Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 23 skrárdeildir hafa unnið sámkvæmt og í samræmi við ákvarðanir út- varpsráðs um dagskrárefni. Utvarpsstjóri var áður í útvárps- ráði og hann veit mæta vel að breyting í þessa veru á vinnutil- högun í ráðinu hefur smám saman verið áð gerast um ,skeið, en hún hefur ekkert með ákvörðunarvald ráðsins að gera. Hlutverk og ákvörðun- arvald óbreytt Af orðum útvarpsstjóra í hljóð- varpi en þó einkum í sjónvarpi 25. júlí sl. hljóta hlustendur að hafa ráðið að hlutur útvarpsráðs í stjóm Ríkisútvarpsins hefði með útgáfu reglugerðar verið skertur. Ráðið væri svona meira „upp á punt". Þetta er alrangt og skal að lokum eftirfarandi tekið fram til skýringar til viðbótar því sem þegar er sagt. í 20. grein útvarpslaga segir svo: „Útvarpsráð tekur ákvarðanir um hversu útvarpsefni skuli haga í höfuðdráttum innan marka fjár- hagsáætlunar. Ráðið setur reglur, eins og þurfa þykir, til gæslu þess að fylgt sé ákvæðum 15. gr. (Sú grein fjallar um hlutverk og skyldur Ríkisút- varpsins — innskot M.Á.E.) Ákvarðanir útvarpsráðs um út- varpsefni eru endanlegar. Útvarps- stjóri getur þó stöðvað gerð þegar samþykkts dagskrárefnis þyki sýnt að það reynist fjárhagslega ofviða." Eg bið lesendur að taka sérstak- lega eftir setningunni: „Ákvarðanir útvarpsráðs eru endanlegar." í 18. gr. útvarpslaga segir m.a.: „Útvarpsstjóri undirbýr og stjómar framkvæmd dagskrár og gætir þess að settum reglum um hana sé fylgt." Eg vek athygli á að útvarpsstjóri undirbýr og stjórnar framkvæmd dagskrár. Það skal hann gera sam- kvæmt ákvörðunum sem útvarps- ráð hefur tekið og em endanlegar. Ég minni einnig á að útvarpsstjóri gefur út reglur um fréttaflutning að fengnu samþykki útvarps- ráðs. Ég legg á það áherslu að framan- greind ákvæði em óbreytt frá fyrri lögum. Staða útvarpsráðs hvað varðar ákvarðanatöku er því óbreytt. Starfshættir hafa hins veg- ar breyst nokkuð með vitund og vilja ráðsins, eins og fyrr sagði. Vonandi misskilning’ur Með öll þau atriði, sem hér hafa verið rakin, í huga, te! ég það í meira lagi undarlegt, að embættis- maður sem lögum samkvæmt á að framfylgja ákvörðunum útvarps- ráðs skuli nota þær sex vikur sem ráðið er í sumarleyfi svo rækilega sem raun ber vitni til þess, annars vegar að reyna með rangtúlkunum að gera hlut ráðsins sem minnstan í augum almennings, og hins vegar að vinna gegn ályktunum þess í fjölmiðli sem hann sjálfur stýrir. Að yfirlögðu ráði nota ég orðið misskilningur í fyrirsögn þessarar greinar. Ég vil í lengstu lög vona að um misskilning sé að ræða frem- ur en ásetning. Höfundur er varaformaður út- varpsráðs og fyrrverandi formað- ur útvarpslaganefndar. Snyrtivöru- getraun UMBOÐSAÐILI svissneska snyrtivöruf ramleiðandans Ju- vena hér á landi, Snyrtivörur hf., stendur fyrir léttri getraun meðal kaupenda vörunnar. Fá þeir afhentan bækling með spumingum, þegar þeir kaupa vör- una. Skilafrestur er til 30. ágúst og dregið verður úr réttum lausnum 15. september. Fyrstu verðlaun em ferð til Sviss, þar sem m.a. verður skoðað fyrirtækið sem framleiðir snyrtivömna. Önnur og þriðju verð- laun em svo úttekt á Juvena-snyrti- vömm. Lengi lifir í gömlum glæðum Hljómplötur Sigurður Sverrisson Accept — Russian roulette - Þeir kumpánar í Accept neyð- ast til að viðurkenna að hug- myndafátækt er farin að heija á þá. Þótt Russian roulette sé um flest býsna heilsteypt plata góðrar sveitar á þungarokksvísu vantar hana nauðsynlega það „bit“ sem fyrri plötur Accept hafa búið yfir í miklum mæli. Sú staðreynd að ein allra besta þungarokkssveit nútímans þjáist af hugmyndafátækt — ekki svo að skilja að þungarokkið sé eitt- hvert útpælt tónlistarform — segir manni ekki annað en það að þessi tnlist er nú að upplifa svipað erfið- leikaskeið og hún gerði á ámnum . 1974—1979. En það mega menn vitá, að hún á eftir-að rísa úr öskustónmi á ný.' Svo aftur sé vikið að plötu Accept þá er það helst í laginu Aiming high að Udo Dirkschneid- er og menn hans ná sér vel á strik. Annað er við og undir með- allagi, a.m.k. á þeirra eigin mælikvarða. Stjörnugjöf: ★ ★ Seigur sá gamli Rod Stewart — Every beat of my heart Þeir em seigir þessir gömlu. Loksins þegar maður telur þá dauða úr öllum æðum spretta þeir fram úr skúmaskotunum — aldrei betri en einmitt um þessar mundir. Rod Stewart er eirin þeirra gömlu sem enn em að. Platá hans, Every beat of my heart, er um flest gerð eftir gam- alli forskrift rokkarans rámradd- aða þótt síðari hliðin sé reyndar nánast af rólegra taginu út í gegn. Every beat of my heart og In my own crazy way em bæði gullfalleg lög á B-hliðinni og lög á borð við Love touch og Another heartache, bæði listasmellir, og Who’s gonna take me home, rokkari eins og þeir gerast bestir hjá Rod Stew- art, staðfesta að sá gamli lifír enn og það góðu lífí. Þetta er plata fyrir alla rokkara sem em komnir af yngsta skeiði. Stjömugjöf: ★ ★ ★ Nvtur sín best íbio Ymsir listamenn — Tónlist úr weeks Til þess að njóta tónlistarinnar á þessari plötu þurfa menn eigin- lega að hafa barið -hina mjög svo ástríðufullu kvikmynd SP/2 weeks augum. Þar er tónlistinni listiléga raðað niður í samræmi við efnisat- riði á þann hátt að áhrifamáttur myndarinnar verður margfaldur miðað við það sem annars hefði orðið. Hér er reyndar að fínna ýmis- legt mjög gott og annað mun lakara. í fyrmefnda hópnum em lög á borð við You can leave your hat on með Joe Cocker, This city never sleeps með Eurythmics, og Slave to love með Bryan Ferry. Cannes Stewart Copeland er snorturt en annað ekki eins gott. Corey Hart sem og Devo hafa gert mun betur en hér. Stjömu- gjöf: ★ ★ Hvatning til þín og mín Kæri lesandi. Næsta helgi, verslunarmannahelgin, er mesta umferöarhelgi ársins. Af því tilefni drep ég niður penna til að ræða stuttlega við þig uin umferðarmálin og slysahættuna. Um- ferðarslysin og tjónatíðnin valda okkur öllum vaxandi áhyggjum. Stöðugt hækka tölur um árekstra, óhöpp, líkamsmeiðsl, örkuml og dauðsföll. Þessi neikvæða þróun umferðar- mála hrópar á okkur öll að sameinast í rót- tæku átaki til úrbóta, sem snýr vörn í sókn. Eg þarf ekki að segja þér, að það kostar þjóðfélagið okkar umtalsverða fjármuni að líkna slösuðum. Þú veist, að sjúkrahúskostn- aðurinn rýkur upp ár frá ári af þessum sökum. Endurhæfing þeirra sem slasast kostar dýr- mætan tíma og peninga, svo ekki sé talað um slysa- og örorkubæturnar til handa þeim sem aldrei ná fullri heilsu á ný. Vinnutap er einnig fjármunir, hvort sem það er tímabundið eða varanlegt. Þ’ú, eins og ég, þekkir mörg dæmi um erfiðleika fólks sem slasast hefur, svo ekki sé minnst á sorgir og sársauka þeirra sem misst hafa sína nánustu af slysförum. Þú veist líka allt um eignatjónið sem menn verða fyrir vegna óhappa og slysa. Það er skylda okkar allra að leggja okkar af mörkum til að bæta umferðarmenninguna, jafnt í þéttbýli sem strjálbýli. Það er hags- munamál okkar allra að draga úr tjónatíðni og fækka hörmulegum slysum. Förum því með gát í umferðinni um helgina og framvegis. Við verðum að draga úr of hröðum akstri. Við megum ekki taka óþarfa áhættur í umferð- inni. Það er skylda okkar að sýna fulla tillits- semi og fara að settum reglum. Við megum aldrei gleyma því að við, þú og ég, erum ekki ein(ir) í umferðinni. Ef við sameinumst öll í því að bæta um- ferðina, drögum við um leið úr slysum og tjónum. Það skilar sér fljótt í auknu öryggi og vellíðan. Að lokum vona ég að þú og þínir nánustu hafið það gott um helgina. M eð bestu kveðj u, Það jafnast fátt á við slysalausa helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.