Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 29

Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 29 Heimsmeistaraeinvígið í skák: Karpov veikti peðastöðuna í tímahraki Skák Bragi Kristjánsson Kasparov byrjaði aðra ein- vígisskákina í gær á sama hátt og fyrstu skákina í síðasta ein- vigi hans og Karpovs, en sá síðarnefndi kom með nýjan leik. Heimsmeistarinn virtist óstyrkur og hugsaði svarleik- inn lengi, og komst í fram- haldinu út í örlítið hagstæðara endatafl. í framhaldinu lentu báðir kepp- endur í tímahraki og þá veildi Karpov peðastöðu sína of mikið. Kasparov kom hrók inn í stöðu andstæðingsins og vann peð. I biðstöðunni hefur Kasparov góðar vinningshorfur. Helmingur einvígisins verður tefldur í London, en seinni hlutinn í Leningrad. Sigurvegarinn þarf að vinna sex skákir eða hljóta 12'/2 vinning, þannig að skákimar verða ekki fleiri en 24. Heims- meistarinn, Kasparov, heldur titlinum á jöfnu. Undirbúningur meistaranna fyrir þetta einvígi var ólíkur. Kasparov tefldi einvígi við Miles og Timman, en Karpov tefldi í tveim mjög sterkum mótum. Ka- sparov vann einvígin með ótrúleg- um yfirburðum, og Karpov vann bæði mótin örugglega. Þegar Kasparov komst fyrst í áskorendamót fyrir tæpum þrem árum, var mikið rætt um, að hann hefði enga reynslu í einvígistafl- mennsku. Hann hefur greinilega tekið þetta alvarlega, þvi hann hefur ekki teflt annað en einvígi síðan hann vann sterkt mót í Nik- isic í Júgóslavíu í september 1983. Hann hefur teflt 9 einvígi á þess- um tíma, við Karpov (2), Timman (2), Miles, Andersson, Hiibner, Kortsnoj og Smyslov. 2. skákin: Hvítt: Kasparov Svart: Karpov Nimzo-indversk vörn 1. d4 - Rf6,2. c4 - e6,3. Rc3- í fyrsta einvígi kappanna lék Kasparov jafnan 3. Rf3, en komst lítið áleiðis í Drottningarind- verskri vöm (3. — b6) eða Drottningarbragði (3. — d5). í öðru einvíginu lék Kasparov 3. Rc3 og gafst vel, svo hann heldur sig við þann leik. 3. - Bb4, 4. Rf3 - c5,5. g3 - Kasparov kom andstæðingi sínum á óvart með þessu sjaldséða afbrigði í fyrstu skák síðasta ein- vígis og vann. 5. — Rc6, 6. Bg2 — d5, Karpov er auðvitað viðbúinn þessari byijun og kemur nú með nýjan leik. í þeim þrem skákum, sem þeir tefldu þetta afbrigði í síðasta einvígi lék Karpov ávallt 6. — Re4. Einnig hefur verið leik- ið 6. — Bxc3+ í þessari stöðu. 7. cxd5 — Rxd5, 8. Bd2 — Hvítur á erfitt með að valda bæði riddarann á c3 og peðið á d4. Ekki gengur 8. Dd3 — cxd4, 9. Rxd4 — Rxd4, 10. Dxd4 — Rxd3 og svartur vinnur. 8. —cxd4 ). Rxd4 — Rxd4 10. Rxd5 — Bxd2+ 11. Dxd2 - Rc6 Síðustu leikir voru allir þving- aðir og nú kemur upp endatafl sem er örlítið hagstæðara fyrir hvít. 12. Rf4 - Dxd2+, 13. Kxd2 - Bd7, 14. Hhcl - Ke7, 15. Rd3 - Hhc8, 16. Rc5 - Hab8, 17. Hc3 - Rd8, 18. Hacl - Kasparov tvöfaldar hrókana á opinni línu eins og lög gera ráð fyrir og nær yfirráðum jrfir c- línunni. 18. - Bc6, 19. Rd3 - Bd7 Ekki gengur 19. — Bxg2 vegna 20. Hxc8 o.s.frv. 20. Re5 - Hxc3,21. Hxc3 - Be8 Eftir 21. - Hc8, 22. Rxd7 - Hxc3, 23. Kxc3 — Kxd7 stendur hvítur betur, þótt ólíklegt sé, að hann geti unnið endataflið. 22. b4 - Ekki 22. Hc7+ — Kd6 og svart- ur vinnur mann. 22. - a6, 23. Be4 - h6, 24. a3 - f6, 25. Rd3 - Bc6, 26. Bxc6 - Rxc6, 27. Rc5 - Re5, 28. f4 - Rd7, 29. Rb3 - Kd6, 30. e4 - g5, 31. Ke3 - e5?! Báðir keppendur eru komnir í mikið tímahrak, og með síðustu leikjum sínum hefur Karpov veikt peðastöðu sína. 32. fxg5 — fxg5, 33. Ra5 — Hvítur bindur svarta hrókinn við að valda peðið á b7. 33. - g4, 34. Hc2 - h5, 35. Hcl 35. - b6?! Eftir þennan leik kemst hvíti hrókurinn inn í svörtu stöðuna og veldur miklum usla. Spumingin er hvort svartur geti varist því mikið lengur, ef hann leikur ekki 35. — b6. Ekki gengur 35. — Rf6, 36. Hc2 - Re7, 38. Hc5 með hótuninni 38. Rc4, og ef 36. — b5,37. Hc6+ ásamt 37. Hxa6, 36. Hc6+ - Ke7,37. Rc4 - Hf8 Eini mótspilsmöguleiki svarts. 38. Ke2 - Hf3, 39. Re3 - Rf6, 40. Hxb6 - Rxe4, 41. Hxa6 - og Karpov lék biðleik. Kaspasrov á peð yfir og góðar vinningshorf- ur, því hann á að auki tvö samstæð frípeð á drottningar- væng, sem erfitt verður að stöðva. Biðskákin verður tefld áfram í dag. NÝTfSÍMANÚMER Mikið kóka- ínsmygl á Spáni Frá fréttaritara Morgunbladsins í Barcelona, Jóni F. Arasyni. Lögreglan í La Coruna á Spáni handtók níu manns, sjö Kolumbíubúa og tvo Spán- verja, þann 25. þ.m., fyrir smygl á 77,8 kilógrömmum af kókaini i kólumbíska flutn- ingaskipinu La Guajira. Verðmæti smyglgóssins er talið vera nálægt 170 milljónum króna. Á eiturljdjamarkaðnum má hæglega reikna með að loka- verðið verði 700 milljónir króna. Jenco kominn á fund páfa Washington, AP. SÉRA Lawrence Martin Jenco kom í gær tíl Páfagarðs og fékk þar áheyrn. Meðal annars færði hann páfa skilaboð frá mann- ræningjunum, sem höfðu hann í gíslingu í tæpa 19 mánuði. Ónafngreindir embættismenn í Washington hermdu á miðviku- dag, að séra Terry Waite, sem er sérlegur sendimaður erkibisk- upsins af Kantaraborg, hefði gegnt lykilhlutverki við að leysa Jenco úr haldi. Jenco vildi ekkert segja um hver skilaboðin frá mannræningj- unum væru, og sagði það vera páfa að skýra frá því. Embættismennimir sögðu að William Casey, jrfirmaður CIA, hefði engu fengið áorkað í Sýr- landi, og kenndu þeir þvergirð- ingshætti' þarlendra stjómvalda um. Farouk Al-Sharaa, utanríkis- ráðherra Sýrlands, vísaði hins vegar á bug fréttum þess efnis, að Casey hefði komið til Damask- us til viðræðna um mál banda- rísku gíslanna í Líbanon. Aftur á móti vildu embættis- mennimir gera þátt séra Waites sem mestan. „Terry Waite gegndi mikilvægu hlutverki, og ég tel að hann hafi ekki hlotið þakkir sem skyldi," sagði einn þeirra. Priðja pósisjón Jallatte öryggisskórnir eru svo léttir og þægilegir, að ganga í þeim er sem ónægjulegur dans. Þeir draga úr þreytu vinnudagsins og auka vellíðan. Stól í tó er vernd gegn þrýstingi og höggi. Stólþynna í sóla er vernd gegn nöglum og hvössum hlutum. JALLATTE ER ALLT SEM ÞARF i HINN DAGLEGA DANS Skeifan 3h - Sími 82670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.