Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 31

Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 31 ERLENT Myndin sem talin er vera af Cliarlotte Bronte. Ljósmynd fund- in af Charlotte Bronte? FYRIR skömmu bárust af því fregnir að í Bretlandi hefði fund- ist ljósmynd af Charlotte Bronte, þeirri Bronte-systra, sem samdi skáldsöguna Jane Eyre. Til þessa hefur verið talið að engin mynd væri til af Charlotte. Myndin fannst í dánarbúi frú Elizabeth Gordon, en hún ánafnaði Bronté-félaginu nokkrum munum úr því. Frú Gordon var varaforseti félagsins um tíma. Reyndar er engin endanleg sönn- un fyrir því að myndin sé af Charlotte, en ýmsar vísbendingar og óbeinar sannanir benda ótvírætt til þess að myndin sé af Charlotte Bronté. Líklegast er talið að mynd- in hafi verið tekin á brúðkaups- ferðalagi Charlotte og brúðguma hennar árið 1954, en vitað er að hann lét taka af sér myndir þá. Ólíklegt má telja að ekki hafí verið tekin mynd af brúðurinni við sama tækifæri. Pólland: Réttarhöldum frestað yfir Samstöðumanni Varsjá, AP. HERDÓMSTÓLL í Varsjá frest- aði í gær réttarhöldum yfir einum leiðtoga Samstöðu, sam- taka hinna óháðu verkalýðsfé- laga í Póllandi, Tadeusz Jadynak, að sögn konu hans, en hann hefur verið ákærður fyrir samsæri um „að grafa undan hinu sósíalíska þjóðskipulagi“. Kona Tadeusz, María, sagði að dómstóllinn hefði ekki gefið upp ástæðu þess að réttarhöldunum var frestað eða hvenær þau færu fram. Skýrt var frá því í gær að haldið væri áfram að sleppa föngum sam- kvæmt nýjum lögum, sem kveða á um skilyrta sakaruppgjöf fanga. Að sögn pólsku fréttastofunnar PAP hafa 775 fangar verið leystir úr haldi að undanförnu, þar á með- al 26, sem handteknir voru fyrir pólitískar skoðanir sínar eða starf- semi á vegum Samstöðu. Um borð í Titanic Norðursjór: Mikill sam- dráttur í olíu- framleiðslu Reagan sæmir Horowitz Frelsisorðunni Bandaríkjaforseti og píanósnillingurinn Vladimir Horowitz leika hér á als oddi, ásamt eiginkonum sínum, þeim Wöndu og Nancy. Um hálsinn ber Horowitz Frelsisorðuna, en það er æðsta viðurkenning, sem al- mennum borgara getur hlotnast í Bandaríkjunum. Reagan sæmdi Horowitz henhi og lofaði þannig hljómleikaför Horowitz til ættlands síns, og sagði hana pílagrímsferð í þágu friðar. Titanic var um 46 þúsund tonn að stærð. Talið var að skipið ætti að setja hraðamet í fyrstu ferð sinni yfir Atlantshafið og eftir slysið komu fram ásakanir um að yfirmenn þess hefðu ekki tek- ið nægilegt tillit til hættunnar af borgarisjökum. þilfarið og bakborðssíðuna, þai sem þeir sáu kýraugu meé óbrotnu gleri. Þeir tóku eftir þvi, að Titanic hafði brotnað í tvennt rétt aftan við þriðja reykháf. I þriðju ferðinni var Jason, sem knúinn er eigin hreyfli, en stjóm- að úr Alvin, sendur inn í skipið. Hann fór niður glæstan stiga, þar sem öll viðarþrepin voru löngu horfin ofan í smádýr sjávarins. Sama gildir um allan viðarútskurð í skipinu, sem var víðfrægur. Hins vegar höfðu ljósakrónur úr gleri og kristal á öllum þilförum slopp- ið óskemmdar, þótt ótrúlegt megi virðast. Hvergi varð vart við jarð- neskar leifar fólksins, en þær hafa farið sömu leið og önnur lífræn efni í skipinu. Jason stóð sig vel í leiðangrin- um. Hann fór eftir einu siglutrénu upp í útsýnistunnuna, þar sem hann rakst á óskemmt messing- ljósker. Síðar leit hann inn um gluggana á vistarverum yfir- manna og leikfímisal skipsins brá einnig fyrir. Hann gerði sömuleið- is tilraun til að komast inn um kýrauga á stjómborðssíðunni og þaðan upp á gönguþilfarið, en reyndist of digur. Eitt sinn sat Jason fastur, en stjórnendum hans um borð í Alvin tókst með lagni að losa hann aft- ur. Þrátt fyrir eftirvæntinguna og hrifninguna gleymdu vísinda- mennimir því aldrei, að í rauninni voru þeir að kanna fjöldagröf. „Frásagnir þyrluðust um hug- ann, - Smith skipstjóri stóð þama og milljónamæringurinn Astor var þama, og þarna hinum megin var konum og börnum komið fyrir í bátunum. Við minntumst hljóm- sveitarinnar, sem hélt áfram leik sínum, meðan fólkið hljóp upp og London, AP. FRAMLEIÐSLA olíu í Norðursjó dróst mjög saman í júní, og hefur ekki verið jafnlítil í þijú ár. Þetta kom fram í skýrslu Hins konunglega Skotlandsbanka á þriðjudag. Dagleg framleiðsla olíu í Norðursjó nemur nú um 2,2 millj- ónum tunna, og hefur ekki verið minni síðan í júní 1983. Vegna samdráttarins, hækkandi olíuverðs og fleiri þátta er virði dagsframleiðslunnar nú minna en */s þess, sem það var í nóvember 1985. Efnahagskreppa fram undan í Bandaríkjunum? Washington, AP. PAUL Volcker, forseti banda- ríska seðlabankans, hélt því fram í gær, að hinn mikli viðskipta- halli Bandaríkjanna kynni að koma landinu í „erfiða og hættu- lega aðstöðu". Volcker sagði þetta á fundi með bankanefnd fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, þar sem hann gerði grein fyrir hugsanleikum möguleik- um á því, að Bandaríkin væru nú á ieið inn í efnahagskreppu. Volcker tók það fram að þau merki, sem venjulegast væru sam- fara byijun á kreppu, væru ekki til staðar nú. Hann lagði hins vegar áherzlu á að efnahagslíf Banda- ríkjanna væri nú miklu nátengdara en áður efnahagslífi heimsins alls. Fyrstu fimm mánuði þessa árs var viðskiptajöfnuður Banda- ríkjanna neikvæður um 13,9 millj- arða dollara að meðaltali á mánuði. Haldi svo áfram, þá verður við- skiptahallinn 167 /nilljarðar dollara alls á þessu ári. Á síðasta ári nam viðskiptahallinn 148,5 milljörðum dollara og hafði aldrei verið meiri. Þessi mikli halli hefur í reynd haft í för með sér kreppu í mörgum iðngreinum í Bandaríkjunum, þar sem sala á framleiðsluvörum þeirra á heimamarkaði jafnt sem í öðrum löndum hefur dregizt saman sökum samkeppninnar frá framleiðendum erlendis. á 4.000 BANDARlSKIR köfunarsér- fræðingar frá Woods Hole hafrannsóknarstöðinni í Massachusetts hafa að undan- förnu farið margar ferðir í dvergkafbát niður að flaki far- þegaskipsins Titanic, sem liggur á 4.000 metra dýpi und- an strönd Nýfundnalands. Titanic var á sinum tíma stærsta skip heims. Það sökk í jómfrúrferð sinni árið 1912, eftir að hafa rekist á borgarís- jaka og yfir 1.500 manns fórust. Legstaður þeirra fannst í sept- ember á síðasta ári. Bandarísku leiðangursmennimir hafa tekið fjölda ljósmynda og vídeó- mynda af skipinu, m.a. með vélmenni, á stærð við garð- sláttuvél, sem sent var inn í skipið. Vélmennið Jason, sem tengt var dvergkafbátnum Alvin með taug, sendi vídeómyndir jafnóðum til þriggjamanna áhafnar kaf- bátsins. Með nokkrum óhugnaði virtu leiðangursmenn fyrir sér óskemmdar kristalljósakrónur, „grýlukerti" úr ryði, er víða héngu neðan úr loftum og stýrishjólið, þar sem allt úr viði var löngu horfíð, en messinghlutir gljáðu sem nýir væru. Haffræðingurinn Robert Ball- ard, en hann fann Titanicá síðasta ári, var einn leiðangursmanna og lýsti fyrstu ferðinni í þessum leið- angri svo, að er þeir nálguðust hafsbotninn, hefðu þeir séð „vegg úr stáli. Hann virtist vera enda- laus í allar áttir". Þeir sigldu fyrir egghvasst stefnið, nafnið á bógnum sást vart vegna ryðs, könnuðu fremra metra dýpi Ryðguð rafmagnsvinda á báta- þilfari Titanic. niður aðalstigann." Jason hélt áfram að finna ýmsa smáhluti eins og næturgögn, kampavínsflöskur, stakan skó og loks glæstan peningaskáp með skjaldarmerki. Reynt var að opna skápinn með fjarstýrðum armi Alvins, en það mistókst. Vísindamennimirvoru himinlif- andi yfír frammistöðu Jasonar, en bandaríski flotinn kostaði leið- angurinn til að reyna hæfni vélmennisins við djúphafsrann- sóknir. Á fréttamannafundi að leið- angrinum loknum sagðist Ballard telja útilokað, að hægt yrði að lyfta Titanicup\) af hafsbotni. Skipið væri mjög ryðgað og einn- ig brotið, auk þess hefði hluti þess grafist um 15 metra niður í botnsandinn. Hann sagðist vona, að myndir leiðangursmanna dygðu til að svala forvitni fólks og skipið fengi framvegis að hvíla í ró. Byggt á Time.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.