Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 15

Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 15 Betri á plötu Sveinbjörn I. Baldvinsson NH0P-Tríó í Tjaldinu sl. sunnudagskvöld. Lokaatriði N’ART-hátíðarinnar 1986 var veglegt og vel sótt. Það voru djasstónleikar með tríói bassaheimsmeistarans danska, Niels Henning 0rsted Pedersen. Félagar hans að þessu sinni voru þeir Palle Mikkelborg, trompet og rafgræjur og Kenneth Knudsen, hljómborð. Allir eru þessir þre- menningar frægir í heimalandi sínu fyrir margháttuð afrek á sviði riþmískrar tónlistar. Þar fyr- ir utan er svo NH0P auðvitað heimsfrægur. Palle Mikkelborg er líka pínu heimsfrægur eftir að Miles nokkur Davis varð stórhrif- inn af verki sem hann samdi Miles þessum til heiðurs. En nota bene, Miles þessi Davis er hvorki meira né minna en Djasstrompetistinn með ákveðnum greini og stórum staf. Á fræðimannabekk í Tjaldinu sl. sunnudagskvöld vörðust menn allra frétta og djasslandafræðileg- ar staðsetningar á atriðum kvöldsins voru í besta falli hafðar í flimtingum. En hvað um það. Þegar snjallir menn spila saman getur útkoman aldrei orðið mjög slæm. Enda var ekki svo þetta kvöld. Hins vegar mundi einhver segja að tölvupoppið hafi nú eignast giska öfluga bandamenn. Tónlist þeirra þremenninga, sem öll var frumsamin, einkenndist mikið af öflugri synthesizer-notkun og tölvutrommi. Hin nýja „Samba petite" bassa- leikarans var kærkomin hvfld frá þessu. Hún var unun á að hlýða og höfundurinn kvaðst þar skemmtilega á við sjálfan sig og fyrri verk sín. í öðru verki þetta kvöld sannaði NH0P svo ekki verður um villst að hann getur spilað jafn hratt og besti tölvu- bassi. Það var í miklu rafmagns- verki eftir Mikkelborg. Mikkelborg hefur komið sér upp ansi skemmtilegum hvíslhljómi á trompetið, en heldur fannst mér elektrónikkinni fatast flugið í spunanum. Sat þá eigand- inn eftir með sárt ennið og komst hvergi af eigin rammleik. Líklega betri kompónisti en sólisti, Páll af Mikluborg. Verk hans við mynd eftir Degas var einn af hápunkt- unum. Kenneth Knudsen er víðkunnur í dönsku poppi og djassrokki. Hann er mikill hljómtæknifræð- ingur og oft tápmikill við takkana. Þegar tími gafst til átti hann veru- lega áheyrilega leiki f sólóum sínum. Ballaða hans „Heart to Heart" var snotur og salsan, „Song for Henry“, bráðlétt og leikandi. Hljómurinn í Tjaldinu var ekki í fullkomnu lagi, enda ekki auð- velt að eiga við svona miklar græjur við þessar aðstæður. Það gerðist ekkert það í tónlistinni þetta kvöld sem komst nokkuð f námunda við tóngaldur Masqual- ero manna frá Noregi, viku fyrr. Þá voru áhorfendur hins vegar hálfu færri. Það gengur svona. Það er svoleiðis með djass eins og margs konar tónlist aðra að sumt af honum nýtur sín betur í tónleikasal en á plötu. Þetta á ekki við um tónlistina sem HN0P, Mikkelborg og Knudsen frömdu í Tjaldinu. Hún hlýtur £ið vera betri á plötu. Hún á það fyllilega skilið. FRABÆR AFELAGI Létt reyktur kjúklingur er hið mesta hnossgæti og ísfugl er fyrstur til að kynna þetta Ijúfmeti á íslenskum matvælamarkaði. Kjúklingurinn er gufusoðinn og léttreyktur, tilbúinn til neyslu kaldur eða upphitaður. Sérlega bragðgóður og frábær í ferðalagið. Gleymdu ekki létt reykta kjúklingnum fyrir ferðina. HEILIR KJÚKLINGAR • KJÚKLINGABITAR * UNGHÆNUR • KALKÚNAR • HELGARKJÚKLINGUR-VEISLUKJÚKLINGUR-BARBECUE BITAR-GRILL PARTY KJÚKLINGUR • KJÚLLETTUR • REYKTUR KJÚKLINGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.