Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 47

Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 47 Slæm varnarmistök kostuðu FH bikarsætið • Guðmundur Albertsson vann bæði bikar og deild meft Vfking- um á síðasta keppnistímabili. Guðmundur hefur gengið í KR og liðið stefnir á toppinn f vetur. ÍBK varð f gærkvöldi síðasta liðið til að tryggja sér sæti í und- anúrslitum mjólkurbikarkeppn- innar er liðið sigraði FH á Kaplakrikavellinum f gærkvöldi 1-0. Liðið fylgir því Val, Fram og ÍA f undanúrslitin og það eru því fjögur efstu lið íslandsmóts- ins sem enn halda sæti sfnu f bikarnum. Leikmenn ÍBK komu mjög ákveðnir til leiks, vel studdir af klappliði frá Suðurnesjunum. Þrátt fyrir góð tök á leiknum náði liðið ekki að skapa sér umtalsverð marktækifæri í fyrri hálfleik ef und- anskilið er markið sem kom eftir slæm varnarmistök. Magnús Páls- son hugðist þá senda knöttinn aftur til Gunnars Straumland en Óli Þór Magnússon komst inn í sendinguna og lagði boltann út í vítateiginn til Freys Sverrissonar sem skoraði af öryggi. Handknattleikur: KR líklegt til stórræða — Guðmundur Albertsson bætist í hópinn GUÐMUNDUR Albertsson, lands- liðsmaður, sem lék með Vfking- um í fyrra, gekk til liðs við sína gömlu fólaga f Vesturbænum í gær og leikur því aftur með KR. Guðmundur er fjórði leikmaður- inn, sem hefur bæst í hóp KR-inga á síðustu dögum. Hinir eru Hans Guðmundsson, Sverrir Sverrisson og Gísli Felix Bjarnason. Þessir leikmenn koma til með að styrkja KR mikið og liðið verður örugglega í toppbaráttunni í vetur. Aðrir fjór- ir leikmenn liðsins hafa verið valdir til æfinga með unglingalandslið- inu, þeir Þorsteinn Guðjónsson, Páll Ólafsson, Konráð Ólafsson og Guðmundur Pálmason. Kristján Örn Ingibergsson, for- maður Handknattleiksdeildar KR, sagöi í gær í samtali við blaöa- mann Morgunblaðsins að mikill hugur væri í KR-ingum og kominn væri tími til að liðið væri í hópi þeirra bestu. „Ólafur Jónsson, hinn nýi þjálfari liðsins, þekkir ekki ann- að en velgengni. Hann gerir miklar kröfur til leikmannanna og þeir eru tilbúnir að leggja allt á sig til að komast á toppinn. Efniviðurinn er fyrir hendi og við lítum björtum augum til keppnistímabilsins" sagði Kristján Örn. Heimamenn voru nálægt því að jafna í annars tilþrifalitlum hálfleik. Pálmi Jónsson skallaði framhjá frá markteig eftir góða fyrirgjöf Viðars Halldórssonar. Það var öllu meira líf í heima- mönnum í byrjun síðari hálfleiksins en ekkert um umtalsverð færi. Síðasti stundarfjórðungurinn bauð hinsvegar upp á marktækifæri á báða bóga. Freyr var nálægt því að skora sitt annað mark er hann komst framhjá Gunnari en hann missti boltann of langt frá sér. Þá skapaðist mikil þvaga upp við mark ÍBK fimm mínútum fyrir leiks- lok en Herði Magnússyni mistókst að nýta sér færið. Síðustu mínútur leiksins sótti ÍBK stíft og Ingvar Guðmundsson var nálægt því að innsigla sigurinn er hann náði að leika á Gunnar markvörð, en hann missti boltann út fyrir endamörk. Lið Keflavíkur fer vaxandi með hverjum leik og sigur liðsins í gærkvöldi hefði vel getað orðið stærri. Vörnin er án efa sterkasti hluti liðsins með Einar Ásbjörn sem aftasta mann. Þá vann Sig- urður Björgvinsson ófá einvígin á miðju vallarins og studdi auk þess vel við bakið á sóknar- og varnar- mönnum. Lið FH var langt frá því að vera heilsteypt. Leifur Garðarsson komst þokkalega frá hlut sínum í annars jöfnu liði en sérstaklega var athyglisvert hve sóknarmenn liðs- ins höfðu úr litlu að moða gegn „Keflavíkurmúrnum". Ólafur Sveinsson dæmdi þokka- lega. Hann gaf eitt gult spjald, Henning Henningssyni, FH, en þau hefðu mátt vera fleiri. -fros ÍKvann UMFG ÍK VANN nauman sigur yfir Grindvíkingum í gærkvöldi er liöln mættust í 3. deildinni. Kópavogs- liðið skoraði eina mark leiksins og það var Þórhallur Gunnarsson sem sá um að gera það. Gult spjald á formann KSÍ ÞAÐ hefur verið stefna knatt- spyrnudómarasambandsins að elta ekki ólar við blaðaskrif og umtal hverskonar. En undan- farið hefur verið fjallað um málefnl dómara af slfku þekk- ingarleysi, að steininn tekur úr, og er þess vegna gerð sú und- antekning á að svara. Dómaramál hafa verið í brennidepli fjölmiðla nú undan- farið og skal nú leiðrétt það sem rangt hefur verið sagt um þessi mál. Formaður KS( gerir sig beran aö slíkri vanþekkingu á málum er snerta dómara, aö undrun og óánægju hefur vakið hjá knatt- spyrnudómarasambandinu. ( samtali við Morgunblaðið þann 19.7. er Ellert Schram formaður KSÍ inntur álits á ferðakostnaði dómara vegna þeirrar gagnrýni sem fram kom í bréfi frá Stefáni Gunnlaugssyni formanni KA deg- inum áður. Segir Ellert m.a. að viss ágreiningur sé milli KS( ann- ars vegar og dómarasambands- ins hins vegar um val á dómurum, hæfnispróf og fleira. Þessi fullyrðing formanns KS( (ef rétt er eftir höfð) er röng. Þing KSf haldið í Eyjum í fyrrahaust komst að þeirri niðurstöðu að málefni knattspyrnudómara væru best komin hjá þeim sjálf- um. Ennfremur er eftir Ellerti haft að „Dómarasambandið ann- ist niðurröðun dómara á leiki og dómaranefnd KS( samþykki síðan þær ákvarðanir." Þetta er Ifka alrangt og í raun merkileg fáfræði hjá formanninum. Sú nefnd sem annast niður- röðun dómara á leiki, og kallast illu heilli dómaranefnd, er skipuð þremur mönnum, 2 eru skipaðir af KSf og 1 frá dómarasam- bandinu. Þessi nefnd, en ekki dómarasambandiö, raðar dóm- urum niður á leiki og þessi nefnd heyrir undir KS( en ekki dómara- sambandið. Vonast ég nú til aö óg þurfi ekki að sýna formanni KSÍ fleiri gul spjöld vegna þessa máls. Hitt er svo aftur annað mál að vissulega er talsverður kostn- aður því samfara að senda dómara landshluta á milli. En það hefur alveg gleymst í þessari umræðu að íþróttafélögin vel flest hafa alveg vanrækt dómara- málin með þeim afleiðingum að nú eru t.d. aðeins fimm lands- dómarar á Norður- og Austur- landi, sem fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru, 3 A-dómarar (1. deild) og 2 B-dómarar (2. deild). Á þessu svæði eru Þór í 1. deild, KA, KS, Völsungur og Einherji í 2. deild og KA í 1. deild kvenna. Það segir sig sjálft að fá verður dómara annars staðar frá á svæðið þar sem stundum eru tveir, þrír og jafnvel fjórir leikir á Norðurlandi sama daginn. F.h. stjórnar Knattspyrnu- dómarasambands íslands, Heimir Bergmann. Morgunblaðið/Ami Sæberg • Freyr Sverrisson er hér kominn einn í gegnum vöm FH og fram hjá Gunnari Straumland en hann náði ekki til boltans og ekkert varð úr þessu annars ágæta marktækifæri. KR vann KR-ingar brugðu sór norður á Akureyri til þess að leika við Þór í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Eft- ir að seinka þurfti leiknum tals- vert vegna þess hve seint KR-ingar komu norður sökum þoku á flugvellinum tókst að leika leikinn og Vesturbæjarliðið skor- aði þrjú mörk í fyrri hálfleik og eftir það var ekki meira skorað í leiknum. Mörkin gerðu þær Margrét Leifsdóttir og Kristrún Heimis- dóttir sem skoraði tvö mörk. Létthjá r ÍA-konum ÞAÐ var frekar auðveldur leikur hjá Skagastúlkum í gærkvöldi er þær fengu Haukana f heimsókn upp á Akranes. Fjögur mörk f fyrri hálfieik og þrjú f þeim síðari þannig að lokatölur urðu 7:0 fyrir Karítas Jónsdóttir skoraði þrjú marka Skagastúlknanna og Ásta Benediktsdóttir tvö en þær Sæunn Sigurðardóttir og Kristín Reynis- dóttir gerðu eitt mark hvor. Liverpool kaupir Frá Bob Hennessy, fróttaritara Morgunblaösins f Englandi. LiVERPOOL keypti f gær Barry Venison, fyrirliða Sunderland og enska landsliðsins undir 21 árs. Venison er 21 árs gamall og leik- ur stöðu hægri bakvarðar og þykir mjög efnilegur leikmaður. Kaupverðið var 200.000 pund. Fyrrverandi Liverpool-leikmaður og núverandi framkvæmdastjóri Glasgow Rangers, Graeme Sou- ness, gerði í gær tilboð í Terry Butcher og er tilbúinn að greiða Ipswich 800.000 pund fyrir kapp- ann. Forráðamenn Ipswich hafa samþykkt kaupin en Butcher er ekki enn búinn að gefa ákveðið svar. Knattspyrna: Þrjú hraðmót íHollandi FYRR á þessu ári var aflátt leik- banni enskra fólagsliða f Evrópu. Þau máttu ekki leika á umráða- svæði UEFA en nú mega þau leika f æfingamótum þó svo þeim sé enn meinuð þátttaka f Evr- ópukeppnum. Ensku liðin hafa nýtt sér þetta vel og f ágúst verða þrjú hraðmót f Hollandi þar sem lið frá Englandi eru meðal þáttt- akenda f tveimur. Fyrsta mótið verður í Rotterdam og þar leika heimamenn, Feye- noord, Werder Bremen, Santos frá Brasilíu og Everton. Mót þetta verður 1. til 3. ágúst. ( Eindhoven leika heimamenn, Anderlecht, Mönchengladbach og lið frá Brasilíu sem heitir Gremio. Þetta mót er 9. og 10. ágúst og dagana 8. og 9.ágúst leika Ajax, Manchester United, Dinamo Kiev og Botago frá Brasilíu og fer þetta mót fram í Amsterdam. Hér er tilvalið tækifæri fyrir ís- lendinga sem verða á ferðinni í Evrópu að líta á nokkur frægustu lið Evrópu og sjá góða knatt- spyrnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.