Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 5 [ Starfshópur um öiyg-gis- mál ríkisins RIKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að myndaður skyldi starfshópur tO að fjaUa um leiðir tU þess að auka samstarf þeirra ráðuneyta og stofnana er starfa með einhveijum hætti að öryggismálum ríkisins. Starfshópur þessi er skipaður ráðuneytisstjórum dómsmálaráðu- neytis og utanríkisráðuneytis, skrifstofustjóra vamarmálaskrif- stofu og lögreglustjóranum í Reykjavík, undir forystu Baldurs Möller, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra, sem er fulltrúi forsætisráð- herra. I fréttatilkynningu frá ríkis- stjóminni segir, að til þess sé ætlast að starfshópurinn geri tillögur um úrræði er stuðli að markvissu starfi til að vinna gegn og uppræta ólög- mæta starfsemi er skaðað gæti íslenska ríkið og öryggi þess. Þá er þess óskað að starfshópurinn geri tillögur um samræmingu ráð- stafana til eflingar innra öryggi í stjómkerfinu. Telur ríkisstjómin rétt að athugað verði með hvaða hætti nágrannaþjóðir okkar, eink- um Danir og Norðmenn, haga öryggismálum sínum. Starfshópur þessi á að skila nið- urstöðum sínum til ríkisstjómarinn- ar innan sex mánaða. Atvinnumálanefnd Vestmannaeyja: Þriggja mílna landhelgi um- hverfis Eyjar Vestmannaeyjum. Á NÆSTA fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður væntan- lega tekin afstaða til fram- kominnar tillögu atvinnumála- nefndar um sérstaka fiskveiði- landhelgi við Vestmannaeyjar, sem nái þijár sjómílur frá fjöru- borði allra eyja og dranga. Formaður atvinnumálanefndar, Magnús H. Magnússon, fyrrverandi alþingismaður, lagði tillöguna fram í nefndinni og var hún þar sam- þykkt og send bæjarstjórn til afgreiðslu. Tillaga Magnúsar hljóð- ar svo: „Atvinnumálanefnd sam- þykkir að leggja til við bæjarstjóm að hún óski þess við sjávarútvegs- ráðuneytið, með vísun til 7. greinar laga nr. 81/1976 um veiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands, að hið fyrsta verði sett reglugerð sem banni allar veiðar með flotvörpu og botnvörpu, aðrar en húmartroll, í þriggja sjómílna fjarlægð frá ijöruborði allra eyja og dranga í Vestmanna- eyjum. Þó verði þeim bátum, sem nú em gerðir út frá Vestmannaeyj- um og stunda botnvörpuveiðar og hafa 400 hestafla aðalvél eða minni, veitt árstíðabundin undanþága frá þessu banni. Sú undanþága verði endurskoðuð að tveimur ámm liðn- um. Nefndin samþykkir að leita umsagnar Vestmannaeyjadeildar fiskifélagsins, útvegsbændafélags Vestmannaeyja og sjómannafélag- Börn í beltum fá viðurkenning'u FYRIR og um verslunarmanna- helgina mun Umferðarráð og lögreglan um allt land veita þeim börnum er sitja i bílbeltum eða barnabílstól viðurkenningu. Um er að ræða kort með ferða- leikjum og hollráðum, rissblokk og Tópaspakka frá Nóa hf. Fyrirtækið gaf þrjú þúsund Tópaspakka í þessu skyni, en á loki þeirra er einmitt ábending til fólks í bílum: „Spenn- um beltin — sjálfra okkar vegna". Nói hf. er einn þeirra aðila er ljáð hefur umferðarmálum lið með því að hafa þessi hvatningarorð á töflu- pökkum sínum endurgjaldslaust árum saman segir í fréttatilkynn- ingu frá Umferðarráði. anna í bænum áður en endanleg ákvörðun verður tekin." V I Ð E I G U M A L L T I V E I Ð I - FERÐINA Með von um góða veiÖi um verslunar- manna- helgina Langholtsvegi 111 Ajy 104 Reykjavík ) 6870 90 Sem allir hafa beðið eftir HÓFST í GÆR VERSLUNUM Toppsum- arvörurá mjög hag- stæðuverði. Einstakt tækifæri til hagstæðra kaupa fyrir aðalhelgi sumarsins. afsláttur /V' / ife'" ÉÍ LAUGAVEGI 66 — AUSTURSTRÆTI 22 — GLÆSIBÆ. SIMI FRA SKIPTIBORDI 45800. 4^ Í^uMu.rMi 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.