Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 25

Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 25
215 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 í flestum lýðræðisríkjum heims nýtur pressan aðhalds síns stéttar- félags. Blaðamannafélag íslands hefur styrkst á undanfömum árum, einkum í kjarasamningum. Félagið á þó langt í land hvað varðar fag- lega umræðu og stéttarsamstöðu. Ein meginástæða þessa hefur verið að blaðamenn hafa dregið hvern annan í dilka eftir fjölmiðlum sem er bein afleiðing af víggirðingum pólitískra málgagna. Önnur ástæða er óstöðugleiki í stéttinni, enda hef- ur blaðamennska varla talist fag (oftar notað sem skammaryrði) nema kannski á síðustu árum. Það er þó vonandi að með vaxandi menntun og skilningi blaðamanna á fagi sínu sem slíku, muni þetta viðhorf breytast, og blaðamenn standi þéttar saman þegar ráðist er á starfsgrein þeirra. Vissulega erum við blaðamenn ekki hafnir yfir gagnrýni og oft verða okkur á skyssur í hraða og hita leiksins, og ritstjórar eiga að vera menn til að koma leiðréttingum og afsökunar- beiðnum, ef svo ber undir, á framfæri í miðlum sínum. En oft er staðreyndum snúið við og við blaðamenn sem bendum á glæpinn, gerðir að glæpamönnum og það án neinnar hluttekningar né samstöðu frá okkar kollegum. Ásgerður Jónsdóttir kennari skrifar um viðbrögð valdamanna við umræðu fjölmiðla og almenn- ings um Hafskipsmálið og önnur mál því tengdu í ágætri grein í Morgunblaðinu þ. 22. júlí sl. undir fyrirsögninni „Heiðarleiki — hvað er nú það?“ Sú grein varð aftur á móti kveikja að undarlegum sjón- varpsþætti um siðferði stjórnmála- manna og embættismanna sem sendur var út sama kvöld. Auk fréttamanna, viðruðu skoðanir sínar prófessorarnir Páll Skúlason og Jónatan Þórmundsson og til máls tóku fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Eftir ágæt formálsorð prófesso- ranna, urðu landsmenn eina ferðina enn vitni að formfestu og íhaldssemi stjómamálaflokkanna í þessum málum og vanhæfni þeirra til að fjalla um heimspekileg efni eins og siðfræði (etík) eða tengja hana pólitískum athöfnum og veruleik. Það voru einna helst fulltrúar svo- nefndra smáflokka, Bandalags jafnaðarmanna og Kvennafram- boðsins, sem reyndu að hefja umræðuna á heiðarlegt plan, en fengu reyndar sem samstillt svö fulltrúa fjórflokkanna, að sagan sannaði að smáflokkar væru skyndiupphlaup sem ávallt hyrfu af sjónarsviðinu. Samkvæmt þessu hrokafulla mati stjórnmálamann- anna, ber að skilja, að fjórflokkarnir séu allt að því staðfestir í stjórnar- skrá eða jafnvel hluti af sköpunar- sögunni! Þessum þingmönnum og öðrum sem sitja á valdastólum á líðandi stundu er enn ómögulegt að nema vindáttir nýrra tíma. Kannski skilja þeir ekki heldur að útvötnun dag- blaðanna sem pólitískra málgagna er einn liðurinn í einangrun og veld- ishruni fjórflokkanna. Þegar sú staðreynd rennur upp fyrir pólitík- usum og starfsmönnum stjórn- málaflokkanna má búast við enn meiri þrýstingi á ritstjóra dagblað- anna um pólitíska samstöðu. Þær þjóðfélagslcgu breytingar sem þegar eru hafnar, og framund- an eru, gera því ekki síst kröfur til ritstjóra, blaðamanna og annarra sem að fjölmiðlum standa ef þróun frjálslyndrar og óflokksbundinnar pressu á að halda áfram. Nú reynir — sem fyrr — á hið eiginlega hlut- verk allra fjölmiðla sem vilja taka sig alvarlega; þjónustuna við les- endur, (hlustendur útvarps, áhorf- endur sjónvarps) en ekki þjónustu við hagsmunaaðila í viðskiptum og stjómmálum. Höfundur er rítstjóri Helgarpósts- ins. Sprettan góð en þurrkar stopulir Stykkishólmi. SLATTUR stendur nú yfir og er sprettan góð en þurrkarnir eru stopulir — einn og einn dagur og svo rigning á milli. Tiðin hef- ur verið mjög rysjótt það sem af er þessu sumri. Einn dag eða svo hefur hitinn komist í 18 stig, en hann hefur líka oft verið 6 til 8 stig og sést af því hversu misjafnt tíðarfarið hefur verið. Fréttaritari hitti bónda í gær og spurði tíðinda. Kom í Ijós að vonin um betri þurrka var efst i huga og sagði hann að hey hefði hrakist hjá sér undanfarið. Það er ekki lengi verið að heyja með þeim verkfærum sem nú eru fyrir hendi — en þurrkarnir þurfa líka að vera til staðar. Dúntekja hefur verið heldur meiri en í fyrra, dúnninn er misjafn og gerir vætutíðin sitt til þess að svo sé. Árni ur oftast verið í anda þeirrar skýringar sem minnst var á að framan. Sá sem ætlast til þess að einn eða tveir íþróttafréttamenn sjónvarpsins sjái um skýringar af þessu tagi í fjölmörgum íþrótta- greinum getur ekki verið með öllum mjalla. Það er síður en svo fráleitt að erlent tal fylgi erlendum íþrótta- myndum sjónvarpsins þegar reglur viðkomandi íþróttar og greinargóð þekking á henni eru ekki á færi íþróttafréttamanna þess. Þessar myndir hafa verið okkur íþrótta- unnendunum kærkomnar sökum góðra lýsinga. Enskan sem jafnan hefur verið töluð í þessum þáttum hefur hingað til verið sæmilega skólagengnu fólki auðskiljanleg. Áhrif hennar á tungu Iandsmanna eru hvergi sjáanleg. Þannig tala t.d. kylfingar um teig (ekki „teeing ground"), flöt (ekki ,,green“) og ás (ekki „driver"), knattspymumenn tala um framheija (ekki „center"), miðvörð (ekki „center half“) og rangstöðu (ekki „offside") og þann- ig mætti lengi telja. Málverndunarstefna Morgun- blaðsins er um margt virðingarverð. En hún getur líka gengið út í öfgar eins og ritstjórnargrein blaðsins ber með sér. I tæp 20 ár hefur sjón- varpið sýnt erlendar íþróttamyndir án sýnilegs skaða fyrir tunguna. Hví hefur Morgunblaðið þessar óskapa áhyggjur núna? Hvem er blaðið að vernda og gegn hvetju? Líklegt verður að teljast að Morgun- blaðið hafi meiri áhrif á málnotkun landsmanna en íþróttaþáttur sjón- varpsins. Blaðinu væri sennilega hollast að líta sér nær áður en það fer að agnúast út í aðra fjölmiðla. Slúðurdálkur blaðsins, „Fólk í frétt- um“, inniheldur oft hroðvirknislega þýddar greinar úr erlendum blöð- um. Hið sama má stundum segja um erlendar fréttir blaðsins, svo ekki sé nú minnst á teiknimynda- sögurnar sem alltof oft eru fljót- færnislega þýddar. í kjölfar leiðara Morgunblaðsins hefur menntamálaráðherra sett reglugerð sem þvingar sjónvarpið til að þýða allt erlent íþróttaefni. Afleiðing þessarar forræðishyggju verður væntanlega sú að lýsingu efnisins stórhrakar ef íþróttafrétta- menn sjónvarpsins treysta sér þá yfirleitt til þess að lýsa því. Gremju- legast er þó að ráðherra sem þykir ekki fyrirmynd annarra varðandi stafsetningarkunnáttu skuli gefa út svona rugl. Ef eitthvað er frá- leitt er það því leiðari Morgunblaðs- ins og reglugerð ráðherrans. Höfundur er kennaranemi. __________Brids____________ Amór Ragnarsson Sumarbrids úr Borgartúni 18 í Skipholt 50a Vegna vatnsskemmda í Borg- artúni 18, þar sem Sumarbrids hefur verið til húsa undanfarin sumur, hefur spilamennska í ágústmánuði verið færð í Sóknar- húsið í Skipholti 50a (nýja húsið á móts við Stýrimannaskólann handan Tónabíós). Eftirleiðis (til að byija með) verður spilað þar á fimmtudögum í ágúst og verður húsið opnað fýrir kl. 18 sem venja hefur verið til þessa. Vonir standa svo til að þriðjudagsspilamennskan geti hafist á ný innan skamms. Sem sagt, á morgun fímmtudaginn 31. júlí og framvegis í ágúst verður spilað í Sóknarhúsinu v/Skipholt í Sumarbrids 1986. Umsjónar- menn eru sem fyrr þeir Olafur og Fermann Lárussynir. Allt spilaáhugafólk er velkomið meðan húsrúm leyfir. (Frá Bridssambandi Reykjavíkur) Evrópumótið í Búdapest ísland hafnaði í 12. sæti af 19 þjóðum í Evrópumóti yngri lands- liða sem háð var í síðustu viku í Búdapest í Ungveijalandi. Sigur- vegarar urðu Hollendingar eftir mikla og harða keppni. Urslit í leikjum Islands urðu þessi: 1. umf. ísl. — Noregur 14—16 2. umf. ísl. — Pólland 6—24 3. umf. ísl. — Sviss 11—19 4. umf. ísl. — Ítalía 16—14 5. umf. ísl. — Grikkland 16—14 6. umf. ísl. — Ungveijal. 13—17 7. umf. ísl. — Belgía 18—12 8. umf. ísl. — ísrael 18—12 9. umf. ísl. — Finnland 18—12 10. umf. ísl. — Danmörk 11—19 11. umf. ísl. — Holland 7—23 12. umf. ísl. — Austurríki 14—16 13. umf. ísl. — Spánn 12—18 14. umf. Ísl. sat yfir (18 stig) 15. umf. ísl. — V-Þýskal. 19—11 16. umf. ísi. — Bretland 8—22 17. umf. ísl. — írland 21—9 Landsliðið sem spilaði á Evrópumótinu í Búdapest. Talið frá vinstri: Karl Logason, Ólafur Lárusson fyrirliði, Anton R. Gunn- arsson, Svavar Björnsson, Júlíus Siguijónsson, Svavar Björnsson og Jakob Kristinsson. 18. umf. ísl. — Svíþjóð 20-10 Valdimar Elíasson 239 19. umf. ísl. — Frakkland 7-23 Guðjón Sigurðsson — Og alls hlaut liðið 267 stig. Gunnar Traustason 236 Vann 8 leiki og tapaði 10 leikjum. Guðlaugur Sveinsson — Röð efstu þjóðanna varð þessi: Magnús Sverrisson 225 1. Holland 364 stig B-riðill 2. Frakkland 341 stig Guðmundur Thorsteinsson 3. Danmörk 329 stig Óskar Karlsson 198 4. Bretland 328 stig Tómas Sigurjónsson — 5. Noregur 327 stig Þórarinn Árnason 188 6. Ítalía 323 stig Albert Þorsteinsson - 7. Svíþjóð 317 stig Sveinn Sigurgeirsson 182 8. Pólland 316 stig Baldur Guðmundsson — 9. Finnland 308 stig Óskar Guðjónsson 174 10. Þýskaland 297 stig C-riðilI 11. ísrael 287 stig Leifur Jóhannesson - Lið íslands skipuðu Anton R. Elísabet Jónsdóttir 194 Gunnarsson — Ragnar Magnús- Anton Gunnarsson - son; Jakob Kristinsson — Júlíus Guðmundur Baldursson 173 Siguijónsson; og Karl Logason — Haukur Harðarson — Svavar Björnsson. Fyrirliði var Sigrún Steinsdóttir 168 Ölafur Lárusson. Ármann Lámsson — - Helgi Víborg 167 Bridsdeild Meðalskor A 210, B—C 156. Skagfirðing’a Efstir að stigum nú eru: Hjörtur Cýmsson 11 Spilaður var sumarbrids félags- Sigmar Jónsson 11 ins þriðjudaginn 29. júlí í þremur Huldar Hjálmarsdóttir 10,5 riðlum. Einum 16 para og tveimur Þórarinn Andrewsson 10,5 14 para, alls 44 pör sem er mesta aðsókn á sumrinu. Hæstu skor fengu þessi pör: A-riðill Óli B. Gunnarsson — Ragnar Haraldsson 242 Stefán Björnsson — AUs hafa 100 spilarar hlotið bronsstig í spilamennsku sumars- ins og sjóður Bridssambandsins, sá er kenndur er við Guðmund Kr. Sigurðsson, þyngist verulega í viku hverri. Fullkominn friður Amos Oz: A Perfect Peace Ensk þýðing: Hellel Halkin Útg. Penguin 1986 Sögusvið bókarinnar er Israel skömmu fyrir sex daga stríðið árið 1967. Hér lýsir Amos Oz lífinu á samyrkjubúi þar sem ýmsir þeir sem lögðu grunninn að ísraelsríki, beijast við að kynnast landinu og sætta sig við það. Amos Oz fæddist í Jerúsalem 1939. Hann fluttist til samyrkju- búsins Hulda þegar hann var fjór- tán ára og og hefur búið þar síðan. í styijöldunum 1967 og 1973 barð- ist Óz í Sinai-eyðimörkinni og Golan-hæðum. Hann hefur lagt dtjúgan skerf til þess að fá ísraela til að fallast á að Arabar eigi hvort tveggja í senn — innan ísraels — tilverurétt og rétt til að ráða í eigin málum. Bækur hans hafa verið þýddar á fjöldamörg tungumál og væntanlega er Oz sá ísraelski höf- undur nú sem er hvað þekktastur á alþjóðavettvangi. Sögusviðið er lang oftast samyrkjubúið, þetta er að minnsta kosti þriðja bók hans sem fjallar um það. Hinar bækum- ar voru „Annars staðar, ef til vill" sem kom út 1966 og „Snertu vatn- ið, snertu vindinn“ sem hann sendi frá sér 1973. Með því að velja sér samyrkju- búið er Amos Oz ekki aðeins að skrifa um það sem hann þekkir, heldur getur hann með því leyft sér að setja fram hugsanir og kenning- ar, sem utanaðkomandi kynni ekki skil á. En auk þess er samyrkju- búið í sjálfu sér einstakt í Israel. Eftir öllum sólarmerkjum skyldi það vera eini staðurinn í landinu þar Amos Oz sem er mögulegt að lifa tiltölulega rólegu lífi. Allir hafa þar verk að vinna, sama verkið daginn inn og út og allir ganga að því. Engir SKÍPUÐ hefur verið nefnd til að endurskoða framfærslulögin, en þau eru frá 1947. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að löngu hefði verið tímabært að samræma lögin ástandi og þróun mála hér á landi. Ráðherra sagðist hafa lýst því yfir á Alþingi í vetur þegar miklar um- ræður urðu um fátækt á íslandi að skipuð yrði nefnd sem tæki þessi mál vandlega til meðferðar. Nefndinni er ætlað að semja reikningar í mánaðarlok, engin venjuleg húsverk — allt sér búið um, eða yfirstjóm þess. Öll skemmt- an kemur utanfrá. Ekki þarf að kvarta undan fjarlægðunum í vinnu. Og það segir sig sjálft að verð- bólgan — sem að vísu er nú að réna — heijar ekki á samyrkjubúið, að minnsta kosti ekki svo að neinu nemi. En samt, ekki einu sinni á sámyrkjubúinu er að fínna hinn fullkomna frið. Kibbutznikkinn Yoni þráir að komast frá búinu, verða fijáls og losna undan þeim viðjum sem honum fínnst sér settar á samyrkjubúinu. Og andstæða hans er ofsafengin viðleitni Azarich til að fá inngöngu, njóta öryggis og vemdar samyrkjubúsins og loka sig frá heiminum og lífínu utan þess. Amos Oz fer meistaralegum höndum um efniviðinn og af þeim bókum sem ég hef lesið eftir hann er þetta án efa sú sem mest skilur eftir. frumvari) til nýrra framfærslulaga. í nefndina voru skipuð: Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, form. starfsm.fél. Sóknar, Gunnar Jóhann Birgisson, lögfræðingur, Ingibjörg Rafnar, fv. borgarfulltrúi, Kristján Benedikts- son, fv. borgarfulltrúi, Rannveig Guðmundsdóttir, forseti bæjarstj. Kópavogs, Sveinn Ragnarsson, fé- lagsmálastjóri og Þorgerður Benediktsdóttir, deildarlögfræðing- ur. Ritari nefndarinnar er Gylfí Kristinsson, deildarstjóri. Framfærslulögin endurskoðuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.