Morgunblaðið - 25.07.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 25.07.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 45 • Pétur Ormslev hefur leikið mjög vel f sumar og er maðurinn é bak við árangursríkan sóknarleik liðsins. hefur því í raun bara verið ein staða sem slegist hefur verið um. Hæstu meðaleinkunn liðsins hefur Ágúst Már Jónsson 2,91, Loftur Ólafsson hefur 2,58, Gunnar Gíslason sömu einkunn og Hálfdán hefur einnig meira en 2,50. Aörir minna. KR- ingunum hefur ekki gengið mjög vel að skora í sumar, en Björn Rafnsson hefur gert 4 mörk, Ás- björn Björnsson 3 og aðrir færri. KR-liðið á nú ekki lengur raunhæfa möguleika á meistaratitli eða Evr- ópusæti og fallhættan er líklega ekki mjög mikil heldur. Það kæmi því ekki á óvart þótt Gordon Lee færi að leyfa yngri leikmönnum að spreyta sig í leikjunm sem eftir eru, því KR-ingar eiga mikinn fjölda efnilegra leikmanna. FH FH-ingar hafa notaö 18 leik- menn i deildinni í sumar og aðeins fjórir þeirra hafa leikið alla leikina 12 — Ingi Björn, Henning Henn- ingsson, Pálmi Jónsson og Ólafur Jóhannesson. Tveir hafa leikið 11 leiki, tveir 10 leiki og tveir 9 leiki. Henning Henningsson, miðvörður liðsins, er stigahælstur leikmanna þess með 2,83 stig, Gunnar Straumland markvörður hefur 2,62 stig og Ólafur Kristjánsson og Ól- afur Jóhannesson hafa einnig yfir 2,50 stig. Ingi Björn hefur skorað mest fyrir FH í sumar eða sex mörk. Tveir FH-ingar hafa gert 3 mörk hvor, Kristján Gíslason og Hörður Magnússon, sem reyndar gerði sín mörk öll í sama leiknum. FH hefur leikið þokkalega í sumar, stundum vel, en stundum ekki eins vel og stórtapið gegn Fram var líklega lágpunktur sumarsins. Víðir Víðismenn hafa að mestu haldið sig við sömu leikmennina í sumar. Hvorki meira né minna en átta leik- menn hafa spilað alla tólf leikina í deildinni, og tveir til viðbótar hafa leikið þá alla nema einn. Og einn hefur leikið níu leiki — svo það er hreint ekki gaman að vera vara- maður í Garðinum. Alls hefur liðið notað 16 leikmenn i allt. Mark Duffield er þeirra stigahæstur í einkunnagjöfinni með 2,75 stig að meðaltali, Daníel Einarsson hefur 2,72 stig og Guðjón Guðmundsson er einnig með meira en 2,50 stig. Víðismenn hafa aðeins skorað 9 mörk i sumar. Grétar Einarsson hefur gert 4 þeirra og Guöjón Guð- mundsson 3. ÍBV Vestmanneyingar hafa notað 21 leikmann í sumar. Aðeins einn, Jóhann Georgsson, hefur leikið alla leikina. Fimm hafa leikið 11 leiki, 1 tíu leiki og 3 níu leiki. Hæstu einkunnir liðsmanna hafa þeir Hörður Pálsson (2,71) og Þor- steinn Gunnarsson (2,60) fengið. Þaö er nokkuö sérkennilegt þegar haft er í huga aö þeir eru báðir markmenn liðsins og hafa leikið 7 leiki (Hörður) og 5 leiki (Jóhannes). En ástæöan er líklega sú að mjög hefur reynt á markmenn Eyjaliðs- ins og þeir ekki staðið sig illa. Karl Sveinsson, sem kom til liðs við sitt gamla félag á miðju sumri hefur 2,60 í einkunn eftir 5 leiki. Aörir hafa minna en 2,50 stig að meðaltali. Jóhann Georgsson hef- ur skorað þrjú mörk fyrir liðið í sumar og Bergur Ágústsson 2. UBK Blikarnirhafanotað21 leikmann í sumar og þrír hafa leikið alla leik- ina — Guðmundur Valur Sigurðs- son, Magnús Magnússon og Jón Þórir Jónsson. Tveir hafa leikið 11 leiki, fjórir 10 leiki og tveir 9 leiki. Liðið hefur fengiö jafnar einkunnir fyrir leiki sína, en það dettur niður fyrir ÍBV vegna 0:7 tapsins fyrir Val. Fyrir þann leik fékk liðið sam- tals aðeins 14 í einkunn, næstum því 10 stigum undir meöaltali sum- arsins. Stigahæstir leikmannanna, • Guðni Bergsson er efstur varnarmanna Vals i stigagjöfinni, en Valsvörnin hefur aðeins létið & mörk í sumar. Hann á hér í návfgi f leik gegn FH. mmv V með um 2,40 stig hver eru mið- verðirnir Magnús Magnússon og Benedikt Guðmundsson, mark- vörðurinn Örn Bjarnason og Jón Þórir Jónsson. Jón Þórir er jafn- framt markahæstur með 5 mörk, en aðrir hafa ekki skorað fleiri mörk en eitt hver. Blikarnir eru í mikilli fallhættu en þeir eiga eftir að leika við flest liðin í neðri hluta deildarinnar og eiga því ennþá góða möguleika á að halda sér í deildinni. Víðismenn grófastir? Ef gul spjöld eru mælikvarði á það hve grófa knattspyrnu lið spil- ar þá er ekki vafi á hvaða lið hefur þann vafasama vinning. Víðismenn hafa fengið samtals 17 gul spjöld það sem af er deildarkeppninni, og einnig eitt rautt. Næstir koma Skagamenn og Þórsarar með 14 gul spjöld, og eitt rautt hvort lið, þá KR með 11 gul spjöld, FH-ingar og Framarar með 10 spjöld, Keflvíkingar með 9 spjöld (og eitt rautt) en prúðustu liðin eru Vals- menn og Blikar með sex spjöld hvort lið. Þeir leikmenn sem fengiö hafa rautt eru Sigurbjörn Viðars- son, Þór, Valþór Sigþórsson ÍBK, Sveinbjörn Hákonarson ÍA og Daní- el Einarsson Víði. Sveinbjörn Hákonarson ÍA fær þann vafasama heiður að teljast annað hvort gróf- asti eða kjaftforasti leikmaður mótsins til þessa því hann hefur fengið fleiri gul spjöld en aðrir ein- stakir leikmenn — 5 talsins, auk rauða spjaldsins. Að lokum er hér staöan í mótinu og listi yfir markahæstu leikmenn: Staðan Fram 12 9 2 1 27- - 7 29 ÍBK 12 8 0 4 15- -14 24 Valur 12 7 2 3 18- - 5 23 ÍA 12 5 3 4 19- -12 20 Þór 12 5 2 5 16- -21 17 KR 12 3 6 3 13- - 9 15 FH 12 4 2 6 17- -20 14 Víðir 12 3 3 6 9- -16 12 UBK 12 3 2 6 10- -21 11 ÍBV 12 1 2 9 10- -27 5 Og markahæstu leikmenn eru þessir: GuðmundurTorfason, Fram 13 Ingi Björn Albertsson, FH 6 Valgeir Barðason, ÍA 6 GuðmundurSteinsson, Fram 6 Óli Þór Magnússon, ÍBK 5 Hlynur Birgisson, Þór 5 Kristján Kristjánsson, Þór 5 Jón ÞórirJónsson, UBK 5 Sigurjón Kristjánsson, Val 5 • Óli Þór Magnússon hefur reynst Keflvíkingum vel í sumar, skorað fimm mörk og staðið sig vel. Hór er hann í þann mund að skora gegn Víði í leik í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.