Morgunblaðið - 31.07.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.07.1986, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 Ókeypis hita- veita hjá fýlnum Lífið á erfitt uppdráttar í Surtsey en sækir á — Ótrúlegur yfirborðshiti og eyjan hefur hækkað Leiðangur jarðfræðinga, líffræðinga og smiða hélt fyrir skömmu út I Surtsey til þess að mæla yfirborðshita á eynni og hita í 181 m djúpri borholu á eynni, rannsaka gróður og fuglalíf og til þess að ganga endanlega frá smíði 40 fermetra húss sem reist var á austurströnd eyjarinnar sl. sumar; húsið er hið vistlegasta og getur hýst menn er sinna margháttuðu vísindastarfi í Surtsey. Græni liturinn sækir á Við fórum með þyrlu Landhelgis- gæslunnar TF-SIF árla dags frá Reykjavík en það þurfti að koma ýmsum tækjum á land og því nauð- synlegt að nota fullkomnustu tækni í ferðalagið. Það er ótrúlegt þegar komið er að Surtsey að hún skuli aðeins vera 23 ára gömul, svo snarbrött sem hún er orðin með þverhníptu mó- bergi og gijótið í norðurQörunni sem hafið hefur borið úr suður- hömrunum er eins og aldagamalt. Þessi ósnortna eyja er ævintýri líkust og það er forvitnilegt verk- efni vísindamanna að fylgjast með því hvemig lífið tekur land á þessum útverði suðursins í Vestmannaeyja- klasanum. Lífsbaráttan kristailast við hvert spor Dr. Sveinn Jakobsson jarðfræð- ingur, Jón Benjamínsson jarðfræð- ingur og Jósef Hólm tæknimaður hófu strax að mæla hitann í bor- holunni sem var boruð fyrir nokkr- um árum og er 181 m á dýpt. Hitinn á 100 m dýpi reyndist 141 gráða, eða sami hiti og 1984, en árið 1985 reyndist hitinn vera 145 gráður. Eitt af verkefnum þeirra félaga í Surtseyjarleiðangrinum nú var að ná upp tæki sem festist í borholunni í fyrra en tækið er notað til þess að taka sýnishom af vatni. Náðu þeir tækinu upp en notuðu hins vegar annan sýnatakara til þess að ná upp í fyrsta sinn sýnis- homi af vatni úr botni borholunnar. Þar rennur sjór inn í holuna niður við gamla sjávarbotninn, en þessi sjór rennur síðan aftur út í sjóinn mun hærra þegar hann hefur hitn- að, þannig að þama er hringrás vatnsins. Hraunið þama er um 100 metra þykkt og sagði dr. Sveinn að það væri auðséð hreyfíng á því frá ári til árs og það væri ljóst að glóandi hraun væri á nokkurra tuga metra dýpi. „í fyrra," sagði dr. Sveinn, „var hærri hiti í eynni en í langan tíma áður og það er ótrúlegur hiti í Surtsey á yfírborðinu 21 ári eftir að gosi lauk. Við mældum yfir- borðshita allt upp í 297 gráður og á um 1.000 m 2 svæði við gamla gíginn eða í suðuijaðri hans mæld- ist frá 130—297 gráðu hiti. Það hafa að öllum líkindum opnast sprangur í eynni og hækkandi hiti hefur m.a. valdið því að eyjan hefur hækkað um 5—10 sentimetra á sl. tveimur áram en það hefur verið vaxandi hiti í Surtsey síðan 1983.“ Aðspurður sagði dr. Sveinn að þess- ar hitamælingar í Surtsey gæfu betri von um áframhaldandi nýt- ingu hraunhitans á Heimaey. Dr. Sveinn stundar reglulega visinda- legar rannsóknir í Surtsey, en næsta stórrúttekt verðurgerð 1988. Dr. Sveinn sagði að Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum hefði hjálpað mikið til þess að unnt væri að framkvæma þessar rannsóknir og hefðu liðsmenn sveitarinnar ver- ið mjög liðlegir og duglegir í þessu starfi. Svarti og móbrúni liturinn á Surtsey víkur hægt og sígandi fyrir hvanngrænum fjöraarfa, mosa og nokkram tegundum æðri plantna sem hafa numið land þar. í foksandi í hrauninu beijast jurt- ir fyrir lífi sínu í sandmassanum sem rýkur oft upp við minnsta vind og fuglar era byijaðir að verpa í eynni fyrir þó nokkram árum, m.a. fyll, silfurmávur, svartbakur og teista. Vestuifyall Surtseyjar sem áður var aflíðandi öskubingur út í sjó er nú orðið þverhnípt móbergs- fjall og þegar ég spurði dr. Svein Jakobsson að því hvort honum hefði dottið í hug á sínum tíma að askan yrði svo skjótt að móbergi, þá svar- aði hann neitandi, þetta hefði gerst á ótrúlega skömmum tíma, líklega á aðeins fáeinum áram og þá svo hratt vegna rakastigsins í heitri öskuhrúgunni, en síðan hefði efsta Fýllinn við egg sitt í hijóstrugum hömrum gamla gigbarmsins. Fjallið eina á suðurströnd Surtseyjar er svo til horfið og er nú vart meira en einn hundraðasti af því sem það var upphaflega. Líklega hverfur það næsta vetur en í fjarska sést til Bunka í Surtsey og þar uppá trónar Surtseyjar- vitinn. Bunki er upphaflega öskubingur en nú móbergsfjall og hægra megin í hliðinni sést gigurinn Strompur þar sem síðasta gosið í Surtsey braust fram. Fallegur geldingahnappur i hömrum elsta hraungígsins í Surtsey en fyrir neðan er ritjulegt skarfakál. Spýtumar, bönd- in og beinin eru úr hreiðri svartbaks. Við Surtseyjarborholuna frá vinstri: Jósef Hólmjárn tæknimaður, Jón Benjaminsson jarðfræðingur og dr. Sveinn Jakobsson jarðfræðingur. Ágangur sjávar er mikill i Surtsey en hafíð flytur björg úr vestur-, austur- og suðurhömrunum á fjöru- kambinn norðanmegin, síðan pússar brimið steinana niður en alltaf minnkar fjaran samt hægt og sígandi. í fjarska má sjá leifarnar af Fjallinu eina. Dr. Sturla Friðriksson við stærsta melgrashólinn í Surtsey en þar verpti svartbakur sl. vor. Dr. Sturla Friðriksson og dr. Borgþór Magnússon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.