Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 22

Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 Margfaldur misskiln- ingur útvarpssljóra eftir Markús Á. Einarsson í júlímánuði hafa fréttastofur hljóðvarps og sjónvarps í tvígang átt viðtöl við útvarpsstjóra, fyrst vegna skoðanakönnunar um frétta- flutning og síðar í tilefni nýrrar reglugerðar um Ríkisútvarpið. í bæði skiptin gerði útvarpsstjóri við- horf útvarpsráðs og stöðu þess í stjóm Ríkisútvarpsins svo tor- tryggileg, að ekki verður hjá því komist að fara um það nokkmm orðum. Má í upphafi taka sem dæmi um afstöðu hans til ráðsins, að í viðtali í hljóðvarpi föstudaginn 25. júlí sl. ræðir hann um sam- skipti milli útvarpsráðs og Ríkisút- varpsins, þótt öllum eigi að vera ljóst að útvarpsráð er hluti af stjóm Ríkisútvarpsins, sá hluti sem tekur ákvarðanir um dagskrárstefnu og ber ábyrgð á henni. Umfjöllun útvarpsráðs um fréttaflutning Menn muna að í vetur og vor komu upp tilvik, þar sem útvarpsráð gerði athugasemdir við fréttaflutn- ing. Fyrsta tilvikið var frétt og viðtal í sjónvarpinu 22. nóvember 1985 af stöðu Amarflugs. f kjölfar- ið kom svo Hafskipsmálið og þáttur Guðmundar J. Guðmundssonar. Þetta þarf ekki að rekja, en ljóst virðist að umfjöllun útvarpsráðs um þessi mál skýri a.m.k. að hluta við- brögð útvarpsstjóra sem hér verða rakin á eftir: Mistök í skoð- anakönnun í júní sl., á sama tíma og yfir gekk flóðbylgja frétta af málum Guðmundar J. Guðmundssonar, lét útvarpsstjóri framkvæma könnun á viðhorfum til fréttaflutnings Ríkisútvarpsins. Var þetta gert án nokkurs samráðs við útvarpsráð um það hvemig að málinu skyidi stað- ið, og er þó um að ræða málaflokk sem heyrir undir það. Ráðsmenn héldu að einungis væri verið að kanna hug manna til útsendinga frá heimsmeistarakeppni í knattspymu og vissu ekkert um málið fyrr en niðurstöður birtust í fréttum hljóð- varps og sjónvarps miðvikudaginn 9. júlí. Verður að telja þetta óeðlileg vinnubrögð. Ég tel að útvarpsstjóra hafi orðið á alvarleg mistök við gerð þessarar könnunar, auk þess sem líta má svo á að hann noti niðurstöður hennar til að beina spjótum að útvarpsráði vegna umfjöllunar þess um frétta- flutning í áðurgreindum tilvikum. Skal þetta skýrt nánar. Hvað varðar mistökin skal til glöggvunar bent á að útvarpsstjóra ber samkvæmt útvarpslögum að gæta þess að settum reglum um dagskrá sé fylgt. Þetta á m.a. við um reglur um flutning auglýsinga í hljóðvarpi og sjónvarpi. Þar segir í 5. grein: „Hafna skal auglýsingu ef á henni em eftirtaldir annmark- ar.“ Meðal slíkra annmarka er svo eftirfarandi: „Ef í auglýsingu felst ósanngjam samanburður við aðra vöm eða þjónustu." Með hliðsjón af þeirri hugsun sem í þessu felst er það í meira lagi ámælisverð ráð- stöfun, þótt ekki sé um beina auglýsingu að ræða, að spyija í könnuninni, hversu ábyrgar og trú- verðugar þátttakendur telji að fréttir sjónvarpsins og útvarpsins séu, í samanburði við það dagblað eða dagblöð sem viðkomandi lesi yfirleitt. r Skyldi nokkur efast um að notk- un dagblaða með þessum hætti sé ósanngjam samanburður við aðra þjónustu og lítið í anda reglna sem Ríkisútvarpið ætlast til að aðrir fari eftir. Ég tel það Ríkisútvarpinu til lítils sóma að vega þannig að öðmm mikilvægum fjölmiðli. Túlkun útvarpsstjóra á niðurstöðum Ýmislegt má segja um túlkun útvarpsstjóra á niðurstöðum könn- unarinnar. Hann gefur í skyn að sú niðurstaða að 71,2-75,8% þátt- takenda telji að fréttir ríkisfjölmiðl- anna séu frekar eða mjög ábyrgar og trúverðugar sé nýlunda. Þetta er ekki allskostar rétt, því að lengi hefur verið vitað að fréttastofur Ríkisútvarpsins njóta trausts meðal almennings og sama gildir um aðra þætti í starfl stofnunarinnar. Má minna á niðurstöður notendakönn- unar Ríkisútvarpsins frá í mars 1985, þar sem 85% aðspurðra vom sammála því að Ríkisútvarpið nyti almennrar virðingar, og hvorki meira né minna en 91% svarenda vom sammála því að hjá Ríkisút- varpinu starfaði hæft starfsfóik. I þeirri könnun sem hér er til umijöllunar töldu 85% aðspurðra að ýmsar breytingar á fréttatíma sjónvarps undanfama mánuði væm fremur eða mjög jákvæðar. Spum- ingin var hins vegar of almennt orðuð til að fram kæmi hvað það væri sem þeir væm ánægðir með. Svör við annarri spumingu gáfu þó til kynna að hjá á bilinu 41-56% af þessum 85% væri eitt þeirra at- riða sem þeir væm ánægðir með auknar æsifréttir. Þessa ályktun má draga af því að 56% aðspurðra töldu að fréttaflutningur íslenska sjónvarpsins hefði að undanfömu markast í ríkara mæli en áður af æsifregnastíl. Spyija má, hvort ánægja af þessu tagi gefl ekki ein- mitt tilefni til að standa vörð um það traust sem almenningur hefur á fréttum Ríkisútvarpsins. Varla dettur nokkmm manni í hug að auknar æsifregnir leiði til aukins trausts til frambúðar. Túlkun útvarpsstjóra er um- hugsunarefni. Hann notar niður- stöðumar beinlínis sem rök gegn viðbröðum útvarpsráðs við frétta- flutningi sjónvarps af Amarflugs-, Hafskips- og Guðmundarmálum, viðbrögðum sem miðuðu að því einu að viðhalda því trausti sem frétta- stofa sjónvarps hefur hingað til notið. Mat hans kemur vel fram í svohljóðandi ummælum í Morgun- blaðinu 10. júlí sl.: „Ég tel að það hafi verið ákaf- lega þýðingarmikið fyrir Ríkisút- varpið að fá með þessum hætti fram viðhorf notenda á fréttum útvarps og sjónvarps. Ekki síst vegna þeirra umræðna sem orðið hafa að undan- fömu í útvarpsráði, þar sem hafa verið uppl þær skoðanir, að breyt- ingar á framsetningu sjónvarps- frétta hafl boðið heim vissum trúnaðarbresti vegna þess að þar hefði borið á miður trúverðugum fréttaflutningi upp á síðkastið. Þessi sjónarmið hafa verið túlkuð alloft í útvarpsráði að undanfömu. Það er því ákaflega mikilvægt fyrir okkur að fá viðhorf notendanna í þessum efnum, eigenda þessarar stofnunar, sem er fólkið í landinu.“ Vafasamt stjórntæki Þótt skoðanakannanir hafi vissu- lega upplýsingagildi, t.d. fyrir dagskrárgerðarfólk, er það nánast skelfileg tilhugsun að útvarpsstjóri skuli láta sér detta í huga að nota könnun af þessu tagi sem stjóm- tæki, eins og þó með vissum hætti má lesa úr framangreindum um- mælum. Ætlar útvarpsstjóri að víkja frá fréttareglum Ríkisútvarpsins, sem hanN lögum samkvæmt skal gæta að farið sé eftir, af því að líkur benda til að auknar æsifregnir séu meðal þeirra atriða sem fólk er ánægt með? Ætlar útvarpsstjóri ef til vill að efna til skoðanakannana um álit á öðrum þáttum dagskrárinnar, t.d. á sígildri tónlist og popptónlist, og láta niðurstöður ráða, þvert á mark- mið útvarpslaga? Skoðanakannanir geta verið til leiðbeiningar við dags^rárgerð og niðurröðun dagskrár. Þær mega hins vegar aidrei verða átylla til þess að leiða hjá sér reglur og skyld- ur Ríkisútvarpsins lögum sam- kvæmt. Það er áhyggjuefni, ef slíkt hvarflar að æðsta yflrmanni stofn- unarinnar. í útvarpslögum segir svo í 18. gr.: „Utvarpsstjóri gefur út reglur um fréttaflutning og auglýsingar í Markús Á. Einarsson „Skoðanakannanir geta verið til leiðbeiningar við dagskrárgerð og niðurröðun dagskrár. Þær mega hins vegar aldrei verða átylla til þess að leiða hjá sér reglur og skyldur Ríkisútvarpsins lögum samkvæmt. Það er áhyggjuefni, ef slíkt hvarflar að æðsta yfir- manni stofnunarinnar.“ hljóðvarpi og sjónvarpi, þar á meðal auglýsingatíma, að fengnu sam- þykki útvarpsráðs." Ég tel rétt að almenningur viti að það er útvarps- ráð sem endanlega samþykkir reglur um fréttaflutning. Útvarps- stjóra ber síðan að gæta þess að settum reglum sé fylgt. Það er al- varlegur misskilningur, þegar hann setur á svið í fjölmiðlum ágreining við þann aðila sem hann að þessu leyti á að starfa fyrir. Ný reglugerð um Ríkisútvarpið Þá er komið að viðtölum við út- varpsstjóra föstudaginn 25. júlí sl. í tilefni útgáfu reglugerðar um Ríkisútvarpið. Enn á ný reyndi út- varpsstjóri þar að koma höggi á útvarpsráð. Lét hann að því liggja að með setningu reglugerðarinnar væri dregið úr áhrifum útvarps- ráðs, og taldi að það hefði verið hugsun löggjafans, er ný útvarpslög voru samþykkt á Alþingi. í sjón- varpi var einmitt þetta alranga atriði undirstrikað í yfirliti í upp- hafi frétta umrætt kvöld á eftirfar- andi hátt: „Hlutverki útvarpsráðs hefur verið breytt í nýrri reglugerð um Ríkisútvarpið. í stað þess að útvarpsráð leggi blessun sína á dagskrá áður en hún kemur til framkvæmda, er hún nú aðeins lögð fyrir ráðið til kynningar." Raglugerð annað en lög Nú hygg ég að flestum lesendum sé ljóst að setning reglugerðar er til þess gerð að kveða nánar á um framkvæmd laga. Reglugerð getur ekki breytt stafkrók af því sem sjálf lögin kveða á um. Hefði verið um að ræða mikil- vægar breytingar á starfssviði, eða ef vili valdssviði útvarpsráðs við setningu nýrra útvarpslaga, þá átti það að gerast 1. janúar 1986, er lögin tóku gildi. Ekki þótti þá ástæða til frétta eða viðtala um það efni, enda með öllu ástæðulaust. Staðreyndin er einfaldlega sú að útvarpsstjóri notaði nú tækifærið til að reyna að draga úr mikil vægi starfa útvarpsráðs í augum almenn- ings. Það er þetta sem rekur mig til að skrifa þessar línur, en ekki það að ég sé ósáttur við þann þátt útvarpslaga sem fjallar um út- varpsráð. 'Sem formaður útvarps- laganefndar á sínum tíma hlýt ég þvert á móti að lýsa ánægju minni með það, að Alþingi samþykkti 19. og 20. gr. útvarpslaga, sem fyalla um útvarpsráð og starfssvið þess, með nákvæmlega því orðalagi sem var í upphaflegu frumvarpi útvarps- laganefndar, með þeirri einu undantekningu að felld var út máls- grein um að útvarpsráð efndi annað hvert ár til ráðstefnu notenda. Breytingar á starfs- háttum útvarpsráðs Á starfsháttum útvarpsráðs urðu með nýjum lögum þær breytingar einar að ráðið þarf nú ekki lengur að leggja fullnaðarsamþykkt á dag- skrá áður en hún kemur til fram- kvæmda. Ástæður þessarar breytingar verða best skýrðar með því að vitna í greinargerð með út- varpslagafrumvarpinu, en þar segir m.a. svo: „Það ákvæði núgildandi laga (þ.e. fyrri laga — innskot M.Á.E.) að útvarpsráð leggi fullnaðarsam- þykkt á dagskrá áður en hún kemur til framkvæmda er hins vegar fellt út. Skipulagning dagskrár er orðin viðamikið starf margra manna og vart á færi útvarpsráðsmanna að kynna sér dagskrána ætíð til hlítar fyrirfram, enda ástæðulaust að út- varpsráð eyði miklu af tíma sínum til umfjöllunar um einstaka dag- skárliði, og þá oft smávægileg atriði. Þykir útvarpslaganefnd það meginatriði að útvarpsráð móti fyrst og fremst dagskrárstefnuna. Þessi breyting eykur hlut og þar með ábyrgð dagskrárstjóranna." I viðtölum við útvarpsstjóra gref- ur hann upp úr langri 8. grein reglugerðarinnar um starfssvið út- varpsráðs þá einu setningu sem fjallar um þetta atriði og telur að um mikla breytingu á hlutverki (!) útvarpsráðs sé að ræða. Setningin hljóðar svo: „Dagskrá Ríkisútvarps- ins skal lögð fyrir útvarpsráð til kynningar áður en hún kemur til framkvæmda." Og hvað er svo það sem lagt er fram til kynningar? Jú, það eru einfaldlega drög að dag- skránni í smáatriðum, oftast einn mánuður f senn, drög sem dag-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.