Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 4

Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 4
4 MORGUNBLAJDIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 Alþjóða náttúruverndarsjóðurinn: Skora á Steingrím að hefja ekki veiðar á ný ÆÐSTI maður Alþjóða náttúru- vemdarsjóðsins, World Wildlife Fund, skoraði í gær á ríkisstjóra íslands að hefja ekki hvalveiðar á ný eftir yfirstandandi hlé á veiðunum. „Við vonum í einlægni að ykkur verði kleift að stunda hvalarann- sóknir ykkar án þess að slátra hvölum," sagði í yfírlýsingu til Steingríms Hermannssonar for- Jóhann Siguijónsson sjávarlíffræðingnr: 10 milljónum varið í hvalarannsóknir sætisráðherra, sem leiðtogi WWF, Charles de Haes, sendi AP-frétta- stofunni í Gland í Sviss. De Haes óskaði Steingrími til hamingju með að hafa gert hlé á hvalveiðum í vísindaskyni og hvatti ríkisstjómir Suður-Kóreu og Noregs til að fara að fordæmi íslendinga. Jafnframt þessu var því haldið fram af öðrum talsmanni WWF í Gland, Elizabeth Kemf, að ástæða þess að hrefnuveiðar Norðmanna í NA-Atlantshafi hafa gengið illa væri sú, að verulega væri gengið á stofninn, sem veitt er úr. Eliza- beth Kemf hafði eftir vísindamönn- um Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Cam- bridge í Englandi, að ekki væru eftir nema 30-40 þúsund hrefnur á veiðisvæði Norðmanna. Uppr- unaleg stærð stofnsins hafí verið 200-300 þúsund dýr. AP-fréttastofan hafði eftir tals- manni norska sjávarútvegsráðu- neytisins á þriðjudag, að ástæðan fyrir tregum hrefnuveiðum væri tvíþætt: færri bátar stunduðu veið- amar nú en áður og auk þess hefði títt verið bræla á hrefnumiðunum. Vegna dræmrar veiði hefur norska ríkisstjómin ákveðið að ffamlengja veiðitímann um tvær vikur, til 1. ágúst, sagði einnig í AP-frétta- skeytinu. Forstöðumaður íslandsdeildar bandaríska utanríkisráðuneytisins í samtali við Morgunblaðið: „Viljum forðast hverskonar ágreining við Islendinga“ — gerum allt sem í okkar valdi stendur til að leysa málið, segir Dick Christensen — enn stendur til að veiða 200 hvali í ári ÞAÐ SEM af er þessu ári hefur um tíu milljónum króna verið varið til hvalarannsókna hér á landi. Mánaðarlega frá áramót- um hefur Hvalur hf. borgað 1,3-1,5 milljónir króna til vísinda- rannsóknanna, að því er Jóhann Siguijónsson, sjávarliffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins i gær. Jóhann er helsti hvalasér- fræðingur íslendinga. Hann er aðalhöfundur rannsóknaráætl- unarinnar, sem unnið er eftir og hefur yfirumsjón með rannsókn- iinnm. „Við vitum ekki betur en að enn standi til að veiða 200 hvali á þess- ari vertíð - 120 stóra hvali og 80 hrefnur," sagði Jóhann. „Þegar er búið að veiða 59 langreyðar af 80, sem fyrirhugað er að veiða, og 16 sandreyðar af 40. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hrefnu- veiðamar en oft hefur besti tíminn til þeirra veiða verið í ágúst og þeim væri hægt að halda áfram fram í október." Hann sagði að eina breytingin, sem gerð hefði verið á rannsóknar- áætluninni — sem sala afurða veiddra hvala á að standa undir — væri sú, að hætt hefði verið við að merkja hrefnur í ár, þær væru þess í stað taldar úr lofti. Sú aðferð „lo- far góðu“, sagði Jóhann. — En hvemig fer með rannsókn- aráætlunina ef veiðamar hefjast ekki á ný eftir 20. ágúst? „Ja, þá þarf heldur betur að taka áætlunina til endurskoðunar og eins samninginn við Hval hf.,“ svaraði Jóhann Siguijónsson. vildi ekki láta nafns getið. Hann kvað embættis- og stjóm- málamenn vestra gera sér grein fyrir að deilan væri að verða hávær- ari en gott gæti talist og að hún væri að taka á sig pólitískt yfír- bragð. „Við höfum reynt að leysa málið með það I huga, að sam- skipti landanna geti áfram verið vingjamleg," sagði hann. „Okkar vandi er sá, að lögin gefa viðskipta- ráðherranum ekki mikið svigrúm — „VIÐ teljum þetta mál vera mjög alvarlegt og viljum gera allt, sem f okkar valdi stendur til að komast hjá því að setja fram staðfestingu við forsetann þess efnis, að íslendingar bijóti í bága við samþykktir Alþjóða- hvalveiðiráðsins," sagði Dick „ÞAÐ HAFA engar umræður orðið um efnahagslegar refsiað- gerðir gegn íslendingum," sagði Bernard Kalb, talsmaður banda- ríska utanrikisráðuneytisins, á fundi með fréttamönnum í Was- hington sl. föstudag, þegar hann var spurður um fregnir þess efn- við erum mjög bundnir af gildandi lögum. Það er alltaf óskemmtilegt að þurfa að grípa til bandarískra laga, sem koma sér illa fyrir vina- þjóðir okkar og við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur til að komast hjá ágreiningi. Við erum ekki að skipa ykkur fyrir en við verðum að fara að lögum.“ — Þýðir það að íslendingar verði alfarið að hætta hvalveiðum ef ekki Christensen, yfirmaður íslands- deildar (Iceland Desk) banda- riska utanríkisráðuneytisins, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Hann lagði ríka áherslu á, að stjómvöld vestra hefðu miklar áhyggjur af þróun hvalveiðideilu is. Síðan sagði hann: „Bandaríkin og ísland hafa átt einlægar við- ræður varðandi samþykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins með það í huga að koma í veg fyrir trufl- un á góðri vináttu landanna." Hann bætti við að hann reiknaði með að viðræðunum yrði haldið á að vera hætta á að viðskiptaráð- herrann he§i undirbúning þess að stjóm ykkar beiti íslendinga við- skiptaþvingunum? „Viðræður viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna og íslensku ríkis- stjómarinnar verði að leiða það í ljós. Okkur sýnist ljóst, að viðræð- umar í næstu viku verða að minnsta kosti að leiða til bráðabirgðalausn- ar, sem komi í veg fyrir að við- skiptaráðherrann þurfí að staðfesta við forsetann að Islendingar bijóti í bága við alþjóðlegar samþykktir um vemdun hvala. Það teljum við brýnast," sagði bandaríski embætt- ismaðurinn. íslendinga og Bandaríkjamanna og vildu fyrir alla muni eiga viðræður við íslenska ráðamenn, sem gætu leitt til viðunandi lausnar fyrir báða aðila. „Bæði við og íslenska ríkisstjómin þurfum að hafa tíma til að ráða í stöðu málsins, setja stefnuna fasta niður og eiga op- inskáar viðræður um vandann," sagði Christensen. „Sannleikurinn er sá, að okkar stefna í málinu er ekki fullmótuð og ég þykist vita, áfram. Á daglegum fréttamannafundi í bandaríska utanríkisráðuneytinu sl. mánudag, 28. júlí, var enn fjallaö um hvalveiðar íslendinga. Sam- kvæmt orðréttri útskrift frá fundin- um, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, var þessi spuming lögð fyrir Bemard Kalb: „Forsætisráðherra íslands sagði í dag að hann væri bálreiður („mad as hell“) í garð Bandaríkjanna vegna þess að hótað hefur verið að draga úr fískinnflutningi frá íslandi vegna deilunnar um hvalveiðar í vísindaskyni. Hann sagði eitthvað á þá leið, að taka þyrfti samskipti landanna til endurskoðunar í ljósi furðulegrar („outlandish") fram- komu Bandaríkjanna. Hvað hefurðu að segja um þetta?“ Kalb svaraði: „Ummælin sem höfð eru eftir forsætisráðherra ís- lands, Steingrími Hermannssyni, voru viðhöfð áður en hann tók um það ákvörðun 25.JÚM að fresta um tíma hvalveiðum íslendinga á með- an viðræðum Bandaríkjanna og íslands verður haldið áfram. Bandaríkjamenn hafa staðfest við ríkisstjóm íslands, að að svo stöddu verði ekki komist að þeirri niðurstöðu, að Island dragi úr gildi stofnsáttmála Alþjóðahvalveiðiráðsins né vemd- unaráætlun þess (þ.e. að það kemur ekki til staðfestingarkæru sam- kvæmt bandarískum lögum, sem er fyrsta skrefíð áður en refsiað- gerðir kæmu til álita).“ að íslenska stefnan sé það ekki heldur." Hann sagði að þrátt fyrir nokkra fundi fulltrúa rikjanna væru ýmis atriði í málinu óljós og það hlé, sem nú hefði verið gert á hvalveiðum íslendinga, ætti að gefa báðum aðilum tækifæri til að talast við. „Tengsl okkar við ísland eru okkur mjög mikilvæg og við viljum ekki láta það líta svo út, að við séum með yfirgang í ykkar garð,“ sagði hann. „Við viljum gera okkar besta til að leysa málið og erum að gera okkar besta til þess.“ Christensen sagði að í gær hefði utanríkisráðuneytið bandaríska gefíð út svohljóðandi yfírlýsingu: „Rauði þráðurinn í yfírstandandi viðræðum okkar um hvalveiðar Islendinga er skilyrði í banda- rískum lögum. Viðskiptaráðherr- ann verður að setja fram staðfestingarkæru gagnvart er- lendu ríki þegar hann kemst að þeirri niðurstöðu, að borgarar þess ríkis stundi hvalveiðar, sem draga úr gildi stofnsáttmála Alþjóðahval- veiðiráðsins eða vemdunarráðstöf- unum þess. Staðfestingarkæran leiðir ekki sjálfkrafa til stöðvunar innflutnings fískafurða. Ef ríki hefur fengið staðfestingarkæru þá hefur forsetinn heimild til, en er ekki skuldbundinn, til að banna innflutning, að öllu leyti eða hluta, á fiskafurðum frá viðkomandi ríki að svo miklu leyti sem það er í samræmi við GATT-samkomulagið um verslun og tolla. Innan sextíu daga frá staðfestingarkærunni ber forsetanum skylda til að gefa Bandaríkjaþingi skýrslu um þær aðgerðir, sem hann hefur gripið til í framhaldi af staðfestingarkæ- runni. Til að komast hjá staðfest- ingarkæru hefur Bandaríkjastjóm látið í ljós hversu alvarlegum aug- um hún lítur núverandi ástand á íslandi og hefur óskað eftir að ís- lendingar hætti hvalveiðum þegar í stað eða geri hlé á hvalveiðum á meðan viðræðum okkar er haldið áfram. Yfírstandandi viðræður eru hluti af viðleitni okkar til að koma í veg fyrir að nauðsynlegt verði að leggja fram staðfestingarkæru og til að forðast hverskonar erfíð- leika í samskiptum okkar við ísland sem er vinveitt þjóð og í bandalagi við okkur.“ Talsmaður sjávarútvegsdeildar bandaríska utanríkisráðuneytisins: Deilan að verða hávær- ari en gott getur talist „ÍSLENSK stjómvöld eiga valið en okkur sýnist að fátt komi til greina nema að hætta veiðum alveg eða fresta þeim á meðan viðræðurnar fara fram. Hvað gerist síðan er óvíst — viðræður íslenskra og bandarískra stjóravalda verða að leiða það í Ijós,“ sagði talsmaður sjávarútvegsdeildar bandaríska utanrQdsráðu- neytisins í samtali við blm. Morgunblaðsins um deilur íslendinga og Bandaríkjamanna um hvalveiðar í vísindaskyni. Talsmaðurinn Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington á fréttamannafundi: „Engar umræður um refsi- aðgerðir gegn Islandi“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.