Morgunblaðið - 31.07.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 31.07.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 Lögreglan leitaði að fíkniefnum FÍKNIEFN ADEILD lögreglunn- ar í Reykjavík leitaði í tveimur húsum í Reykjavík aðfaranótt gærdagsins. Ekki fundust nein fíkniefni, en lagt var hald á áhöld sem notuð eru við neyslu fíkni- efna. Lögreglan sagði að grunur hefði leikið á að fólk í húsum þessum hefði fíkniefni undir höndum, en eins og áður sagði fannst ekkert við leitina. Sex voru þó fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu, en var sleppt að henni iokinni. Veiðiþjófar í Kollafirði LÖGREGLUNNI í Hafnarfirði var tiikynnt í gær að líklega væri net í sjó í Kollafirði og var óttast að það tilheyrði veiðiþjóf- um sem væru á höttunum eftir laxi. Lögreglan fann netið og revndist þá vera einn sex punda lax í því. Það var um klukkan 19 í gær að gæslumenn við laxeldisstöðina í Kollafirði tilkynntu að þeir teldu sig sjá net í sjó í Kollafirði miðjum, undan Naustanesi. Lögreglan fékk til liðs við sig mann úr björgunar- sveitinni á Kjalamesi og flutti hann lögreglumenn að netinu í gúmbát. Reyndist þá vera einn lax í netinu, sem sennilega er ýsunet. Gæslu- menn laxeldisstöðvarinnar sögðust hafa tekið eftir hvítum báti á firðin- um að undanfömu, en settu farir hans þá ekki f samband við veiði- þjófnað. Alltaf fjölgar þeim sem kærðir eru SÍFELLT fleiri eru kærðir fyrir of hraðan akstur því lögreglan hefur verið við hraðamælingar um allt land frá síðustu helgi. Á þriðjudag voru 46 ökumenn kærðir og 180 áminntir fyrir að aka of greitt. Sá hópur ökumanna sem kærðir hafa verið fyrir of hraðan akstur frá því að herferð lögreglunnar og Umferðarráðs hófst stækkar því stöðugt og nú hafa 358 verið kærð- ir og 1.838 hlotið áminningu. Lögreglan heldur áfram mælingum næstu daga, enda er mesta ferða- helgi landsmanna, verslunarmanna- helgin, að nálgast. Morgunblaðið/ J úiíus Birgir Siguijónsson með símastrengi sem skemmdarverkamenn hjuggu sundur á Hellisheiði nýlega. Ljósleiðarastrengurinn er til vinstri. Taldi Birgir það hafa tekið viðkomandi hátt í tvo tima að ná þeim í sundur. Skemmdarverk unnin á ljósleiðarastrengjum SKEMMDARVERK hafa verið unnin á nýja Ijósleiðarastrengnum sem verið er að leggja frá Reykjavík austur að Hvolsvelli, þar sem hann lá i skurði skammt vestan við skiðaskála ÍR sunnan við Skarðsmýrarfjall á Hellisheiði. Áætlað er að viðgerð kosti um 200 þús. krónur. Skemmdimar á strengnum uppgötvuðust þegar starfsmenn Pósts og síma mældu hann og röktu bilunina að skemmdunum. Strengurinn var lagður fyrir hálf- um mánuði og lá ofan í skurði. Strengurinn er yfirleitt plægður niður en þar sem mikið er um gijót er grafinn skurður og strengurinn lagður þar í. Á einum slíkum stað höfðu ljós- leiðarastrengurinn og venjulegur símastrengur sem er lagður með honum, verið höggnir í sundur. Ekki var búið að hylja strenginn og þvi auðvelt að komast að hon- um. „Það er erfítt að ímynda sér hvaða tilgangur liggur að baki þessu verki," sagði Birgir Sigur- jónsson, yfirdeildarstjóri línudeild- ar Pósts og síma, þegar Morgunblaðsmenn skoðuðu skemmdimar. „Eftir verksum- merkjum að dæma, giska ég á að það hafi tekið skemmdarvarg- inn allt að tvo tíma að sarga strengina sundur.“ Málið er nú í höndum lögregl- unnar á Selfossi, og RLR hefur fengið strenginn til rannsóknar. Einn starfsmanna Pósts og síma varð var við rauðan Scout-jeppa á þessum slóðum 21. júlí. Allír sem hafa orðið varir við manna- ferðir á þessum slóðum eru beðnir að láta lögregluna í Ámessýslu vita. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Undirbúningur næstu þingkosninga hafinn STJÓRN fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að auglýsa eftir fram- boðum til kjömefndar fulltrúa- ráðsins vegna alþingiskosning- anna sem framundan eru. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri fulltrúa- ráðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hér væri stigið fyrsta skref til undirbúnings næstu þingkosninga. Hann kvað verkefni kjömefndarinnar, að gera tillögu til fulltrúaráðsins um skipan framboðslista flokksins, ef prófkjör væri ekki viðhaft, en þegar um próf- kjör væri að ræða, væri kjömefnd- inni ætlað að koma saman prófkjörslista og gera tillögu um framboðslista að prófkjöri loknu. Gunnlaugur kvað það venju að kjósa kjömefnd fulltrúaráðsins í Reykjavík með góðum fyrirvara. Kjömefnd vegna borgarstjómar- kosninganna í maí sl. hefði verið kosin í september í fyrra og próf- kjör vegna kosninganna farið fram í nóvember. Hann sagði að ákvörð- un um prófkjör fyrir þingkosning- amar hefði enn ekki verið tekin, en það væri verkefni almenns fund- ar fulltrúaráðsins. Margeir einn efstur MARGEIR Pétursson stórmeist- ari er nú einn efstur á alþjóðlega skákmótinu í Gausdal í Noregi með 4 xh vinning. Hann vann Bjarke frá Noregi í 5. umferð, sem tefld var í gær. Margeir hafði svart, en náði strax undir- tökunum og Norðmaðurinn lagði niður vopnin eftir 40 leiki. Jafnir í 2.-3. sæti eru tékknesku stórmeistaramir Jansa og Plachetk- ha með 4 vinninga. Þeir tefldu saman í 5. umferð og gerðu jafn- tefli. Sex skákmenn koma svo á hæla þeirra með 3‘/2 vinning. Karl Þorsteins vann skák sína í gær og hefur nú 3 vinninga. Þröstur Áma- son vann einnig og er kominn með 2 vinninga, en Hannes Hlífar Stef- ánsson tapaði og hefur því enn IV2 vinning. Ráðherra gengur gegn Skólamála- ráði Reykjavíkur Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, setti á mánudag Bjarna Daníelsson skólastjóra Myndlista- og handíðaskóla ís- lands (MHÍ). Á fundi sínum 16. júlí sl. tók Skólamálaráð Reykjavíkur afstöðu til umsækj- enda um stöðuna að beiðni Sverris. Atkvæði í ráðinu féllu þannig að Torfi Jónsson, sem hefur verið settur skólastjóri undanfarin 4 ár, hlaut 4 at- kvæði. Einn fulltrúa sat hjá. „Eg er mjög undrandi á þessari ákvörðun Sverris,11 sagði Einar Hákonarson, fyrrverandi skóla- stjóri MHÍ í samtali við Morgun- blaðið. „Eg skil ekki af hveiju ráðherrann tekur ekki tillit til vilja fræðsluráðs í Reykjavík, ekki síst þar sem borgin greiðir tæpan helming kostnaðar við skólann.“ Einar sagði að hann hefði ekki fengið svar við því af hveiju starfið hefði yfirleitt verið auglýst iaust til umsóknar. Torfi væri búinn að vera settur skólastjóri í ijögur ár og hefði að sínu mati staðið sig mjög vel. Ráðherra hefði því átt að skipa hann nema gild rök mæltu gegn því. Umsækjendur um stöðuna voru sex, Bjami Daníelsson, Daði Guð- bjömsson, Edda Óskarsdóttir, Halldór B. Runólfsson, Ríkarð Hördal og Torfi Jónsson. Þorbjöm Broddason fulltrúi Alþýðubanda- lags í skólamálaráði sagði að ástæðan fyrir hjásetu sinni hefði verið sú að hann treysti sér ekki til að taka afstöðu nema eftir Iengri umhugsunarfrest. Hinsvegar hefðu aðrir í ráðinu ekki hikað við að greiða atkvæði, og sagðist hann skilja afstöðu þeirra. I vor, eftir að skóla lauk, gekk stuðningsyfirlýsing við Torfa Jóns- son milli kennara við skólann. Að sögn Braga Asgeirssonar kennara skrifuðu nær allir þeir sem náðist til undir hana. Undirskriftalistinn var síðan sendur Sverri Hermanns- syni, nokkru áður en ljóst var hveijir sæktu um stöðuna. Auglýsendur athugið Vegna verslunarmannahelg- arinnar kemur Morgunblaðið ekki út sunnudaginn 3. ágúst. Næsta blað eftir helgina kem- ur út miðvikudaginn 6. ágúst. Ráðherrar fara fram á 43 millj- arða fjárveitingu FJÁRLAGAGERÐ fyrir næsta ár var á dagskrá fundar þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, sem Bjór í Berki VIÐ LEIT Tollgæslunnar um borð f Berki NK 122 á þriðjudag fundust 55 kassar af bjór. Skipið var þá að koma frá Grimsby í Englandi. Fimm menn frá Tollgæslunni í Reykjavík komu til Neskaupsstaðar á þriðjudagsmorgun og fóm út í skipið þar sem það lá undan landi á Norðfirði. Leituðu þeir frá klukk- an 10 um morguninn og næstu 6 tímana og fundu, eins og áður sagði, 55 kassa af bjór. hófst á Sauðárkróki í gær. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hafa ráðherrar stjómarflokk- anna farið fram á rúmlega 43 milljarða króna fjárveitingu á næsta ári. Sömu heimildir herma að stefnt sé að því að afgreiða Ijárlög með 1,3 milljarða króna halla og að gjöld ríkissjóðs verði 38,3 milljarðar. Enn er ekki ljóst hvemig komið verður á móts við beiðni einstakra ráðu- neyta. Á fundinum vom bankamál einn- ig rædd og þá sérstaklega málefni Utvegsbankans, en engar ákvarð- anir vom teknar. Haldið verður áfram að ræða fjárlög næsta árs og bankamál á fundi þingflokksins í dag. Ráðherrarnir og handritin FORMLEG lok handritamálsins fara fram við hátíðlega athöfn á Þingvöllum á morgun, en í gær litu Bertel Haarder, kennslu- málaráðherra Danmerkur, og Svemr Hermannsson, mennta- málaráðherra, á handritin í Stofnun Arna Magnússonar. Á myndinni fræðir Jónas Kristjánsson, forstöðumaður stofnunar- innar, ráðherrann danska um handritin. Yfir axlir þeirra fylgist menntamálaráðherra vel með og sendiherra Dana á íslandi, Hans A. Djurhuus, er hægra megin við Haarder.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.