Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
17
Gúrkutíð í Sjónvarpinu
Nokkurskonar
hugleiðing
eftir Þorgeir
Þorgeirsson
Nú heitir gúrkutíð á blaðamanna-
máli.
Atburðir fara varla á kreik fyren
sumarleyfum lýkur. Pólitík gerist
ekki fyren dag tekur aftur að stytta.
Hún er einsog bakteríugróður sem
kviknar í hauströkkrinu, dafnar í
skammdegisdrunga og heltekur
fólk á vorin líkt og útmánaðaslenið
gamla.
Ekki veit ég hvort þetta er slæmt.
Þjóðveldið hrundi líka þóað
pólitík væri þar einvörðungu stund-
uð meðan björtust var nóttin.
Það er einsog málefni þessarar
þjóðar væru þar einvörðungu stund-
uð meðan björtust var nóttin.
Það er einsog málefni þessarar
þjóðar ætli að þrífast jafnilla við
rafmagnsljós nútímans og sólar-
birtu fortíðarinnar. Engum gerir
það hvorteðer til nema okkur sjálf-
um.
En í miðri þessari hvanngrænu
gúrkutíð setur Ríkisútvarpið sjón-
varp á stað umræður með titlinum
„Siðferði í stjórnmálum" eða þann-
egin sko. Við upphaf og endi
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Konrad Lorenz: Noch kann
man hoffen — Ein Konrad-
Lorenz-Brevier. Herausgegeb-
en von Heide von Berlepsch —
Vorwort von Heinz Friedrich.
Deutscher Taschenbuch Ver-
lag 1986. Originalausgabe.
Fyrir um 35 árum var Konrad
Lorenz lítt kunnur, hafði þá sett
saman rit um athuganir sínar á
fuglum og lifnaðarháttum þeirra.
Síðan hefur hver bókin rekið aðra
og á sjöunda áratugnum varð
hann heimskunnur fyrir bækur
sínar um ástand lífríkisins og þær
hættur sem steðja að mennskri
tilveru. „Staða mannsins í al-
heiminum" er deiluefni nú eins
og fyrrum. Er maðurinn eitt dýr-
ið af ótal dýrategundum, stjórnast
hann einungis af hvötum og nátt-
úrlegum þörfum, er hann óábyrg-
ur gerða sinna? Eða er maðurinn
„annars eðlis“ en hver önnur
skepna? Konrad. Lorenz heldur
því fram að allar lífverur séu
fæddar með meðfæddum eigin-
leikum, séu gæddar hæfni til þess
að „læra“ og til „valfrelsis" innan
þeirra marka, sem gerð og lífkerfi
setur þeim. Lorenz telur að „mað-
urinn“ sé bundinn samskonar
kerfi. Því telur Lorenz það vera
brýnast að vita hverjir hinir með-
fæddu eiginleikar séu í stað þess
að neita þeim sem staðreynd.
í þessu kveri eru valdar ýmsar
lykilhugmyndir Lorenz. M.a.
„ ... maðurinn er dýr, en það er
ckki rétt að hann sé aðeins dýr.“
Útgefendur skipta efninu niður í
smákafla. Um hláturinn segir
Lorenz: „ ... hundar sem gelta
bíta oft, en maður, sem hlær skýt-
ur aldrei.“ Ótti, hatur, árásar-
girni, siðfræði, mannást og ást
mannna á dýrum, menning, inn-
ræting, maðurinn og tæknin,
eyðing umhverfísins eru meðal
fyrirsagna kaflanna. „Eins og
leikþáttarins var andartak kveikt á
tveimur af skærustu hugsanalömp-
um háskólans okkar og brugðu þeir
annarlegri birtu á sviðið þarsem
saman hafði verið raðað (einsog
gúrkum í kassa) fulltrúum út-
varpsráðs, eða talsmönnum svokall-
aðra pólitískra flokka hérálandi.
Öllum þessum gömlu góðu,
semsé, því svonefnd pólitísk um-
ræða hefur fyrir löngu tekið á sig
form ólæknandi sjúkdómsslens;
hospítalisma öllu þó fremur. Því
hospítalismi er víst ekki beinlínis
sjúkdómur heldur örkuml sem stafa
af stöðugum lækningaraðgerðum á
meira og minna ímynduðum las-
leika.
Fyrst var semsé háskólaljósunum
brugðið upp og svo fóru gúrkumar
að tala. Það er mikið og lamandi
kraftaverk þegar gúrkur fara að
tala. Tal þeirra getur verið þónokk-
uð safamikið á köflum en bragð-
laust þó. Og safínn klístrast líka
við alt sem nærri er. En þessar
gúrkuumræður mintu undirritaðan
fljótlega á það að nýlega sagði for-
sætisráðherrann okkar setningu við
blaðamann DV (eða blaðamaðurinn
skrifaði minnstakosti eftir
Steingrími), setningu sem eiginlega
hefði átt að stífla alla pólitíska
umræðu í landinu. Því hún orðar
alt það sem pólitíkusar geta haft
að segja um þessar mundir. En
setningin var þessi:
— Eg get náttúrlega ekki end-
Konrad Lorenz
skógurinn, þarf menningin tíma
til þess að vaxa og blómgast, og
hún getur eins og skógurinn,
bmnnið upp og eyðst á ör-
skammri stund.“ Um náttúm-
skoðun segir m.a. „vísindamaður-
inn er barn síns tíma og þeirrar
menningar sem mótar hann.“
Meðan menning mótar hann er
ekki hætta á ferðum, en ef svo
er ekki þá er Frankenstein meðal
vor. Lorenz er mótaður af kenn-
ingum Kants og siðferðiskenning-
um skynsemisstefnunnar,
leiðarljós hans er trú hans á þró-
unarkenninguna og meðfædda
siðgæðisþörf mannsins. Þess
vegna álítur hann að enn sé von
um mannheima skynsemi og
lífsvirðingar.
Lorenz telur að ef grófasta
tæknihyggja verði mótunarafl,
geti svo farið að mannheimar
stefni á þau mýrarljós, sem brenni
þá upp að lokum.
Þetta kver er ágæt hugvekja
og einnig inngangskver að öðrum
verkum Lorenz.
urtekið annað en það sem ég
hefi sagt áður.
Er nokkru við þetta að bæta?
Jú.
Furðusvipnum sem kom á pólitík-
usana okkar þegar heimspekipró-
fessorinn tilkynti þeim að til væri
siðferðilegur veruleiki bæði hér og
líka í útlöndum.
Það var nú meiri hissan.
Ég heyrði á tal gamals sjómanns
um daginn, líklega í útvarpinu.
Þetta var maður að vestan og kom-
inn á eftirlaun. Em þó bæði og
hress til líkama og sálar. Hann var
spurður hvað hann tæki sér nú fýr-
ir hendur.
— Ekkineitt! sagði hann.
— Nú? sagði þá spuijandinn
undrandi.
— Ja, mér var aldrei kent að
sauma út eða pijóna þegar ég var
yngri og móttækilegri.
— En þú gætir kanski róið og
fengið þér í soðið.
— Ja, það er nú það, sagði gamli
maðurinn. Nú eru ÞEIR búnir að
taka af okkur bæði sjávargæðin og
landkostina.
— Hvað áttu við?
— Skilurðu það ekki? Og sannar-
lega veitti okkur þó helst ekki af
því að hafa þau gæði núna, væni
minn. Fyrir sex árum vann hún
tengdadóttir mín hérna í frystihús-
inu og fékk þá sem svaraði sjö
pottum af mjólk fyrir klukkustund-
arvinnu. Nú vinnur hún þar enn,
orðin náttúrulega margfalt afkasta-
meiri en fær þó bara sem svarar
tæplega þrem mjólkurpottum fyrir
klukkustundarvinnuna. Og ég segi:
ÞEIR em búnir að taka rúmlega
ljóra sjöundu af kaupinu hennar svo
ekki veitti mér af því að hafa ein-
sog kvígu héma í gamla ijósinu
mínu ellegar þá að damla mér útá
svið öðmhvom að sækja okkur í
soðið. Þetta var nú kölluð vestfírska
lífsbjörgin hérna á kreppuárunum
og fyr líka. En það er barasta bann-
að. Við eigum ekki lengur þessi
gæði lands og sjávar. Kvígunni yrði
slátrað með valdi og ég fangelsaður
fyrir róðrana. Það er kominn á þetta
kvóti. Einhveijir menn sem hafa
fengið það að léni. ÞEIR ráðska
með þaðsem við áttum hér forðum
daga. ÞEIR ráðska með kaupið
Þorgeir Þorgeirsson
„Það er einsog málefni
þessarar þjóðar ætli að
þrífast jafnilla við raf-
magnsljós nútímans og
sólarbirtu fortíðarinn-
ar.“
okkar. ÞEIR ráðska með okkur sjálf
einsog réttmæta eign sína.
Mér komu þessi orð gamla
mannsins þráfaldlega í hug undir
gúrkuumræðum sjónvarpsins. Fyrst
þegar minst var (í upphafi) á mál
vesalings alþýðuleiðtogans sem orð-
inn var svo farinn á taugum af því
að semja um tíunda hlutann af
sínum eigin launum til handa al-
múganum að hann varð að biðja
aðra burgeisa í enþá hærri tekjus-
kölum að hjálpa sér til Flórída í
burtu frá þessu öllu. Og svo þegar
pólitíkusamir upphófu keðjusöng-
inn langa um heiðarleik sinn:
— Við látum þjóðarhag ganga
fyrir bæði flokkshagsmunum og
eigin hag, sögðu þeir allir hver
uppí annan. Einsog Bakkabræður
í sunndagsfötunum. Og reyndu að
sýnast móðgaðir.
Engum datt náttúrlega í hug að
sputja að því hversvegna þjóðar-
hagurinn væri þá í rúst en þeirra
eigin hagur í blóma. Vitaskuld ekki.
Á þeirri staðreynd hefði getað
orðið sú skýring ein að þeir væru
að vísu réttu mennimir tilað hugsa
um eigin hag en vissulega rangir
aðilar tilað hugsa um þjóðarhag.
Og þvílíkt tal leyfíst ekki þarsem
fulltrúar útvarpsráðs sitja í út-
varpssal og taka sig út frammifyrir
útvarpshlustendum og sjónvarps-
áhorfendum sem enn hafa nokkurs-
konar atkvæðisrétt í þessu
stórkynduga þverpólitíska nútíma-
lénsveldi sem gamli maðurinn
einmmitt var að tala svo skilmerki-
lega um.
Enda hans orð sem einatt vitja
mín í þessu samhengi.
Þau em svo trúverðug eitthvað.
Einhverra hluta vegna þótti
heimspekiprófessornum vissra að
ítreka það í lokin að siðferðilegur
vemleiki væri til og nánar að segja
með svipuðum hætti og tungumálið
sem við líka eigum sameiginlega
þó kunnátta þess og tilfinningin
fyrir því sé þetta ótvíræða einka-
mál hvers fyrir sig.
Nema málleysingjanna vitaskuld.
En segðu mér nú eitt, Páll Skúla-
son. Getur ekki verið að það sé
ennú meiri skyldleiki með þessu
tvennu? Hversvegna kom þessi
heyrnleysingjasvipur á gúrkufólkið
undir ræðu þinni í lokin? Er það
hugsanlegt að þessi sífeldi „pólitíski
keðjusöngur": Ekki get ég endur-
tekið/annaðen þetta sem ég sagði,
sé einmitt tunga þeirra sem ekkert
verulegt siðferði skilja? Getur það
verið að skorinorð lýsing gamla
mannsins sé á hinn bóginn tunga
þess sem á sér siðferðilegan vem-
leika og sálargmndvöll í tilvemnni?
Getur það verið að rödd siðferðis-
veruleikans sé það einföld og skýr
að við þomm ekki að taka mark á
henni? Nema þá í einrúmi og hvert
fyrir sig. Getur verið að við séum
bara farin að halda að siðlaust
tómahljóðið í röddum gúrkufólksins
sé það eina sem hlusta má á sameig-
inlega afþví að þetta er það eina
sem lengi hefur fengið að hljóma
ofanaf viðurkendum leiksviðum al-
mennra stjórnsýslumála. Getur það
verið að við þurfum að kalla á Pavl-
ov tilað skýra þetta siðferðilega
vemleikaspursmál þjóðarinnar sem
fjallað var um þarna í absúrdleikrit-
inu seinast á dagskrá sjónvarpsins
þriðjudaginn 22. júlí síðastliðinn?
Gaman væri að fá svör við því.
Þorgeir Þorgeirsson
CARDINAL 964
Létt grafítspóla með þrýsti-
rofa sem auðveldar að
sldpta um línu. Innfelld
lclemma til að festa línuna.
Línan leggst jafnt á hjólið.
NÝ HÖNNUÐ LÍNA AF GÆÐAHJÓLUM
MEÐ ÝMSUM ATRIÐUM SEM EINFALDA
VEIÐAR OG AUKA ÁNÆGJUNA AF ÞEIM.
Héma hefur ABU notast við nýjustu framfar-
ir í efni og tækniþekkingu.
SAbu
Garcia
HAFNARSTRÆTI 5, REYKJAVIK. SÍMI 1676».
Konrad Lorenz-
kver