Morgunblaðið - 31.07.1986, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
Morgunblaðið/Einar Falur
Skógræktarmenn frá Þelamörk ásamt íslenskum og norskum fararstjórum í Svartaskógi í Fossvogsdal.
Norskir skógræktarmenn
í heimsókn á Islandi
- munu skoða skóglendi á fslandi og vinna að gróðursetningu
og öðrum skógræktarstörfum
NORSKIR skógræktarmenn eru um þessar mundir í heimsókn á
íslandi til að kynna sér skógrækt og vinna við skógrækt vlðs vegar
um landið. Norðmennirnir eru 37 talsins, en einnig eru með í för
12 skógræktarmenn frá hinum þremur Norðurlöndunum, fjórir frá
hveiju. A sama tíma og þessi hópur dvelst hér, er jafnstór hópur
íslendinga í Noregi.
Auk þessa vinnuhóps, eru 16 stjómarmenn skógræktarinnar á
Þelamörk staddir hér á landi til þesi? að kynna sér skógrækt á Islandi.
Þessi skipti á skógræktarmönn- í Alviðru og vinna að gróðursetn-
um milli Islands og Noregs hófust
1949 og hafa staðið síðan þriðja
hvert ár. Skiptin hafa farið þannig
fram, að að 50 manna hópur frá
Noregi kemur hingað og jafn stór
hópur fer til Noregs með sömu flug-
vél og flytur norska hópinn.
Hópnum er skipt í þrennt og fer
hver hópur á sinn stað. 25 manns
munu dveljast í húsi Landvemdar
mgu og skógræktarstörfum á
vegum Skógræktarfélags Ames-
inga og Skógræktar ríkisins, 10
manns munu dveljast að Hreðavatni
og Hvammi í Borgarfírði á vegum
Skógræktar ríkisins og Skógrækt-
arfélags Borgfirðinga og 15 manns
munu dveljast í bændaskólanum að
Hólum í Hjaltadal, á vegum bænda-
skólans og Skógræktarfélags
Skagfirðinga.
Þeir Norðmenn, sem koma hing-
að, eru meðlimir skógræktarfélaga
víðs vegar um Noreg, og auk þeirra
em einnig með í för 16 stjómar-
menn skógræktarinnar á Þelamörk,
en ástæðan fyrir komu þeirra er
sú, að næsti hópur íslendinga, sem
fer utan eftir þrjú ár, mun dveljast
á Þelamörk.
Að þessu sinni em í hópnum sem
hingað kemur í fyrsta sinn einnig
fulltrúar frá hinum Norðurlöndun-
um þremur, en það er gert til þess
að reyna að auka breiddina í þessum
samskiptum.
íslenski hópurinn fór á mánudag
til Noregs og mun dveljast við skóg-
ræktarstörf í Innri-Þrændalögum.
Skógræktarfélög í Noregi skiptast
á að taka á móti íslendingunum.
Auk þess að starfa að gróðursetn-
ingu, mun hópurinn ferðast víðs
vegar um Noreg. Skógræktarfélög-
in á íslandi eiga kost á því að senda
fólk í ferðina og er fólkinu þar séð
fyrir húsnæði, svo og fæði að hluta.
Sama á við um hinn norska hóp
hérlendis.
Hinir norrænu skógræktarmenn
komu til íslands aðfaranótt. mánu-
dagsins og var þeim þá strax skipt
upp í þijá hópa og fór hver vinnu-
flokkur til síns staðar.
Skógræktarmennimir frá Þela-
mörk, auk fararstjóra frá hinum
hópunum, sóttu heim Skógræktar-
stöðina í Reykjavík og lóðsaði
Vilhjálmur Sigtryggsson forstöðu-
maður hópinn um staðinn. Norð-
mönnunum leist afar vel á það sem
þeir sáu af starfsemi Skógræktar-
stöðvarinnar, en mesta athygli vakti
þó hinn nýi ræktunarskáli, sem
byggður er úr límtré. Að lokinni
skoðunarferð um stöðina þáðu gest-
imir veitingar hjá Skógræktarfélagi
Reykjavíkur.
Hinir norrænu skógræktarmenn
munu, hver á sínum stað, aðallega
vinna að gróðursetningu, grisjun
og hreinsun frá plöntum. Reynslan
af störfum Norðmanna mun vera
mjög góð, enda em í för með þeim
flokksstjórar, sem starfa daglega
að skógrækt. Jafnhliða þessum
skógræktarstörfum, munu gestirnir
ferðast víðs vegar um landið, þar á
meða! í Þórsmörk. Helgina 9.-10.
ágúst koma svo allir hópamir til
Reykjavíkur, og munu þar m.a.
mæta til móttöku hjá borgarstjóra,
Davíð Oddssyni.
Norræn samvinna á
sviði skógræktar
Samvinna Norðurlanda á sviði
skógræktar er með ýmsu móti.
Skógræktarfélag íslands gekk
formlega í Samband skógræktarfé-
laga á Norðurlöndum 1974, en allt
frá lokum síðari heimsstyrjaldar
hefur gott samstarf verið við hin
Norðurlöndin og þá sérstaklega
Noreg.
Nýlega var haldið skógræktar-
þing í Finnlandi, þar sem mættir
voru á annað þúsund fulltrúar á
Norðurlöndum, þ. á m. íslandi. A
þinginu var gerð samþykkt þess
efnis að skorað var á öll ríki Evrópu
að gera átak í mengunarvörnum,
vegna skógardauða í Mið-Evrópu
og jafnvel á Norðurlöndum. Einnig
var þar ákveðið, að hvert land
skyldi senda þessa ályktun í sendi-
ráð sín erlendis, svo og erlend
sendiráð í sínu heimalandi; með því
er reynt að stuðla að því, að málið
verði rætt á alþjóðlegum vettvangi,
enda er þetta mál að mati þingsins
vandamál allrar Evrópu.
Þeir norrænu skógræktarmenn,
sem til íslands hafa komið, hafa
að sögn Huldu Valtýsdóttur for-
manns Skógræktarfélags íslands
almennt lokið upp einum munni um
það að hér séu geysilegir möguleik-
ar til skógræktar, en að sama skapi
hefur þeim þótt gróðureyðingin víðs
vegar um landið sorgleg. Félagar í
Skógræktarfélagi íslands eru um
6.300 og er það hlutfallslega mun
meira en á hinum Norðurlöndunum.
Einnig eru félögin á Norðurlöndum
öðru vísi upp byggð, þar eð þau
byggjast meira upp á skógareigend-
um. Þrátt fyrir að félögin á
Norðurlöndum séu hlutfallslega fá-
mennari en hér, eru þau mun öflugri
fjárhagslega, og hefur skógrækt á
Islandi oft notið stuðnings skóg-
ræktarfélaga á Norðurlöndum.
Hveragerði:
Afmælissýning Steingríms
STEINGRÍMUR SIGURÐSSON listmálari opnaði sína sextug-
ustu málverkasýningu í gærkvöldi, í Eden í Hveragerði.
Stendur hún til 10. ágúst. Sýninguna kveðst Steingrímur til-
einka 20 ára atvinnumennsku
„Sýninguna í Eden kalla ég „Tíma-
mót“, en á henni eru 66 málverk,
í sýningarskrá stendur 65, en ég
var að ljúka við eitt sem ég kalla
„Japanska fantasíu". 58 af þessum
myndum eru nýjar. Ég er að reyna
að gera úttekt á þróun minni í lífí
og list,“ sagði Steingrímur í spjalli
við Morgunblaðið.
„Ég fæddist á Akureyri í apríl
1925, í Nautsmerkinu, ég hef
sannfærst um það með árunum
að stjömumerkin eru ekki tómt
húmbúg. Foreldramir voru Sigurð-
ur skólameistari Guðmundsson,
málarakúnstinni.
hann var Húnvetningur, og Hall-
dóra Ólafsdóttir prófasts Finnsson-
ar, af ætt Stefánunga og Finsena,
og móðir hennar var Þómnn Ólafs-
dóttir af Mýrarhúsaætt.
Ég var strax með óróa í blóð-
inu, mig dauðlangar alltaf til að
ferðast, ég skrepp oftsinnis til út-
landa, ekki samt til Mallorca o.þ.h.
Ég fór til náms í enskum bók-
menntum til Nottingham, en sneri
heim eftir tvö ár, hálfkaraður, og
gerðist blaðamaður á Tímanum.
Thor Vilhjálmsson var samtíða mér
þama á slóðum Hróa Hattar — við
bjuggum hlið við hlið á stúdenta-
garði. Það var lærdómsríkt fyrir
báða.
Hugurinn var á þessum tíma
tekinn að hneigjast að málverkinu.
Heima varð ég m.a. teiknikennari
við MA. Mönnum hlýtur að hafa
þótt ég sérkennilegur teiknikenn-
ari, því ég var að reyna að fá
nemenduma til að tjá einstaklings-
eðli sitt. Ég vil ekki reyna að gera
annað úr mönnum en þeir eru.
Ferillinn eftir það var í blaða-
mennsku og einnig hef ég skrifað
bækur jöfnum höndum. Sú fyrsta,
„Skammdegi á Keflavíkurfiug-
velli“, kom út 1954. Það er lýsing
á reynslu minni sem öryggisvörður
á Keflavíkurflugvelli, en við vorum
tengiliðir við amerísku herlögregl-
una. Sama ár kom út „Fórur“,
ritgerðasafn, og 1958 voru það
„Sjö sögur", skáldlegra efni, 1967
var það „Spegill samtíðar" og 1983
„Ellefu líf“, lífbók Brynhildar
Bjömsson Borger, sonardóttur
Sveins forseta.
Þá er ég með tvær bækur í
undirbúningi, sem koma út áður
en langt um líður. „Spegill fortíð-
ar“ er bók þar sem horft um öxl,
én „Lausnarsteinn" er einskonar
skáldverk,
Frá 1966 hef ég verið atvinnu-
listmálari. í desember 1966 var
fyrsta sýningin, í Bogasalnum.
Síðan þá hef ég haldið 60 sýning-
ar, þar af 10 í Eden í Hveragerði.
Ég reyni að mála raunsæjar mynd-
ir, málarinn verður að vera í
tengslum við veruleikann. Ég held
mikið upp á að mála myndimar á
staðnum, halda áhrifum staðarins.
Stundum lét ég það eftir mér þeg-
ar ekki var fært út úr húsi að
mála fantasíur og var það að vissu
leyti hressing og gaf mér frelsi.
Ég bý nú með sonum mínum
tveim og tveim kisum. Ég á einnig
eina dóttur, sem hefur tekið þátt
í fegurðarsamkeppnum og haft
gott af, því hún tapaði. Annars hef
ég nú tekið upp mjög heilbrigða
lifnaðarhætti, trimma og fer á
skíði. Ég er hættur við Dionysos
og tóbakið. Ef tóbakslöngunin
grípur mig hreyfí ég mig bara. Þá
stunda ég einnig bridds, billjarð
og Hótel Borg í hádeginu til að fá
mér skyr og rabba við félagana
við stóra borðið."