Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 34

Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 34
m .../ fjölskyldubúðum Þessi snáði heitir Björn Þór Gunnarsson og unir hann sér hið besta í fjölskyldubúðum lýðveldisins. Búðirnar eru opnar öllum tii lengri eða skemmri dvalar og dagleg-ar ferðir fyrir þá sem vilja búa í Viðey þessa viku en sækja vinnu í bænum. — segir Roy „Fritz“ Eckert, sem sér um teng'sl skátanna á landsmóti í Viðey Roy „Fritz“ Eckert læra bömin og það er fullorðna fólkið sem á að gefa fordæmin. Krakkar taka yfirleitt vel eftir, en það þýðir ekki að skipa þeim fyrir. Hér á mótssvæðinu tek ég t.d. sjálf- ur upp það rusl sem ég sé liggja fyrir framan tjöldin hjá krökkunum en næsta dag gera þau það sjálf því þau hafa lært af mér. Hinsveg- ar ef maður fer t.d. út að keyra með bömunum sinum og hendir „ÉG HEF verið í skátahreyfing- unni sl. 55 ár og ferðast um allan heim tii að taka þátt í skáta- starfi," sagði Roy „Fritz“ Eckert í samtali við Morgunblaðið, en blaðamaður hitti hann úti í Viðey rétt eftir setningu 19. landsmóts skáta þar sl. sunnudag. Hann var klæddur skátabúningi sinum og kom á landsmótið i Viðey til að sjá um tengsl krakkanna á mót- inu enda krakkar af mörgu þjóðerni þar samankomnir. „Við ' viljum að þau kynnist vel. Ég er með sýningu í farangrinum sem ég ætla að setja upp i einu tjald- inu hérna og geta mótsgestir þar kynnt sér skátastarfsemi ann- arra landa,“ sagði Roy. Hann er Bandaríkjamaður sjálfur og segist vera að nálgast 71. ald- ursárið. „Ég hef ferðast til 120 landa og á tvö heimili, í Kalifomíu í Bandaríkjunum og í Astralíu. Ég er einnig meðlimur í Rotary-hreyf- ingunni, en hún hefur einmitt í ** gegnum árin styrkt skátahreyfing- una af alhug víða um heim, nema hvað helst hér á íslandi. Ég hef sótt nokkra Rotary-fundi hér á ís- landi og líkar vel við þá menn sem þar starfa. Ég tel það gott málefni að styrkja skátahreyfinguna — ve- rið er að þjálfa upp fólk til að gegna foringjastöðum og hefur það marg- sýnt sig að úr röðum skáta koma bestir frammámenn. Með réttum kennsluaðferðum rusli á götuna út um bílrúðuna myndu þau örugglega fara að for- dæmi föður síns. Þessi aðferð er kennd við Englendinginn Robert Baden-Powell, sem stofnaði skáta- hreyfinguna fyrir u.þ.b. 80 árum, — í daglegu tali kölluð „show-and- do“-aðferðin.“ Baden-Powell athugaði á sínum tíma hvemig hin ýmsu þjóðfélög byggðu upp karlmenn sína til að taka við af eldri kynslóðum. Hann uppgötvaði að hjá öllum þessum mismunandi hópum var sama stefn- an gegnumgangandi sem byggðist upp á sýnikennslu, ekki fyrirlestrum og skipunum. Hann sagði þetta bestu aðferð til kennslustarfa og fór svo að í byijun fjölmenntu kenn- arar í skátaforingjastöðumar. Roy Eckert var flugstjóri hjá Pan Am-flugfélaginu í mörg ár, en sagð- ist hafa þurft að stunda aukavinnu með þar sem laun flugmanna hefðu verið heldur lág í þá daga. Hann starfaði sem sölumaður hjá banda- rísku tryggingafélagi í 25 ár, en er nú hættur því og hefur snúið sér að innflutningi til Astralíu. „Ég hef flutt reiðhjól frá Kína og selt til Morgunblaðifl/Börkur Unnið að uppsetningu sýningar á starfi skáta hvaðanæva úr heimin- um. Ástralíu sl. fímm ár, enda sjálfur mikill hjólreiðaáhugamaður. Fyrir tveimur árum hjólaði ég t.d. hring- inn í kringum Island og ef ég er ekki um borð í flugvél, þá er ég hjólandi. Ég reyni eftir megni að komast hjá því að nota bifreiðir. Mér leiðist slík farartæki. Maður hefur bókstaflega ekkert að gera á meðan setið er í bfl. Konan mín, Florence, sem nú er 69 ára, hjólar oft með mér auk þess sem hún syndir 2.000 metra á hveijum morgni og slær mér við hvað það snertir. Við hjónin eigum síðan eitt áhugamálið í viðbót saman, sem er dans, eða öllu heldur norður- amerískur samkvæmisdans, en hann gengur út á það að tvö pör eða fleiri dansa saman undir tvískiptum takti og skipta stöðugt um mótdansara." Frá íslandi heldur Roy til Aust- urríkis þar sem hann tekur þátt í landsmóti skáta og sagðist hann verða fulltrúi íslands á því móti enda meðlimur í skátafélaginu í Kópavogi. Þá er á dagskrá skáta- mót í Astralíu 29. desember nk., þar sem Roy ætlar m.a. að sjá um hjólreiðaferð um Suður-Ástralíu og í Ástralíu fer síðan alþjóðaskáta- mótið fram um áramót 1987 til 1988 og má vænta þess að íslend- ingar verði á því móti. „Hef verið 55 ár í skátahreyfingunm og ferðast tíl 120 landa“ „Það að er mest gaman detta ' “ FJÖLBREYTT dagskrá er á skátamótinu og með vinsælli póstum eru bjargsig og sigling- ar. Þegar við komum þar að sem verið var að síga klett niður í fjöru var okkur tjáð að flestir sem þarna hefðu spreytt sig þann daginn væru byrjendur en kom- ist þetta klakklaust eftir að hafa þegið leiðsögn. i sjoinn Á siglingapóstinum, þar sem hægt er að prófa róðrarbáta og seglbretti, sagði Bjarki umsjónar- maður að gengið hefði á ýmsu. „Það hafa mest komið hingað stelp- ur í dag, sumar þrælduglegar en aðrar ekki eins góðar í að róa og þær töldu sig vera, svo Hjálpar- sveitin, sem er héma með okkur, hefur haft nóg að gera við að elta þær uppi og draga í land,“ sagði Bjarki. Seglbrettaleiðsögn var í fullum gangi en fyrsti hluti hennar fer fram í landi áður en þátttakendur drífa sig í þurrgalla og prófa úti í sjó. „Það er mest gaman að detta í sjóinn," sögðu krakkamir þar sem þau streittust við að halda jafnvægi á brettunum við misjafnan árangur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.