Morgunblaðið - 25.07.1986, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986
t
Móðir mín,
SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR,
Austurbrún 6,
andaðist að morgni 24. júlí.
Pótur Gfslason.
t
Sonur minn,
SVAVAR MAGNÚSSON
bifreiðastjóri,
Fellsmúla 20,
lést í Borgarspítalanum 22. júlí.
Jóhanna Jónsdóttir.
+
Móöir mín, tengdamóðir og amma,
BJÖRG EVERTSDÓTTIR,
verður jarösungin laugardaginn 26. júlí kl. 14 frá Sauðárkróks-
kirkju.
Birgir Ágústsson,
Anna Einarsdóttir
og börn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRHILDUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Stóru-Fellsöxi,
verður jarðsungin frá Innra-Hólmskirkju laugardaginn 26. júlí
kl. 14.30.
Sigurður Magnússon, Ólöf Sigurstelnsdóttir,
Ingi Garðar Magnússon, Gráta Sigfúsdóttir,
Sfmon Magnússon, Kristfn Kristjánsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir, Jón Axel Egilsson
og barnabörn.
+
Sonur minn, faðir okkar og tengdafaöir,
MAGNÚS ÞÓRÐUR ÁGÚSTSSON,
Brimhólabraut 2,
Vestmannaeyjum,
sem lést 17. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudag-
inn 25. júlí kl. 10.30.
Viktorfa Guðmundsdóttir,
Valgerður Magnúsdóttir,
Rúnar Magnússon,
Haraldur Júlfusson.
+
Eiginmaöur minn, faðir okkar og tengdafaðir,
ÁSBJÖRN JÓNSSON
frá Deildará,
Nýlendugötu 29,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 25. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd.
Kristrún Jónsdóttir,
Jón Ásbjörnsson, Frföa Ásbjörnsdóttir,
Halla Danfelsdóttir, Steingrfmur Baldursson.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu vegna fráfalls
eiginmanns míns og stjúpa,
SIGFÚSAR ELÍSSONAR,
Austurbraut 6, Keflavfk.
Sérstakar þakkir viljum viö færa Jóhanni Líndal, Hitaveitu Suður-
Minning:
Asbjörn Jónsson
Fæddur 15. júní 1906
Dáinn 12. júlí 1986
Tengdafaðir minn, Ásbjöm Jóns-
son, lézt í Borgarspítalanum að-
faranótt laugardagsins 12. júlí eftir
stutta en stranga banalegu. Tæpum
mánuði áður hélt hann upp á átt-
ræðisafmæli sitt í hópi fjölskyldu
og vina og var hrókur alls fagnað-
ar. Mun engan, sem þar var, hafa
grunað, að hann bæri svo bráða
feigð í bijósti. Og þó kom andlát
hans okkur, sem áttum mest saman
við hann að sælda, ekki með öllu á
óvart. Við vissum, að hann var með
alvarlegan hjartasjúkdóm og oft
mjög þjáður, þó að hann léti lítið á
því bera, væri allajafna glaður og
reifur og gengi dag hvem að störf-
um, eins og ekkert hefði ískorizt.
Virtist lífsþróttur hans nær óskert-
ur til síðustu stunda. Þá hjúkraði
eiginkona hans honum með dæma-
fárri umhyggju eftir að heilsa hans
fór að bila. Átti það mestan þátt
í, að honum auðnaðist að eiga svo
langa og auðnuríka ævi.
Asbjöm Jónsson fæddist á Deild-
ará í Múlasveit í Austur-Barða-
strandarsýslu. Foreldrar hans vom
Jón Jónsson, bóndi þar, og kona
hans, Ástríður Ásbjömsdóttir frá
Kollsvík. Á Deildará — eins og víða
við Breiðafjörð — var stundaður
hefðbundinn landbúnaður með
hlunnindum af æðarvarpi, selveiði,
lundatelcju og sjávarfangi. Verzlun
var sótt til Flateyjar, enda var
Múlasveit eitt afskekktasta byggð-
arlag á landinu um þessar mundir.
Þeir Ásbjöm og Jón, yngri bróðir
hans, sem seinna varð bóndi á
Deildará, höfðu því margt að sýsla
á uppvaxtarárum sínum bæði á sjó
og landi, enda urðu þeir báðir harð-
skeyttir veiðimenn. Á kreppuárun-
um var Ásbjöm fengsæl grenja-
skytta. Auk þess keypti hann
yrðlinga, ól þá upp á Deildará og
seldi refaskinn. Kom hann þannig
undir sig fótunum Qárhagslega. Er
þetta dæmi um hagsýni hans og
hugkvæmni.
Þótt Ásbjöm flyttist til
Reykjavíkur, kvæntist þar, stofnaði
heimili og eignaðist böm, sagði
hann ekki skilið við æskustöðvam-
ar. Um langt árabil fór fjölskyldan
vestur að Deildará á hveiju sumri
og dvaldist þar lengri eða skemmri
tíma. Það var gaman að heimsækja
þau hjónin, þegar þau komu úr
þessum ferðum. Vestfirzk aðal-
bláber með ijóma vom þá á borðum.
Hafði húsbóndinn tínt þau, en beija-
tínsla var íþrótt hans og yndi, enda
engum fært að etja þar við hann
kappi. Kom honum til góða að
þekkja nánast hveija þúfu og hvem
stein í heimahögunum. Hann hefði
vel getað tekið undir með Jóni
Helgasyni, þegar hann segin
Löngum í æsku ég undi við
angandi hvamminn og gilsins nið,
ómur af fossum og flugastraum
fléttaðist síðan við hvem minn draum.
Ásbjöm kvæntist 1938 Kristrúnu
Valgerði Jónsdóttur, dóttur Jóns
bónda Jónssonar á Þóroddsstöðum
í Ölfusi, síðar í Reykjavík, og
Vigdísar konu hans Eyjólfsdóttur.
Festu þau ungu hjónin kaup á hús-
eigninni Nýlendugötu 29 í
Reykjavík og hafa búið þar æ síðan.
Af Nýlendugötu 29 sér vestur og
norður yfir víðfeðman Faxaflóa og
siglingaleið til Reykjavíkurhafnar.
Var það útsýni Ásbimi einkar kært,
enda tengdur sjó frá bemsku.
Ásbjöm og Kristrún eignuðust
tvö böm: Jón, heildsala og fiskút-
flytjanda í Reykjavík, kona hans
er Halla Daníelsdóttir og böm
þeirra tvö, Ásbjöm og Ásdfs; Fríðu
Valgerði, húsmæðrakennara, sem
er gift undirrituðum. Synir okkar
eru Baldur, Héðinn og Gunnar.
í Reykjavík fékkst Ásbjöm við
margt. Var sjómaður um skeið, rak
refa- og minkabú og seinna
svínabú, þar sem nú er Garðabær,
keypti og verkaði grásleppuhrogn
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælia- og minningnrgreinar til birting-
ar endurgjaldsiaust. Tekið er við greinum á ritstfórn blaðsins
á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í
Hafnarstræti 85, Akureyri.
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki em
tekin til birtingar fmmort Ijóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins em birtar
greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar em birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.
nesja og NjaroviKuroæ. Hafdís Svavarsdóttir, Magnús Tobíasson. Lokað
Lokað vegna jarðarfarar föstudaginn 25. júlí 1986 frá kl. 12.00.
+ Hjartans þakkir okkar til Hljómlistarfélags (sl. og sérstaklega Fiskkaup hf., Grandaskála, Reykjavík.
búning og framkvæmd alls er við kom fráfalli og jarösetningu
sonar okkar,
SIGURBJARNAR INGÞÓRSSONAR,
bassalelkara.
Sömuleiðis alúðarþakkir okkar til allra þeirra skyldra og vanda-
lausra er vermt hafa okkur með Ijúfum störfum hugar og handa
og allra þeirra er sent hafa okkur hlýjar samúöarkveðjur, meö
blómum og blessunaróskum.
Guð biessi ykkur öll.
Una Pétursdóttlr,
Ingþór Sigurbjörnsson.
Lokað
Lokað vegna jarðarfarar föstudaginn 25. júlí 1986 frá
kl. 12.00.
Jón Ásbjörnsson,
heildverslun,
Grófinni 1, Reykjavík.
til útflutnings o.fl. Síðustu árin
keypti hann fisk af bátum, gerði
að honum og seldi síðan í mötu-
neyti og til fisksala. Hann líktist
Bjarti í Sumarhúsum að því leyti,
að það var honum afar mikils virði
að starfa sjálfstætt og vera fijáls
og öðrum óháður. Ég held, að hon-
um hafi látið betur að vinna verkin
sjálfur en að hafa fólk í vinnu.
Hann var hamhleypa við öll störf,
en þó vandvirkur. Hann reis jafnan
árla úr rekkju og var oft búinn að
skila dagsverki, þegar þorri borgar-
búa var að skreiðast á fætur. Hann
var mjög orðheldinn og áreiðanleg-
ur í öllum viðskiptum. Ásbjöm
efnaðist vel og hafði oft á lífsleið-
inni talsvert fé handa á milli. Var
það honum mikils virði. Hann hafði
þó enga löngun til að safna auði.
Hins vegar þótti honum gaman að
geta veitt ættingjum og vinum, sem
þurftu á hjálp að halda, fjárhags-
lega aðstoð.
Framan af ævinni spilaði Ásbjöm
mikið bridge í tómstundum sínum.
Tók hann oft þátt í keppni, og var
sveit hans sigursæl. Ber íjöldi verð-
launabikara á heimili hans því
glöggt vitni. Á síðari áram las hann
mikið, einkum bækur um mannlíf,
atvinnuhætti og qomennsku við
BreiðaQörð. Átti hann gott safn
slíkra bóka og auk þess mörg önd-
vegisrit íslenzkra bókmennta.
Ásbjöm og Kristrún tóku alla tíð
mikinn þátt í starfsemi Breiðfirð-
ingafélagsins í Reykjavík og bára
hag þess mjög fyrir bijósti.
Eg kynntist Ásbimi nokkra eftir
að ég fór að vera með dóttur hans.
Hafði ég þó séð hann álengdar, en
fannst þá og maðurinn ekki árenni-
legur og forðaðist í lengstu lög að
hitta hann. Þegar fundum okkar
bar loks saman, varð mér ljóst, að
ótti minn var algerlega ástæðulaus.
Hann tók mér með mikilli vinsemd,
og skynjaði ég strax hjartahlýjuna,
sem mér fannst æ sfðan ríkasti
þátturinn í eðli hans. Hann bjó yfir
ótrúlega miklum persónutöfram, og
öllum leið vel í návist hans. Ég
held, að það hafi stafað af því, að
hann var alltaf fyrst og fremst
sveitapiltur að vestan, þó að hann
byggi í áratugi í Reykjavík. Hann
kom ævinlega til dyra eins og hann
var klæddur, og öll sýndarmennska
var honum víðs fjarri.
Þegar synir mínir uxu úr grasi,
varð það eitt helzta tilhlökkunarefni
þeirra að fá að gista hjá afa og
ömmu á Nýlendugötu. Þar vora
þeir umvafðir hlýju og kærleika.
Að leiðarlokum þakka ég tengda-
föður mínum innilega fyrir sam-
fylgdina. Þar var hann nær alltaf
gefandi, en ég þiggjandi. Ég kveð
hann svo með tveimur sfðustu erind-
unum úr kvæði Tómasar Guð-
mundssonar „I Vesturbænum", en
þar hafa tengdaforeldrar mínir búið
í hartnær hálfa öld:
En þó að þagni hver kliður
og þó að draumró og friður
leggist um allt og alla,
ber hjarta manns svip af sænum,
sem sefúr framundan bænum
með öldur, sem óralangt falla.
Því særinn er veraldarsærinn,
og sjálfur er vesturbærinn
heimur, sem kynslóðir hlóðu,
með sálir, sem syrgja og gleðjast,
og sálir, sem hittast og kveðjast
á strönd hinnar miklu móðu.
Steingrímur Baldursson