Morgunblaðið - 31.07.1986, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.07.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 13 Hvar sem þú ferðast — þá farðu með gát eftir Hannes Þ. Hafstein Þegar þessi vamaðarorð eru skrifuð hafa 45 látið af slys- förum hér á landi á móti 30 til jafnlengdar á sl. ári. — í þeim flokki sem kallast sjóslys og drukknanir hafa 12 látist en 11 á sl. ári. t umferðarslysum hafa orðið 17 banaslys en 12 á sama tíma í fyrra. í flugslysum hafa 8 manns lát- ist en enginn á árinu 1985. Af ýmsum orsökum hafa orðið 8 banaslys en 7 á sl. ári. Þessar staðreyndir ættu menn að hugleiða og festa sér vel í minni. Sérstaklega þegar nú fer í hönd ein mesta útivistar- og umferðarhelgi ársins. Þúsundir ferðamanna leggja leið sína út á þjóðvegina til hinna fjölmörgu fögru staða, sem íslensk náttúra geymir. Margir leita kyrrð- arinnar á öræfum uppi og aðrir þreyta kapp við sprettharðann fisk í ám og vötnum. Hinir verða þó fleiri, sem halda til mannfagnaða á skipulögðum mótssvæðum, þar sem fórnfús sjálfboðastörf hafa verið innt af hendi til að búa sem best í haginn fyrir þá er þangað sækja. Því er það heilög skylda mótsgesta að fara í einu og öllu eftir þeim reglum, sem mótsstjórnir setja á hverjum stað. Þær eru fyrst og fremst settar til að skapa móts- gestum vingjamlegt viðmót, meira öryggi og gera dvölina ánægju- legri. Margir eru þeir, sem eru að leggja upp í sína fyrstu útilegu, og eiga því margt ólært og óreynt. Þeirra besta veganesti er að leita ráða hinna reyndari um hagkvæm- an klæðnað og öruggan útbúnað. Ferðaáætlun og margvíslegur und- irbúningur ferðarinnar er upphaf hennar og hvemig slíkt til tekst er forsenda ánægjulegra og farsælla ferðalaga. Hollt er hveijum að hug- leiða í upphafi fei-ðar hvað fyrir kann að koma til þess að vera sem best undir það búinn að mæta hinu óvænta. Ef ferðaáætlun breytist, önnur leið valin, eða dvölin framlengd frá því sem í upphafi var ætlað, þá reynið ávallt að koma boðum þar um til þeirra sem heima bíða. Það er sjálfsögð tillitssemi og nærgætni við sína nánustu, sem áreiðanlega er þakksamlega þegin og kemur í veg fyrir óþarfa áhyggjur og eftir- grennslanir. Á meðan dvalið er í útilegunni er tjaldið heimili ferðamannsins og tjaldstæðið garðurinn. Frá mörgum hinna fegurstu staða em sagðar miður fagrar sög- ur um sóðaskap, spjöll á gróðri jarðar og skemmdarverk á ýmsum hlutum. Landvemd er hugtak, sem allir ættu að tileinka sér. Göngum vel um landið minnug þess að ill umgengni, trassaskapur og hirðu- leysi er augljós slysavaldur, hvar svo sem er. Alltof mörg slys og óhöpp hafa hent, er rekja má til þekkingarleys- is og vankunnáttu í meðferð gastækja. Sinnið slíkum búnaði af gætni og farið ávallt varlega með eld, hvort heldur er inni í tjöldunum eða utan þeirra. Mjög er nú í tísku að nota ferðagrill til matseldar í útilegunni og verður ávallt að gæta fyllstu varúðar í meðferð þeirra. Tryggja verður að þau séu stöðug og forðast ber að úða eða sprauta á viðarkolin eftir að þau taka að sviðna. Augljós sprengihætta er því samfara. Þótt nú ríki langir dagar og bjartar nætur, tekur sumri fyrr að halla en margur heldur og síðsumarsrökkrið sest snemma að. Handhægar luktir verða því ávallt að teljast til fastabúnaðar í útileg- unni á þessum árstíma. Það hefur löngum þótt íþrótt góð að renna fyrir fisk í ám og vötnum og fara í bátsferðir um víðfeðm fjallavötn. En oft er það svo að sjálf- sögð aðgæsla og varúð gleymast í ákafa veiðimennskunnar og gáska stundargamans. Staðhættir og aðr- ar aðstæður eru ekki metnar sem skyldi og því hafa alvarleg slys af hlotist. Veðráttan ísienska er um- hleypingasöm og misvinda er jafnan að vænta við fjallavötnin með krappri vindbáru, sem litlum og léttbyggðum bátum stafar hætta af. Það er því að mörgu að hyggja áður en ýtt er frá landi. Gangið úr skugga um að bátur og vél séu í fullkomnu lagi og annar nauðsyn- legur búnaður ávallt meðferðis, árar og ræði, tóg og austurtrog, einnig ljós og flautur til merkjagjafa. Lát- ið alla klæðast björgunarvestum og ofhlaðið ekki bátinn af fólki eða farangri. Hreyfíð ykkur sem minnst og sýnið sérstaka varúð, ef skipta þarf um sæti. Hvolfí bátnum þá reynið að komast á kjöl og vekið á ykkur eftirtekt. Hér geta mínútur skipt máli svo köld sem íslensku fjallavötnin eru. Þá verður að áminna alla þá, sem eru við stjóm hraðskreiðra báta að draga skilyrð- islaust úr ferð þeirra, þar sem minni fleytur em í nánd, segl- eða árabát- ar. Hin ört vaxandi og hraða umferð ætti að vera okkur öllum mikið áhyggjuefni svo stórra fóma, sem hún krefst ár hvert, bæði í þéttbýli og á þjóðvegum úti. Eins og áður var að vikið hafa þegar orðið 17 banaslys í umferð- inni og hundmð slasast og margir liggja örkumla í sjúkrahúsum og komast aldrei til fullrar heilsu. Hugleiðum þessar staðreyndir og látum þær okkur að kenningú verða. Hvatningu að auknu um- ferðaröryggi. Hér þarf mikið átak, samstöðu og samhug Qöldans, hvers einasta vegfarenda. Akstur á þjóðvegunum á að vera til hvíldar, ánægju og afþreyingar. Hann krefst aðgæslu og góðrar samvinnu við aðra vegfarendur og að ekið sé með jöfnum hraða. Góður ökumað- ur miðar ávallt hraðann við aðstæð- ur hveiju sinni. Og rétt er að áminna þá ijölmörgu reiðhjóla- og bifhjólamenn, sem fara um þjóðvegi landsins að nota höfuðhjálma, og klæðast ávallt yfírhöfnum í áber- andi lit. Skiptir þar engu hvort veður er þurrt og bjart eða skyggni slæmt vegna þoku og súldar. Hið sama ættu ökumenn bifreiðanna að temja sér varðandi notkun ökuljósa. Notkun þeirra skapar ótvírætt mik- ið öryggi þegar ekið er um vegina. Á þessum tíma árs eru flestir fjallvegir orðnir færir og ferðir um öræfaslóðir verða æ algengari. Hvorttveggja er að fleiri og fleiri leiðir um hálendið eru færar fólks- bifreiðum og svo eru bifreiðir með drifí á öllum hjólum miklu algeng- ari í dag, en var fyrir nokkrum árum. En hætturnar á hálendinu eru ávallt hinar sömu og því þarf að undirbúa slíkar ferðir vel og leita upplýsinga hjá gagnkunnugum áð- ur en lagt er af stað. Sérstaklega verður að gæta varúðar og fyrir- „Skyndihjálp er hin fyrsta bráðabirgða- hjálp, sem veitt er á slysstað, með fáum og fábrotnum hjálpar- gögnum. Vel búinn sjúkrakassi er því ómissandi í ferðalagið. Hafið slíkan búnað ávallt tiltækan í bílnum og bátnum, í tjaldinu og sumarbústaðnum.“ hyggju þegar aka þarf yfír hin fjölmörgu óbrúuðu straumvötn á öræfaslóðum. Leggið aldrei út í straumvötn á litlum aflvana bifreið- um með illa varða vél og rafkerfí. Hannes Þ. Hafstein Treystið aldrei að óreyndu að hjól- för sem liggja út í straumvötn sé sönnun þess að þar sé greiðfært. Kannið vöðin af fyrirhyggju og kynnið ykkur botninn og straum- lagið. Vert er að hafa í huga að straumvötn skipta oft um farveg og verða að skaðræðisfljóti á skömmum tíma. Skyndihjálp er hin fyrsta bráða- birgðahjálp, sem veitt er á slysstað með fáum og fábrotnum hjálpar- gögnum. Vel búinn sjúkrakassi er því ómissandi í ferðalagið. Hafíð slíkan búnað ávallt tiltækan $ bflnum og bátnum, í tjaldinu og sumarbústaðnum. Þegar komið er á slysstað þá setjið upp viðvörunar- merki svo aðrir sem leið eiga þar um geti gert sér grein fyrir því, hvað fyrir hefur komið og að þörf sé á hjálp þeirra og aðstoð. Þegar tilkynnt er um slys og aðstoðar er óskað þá munið að til- greina sem gleggst hvar slysstaður- inn er — hvers eðlis slysið er —' fjölda hinna slösuðu og hversu al- varleg meiðsli þeirra eru. Greinið frá nafni ykkar — hvar stödd — hvaðan hringt og símanúmer. Bíðið átekta svo hægt sé að ná til ykkar, ef leita þarf frekari upplýsinga og jafnframt til þess að hægt sé að láta ykkur vita um væntanlega hjálp og aðstoð, og í hveiju hún sé fólgin. Að lokum eitt, ágæta ferðafólk. Forðist samneytið við Bakkus, sem alltof oft hefur reynst óheill ferðafé- lagi og verið orsök hörmulegra slysa. Slysavamafélag íslands óskar ykkur öllum góðrar ferðar, ánægju- legrar útivistar og hvetur til varúðar á öllum leiðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Slysavamafélags íslands. SIYSAVARNAFEIAG ISLANDS ________NEVDARSlMI 91-27111 HJÁLPOGAÐSroÐ-LHT OG BJÖRGUN SUMAR á Vesturlandi Ferðafólk... Allir vegir liggja til Rómar en leiðin vestur og norður um land, eða suður liggur um Borgarnes. Og þar er Vöruhús Vesturlands. Það er enginn vegur að telja upp það sem fæst í Vöruhúsinu. Við segjum einfaldlega: Þar fæst allt í einni ferð. Það sem gleymdist heima þegar lagt var af stað, maturinn til að haldaferðinni áfram, allttil útivistar, smáhlutirtil að hafaofan af fyrir börnunum og blöð og tímarit handa þeim fullorðnu. Það borgar sig að I íta við í Vöruhúsinu. Þú átt hvort eð er leið hjá. Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.