brúttóhækkunin var þvi rúmlega þrír launaflokkar. „Við töldum okkur vera að gera stefnumarkandi samning með því að ná jöfnuði milli okkar og há- skólamenntaðra hjúkranarfræðinga í BHM. Á okkur hafði verið 6-7% munur, sem við töldum okkur vinna upp með þessum samningi," sagði Birna Sigurbjörnsdóttir, formaður samninganefndar hjúkranarfræð- inga á Akureyri, í samtali við blm. Morgunblaðsins hér í gær. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög ánægð með þessa niðurstöðu en nú munum við að sjálfsögðu taka aftur upp samningaviðræður við bæjar- yfirvöld. Takist ekki nýir samningar sé ég ekki annað en að deilan verði að fara fyrir Kjaradóm." Ef samningUrinn hefði verið sam- þykktur hefðu byrjunarlaun hjúkr- unarfræðings hér orðið um 34 þúsund krónur 1. september næst- komandi, en þau era í dag tæplega 30 þúsund krónur. Að auki fá hjúkr- unarfræðingar hér í fullu starfi 15 þúsund króna mánaðarlega staðar- uppbót eftir fyrsta mánuð í starfi. Sú uppbót greiðist ekki í sumarleyf- ismánuði og sömuleiðis eru allar fjarvistir dregnar frá henni. Stjórn sjúkrastofnana Akur- eyrarbæjar tók einhliða ákvörðun um þessa uppbót til að reyna að fá fleiri hjúkranarfræðinga til að vera í fullu starfi því talsvert var um að hjúkranarfræðingar væra í hálfu starfí og ynnu annað hálft starf í auka- og næturvinnu. „Staðarupp- bótin hefur haft tilætluð áhrif, fleiri hafa komið í fullt starf, en okkur gengur erfíðlega að skilja hvers vegna uppbótin má ekki vera hluti af umsömdum launum,“ sagði Birna Sigurbjörnsdóttir. Norðurland eystra: ' Ekki útlit fyrir kennaraskort Akureyri. AÐEINS tvær sveitarstjórnir af 30 í Norðurlandskjördæmi eystra hafa skilað upplýsing- um um nýjar skólanefndir til fræðsluskrifstofu umdæmis- ins á Akureyri. Eftir sveitar- sljórnarkosningarnar í vor voru almennt kosnar nýjar skólanefndir og munu fæstar þeirra hafa komið saman enn. „Ég vona að þetta sé merki um að kennaraskortur sé ekki alvarlegur og tilfínning mín er sú, að það hafí ekki gengið mjög illa að ráða í stöður, að minnsta kosti ekki hér á Akureyri," sagði Sturla Kristjánsson, fræðslu- stjóri, í samtali við Morgun- blaðið á Akureyri í gær. „Ef kennaraskortur væri bagalegur væru skólastjórar áreiðanlega famir að reka á eftir skólanefnd- um sínum en það lítur ekki út fyrir að svo sé.“ Sturla sagði að enn gæti hann ekki séð að nokkuð væri af- brigðilegt við ástandið. „Þetta er svipað frá ári til árs. Yfírleitt er ráðið í 60-70% af kennara- stöðum í maí og júní og svo er lokið við að ráða í ágúst,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.